Dagur


Dagur - 31.07.1990, Qupperneq 2

Dagur - 31.07.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 31. júlí 1990 fréttir í- Svarfaðardalur: Golí'völlur í uppbyggingu - hlaut nafnið Arnarholtsvöllur í fyrra var stofnaður Golf- klúbburinn Hamar á Dalvík, en starfssvæði hans er Dalvík og Svarfaðardalur. Klúbburinn gerði samning við eigendur jarðarinnar Ytra-Garðshorns um svæði fyrir golfvöll, og hef- ur hann fengið nafnið Arnar- holtsvöllur. Gunnar Aðalbjörnsson for- maður vallarnefndar segir að lítið hafi verið aðhafst í fyrra þar sem samningar um landið voru ekki frágengnir fyrr en svo seint, en í sumar hefur verið unnið við brú- argerð yfir læki og síki á svæðinu, og sett hafa verið upp skilti við hverja braut þar sem lesa má upplýsingar um lengd og par ogt hvernig hún liggur. Einnig hefur j mikil vinna farið í að gata, sand- bera og slá, en einnig hafa margir unglingar unnið við völlinn, en Dalvíkurbær styrkti starfsemi klúbbssins með 150 þúsundi króna framlagi í formi vinnu- framlags. Teigar og „green“ verða byggð upp í áföngum, en talsverð vinna liggur í sand- og moldarvinnu auk þökulagningar. í dag er hægt að spila á 8 holum, en mikil vinna liggur í frágangi á 9. holunni, og ljóst að ekki verður lokið við þá vinnu í sumar, en Vegagerðin á að taka þátt í þeirri framkvæmd að hluta, þ.e. þar sem gamla malarnáman er. Félagar í Golfklúbbnum Hamri eru um 70, en þar af hafa um 30 stundað íþróttina af krafti í sumar, en flestir þeirra hafa fengið kennslu sem boðið hefur verið upp á. Þrjú mót hafa farið fram í sumar, og um næstu helgi fer fram einnar kylfu keppni. Öll mótin eru innanfélagskeppnir, en eitthvað eru um að ferðamenn með golfbakteríuna hafa komið og athugað aðstæður. GG Iðnlánasjóður: Aukning á skuldbreytingum Fleiri skuldbreytingarumsókn- ir hjá Iðnlánasjóði bera vott um versnandi eiginfjárstöðu fyrirtækja sem tekið hafa lán hjá sjóðnum. Á síðasta ári var 225 milljónum króna skuld- breytt en 106 milljónum króna árið áður. Þetta kemur fram í Á döfinni, nýjasta fréttabréfi Félags íslenskra iðnrekenda. Bragi Hannesson forstjóri Iðn- lánasjóðs gerði þessa þróun að umtalsefni á ársfundi Iðnlána- sjóðs sem haldinn var í byrjun júní. „Það fer ekki framhjá þeim sem fjalla um lánsumsóknir fyrir- tækja hversu eigið fé þeirra er almennt lítið og hversu víða það hefur minnkað á liðnum árum vegna erfiðari reksturs,“ sagði Bragi í ræðu sinni á ársfundinum. „Jafnframt er augljóst að fyrir- tæki með góða eiginfjárstöðu eiga oft auðvelt með að komast yfir tímabundna erfiðleika sem jafnan hljóta að fylgja viðskipt- um og atvinnurekstri.“ Bragi sagði jafnframt að þótt skuldbreytingar væru oft nauð- synlegar og eðlilegar, björguðu þær engu hjá fyrirtækjum með lítið eða neikvætt eigið fé, sem væru þar með rekin með tapi. „Þess vegna eiga allir þakkir skildar sem vekja athygli á þessu vandamáli og stuðla að því að eigið fé fyrirtækja vaxi og þar :neð þáttur áhættufjármagns í atvinnurekstri.“ Ennfremur sagði Bragi að aukning skuldbreytinga og van- skila hafi orðið til að rýra þátt eigin fjármögnunar í ráðstöf- unarfé Iðnlánasjóðs. Uppistaðan í veittum lánum voru lántökur sjóðsins, samtals að upphæð 1.036 milljónir króna. Af þeirri upphæð voru 602 milljónir í er- lendunr gjaldmiðli sem fengnar voru hjá þremur erlendum bönk- um. Safnahúsið á Húsavík: Framkvæmdir hainar við nýbyggingu Fyrsta skóflustungan að við- byggingu við Safnahúsið á Húsavík var tekin sl. miðvikudag. Það var Finnur Kristjánsson, forstöðumaður safnsins sem skóflustunguna tók en síðan hófu starfsmenn Trésmiðjunnar Rein að grafa fyrir húsinu með stórvirkum vélum. Nýja húsið mun í framtíðinni hýsa sjóminjasafn og safn land- búnaðarverkfæra. í fyrri áfanga, sem boðinn var út, felst öll steypuvinna við húsið og bygging tengibyggingar milli þess og Safnahússins. Mun þessi áfangi kosta um 22 milljónir króna og eru fjárframlög til áframhaldandi byggingarfram- kvæmda vel þegin, að sögn fors- varsmanna Safnahússins. Á myndinni sem tekin var rétt um leið og fyrsta skóflu- stungan eru: Bjarni Þór Einars- son bæjarstjóri, Vigfús Sigurðs- son byggingatæknifræðingur, Marteinn Sigurðsson gröfu- stjóri, Þorvaldur Vestmann forseti bæjarstjórnar, Halldór Kristinsson sýslumaður og for- maður Safnahússstjórnar, Stef- án Óskarsson framkvæmda- stjóri Rein, Helgi Bjarnason Safnahússstjórn, Hjördís Tryggvadóttir safnvörður, Finn- ur Pálmason, dóttursonur Finns og Hjördísar ásamt konu sinni Helgu Árnadóttur og börnun- um Árna og Guðrúnu, og Finn- ur Kristjánsson forstöðumaður safnsins með skófluna, búinn að hefja jarðvinnuna. IM skák i íslandsmót í atskák framundan: Einn riðillinn á Akureyri Atskák er nýlegt keppnisform í skák og nýtur hún stöðugt vax- andi vinsælda víða um heim. Atskákin er nokkurs konar millistig milli hraðskákar og kappskákar og hafa keppendur hálfa klukkustund til umhugs- unar í hverri skák. Það er ekki fyrr en á allra síð- Sala á Fuji filmum slær öll fyrri met á Norðurlandi - tíu krónur af hverri filmu renna til landgræðsluskóga 1990 Frá því Fuji búðin í Sunnuhlíð var opnuð 5. apríl hefur sala á Fuji filmum fimmfaldast ef mið- að er við sama tíma í fyrra. Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu er tilkoma nýju Fuji búðarinnar sem býður viðskipta- vinum sínum fullkomna fram- köllunarþjónustu samhliða fjöl- breyttu úrvali Fuji filma, en eins og margir hafa tekið eftir eru filmurnar frá Fuji nokkuð lægri í verði en sambærilegar filmur á markaðnum. Þá er ekki ólíklegt að stuðningur Fuji umboðsins við landgræðsluskóga hafi sitt að segja um val á filmum. Áð undanförnu hafa Myndir Starfsmenn Fuji-búðarinnar og Stíls koma fyrir merkingum á hinum nýju filmumóttökustöðum á Akureyri og víðar. hf. sem reka Fuji búðína í Sunnu- hlíð opnað filmumóttökustaði víða á Ákureyri og einnig í helstu nágrannabyggðum til að auka við þá þjónustu sem fyrir er. Þessir nýju móttökustaðir gera viðskiptavinum kleift að skila inn filmunni sinni og fá hana tilbúna samdægurs á Akureyri, annars daginn eftir ef filmumóttökustað- urinn er utan Akureyrar. Eitt af því sem stöðugt verður vinsælla meðal ferðafólks og ann- arra sem vilja taka góða myndir eru hinar nýju einnota myndavél- ar frá Fuji. Hér er um að ræða myndavél með venjulegri 35 mm filmu (400 asa) sem kostar rúm- um eitt hundrað krónum meira en venjuleg filma. Kosturinn við þessa myndavél í ferðalagið er ótvírætt sá að ekki er verið að taka mikla áhættu að týna eða skemma dýra myndavél. Þá vilja krakkarnir oft taka sínar eigin myndir, sem í algjörum undan- tekningatilfellum mistakast með einnota myndavél, svo framar- lega sem þokkaleg birta er á tökustað. ustu árum sem íslenskir skák- menn fóru að keppa í atskák að einhverju ráði og framundan er íslandsmót í henni. Fyrirkomu- lag þess verður með nokkuð öðru sniði en síðasta ár og að sögn Páls Hlöðvessonar, formanns Skák- félags Akureyrar, verður keppt í þremur riðlum og fer einn þeirra fram á Akureyri. Hinir tveir verða á ísafirði og í Reykjavfk. Einn keppandi kemst í úrslit frá Akureyri og ísafirði pg sjö úr Reykjavíkurriðlinum. í úrslitum eiga einnig sæti sjö stigahæstu skákmenn landsins, þannig að samtals sextán keppendur tefla urn íslandsmeistaratitilinn. Riðlakeppnin er fyrirhuguð 18. og 19. ágúst en úrslitakeppnin verður í desember, líklega milli jóla og nýjárs. -vs Hraðskákmót í göngugötunni: Rúnar sigurvegari Á föstudaginn gekkst Skákfé- lag Akureyrar fyrir útihrað- skákmóti í göngugötunni og kepptu þar tólf skákmenn, allir við alla. Umhugsunarfrestur var 5 mín. fyrir keppanda í hverri skák. Ágætisveður var á meðan á mótinu stóð, nema hvað einu sinni þurfti að gera hlé vegna rigningardembu. Sigurvegari varð Rúnar Sig- urpálsson með 10 vinninga af ellefu mögulegum og hlýtur hann til varðveislu veglegan farandbik- ar, sem Bókabúð Jónasar gaf. Næstur Rúnari kom Bogi Pálsson með 9 v., Þórleifur Karlsson varð þriðji með 8,5 v., Jakob Þór Kristjánsson hlaut 7 vinninga, Gylfi Þórhallson varð fimmti með 6,5 v. og Smári Ólafsson fékk 6 v. í sjötta sæti. -vs

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.