Dagur - 04.09.1990, Page 5

Dagur - 04.09.1990, Page 5
Þriðjudagur 4. september 1990 - DAGUR - 5 Að halda vöku sinni í dag 28. ágúst las ég grein í Degi á Akureyri eftir heiðursmanninn Jón Friðriksson á Hömrum. Jón ritaði greinina á sínum síðustu dögum og þótt ellin hafi verið farin að ganga nærri honum og sorgin hafi enn nýlega barið að dyrum hans þá hélt hann reisn sinni og vilja til að vinna landi sínu og samfélagi allt það sem kraftarnir leyfðu. Peir menn af kynslóð Jóns á Hömrum sem trúir sinni sannfæringu hafa tekið þátt í skoðanaskiptum og stefnumótun til síðasta dags kveðja þennan heim hver af öðrum. Þeir verð- skulda samt sem áður að við sem erum kannski hálfri öld yngri sitj- um ekki þegjandi hjá þegar alvörumál eru flutt með yfirgangi og jafnvel hroka. Aminningarinnar var þörf og þökk sé Jóni á Hömrum og öllum þeim kynslóðum íslendinga sem hafa haft vilja til að standa upp- réttir og tjá hug sinn þótt ekki væri til vinsælda einna saman. „Á einu saman brauði.. Um fátt er meira skrafað og ritað í fjölmiðla þessa daga en álver. Þar hafast menn ólíkt að, en fylgjendur slíkra fyrirbæra á íslenskri grund og á tilteknum stöðum eru töluvert háværari en hinir sem hafa litla trú - jafnvel ótrú á áliðnaði og vilja ekki sjá hann í sinni byggð. Slagorð og fullyrðingar hafa ekki látið á sér standa - einkum þó hér á Akureyri meðan mesti kosningahitinn var í mönnum. Það er ekki laust við að mér verði órótt þegar ég verð vitni að þeirn yfirgangshroka sem einkennir málflutning sumra formælenda efnaiðnaðar við Eyjafjörð. Þeir vita samt mætavel að fjöldi fólks er þeim áformum andvígur af mörgum ástæðum og það fólk á líka rétt á að tillit sé tekið til sjónarmiða þess. Það er ekkert smámál að ákvarða staðsetningu 400 þúsund tonna álvers við Eyjafjörð þótt ekki verði byggt fyrir nema 200 þúsund tonna árs- framleiðslu strax. Það er mál sem ekki má ákvarða þvert ofan í vilja og þvert á hagsmuni veru- legs hluta íbúanna þó að hávaða- samir fyrirmenn reyni með látum nokkrum að koma í veg fyrir yfir- vegaða og sanngjarna umræðu um málið - nú síðast forystu- menn bæjarstjórnarinnar hver í kapp við annan - nýi bæjarstjór- inn, formaður atvinnumála- nefndar og einn af oddvitum Framsóknarflokksins í Degi í gær. Áliðnaði fylgir áhætta - jafnvel tjón Við tökum áhættu fyrir umhverfi okkar og aðra atvinnuhagsmuni með því að stofnsetja mengandi iðnaðarfyrirtæki - einkum hér við Eyjafjörð. Við getum eyði- lagt möguleika okkar til að skapa íslandi og íslenskri framleiðslu sérstöðu á erlendum mörkuðum sem hinu ómengaða og einstaka. Við getum gert að engu vonir um fiskirækt innfjarða við strendurn- ar og komið í veg fyrir að nytja- skógrækt bæti umhverfi okkar og afkomu þess fólks sem vill nytja jörð sína til annars en leyfa öðrum að horfa á hana. Fegurð kvöldhiminsins er líka í hættu og þeir sem á annað borð vilja horfa í kring um sig og njóta þeirrar dýrðlegu birtu, sem sumarkyrrðin við Eyjafjörð ein gefur, vita að hana megurn við síst rnissa. Það eru nefnilega margir sem vilja og verða að láta sér lynda að njóta íslensks sólset- urs í sínu fríi - velferðarþjóðfé- lagið okkar gerir nú ekki betur við stóran hóp þegnanna. Það er Ijótt að skrökva Ég er ekki frá því að menn hafi stundum sett fram rangar fullyrð- ingar í umræðum um álver. Það er t.d. ekki satt að hefðbundinn landbúnaður lifi í sátt við áliðnað vítt um heiminn - þvert á móti hefur hvert fyrirtækið af öðru neyðst til að viðurkenna ábyrgð sína á umhverfisspjöllum og því óhagræði sem felst í því að ekki þýðir að ætla sér að ala upp kyn- bótagripi í næsta nágrenni við álver. Gildir þá einu hvort um er að ræða Hoogovens í Hollandi, Alcan í Kanada, álver í Frakk- landi eða A.-Evrópu. Það er heldur ekki satt að áliðnaður sé ekki lengur sá meng- unarvaldur sem hann áður var álitinn - hreinsibúnaðurinn geri nú alla áhættu úr sögunni - þvert á móti er nú saumað að hverju fyrirtæki af öðru í þessum iðnaði - og þrátt fyrir hreinsibúnaðinn hafa þau neyðst til að taka þátt í kostnaðarsömum heilsufarsrann- sóknum og vistfræðirannsóknum vegna þess að tíðni alvarlegra sjúkdóma í mönnum þykir athuga- verð og mikið er um óútskýrðar stofnsveiflur dýrategunda sent einnig sýna einkenni illkynjaðra veikinda. Nú er svo komið að sum héruð á meginlandi Evrópu taka ekki við einni einustu verksmiðju til viðbótar af þessari tegund og eru að loka sumum þeim sem fyrir eru. Það skyldi þó ekki vera þess vegna sem Jóhannes Nordal og vinir hans hafa verið með öll mat- arboðin fyrir „álmennina1'. Samkeppni um áhættuna og skaðann: Það var varla alls kostar rétt að sveitarfélögin í landinu geti keypt sér álver með því að bjóða þetta og hitt. Slík ákvörðun er alltaf tekin við borð ríkisstjórnar og Alþingis og svo mun verða áfram. Það er á hinn bóginn siður valdsækinna manna að „deila og drottna" og með því mótinu tekst að láta líta út eins og eina spurn- ingin standi um það „hver býður best“, en menn gleymi hinu; hvaða áhætta er tekin og hver gæti orðið hugsanlegur ávinning- ur. Fáir hafa rætt um það nú upp á síðkastið. Það er auðvitað ekki satt sem nokkrir ágætir bæjarbúar hafa viljað láta í veðri vaka að álverið eigi bara að verða 200 þúsund tonna; það á allt að miðast við að verða 400 þúsund tonna þó að ekki verði byggt strax nema fyrir hálfa framleiðslu. Það má vel vera að ekki taki af nema svo sem tíu bújarðir á stundinni við byrjun framleiðsl- unnar - þó að þær reyndust tut- tugu. Slíkt mundi ekki skipta neinum sköpum fyrir landbúnað í Eyjafirði né á landinu öllu, en þegar starfræksla 400 þúsund tonna álvers hefði staðið unt stund þá veit ég að jarðirnar yrðu farnar að skipta tugum og mjólk- uriðnaður á svæðinu þyrfti ekki að eyða starfskröftum nokkurs manns í að framleiða eða selja „heilsuskyr" til útlanda. Ferðaþjónusta og iðnaðarmengun: Á síðustu missirum er æ fleirum að verða Ijóst að langþreyttir borgarbúar Evrópu og Ameríku kjósa ekkert fremur en að kom- ast langt frá andþyngslum hvers- dagsins í ofurmengaðri stórborg þar sem hörgull er á heilnæmri matvöru. Iðnvæddur landbúnað- ur er nú á undanhaldi og neytend- ur allra landa virðast nú tilbúnir til að borga a.m.k. 15-20% hærra* verð fyrir ekta náttúruafurðir. Landbúnaður í A.-Evrópu stefnir nú á stig einyrkjabúskaparins og „hormónakjötið" fer á haugana í henni Ameríku. Það er þess vegna dálítið skrítið að á íslandi samtímis skuli vera til fólk sem er að fást við pólitík og vill ekki sækja frarn á þessum vígstöðvum þar sem sæmilega stæðir og vel upplýstir borgarar þéttbýlla landa eru tilbúnir til að borga það sem upp er sett fyrir gæðavöru. Við setjum hvert metið eftir annað „í fjölda ferðamanna", en samt sem áður seljum við þeim alltaf minna og minna. Við setj- um hvert metið á fætur öðru í innflutningi, en útflutningur situr á hakanum. Verði reist hér álver við fjörð- inn þá erurn við að dæma okkur úr leik sem framtíðar ferða- mannaparadís fyrir Evrópubúa. Ekki vegna þess að ekki verði hægt að draga andann heldur vegna þess að enginn hefur sér- stakan áhuga á að leggja á sig langt og dýrt ferðalag til að anda að sér nákvæmlega sama meng- unarloftinu og heima hjá sér. Við eigum óteljandi möguleika: Þjóðfélag okkar er að líkindum eitt það allra ríkasta í heiminum þótt misskipting sé orðin hér vandamál nútíinans. Við erum ekki á síðasta snúningi með að koma orkunni í verð. Við verð- unt að muna að óumflýjanleg bráðalokun „Tsjernobýl-kjarn- orkuveranna" í A.-Evrópu leiðir til orkuhungurs á meginlandinu, sem líklega sprengir upp orkuverð- ið a.m.k. um tíma - þó að Persa- flóadeilan leysist farsællega. Hvað verður ef til átaka kemur austur þar skal ég ekki reyna að spá, en láta mér nægja að vona. Við ættum að vera okkur nteð- vituð um að ofurmengaðar borgir Evrópu hungrar í mengunarlaust brennsluefni fyrir bifreiðar svo vetnisframleiðsla nteð rafgrein- ingu kynni að verða álitlegur orkunýtingarkostur fyrr en varir - kostur sem ekki mengar umfram það rask sem virkjunarfram- kvæmdirnar sjálfar valda. Við skyldum líka hafa hugfast að orkuflutningur með streng er ekki bara fræðilegur möguleiki hann gæti senn orðið nægilega hagkvæmur til að skapa okkur markaði handan hafs. Kjarnorkuúrgangur heintsins er orðinn að raunverulegum vanda sem skapar ný viðhorf til allra þátta umhverfismála á ís- landi og um leið ný viðhorf til að treysta afkontugrundvöll íslensku þjóðarinnar. „Gísli, Eiríkur, Helgi - faðir vor kallar kútinn“ Allir þekkja sögurnar af Bakka- bræðrum og minnast þess hvernig úrræðaleysið lék þá „mannvæn- legu“ sveina. Enginn aðhafðist neitt en hver tautaði upp í annan; „Gísli, Eiríkur, Helgi - faðir vor kallar kútinn". Líkt finnst mér vera farið með Bakkabræðrum og þeirn forystumönnum í atvinnu- og bæjarlífi sem góla hver upp í annan „álver! - álver!“ og heimta frá ríkisvaldinu þenn- an eða hinn greiðann en aðhafast ekkert sjálfir til eflingar mannlífi í byggðunt Eyjafjarðar. Það væri óskandi að góður maður gengi hjá og kenndi þeim „Bakkabræðrum nútímans" að þekkja fætur sína svo þeir geti staðið uppréttir. Miðstýrðar risalausnir hafa reynst austantjaldsríkjunum þyngstur baggi óhagræðis og röskunar og eins er á voru landi. Byggðir Suðurlands vældu þegar virkjunarframkvæmdir drógust saman - Nágrannar okkar vestan Benedikt Sigurðarson. Vatnsskarðs eru byrjaðir að jarma um hrun þegar Blöndu- virkjun er fullgerð. Svo eru bygg- ingafyrirtæki, smiðjur og verk- takafyrirtæki á okkar svæði illa leikin m.a. af orkuvöxtum að það eru hverfandi líkur á að nokkurt þeirra reyndist samkeppnisfært um arðvænlegustu verkefnin við stórframkvæmdir - fyrirtækin Að Sunnan myndu hirða allt og þá gæti svo farið að sumir bringu- breiðir talsmenn álversbygginga yndu því illa að fá bara að vera sendir - í besta falli „búðastjór- ar“ - hjá verktakafyrirtækjum að sunnan. Skattar og gjöld starfsmanna og fyrirtækjanna rynnu að sjálf- sögðu í kassa stóru sveitarfélag- anna fyrir sunnan og vestan. Auðvitað þurfa menn vinnu og forsvaranleg laun þannig að gangverk samfélagsins skili sæmi- legri lífshamingju til flestra þegn- anna. Vinna er ekki bara í iðju- verum - öðru nær einkum á tím- um róbótanna. Byggjum ákvarðanir á rökum: Það er útbreiddur siður að stilla fólki upp með og á móti, en valdamenn mega ekki alltaf vera í framboðsáróðri. Ákvarðanir verða að byggjast á ljósum rök- um og vera teknar fyrir opnum tjöldum þar sem ákvarðendur til- greina kost og löst. Ég hef gert hið neikvæða í umræðunni að áherslupunkti í mínu máli til mótvægis við mál- flutning þeirra sem einblína á „sendingar að sunnan". Mín niðurstaða er augljós og í sem stystu máli þessi: Við höfurn ekki varanlegan ávinning af orkusölu til álvers á þeirn nótum sem um er rætt - álverð er auk þess ótryggt til framtíðar ef við getum reitt okk- ur á að minnkandi vígbúnaður risaveldanna verði varanlegur og endurnýting umbúða taki jafn stórstígum framförum næstu fimrn árin og hin síðustu. Þær fórnir sem við færum með glötuðum tækifærum t.d. í mat- vælaframleiðslu og ferðaþjónustu ásamt þeim skaða sem risafram- kvæmdir valda á gróinni atvinnu- starfsemi á svæðinu eru miklu stærri til lengri tíma litið en hugs- anlegur ávinningur getur orðið í skamman tíma. Ég tek því undir með Jóni heitnum á Hömrum þegar hann segir: Ekkert álver við Eyjafjörð. Akureyri 28. ágúst 1990 Benedikt Sigurðarson. Höfundur er skólastjóri Barnaskóla Akureyrar. Alltjyrir skóknn! Allar stœrdir og gerðir af skólatöskum og pennaveskjum jtekSfsfJÍii^íS_______ Hafnarstræti 108 - 602 Akureyri - Pósthólf 660 - Sími 96-22685

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.