Dagur - 21.09.1990, Page 5

Dagur - 21.09.1990, Page 5
Föstudagur 21. september 1990 - DAGUR - 5 ÖD framþróun er fyrst og fremst komin undir dugnaði og frumkvæði heimamanna sjálfra Að undanförnu hafa verið í gangi umræður um hugsanlegt álver í Eyjafirði og margir mætir menn hafa geyst fram á ritvöllinn bæði með og á móti málefninu. Það hefur farið fyrir brjóstið á mér hve umræðan hefur verið bundin við þetta einstaka málefni, þótt ég hafi ekkert á móti álveri sem slíku, heldur liitt að ég les úr skrifum manna upp- gjafartón ef við fáum ekki þetta álver, sem kannski aldrei stóð til að við fengjum. Þrátt fyrir það er ég þeirrar skoðunar að ef virkilega er mein- ingin að setja niður annað álver í Reykjaneskjördæmi, þar sem ótæmandi möguleikar eru íyrir hendi á margskonar starfsemi sem tengist fríiðnaðarsvæði vegna legu þess hvað varðar flugsamgöngur frá Keflavík og útflutningshöfn í Straumsvík, þá værum við betur sett án álvers ef það kemur ekki út á land þar sem atvinnulífið stendur völtum fót- um og einhæfnin er mikil er ein- faldlega eðlilegt vegna þess hversu dýrt hvert starf þar er miðað við þá hagnaðarvon sem fyrir hendi er og hve seint fjár- festingarnar skila sér. Dýrasti kosturinn valinn Pað er því sárt til þess að vita. í Ijósi þess hversu seint fjárfesting- in skilar sér, að dýrasti kosturinn skuli vera valinn því þótt eitthvað sér dýrara að byggja álver við Dysnes heldur en á Keilisnesi þá skulu menn ekki gleyma því að á móti koma stórfelldar fram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu í íbúðabyggingum, vegagerð, skólum, dagheimilum og svona mætti lengi telja vegna aukins flutnings landsbyggðarinnar, meira en allar hefðbundnar spár gera ráð fyrir sem byggja á þróun undanfarinna áratuga, að við- bættum öllum þeim milljörðum sem ríkissjóður má út með til að viðhalda byggð á ýmsum við- kvæmum atvinnusvæðum á landsbyggðinni eins og gert hefur verið undanfarin misseri í gegn- um Atvinnutryggingasjóð og Hlutafjársjóð. Eflaust þurfa þær aðgerðir að koma til hvort sem álver kemur eður ei en staðsetn- ing þess skiptir máli hvað varðar umfang aðgerðanna. Landsbyggðin getur ekki treyst stjórnvöldum í málinu Veik var staða landsbyggðarinn- ar fyrir en nú stefnir í vandræða- ástand ef ekki kemur til frum- kvæði heimamanna sjálfra þar sem forræði embættismanna og nokkurra þingmanna sem aldrei hafa lesið starfslýsingu sína, sem í fáum orðum sagt segir að aiþingismcnn eigi að setja lög í landinu og framkvæmdavaldið á að framfylgja þeim, stefna Ijóst og leynt að því að þétta byggðina enn frekar á suðvesturhorni landsins. Pað er því Ijóst að landsbyggð- in getur ekki treyst stjórnvöldum í þessu máli, einfaldlega vegna þess að stjórnvöld hafa aldrei mótað neina stefnu í byggðamál- um og treysta sér varla til þess vegna þess að málið er auðvitað viðkvæmt og ekki auðvelt að taka ákvörðun um hvar eigi að við- halda byggð og hvar ekki. Að skipta landsvæðum upp í ákveðin atvinnusvæði eins og reyndar byrjað er að gera með stofnun héraðsnefnda og iðnþróunarfé- laga, t.d. hér á Eyjafjarðarsvæð- inu, er stefna í áttina að kjarna- myndun og sameiginlegs vinnu- svæðis. aukna samvinnu sveitar- félaganna til sameiginlegra verk- efna sem öll sveitarfélögin munu njóta góðs af og styrkir byggðina út á við. Skattgreiðslur álfyrirtækja renni til byggðamála Það þarf samt meira að koma til og þá sérstaklega ef álver verður byggt á Keilisnesi. Auka sjálfsforræði sveitarfé- laga sem hefðu síðan það mark- mið aö stækka atvinnusvæði inn- an ákveðins kjarna sem menn kæmu sér saman um að væri heppilegur fyrir sameiginlega hagsmuni viðkomandi hreppa og sveitarfélaga. Skattgreiðslur álfyrirtækja ættu að renna meira og ininna til byggðamála sem að hluta til yrði varið til áhættuverkefna og styrk- veitinga vegna ýmiss konar verk- efna á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir verði fluttar út á land Draga þarf úr opinberum fram- kvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og efla samgöngur innan héraða á landsbyggðinni, auka veiði- heimildir á þeim svæðum sem vit- að er að þoli aukna ásókn til handa nánustu byggð, stórauka framlag til rannsókna, veiða og vinnslu vannýtra sjávartegunda sem eru utan kvóta og síðast en ekki síst að hefjast handa um ráunverulegan flutning ríkis- stofnana út á land eftir því sem hæfir á hverjum stað. Nefni ég sem dæmi Hafrannsóknastofnun til ísafjarðar, Skógrækt ríkisins, sem þegar er flutt til Egilsstaöa, Rannsóknastofu landbúnaðarins til Akureyrar og svona væri hægt lengi að telja upp ýmsar stofnanir lesendahornið Evrópukeppnin í knattspyrnu: íslensku liöunum mismunað Þórsari hafði samband við Dag og vildi kvarta yfir útvarpsstöðv- unum Rás 2 og Bylgjunni, vegna þess hversu þær mismunuðu lið- um Fram og KA eftir leiki þeirra í Evrópukeppninni í fyrrakvöld. „Strax að leik KA og CSKA var lokið hér á Akureyri í fyrra- kvöld, kvaddi Arnar Björnsson hlustendur en í Reykjavík þar sem þeir Jón Óskar Sólnes og Samúel Örn Erlingsson voru, (það þurfti náttúrlega að hafa tvo þar en bara einn á Akureyri) tóku þeir að yfirheyra hvern Framarann af fætur öðrum og ræða við þá um sigurinn og leik- inn í heild sinni. Þessu var svipað háttað á Bylgjunni. Víst var sigur Fram sætur en sigur KA-manna var engu minni og af hverju var ekki hægt að gera meira úr sigri þeirra norðanmanna? Mér er spurn. Þó svo að ég sé Þórsari, þá blöskraði mér hversu misjafnlega var tekið á þessum málum strax að leikjun- um loknum. Skyldu verða sendir menn frá útvarpinu með Fram og KA í seinni leikina, eða kannski bara með Fram? Það verður fróðlegt að sjá.“ Benedikt Guðmundsson. sem þjóna tilgangi sínum miklu betur á viðkomandi stöðum. Lífeyrissjóðir á landsbyggðinni taki höndum saman Þess að auki ætti að stefna aö því að byggja útflutningshöfn á Aust- fjörðum og tengja Austurland og Norðurland samgöngulega sam- an með átaki í vegagerð meðfram strandlengjunni eða yfir Möðru- dalsöræfin. Þá ættu lífeyrissjóðirnir á landsbyggðinni að taka höndum saman um það að gera þá kröfu að það fjármagn sem þeir leggja fram í formi kaupa á ríkis- skuldabréfum o.s.frv. farj ekki úr héraöi heldur geymist hjá banka- stofnunum og sjóðurn á viðkom- andi stöðum til eflingar atvinnu- lífi á svæðinu eða að þeir samein- ist um stofnun fjárfestingasjóða á landsbyggðinni í samvinnu við banka, félagasamtök og atvinnu- rekendur sem gegna því hlut- verki að efla og auka fjölbreytni atvinnulífsins á viðkomandi svæðum. Stjórnmálamenn standi við yfirlýsingar sínar Margt af því sem hægt er að gera snýst eingöngu um pólitískan vilja, frasi sem fyrir mér er alveg merkingarlaus í Ijósi atburða undanfarinna vikna. Það er því heppilegast fyrir landsbyggöar- fólk að standa saman og vinna að þeim málum sem það getur haft áhrif á sjálft og þurfa ekki að treysta á loforð misviturra embættis- og þingmanna sem hingaö til hafa sýnt að oftar en ekki takmarkast víðsýni þeirra við Esjuna og fjöllin þar í kring. Öll framþróun er fyrst og fremst komin undir dugnaði og frumkvæöi heimamanna sjálfra sem alltaf á fjögurra ára fresti geta skipt út fulltrúum sínum á Alþingi þegar þeir standa ekki við sínar fyrri pólitísku yfirlýsing- ar. Stjórnmálamenn sem vilja halda atvinnu sinni ættu því að fara að standa viö yfirlýsingar sínar, sem aldrei skortir frá þeirra hendi á tyllidögum og síð- ustu vikurnar fyrir kosningar, því annars mun atvinnuveitandi þeirra, sem er almenningur, ein- faldlega reka þá viö næsta tæki- færi. Benedikt Guðmundsson. LEGO - PLAYMO - FISHER PRICE - BAMBOLA - BARBIE - SINDY Super Golf Tölvuspilið Leikfangamarkaóurinn Nintendo og Grandstand tölvuspil. 20 tegundir. Verð frá 1.540,00. PflRIS Hafnarstræti 96 • Sími 27744 BILABRAUTIR - FJARSTÝRÐIR BÍLAR - MODEL - RAMBO I í Nýtt á söluskrá Til sölu húsnæði í miðbænum, upplagt til margs- konar nota, svo sem verslunar, iðnaðar, eða íbúðar- húsnæði. Steinhús á tveimur hæðum auk bíla- geymslu. Neðri hæðin er 137 fm en efri hæðin er 93 fm. Teikningar fylgja þar sem gert er ráð fyrir þeim möguleika að breyta húsnæðinu í þrjár íbúðir, tvær íbúðir á neðri hæð og ein á efri hæð, allar með sér inngangi. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á þriðju hæð, ástand mjög gott, laus strax. Hjallalundur: 2ja herb. íbúð á þriðju hæð, íbúð í mjög góðu ástandi. Skarðshlíð: 4ra herb. íbúð á annarri hæð, laus strax. Holtagata: 5 herb. íbúð í parhúsi, ásamt bílskúr, laus strax. Fasteignasalan hf. Gránufélagsgötu 4, efri hæö, sími 21878. Opiðfrákl. 10-12 og 13-19 Sölumaður: Hermann R. Jónsson Kvöld og helgarsími 25025 Lögfræðingur: Hreinn Pálsson Sími21878 Viðskiptafræðingur: Guðmundur Jóhannsson 0 _ Nýtt á íslandi úrvals matvörur Hrísalundi Sunnuhlíð

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.