Dagur - 10.10.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 10. október 1990
fréftir
Fullbókað í Myndlistaskólann
á Akureyri á haustönn:
221 nemandi skráður
þar af 21 í dagskólann
„Innritun gekk vel og starfíð er
hafíð. Fullbókað er í Myndlista-
skólann á Akureyri á haust-
önn, en 221 nemandi er skráð-
ur til náms í skólann. Skólinn
býður upp á fjölda námskeiða
og við skólann eru starfræktar
tvær dagdeildir, fornámsdeild
og málunardeild sem er þriggja
ára sérnám,“ sagði Helgi
Vilberg, skólastjóri.
Liflömb úr
Þistilfirði
til Grímsejjar
Tuttugu og fjögur lömb verða
flutt til Grímseyjar einhvern
næstu daga, en þar hefur verið
fjárlaust í tvö eftir niðurskurð
vegna riðuveiki.
Að sögn Porláks Sigurðssonar,
oddvita í Grímsey, koma lömbin
úr Þistilfirði og deilast þau á þrjá
aðila í eynni. Þorlákur tekur
sjálfur ellefu lömb, Gunnar
Ásgrímsson tólf lömb og eitt
lamb kemur í hlut Ólínu Guð-
mundsdóttur.
Þorlákur segir að fyrir riðunið-
urskurð hafi verið ríflega 200 fjár
á fóðrum í Grímsey. „Eyjan er
öll grasi gróin og þolir vel smá-
búskap af þessu tagi,“ sagði Þor-
lákur. óþh
Að sögn Helga Vilbergs er
skólinn fullsetinn á haustönn og
biðlistar hafa myndast. Starfslið
skólans er hið sama í vetur og í
fyrra en að auki koma gestakenn-
arar inn til kennslu í málunardeild-
inni nú sem fyrr. í vetur verður
Þorvaldur Þorsteinsson gesta-
kennai i.
„Dagdeildir eru tvær við skól-
ann, þar sem nemcndur eru í eig-
inlegu listnámi. Fornámsdeild, en
þar eru þrettán skráðir til náms,
og málunardeild hvar átta eru
skráðir. Myndlistaskólinn ann-
ast faglegan þátt myndlistar-
brautar við MA og skráðir
nemendur á haustönn eru milli 20
og 30 og þeim getur fjölgað enn.
Á vorönn er skólinn með fleiri
áfanga fyrir þessa nemendur, þá
kemur inn byggingalist og fleira.
Almenn námskeið fyrir börn
og fullorðna vega þungt í starf-
seminni. Við bjóðum upp á sjö
hópa fyrir börn og unglinga.
Námskeiðin eru fjölbreytt og
reynt er að glæða áhuga þeirra á
myndlistinni og örva sköpunar-
gleðina á markvissan hátt.
Kennslan er hugsuð sem viðbót
við þá kennslu sem veitt er í
grunnskólunum.
Fyrir fullorðna er boðið upp á
teiknun, módelteiknun, málun
og á vorönn að auki grafík og
byggingalist. Nú í haust þurftum
við að bæta við flokki í módel-
teikningu og málun, en námskeið
okkar í þessum greinum nýtur
sífellt meiri vinsælda sem og allt
starfið sem sjá má á öllum þeim
fjölda sem hingað sækir,“ sagði
Helgi Vilberg, skólastjóri. ój
Þrjár Ijósmæður og þrír strákar á fæðingardeildinni
Bjarnadóttir.
- Lilja Skarphéðinsdóttir, Ásta Lóa Eggertsdóttir og Brynhildiir
Mynd: IM
Húsavík:
Fjöldi manns heimsótti sjúkrahúsið
Á þessu ári eru 25 ár liðin frá
því að Húsavíkurdeild Rauða
kross íslands eignaðist sinn
fyrsta sjúkrabíl og hóf sjúkra-
flutninga, sem síðan hafa verið
höfuðverkefni deildarinnar.
Deildin á nú tvo sjúkrabíla,
auk snjóbíls. Formaður deild-
arinnar er Hermann Jóhanns-
son.
Síðastliðinn laugardag gafst
fólki kostur á að skoða sjúkrabíl-
ana og aðstöðu fyrir þá og kynna
sér starfsemi deildarinnar, um
leið og starfsfólk sjúkrahússins
tók á móti gestum í tilefni af 20
skák
Deildakeppnin um helgina:
Sterkustu sveitimar
mætast á Akureyri
Deildakeppni Skáksambands
Islands hefst um næstu helgi og
verður teflt í 1. deild á Akur-
eyri. Hér er um fyrri hluta
keppninnar að ræða, fjórar
umferðir af sjö, en síðustu
þrjár umferðirnar verða tefld-
ar fyrir sunnan seinna í vetur.
Teflt verður í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri. 1. umferð
verður kl. 20 á föstudag, 2.
umferð kl. 10 á laugardag, 3.
umferð kl. 17 á laugardag og 4.
umferð kl. 10 á sunnudag.
Dregið hefur verið um töfluröð
og lítur hún þannig út: 1. Taflfé-
lag Garðabæjar. 2. A-sveit Skák-
félags Hafnarfjarðar. 3. A-sveit
Skákfélags Akureyrar. 4. Taflfé-
lag Reykjavíkur (SA). 5. Taflfé-
lag Reykjavíkur (NV). 6. B-sveit
Skákfélags Akureyrar. 7. Sveit
UMSE. 8. Skáksamband Vest-
fjarða.
B-sveit SA á erfiða helgi fyrir
höndum. Fyrst mætir hún A-sveit
SA, síðan TR (SA), þá TR (NV)
og loks mætir sveitin Vestfirðing-
um. Eyfirðingar fá líka erfiða
andstæðinga, þ.e. Hafnfirðinga,
A-sveit Akureyringa og báðar
Reykjavíkursveitirnar. SS
Haustmót SA:
Amar Þorsteinsson
bar sigur úr býtum
Arnar Þorsteinsson bar sigur
úr býtum í Haustmóti Skákfé-
lags Akureyrar og náði hann
þeim ágæta árangri að fá 6
Barna- og unglingamótið:
Bogi og Rúnar fararstjórar
í þriðjudagsblaðinu var sagt
frá því að Bogi Pálsson og
Rúnar Sigurpálsson hefðu
staðið sig vel á barna- og ungl-
ingamóti í Reykjavík en þeir
kepptu alls ekkert á mótinu,
enda komnir af gelgjuskeið-
inu. Hins vegar voru þeir far-
arstjórar og hafa ábyggilega
staðið sig vel sem slíkir.
Alls fóru 19 ungmenni frá
Akureyri á þetta geysifjölmenna
skákmót í Reykjavík. Leikar
fóru þannig að sjö keppendur
urðu efstir og jafnir, þar af tveir
frá Akureyri; Örvar Arngríms-
son og Helgi Gunnarsson. í
aukakeppni lenti Örvar í 2. sæti
eins og við greindum frá. SS
vinninga af 7 mögulegum. Þór
Valtýsson varð í 2. sæti með
5Vi vinning en þeir Arnar voru
efstir fyrir síðustu umferðina
sem tefld var sl. mánudags-
kvöld.
Smári Ólafsson krækti í 3. sæt-
ið og fékk 4'/2 vinning. í 4.-5. sæti
urðu þeir Rúnar Sigurpálsson og
Torfi Stefánsson með 4 vinninga.
Þórleifur Karlssor. og Smári
Teitsson vermdu 6.-7. sætið með
3Á v. Gylfi Þórhallsson, Stefán
Andrésson og Magnús Teitsson
skiptu með sér 8.-10. sæti með 3
vinninga hver. Friðgeir Kristjáns-
son fékk 2'/2 vinning og Páll Þórs-
son 1, en Páll er sonur Þórs Val-
týssonar og á án efa eftir að
velgja þeim gamla undir uggum.
SS
ára afmæli sjúkrahússbyggingar-
innar. Að vísu var annar sjúkra-
bíllinn ekki til staðar hluta af hin-
um auglýsta sýningartíma. Bíll-
inn var í notkun við flutning á
sjúklingi, en það er ekkert óal-
gengt því síðan þessi nýjasti bíil
var tekinn í notkun vorið ’88 hef-
ur honum verið ekið rúmlega 40
þúsund km.
Fjöldi gesta skoðaði sjúkrabíl-
ana og heimsótti sjúkrahúsið
þennan dag. Rúmlega 130 manns
skrifuðu nöfn sín í gestabók en
vitað var að mun fleira fólk kom.
Starfsfólk, sem Dagur ræddi við,
taldi að heimsóknardagurinn
hefði gengið vel og var ánægt
með fjölda gesta þar sem vitað
var að mjög margt fólk var upp-
tekið þennan dag. Gestirnir
kynntu sér hjálpartæki, skoðuðu
gamlar myndir og kíktu á skurð-
stofuganginn, sem gestir með
óskerta athygli eru ekki vanir að
koma á. Virtist fólk áhugasamt
og ánægt með að fá að kynna sér
hlutina. Sárafátt fólk úr sveitun-
um heimsótti sjúkrahúsið og olli
það vissum vonbrigðum.
Rúmlega hundrað manns þáðu
boð um að fá mældan blóðþrýst-
ing. Hann virtist yfirleitt vera í
lagi hjá Húsvíkingum, nokkrum
var þó bent á að ræða málin við
lækni á næstunni en enginn var
lagður inn.
Aldís Friðriksdóttir, hjúkrun-
arforstjóri, sagðist vera ánægð
með daginn, viðtökurnar hefðu
verið þannig og gestunum virtist
finnast þetta skemmtileg uppá-
koma. Hvað þátt starfsfólksins
varðaði hefði undirbúningurinn
hvílt á herðum margra og þó
nokkuð margir hefðu starfað í
sjálfboðavinnu í heimsóknartím-
anum á laugardaginn. IM
i
bridds
l
Bridgefélag V.-Húnvetninga á Hvammstanga:
Vetrarstarfið hafið
Vetrarstarf Bridgefélag Vest-
ur-Húnvetninga á Hvamms-
tanga er hafið og verður spilað
eins og undanfarin ár á þriðju-
dagskvöldum í Félagsheimilinu
á Hvammstanga. Byrjað er að
spila kl. 20 og eru nýir félagar
velkomnir og þá sérstaklega
konur.
Keppni á vegum félagsins hófst
þriöjudaginn 25. sept., með eins
kvölds sveitakeppni. Sveit
Flemmings Jessen vann þá sveit
Einars Jónssonar en sveitin hans
hafði nokkra punkta í gróða í
hálfleik. Aðrir í sveit Flemmings
voru, Unnar A. Guðmundsson,
Guðmundur Haukur Sigurðsson
og Bjarney Valdimarsdóttir.
í byrjun október var síðan spil-
aður tvímenningur og urðu úrslit
þau að Jóhanna Harðardóttir og
Elías Ingimarsson sigruðu með
77 stig. I öðru sæti urðu Eggert
Karlsson og Flemming Jessen
með 76 stig og í þriðja sæti Örn
Guðjónsson og Einar Jónsson
með 72 stig. Átta pör tóku þátt í
mótinu og var meðalárangur 63
stig. -KK
Briddsmót Flugleiða og Bridgefélags Akureyrar:
Glæsileg verðlaun í boði
Flugleiðir innanlands og Bridge-
félag Akureyrar efna til tví-
menningsmóts í bridds föstu-
daginn 26. og laugardaginn 27.
okt. n.k. Spilaö verður í golf-
skálanum að Jaðri á Akureyri
og hefst keppni kl. 20.30 á
föstudeginum.
Spilaður verður Mitchell tví-
menningur og verður spilað unt
silfurstig. Vegleg verðlaun eru í
boði fyrir 5 efstu sætin og eru
peningaverðlaun veitt fyrir þrjú
efstu sætin.
Sigurvegarar hljóta að launum
kr. 100.000.-, fyrir annað sætið
fást kr. 60.000.- og þriðja sætið
kr. 40.000.-. Verðlaunin fyrir 4.
og 5. sætið er flugfar fyrir tvo á
leiðinni Akureyri/Reykjavík/
Akureyri.