Dagur - 10.10.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 10. október 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Blikur á lofti í
atviimumálum fatlaðra
Undanfarna mánuði hafa borist fréttir af erfiðri
stöðu fyrirtækja fatlaðra á Akureyri, verndaða vinnu-
staðnum að Bjargi, húsi Sjálfsbjargar, og Ako plasti.
Reyndar eru erfiðleikar í rekstri þessara fyrirtækja
ekki nýjar fréttir fyrir marga, sem þekkja til þeirra,
en það breytir ekki þeirri staðreynd að kvíðvænlega
horfir um áframhaldið, ekki síst þegar fréttir berast
af uppsögnum á þessum vinnustöðum. Þegar svo
er komið er við hæfi að líta um öxl, og skoða nokkra
þætti í sögu málefna fatlaðra á Akureyri.
Sjálfsbjargarfélagið á Akureyri var stofnað fyrir
rúmlega þremur áratugum. Með stofnun félags
fatlaðra var merkilegt skref stigið í þá átt að færa
fatlað fólk út í samfélagið, en margir höfðu þá búið
við mikla félagslega einangrun alla tíð. Einnig voru
ríkjandi hleypidómar gagnvart hreyfihömluðu fólki,
en þeir hafa sem betur fer að mestu eða öllu horfið
úr vitund almennings.
Sjálfsagt er erfitt eða nánast útilokað fyrir yngri
kynslóðir og marga ófatlaða að gera sér grein fyrir
hversu risavaxið skref til heilla og framfara málefna
fatlaðra var stigið með stofnun Sjálfsbjargarfélag-
anna um land allt. En fatlaðir vildu hrinda meiru í
verk en að sitja félagsfundi og skemmtanir. Menn
gerðu sér grein fyrir að þörf var á endurhæfingarað-
stöðu undir stjórn færustu sérfræðinga og sjúkra-
þjálfara. í tengslum við endurhæfinguna átti að
vera vinnustaður, þar sem mismunandi fatlað fólk
gat unnið að störfum fyrir sitt hæfi. Slíkur vinnu-
staður gæti einnig orðið stökkpallur fyrir fatlaða út
í atvinnulífið á hinum frjálsa vinnumarkaði. Hug-
sjónin var sú, að kæmist þetta tvennt í framkvæmd,
myndi það verða stórkostlegur sigur í baráttu fatl-
aðra fyrir mannréttindum sínum.
Margir álitu að hér væri aðeins um draumsýn eða
hillingar að ræða, sem aldrei myndi líta dagsins ljós
í veruleikanum. En það fór á aðra leið. Á Akureyri
var lyft sannkölluðu grettistaki, fyrst með byggingu
gamla Bjargs við Hvannavelli, og síðar með mann-
virki, sem átti að þjóna markmiðinu til frambúðar
að Bugðusíðu 1. Við þessar framkvæmdir nutu fatl-
aðir að hluta styrks frá hinu opinbera úr Erfðafjár-
sjóði, en ekki síður gjafmildi og skilnings ótal ein-
staklinga og félagasamtaka, í áraraðir. Markmið
gefendanna var hið sama og félaganna í Sjálfsbjörgu,
að hjálpa fötluðum til að verða sjálfum sér nógir, og
fá sem mest út úr starfskröftum þeirra í þágu þjóð-
félagsins.
Það er því mikið áhyggjuefni hversu illa er komið
afkomu þessara stofnana fatlaðra á Akureyri. Von-
andi bera stjórnendur félagsins og fyrirtækjanna
gæfu til að leysa þann hnút sem málefni þeirra virð-
ast komin í. í því sambandi verður hið opinbera að
koma fljótt til hjálpar. Glötuð atvinnutækifæri fyrir
fatlaða verða ekki auðveldlega sköpuð á ný, og ekki
er víst að neinir verði til að taka upp þráðinn, ef
alvarleg skakkaföll ríða atvinnufyrirtækjum fatlaðra
að fullu. EHB
Opið bréf til ýmissa ráðamanna í Ólafsfirði frá
fyrrverandi starfsstúlku á Hornbrekku:
Kýs að ráða míniim vinnustað sjálf
Ég á erfitt með að kveðja Ólafs
fjörð; bæinn þar sem fyrsti frum-
bygginn var langafi minn Ólafur
Gíslason; bæinn þar sem ég er
fædd og uppalin í; bæinn þar sem
ég hef allar götur átt heima, án
þess að skrifa nokkrar línur.
Ég þyki að mati sumra sjálfsagt
ekki merkileg manncskja en það
gefur þeim samt engan rétt til
þess að leika sér að lífi mínu og
fjölskyldu minnar. En ég held
þó, að sé ég borin saman við
þessa „suma“ þá falli heldur bet-
ur á þá. Þeir eru ekki sannir á
neinn hátt, hvorki í gerðum né
tali. Fólk sem tekur sér vald til að
spilla lífi annarra og flæma það
að lokum í burtu með miður öll-
um mögulegum ráðum getur
varla talist mikið merkilegt.
Viss hópur fólks hér í bæ hefur
tekið höndum saman, myndað
hring og heldur verndarhendi
hvert yfir öðru. Því miður lenti
ég þar innan og var mér ekki gef-
in nein undankomuleið. En þetta
fólk er svo ómerkilegt og ósannt
að það bendir fingrinum hvert á
annað til að bjarga eigin skinni
þegar á reynir. Eina sem ég hef
upp á vasann eftir að mannorði
mínu var spillt er undirskrifuð
yfirlýsing þar sem sagt er að þessi
„magnaði orðrómur sem um mig
hafi gengið sé með öllu ósannur“.
Þetta bréf má ég þó ekki opin-
bera nema á svo þröngan hátt að
það þjónar engum tilgangi. Þrátt
fyrir þau loforð að úr átti að bæta
fyrir mig var það ekki gert heldur
reynt að þagga niður í mér eins
og unnt var. Ég var vöruð við að
gera málið opinbert vegna þess
að gæta þurfti að því að spilla
ekki mannorði viss aðila og fjöl-
skyldu hans en engu máli skipti
líðan mín og barna minna. Ég
spyr með hvaða hætti er hægt að
bera sakir upp á fólk og gefa því
ekkert tækifæri til að bera hönd
yfir höfuð sér og neita því svo um
vinnu á þeim fölsku forsendum?
Ekki var haft fyrir því að reyna
að sanna þær ásakanir því þetta
fólk veit að það er ekkert að
sanna. Það eru víst engin tak-
mörk fyrir því hvað sumir geta
leyft sér og það eru heldur engin
takmörk fyrir því sett hvað fólk
getur haft á samviskunni.
Á þessum fölsku forsendum
var mér neitað um meiri vinnu
sem ég þurfti lífsnauðsynlega á
að halda. En hver er hin rétta
ástæða? Er það kannski kvört-
unarbréfið sem ég sendi á fund
hjá stjórninni og formaður
stjórnarinnar lét ekki svo lítið að
lesa nema það sem kom ekki of
illa út fyrir þau. Eða er það sú
ástæða sem mig grunaði strax í
upphafi að skera ætti niður um
þessa stöðu líka? Kannski er það
bara eftir allt sú undarlega árátta
forstöðumanns að vilja sífellt
styrkja blóðböndin. Ég hef yfir-
drifið af spurningum en fátt er
um svör.
í sakleysi mínu fór ég á fund
bæjarstjórans í sérstökum
erindagjörðum en þvílíkar voru
móttökurnar að það sæmir ekki
manni í þessari stöðu né nokkr-
um manni yfirleitt, hvorki sið-
ferðislega eða á nokkurn hátt. 1
viðurvist vitnis fór ég á fund hans
aftur til að láta hann endurtaka
lesturinn sem hann og gerði og
bætti við að forstöðumaður hefði
sagt sér að ég hefði mætt í vinnu
í þannig ástandi að hann hefði
þurft að senda mig heim og á
þeim grundvelli var sú ákvörðun
tekin að neita mér um meiri
vinnu. Þetta er ósatt enda hefði
slíkt kvisast út eins og allt annað
Hornbrekka í Ólafsfirði.
Mynd: Kl.
ef það hefði átt sér stað. Einnig
bar hann á mig alvarlegri sakir
sem ég tel að hann hefði átt að
kanna áður en hann tók afstöðu
til þeirra. En til lánsins eru aðrir
sem vita betur og þekkja til
hvernig því er háttað. Afglöp í
starfi er eitt af því sem fólk sem
myndar hringinn kemst upp með.
Einnig sagði hann að ég væri
fullfrísk manneskja og gæti feng-
ið vinnu annars staðar, til dæmis í
frystihúsi. Ég veit ekki hvar hann
hefur fengið sínar upplýsingar
um heilsufar mitt en ef þær eru
upprunnar frá sama stað og allar
hinar upplýsingarnar sem hann
hefur fengið þá er ég ekki hissa
hvað þær eru ósannar. En þar
sem ég kýs að ráða vinnustað
mínum sjálf þá fór ég ekki eftir
ráðum hans en hann ætti kannski
að athuga málið sjálfur því hann
telst nú varla hafa siðferðiskennd
til að vera í því starfi þar sem
hann er nú. Það getur varla verið
slæmt að vinna í frystihúsi en
hann þekkir það nú kannski of
vel af eigin reynslu.
En þegar ég ræddi við fyrrver-
andi yfirmann minn vildi hann
ekki kannast við að hann hefði
vitað nokkurn hlut um allt það
sem að framan greinir og bendir
þarna hvor fingrinum á hinn.
Ég geri ekki ráð fýrir að vinsældir
mínar hjá sumum aukist við þetta
bréf en til lánsins eru margir sem
þekkja sannleikann í þessu efni
og styðja mig en það sem mestu
máli skiptir er að ég sjálf þekki
allan sannleikann. Eg þarf ekki
að sanna sakleysi mitt. Ég hef þó
verið öll af vilja gerð að koma
málunum á hreint en það er nú
ekki hægt að segja um þá sem
komu þessum ósannindum á
stað.
Hvernig væri ef kjörnir ráða-
menn bæjarins könnuðu fyrrver-
andi vinnustað minn og starfsferil
sumra þar. Það væri ýmislegt
fróðlegt sem kæmi upp á yfir-
borðið. Ég tel það engum til
góðs og allra síst bæjarfélaginu
eða stofnuninni sjálfri að allt
starfsfólkið sé óánægt ár eftir ár
út af stjórnun þess. Ef ekki, hver
liggur nógu vel við höggi til að
verða næstur fyrir barðinu á þeim
því frétt hef ég að ég sé ekki sú
fyrsta.
Að lokum vil ég segja að þrátt
fyrir allt fer ég héðan með sökn-
uði en engan skal undra að ég fer
jafnframt með bitrum huga. Að
vera gerð að blóraböggli fyrir
svona ómerkilegt fólk eða yfir-
leitt er ekki skemmtiiegt hlut-
skipti fyrir nokkra manneskju.
Erla Magnúsdóttir.
lesendahornið
Mývatn-Egilsstaðir:
Kaffimálið kunna til lykta leitt
Lesandi hringdi og vildi leggja
orð í belg í sambandi við lesenda-
bréf um kaffi og kaffileysi á leið-
inni frá Mývatni til Egilsstaða.
Lesandinn benti á þá staðreynd
að báðir aðilar hafa rétt fyrir sér,
þ.e. sá sem heldur því fram að
ekki sé hægt að kaupa kaffi á
leiðinni og hinn sem segir að víst
sé hægt að kaupa kaffi í Fjalla-
kaffi og Brúarási. Málið er ein-
faldlega þannig vaxið að bæði
Fjallakaffi á Möðrudal og Brúar-
ás í Jökulsárhlíð eru veitinga-
staðir sem aðeins eru opnir yfir
sumarmánuðina. Það er því rétt
að segja að þarna sé hægt að
kaupa kaffi, þ.e. um sumarið, og
það er líka rétt að þarna sé ekki
hægt að kaupa kaffi, þ.e. um vet-
urinn. Þar með er þetta við-
kvæma deilumál vonandi úr sög-
unni að sinni.
Kjaftasögu vísað til
föðurhúsanna
Sigmundur Einarsson hringdi:
„Ég var að lesa hér frétt í Degi
um Kristján Jóhannsson og sögu-
sagnir sem gengið hafa um hann.
Ég held að við Akureyringar
hugsum ekki svona til hans. Þessi
kjaftasaga kom hingað úr
Reykjavík þar sem hún hefur
gengið lengi. Við vísum henni
því aftur suður yfir heiðar og
vonum að Kristján fari svo að
koma hingað heim og syngja fyrir
okkur.“