Dagur - 11.10.1990, Síða 2

Dagur - 11.10.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 11. október 1990 Athugasemd frá Húsnæðisstofnun vegna fréttar í Degi 9. okt. sl.: Umsókn Dalvíkurbæjar afgreidd rnn leið og öD gögn berast Ritstjóra Dags barst i gær athugasemd frá Húsnæöis- stofnun ríkisins vegna fréttar í Degi 9. október sl. um bygg- ingu félagslegra íbúöa á Dalvík. Athugasemdin er svo- hljóðandi: „I tilefni af grein, sem birtist Grýtubakkahreppur: Þjóðveijar spyijast f\TÍr um íjúpnaskytterí - ítalskur skotveiðimaður skaut gæsir á Grýtubakka í haust Þýskir skotveiðimenn hafa lýst áhuga sínum á að koma upp til Fróns og skjóta rjúpur í landi Grýtubakka í Grýtubakka- hreppi, en rjúpnaveiði er leyfi- leg frá nk. mánudegi. Stefán Kristjánsson, sem þar rekur ferðaþjónustu, segir að á dögunum hafi hann fengið fyr- irspurn um rjúpnaveiði frá Þýskalandi og sé um að ræða tvo þýska skotvciðimenn. „Ég er í beinu sambandi við ferðaskrifstofu í Pýskalandi, sem selur ferðir fyrir mig. Ég veit ekki í hve miklum mæli vænta má að fá skotveiðimenn erlendis frá. Þetta er í skoðun," sagði Stefán. Fyrr í haust dvaldi ítalskur skotveiðimaður hjá Stefáni og skaut gæsir. Sá lét vel af og fór af landi brott með um tíu kíló af dýrindis gæsakjöti. Stefán sagði að hann væri ákveðinn í að koma aftur í skotveiðina. „Honum var að vísu nokkuð kalt. Hann kom úr 34 stiga og í 5 stiga hita hér.“ Að sögn Stefáns hefur ítalinn ekki áður skotið úr byssu hér á landi, en hins vegar hefur hann reynt fyrir sér í t.d. Kanada, Ungverjalandi og ísrael. „Það væri áreiðanlega hægt að ná fleiri slíkum skotveiðimönnum hingað upp til dvalar á ferðaþjónustu- bæjum ef einhver rækt væri lögð við það,“ sagði Stefán. óþh þann 9. október sl. þar sem haft er eftir Sveinbirni Steingríms- syni, bæjartæknifræðingi Dalvík- urbæjar, að „bygging verka- mannabústaða hafi tafist vegna tregðu í kerfinu“ óskar Húsnæð- isstofnun ríkisins eftir að koma eftirfarandi á framfæri í blaði yðar. Húsnæðismálastjórn samþykkti þann 4. apríl 1990 að heimila Dalvíkurbæ að kaupa eða byggja 6 íbúðir á þessu ári. Heimilað var að hefja framkvæmdir við 2 íbúð- ir 15. maí og við 4 íbúðir þann 15. júní 1990. Gögn sem þurfa að berast til þess að framkvæmdaheimild sé veitt bárust stofnuninni ekki fyrr en með bréfi dagsettu 1. ágúst 1990 og þá ekki öll. Af þessu má sjá að um 3 mán- uðir líða frá því að heimild er veitt þar til fyrstu gögn voru send og ennþá vantar upplýsingar m.a. kaupsamninga og heildarteikn- ingarsett frá Dalvíkurbæ svo hægt sé að gefa endanlega umsögn og veita framkvæmda- heimild. Húsnæðisstofnun mun að sjálf- sögðu afgreiða umsókn Dalvíkur- bæjar um leið og endanleg gögn berast." F.h. Húsnæðisstofnunar ríkisins, Byggingarsjóðs verkamanna. Percy B. Stefánsson. Opið verður alla virka daga frá kl. 9-22 Komið og kynnið ykkur vöruúrvalið og okkar ágæta kjötborð Viðskiptavinum með kaupfélags- númer er heimilt að taka út í reikning hjá okkur (bláar nótur) Opnunartilboð á Coke og diet Coke í 21 kr. 169 Frétt Dags 9. október sl. sem athugasemd Húsnæðisstofnunar snýst um. „Njótið þess að fljúga“: Flugleidir eftia til nám- skeiðs f\rír flughrædda Að sögn Gísla Jónssonar, um- dæmisstjóra Flugleiða á Norð- urlandi, hafa Flugleiðir ákveð- ið að efna til námskeiðs fyrir þá farþega sem vilja yfirvinna flughræðslu. Ýmis erlend stór- flugfélög hafa boðið upp á þessa þjónustu með góðum árangri. Námskeiðið er undir- búið af Eiríki Erni Arnarsyni, sálfræðingi, en auk hans verð- ur Gunnar H. Guðjónsson, flugstjóri hjá Flugleiðum, leið- beinandi á námskeiðunum. Fyrsta námskeiðið hefst 6. nóvember og stendur í þrjá daga. Námskeiðið stendur samtals í tuttugu klukkustundir og nám- skeiðsgjaldið er 20.000,- krónur. Innifalið í verðinu er flugferð til einhvers af áætlunarstöðum Flug- leiða erlendis. Jafnframt er ferð- in til Reykjavíkur og gisting í eina nótt á Hótel Loftleiðum innifalin í gjaldinu. „Kannanir benda tii að flug- hræðsla þjái um 18% lands- manna. I litlum hópi kveður svo rammt að þessu, að fólk hefur leitað til sérfræðinga eftir hjálp. Flugfélög víða um heim hafa brugðist við þessu með því að skipuleggja námskeið af þeim toga sem Flugleiðir hleypa nú af stokkunum. Eiríkur Örn Arnar- son, sálfræðingur, er sérfræðing- ur í meðferð á hverskyns fælni þar á meðal flughræðslu. Hann hefur gert kannanir á fælni meðal íslendinga og kynnt sér meðferð á flughræðslu meðal annara þjóða. Gunnar H. Guðjónsson er einn af reyndari flugstjórum Flugleiða, með mikla reynslu í flugi á litlum og stórum flugvél- um í innanlands- og millilanda flugi. Til að ná sem bestum árangri á námskeiðunum er nauðsynlegt að takmarka fjölda þátttakenda. Þeir sem vilja skrá sig er bent á að hafa samband við Ferðaskrifstofu Akureyrar, en þar er allar upplýsingar að fá,“ sagði Gísli Jónsson, umdæmis- stjóri Flugleiða á Norðurlandi. ój -J bridds il- Bautamót Bridgefélags Akureyrar: Anton og Jakob sigruðu eftir spennandi keppni Bautamóti Bridgefélags Akur- eyri lauk á þriðjudaginn í Hamri. Eftir jafna og spenn- andi keppni stóðu þeir Anton Haraldsson og Jakob Kristins- son uppi sem sigurvegarar með samtals 761 stig. Mótið var þriggja kvölda tvímenningur með Mitchell fyrirkomulagi og tóku 26 pör þátt í mótinu. Bautinn á Akureyri gefur sem fyrr öll verðlaunin í mótið og verða þau afhent af Stefáni Gunnlaugssyni, einum eigenda Bautans, á spilakvöldi í Hamri þriðjudaginn 23. okt. n.k. en það kvöld hefst sveitakeppni félags- ins. Þá er í sal Bautans veglegur bikar með nöfnum sigurvegara Bautamótsins frá upphafi. Þeir bræður Frímann og Grett- ir Frímannssyni höfnuðu í öðru sæti mótsins með 741 stig. En röð 10 efstu para varð annars þessi: stig 761 741 739 725 716 706 703 696 689 674 1. Jakob Kristinsson/Anton Haraldsson 2. Frímann Frímannsson/Grettir Frímannsson 3. Höröur Steinbergsson/Örn Einarsson 4. Páll Pálsson/Þórarinn B. Jónsson 5. Tryggvi Gunnarsson/Pétur Guðjónsson 6. Ásgeir Stefánsson/Hermann Tómasson 7. Hilmar Jakobsson/Ævar Ármannsson 8. Stefán Ragnarsson/Kristján Guðjónsson 9. Hörður Blöndal/Ólafur Ágústsson 10. Magnús Aðalbjörnss./Gunnlaugur Guömundss. -KK

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.