Dagur - 11.10.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 11.10.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 11. október 1990 - DAGUR - 15 Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu: íslendingar réðu ekki við fríska Spánvena og töpuðu 1:2 í Sevilla Jóhannes Bjarhason skoraði 5 mörk fyrir KA. Mynd: KL Islendingar töpuðu sínum 3. Ieik í röð í undankeppni Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í gærkvöld er þeir mættu Spánverjum í Sevilla á Spáni. Lokatölurnar urðu 2:1 eftir að Spánverjar höfðu náð tveggja marka forystu. Það var Sigurður Jónsson sem skoraði eina mark íslenska liðsins í seinni hálfleik en þá léku Islendingar mjög vel og höfðu yfirhöndina um tíma. Spánverjar sýndu það í fyrri hálfleiknum í gær að þeir eru með frábært lið og verða að telj- ast sigurstranglegir í riðlinum. Þeir byrjuðu af miklum krafti og er óhætt að segja að íslending- arnir hafi haldið uppi nauðvörn lengi framan af. Varnarleikurinn var mjög góður og Spánverjar fengu ekki mikið af opnum fær- um þrátt fyrir þunga pressu. Á 9. mínútu fékk sóknarmaðurinn heimsfrægi Butragueno frábæra sendingu innfyrir íslensku vörn- inga en Sævar Jónsson komst fyr- ir skot hans og bjargaði naum- lega. íslendingar komust síðan nokkuð inn í leikinn í framhald- inu en Spánverjar höfðu þó allan tímann undirtökin og náðu að skora á síðustu mínútunni fyrir hlé eftir einu mistök íslensku varnarinnar. Þá kom sending frá vinstri fyrir markið og Butragueno gleymdist á markteignum og hann afgreiddi boltann í netið með fallegum skalla. Á 64. mínútu bættu Spátnverjar öðru marki við. Þá kom löng sending fram og boltinn skoppaði milli íslensku varnarmannanna sem voru enn að átta sig þegar Carlos skaust framfyrir þá og Handknattleikur, 1. deild: KA fékk skell í Kaplakrika - tapaði 21:29 fyrir íslandsmeisturum FH KA-menn fengu slæman skell er þeir mættu íslandsmeistur- um FH í 1. deildarkeppninni í handknattleik í Hafnarfíröi í gærkvöld. Lokatölur leiksins urðu 29:21 og var þetta fyrsti sigur FH-inga á íslandsmótinu Handknattleikur 1. deild Víkingur 5 5-0-0 133:108 10 Stjarnan 5 5-0-0 119: 98 10 Valur 5 5-0-0 123:103 10 KR 5 2-2-1117:115 6 Haukar 4 3-0-1 93: 96 6 KA 5 2-0-3 117:108 4 ÍBV 4 2-0-2 96: 92 4 FH 5 1-1-3 115:118 3 ÍR 5 1-0-4117:127 2 Grótta 5 0-1-4102:121 1 Fram 5 0-1-4 98:119 1 Sellöss 5 0-1-4 93:118 1 í ár. Leikurinn var jafn framan af en FH-ingar gerðu út um leikinn á síðustu mínútuin fyrri hálfleiks. Jafnt var á öllum tölum framan af fyrri hálfleik. FH-ingar voru að vísu ætíð fyrri til að skora en KA-menn jöfnuðu um hæl. Þegar 7 mínúturvoru tilloka fyrri hálf- leiks kom afar slæmur kafli hjá KA-mönnum og FH-ingar gengu á lagið. Staðan var 10:9 þegar FH-ingar skoruðu 5 mörk í röð og staðan var 15:9 í leikhléi. í seinni hálfleik áttu KA-menn sér aldrei viðreisnar von og náðu ekki að ógna sigri FH. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka var 10 marka munur, 24:14, en þegar flautað var til leiksloka skildu 8 mörk liðin. Sá sem reyndist KA-mönnum erfiðastur í gærkvöld var Berg- sveinn Bergsveinsson, markvörð- ur FH. Hann varði eins og ber- serkur allan tímann, alls 23 skot og þar af eitt víti. Hann hélt landsliðsmarkverðinum Guð- mundi Hrafnkelssyni á bekknum nánast allan tímann, hleypti hon- um aðeins inná til að spreyta sig í tveimur vítaköstum. Axel Stefáns- son í KA-markinu varði reyndar 11 skot í fyrri hálfleik en datt nið- ur í þeim seinni meðan Berg- sveinn hélt uppteknum hætti. KA-liðið átti ekki góðan dag. Menn áttu erfitt uppdráttar í sókninni en vörnin var á köflum þokkaleg. Erfitt er að taka ein- staka menn út að Axeli undan- skildum sem var góður í fyrri hálfleik eins og fyrr segir. FH- ingar léku að flestra dómi sinn besta leik í ár og viröast vera að finna taktinn eftir erfiða byrjun. Bergsveinn stóð upp úr en Stefán Kristjánsson átti einnig góðan leik. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Þórsarar misstu móðínn - og töpuðu 96:108 fyrir Val eftir tvær framlengingar Þórsarar biðu lægri hlut er þeir mættu Val í úrvalsdeildinni í körfuknattleik að Hlíðarenda í fyrrakvöld. Leikurinn var æsi- spennandi og þurfti tvær fram- lengingar til að knýja fram úrslit. Þórsarar misstu móðinn í seinni framlengingunni og lokatölurnar urðu 108:96 eftir að norðanmenn höfðu haft for- ystuna nánast allan venjulega leiktímann. Fyrri hálfleikur var mjög slak- ur hjá báðum liðum. Hittni var í lágmarki og varnarleikur fyrir neðan meðallag. Þórsarar höfðu undirtökin og staðan í leikhléi var 41:34 þeim í vil. Leikmenn beggja liða tóku sig saman í andlitinu í seinni hálfleik en Þórsarar héldu forystunni alveg þar til hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Þá náðu Valsmenn að jafna, 81:81, og höfðu boltann síðustu sekúnd- urnar en náðu ekki að komast yfir þannig að framlengja varð um 5 mínútur. Valsmenn voru nú búnir að finna sig og héldu þeir forystunni þar til á síðustu sekúndunum að Jón Örn Guðmundsson jafnaði fyrir Þór, 92:92, með þriggja stiga körfu þannig að framlengja þurfti aftur. Þá var allur vindur úr Þórsurum og Valur tryggði sér 12 stiga sigur. Þórsarar misstu einbeitinguna í restina en þeir hefðu átt að vera búnir að gera út um leikinn í venjulegum leiktíma. Cedric Evans var sterkur framan af en virtist þreyttur í framlengingun- um. Sturla og Jón Örn áttu ágæt- an leik og Jóhann Sigurðsson var sterkur í vörninni. „Við spiluðum vel en í fram- lengingunum var of mikið af ótímabærum skotum. Byrjunin lofar nokkuð góðu en við þurfum að leggja hart að okkur og eigum eftir að sýna að við erum sterkir á heimavelli," sagði Sturla Örlygs- son, þjálfari Þórs. Hjá Valsmönnum stóðu Magn- ús Matthíasson og David Gris- som upp úr. Stig Vals: Magnús Matthíasson 29, David Grissom 24, Svali Björgvinsson 24, Ragnar Jónsson 12, Matthías Matt- lu'asson 9, Ari Gunnarsson 6, Helgi Gústafsson 2, Aðalsteinn Jóhannsson 2. Stig Þórs: Cedric Evans 26, Sturla Örlygsson 25, Konráð Óskarsson 16, Jón Örn Guðmundsson 13, Jóhann Sigurðs- son 12, Björn Sveinsson 2, Guðmundur Björnsson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Leifur Garðarsson - dæmdu ágætlega. -bjb/JHB Mörk FH: Stefán Kristjánsson 9/2, Gunnar Beinteinsson 5, Pétur J. Petersen 4, Þorgils Óttar Mathiescn 3, Guðjón Árnason 3, Hálfdán Þórðarson 2, Óskar Árntannsson 1, Magnús Einarsson 1, Óskar Hclgason 1. Mörk KA: Hans Guðmundsson 5, Erlingur Kristjánsson 5/2, Jóhannes Bjarnason 5/2, Sigurpáll Aðalsteinsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Pétur B jarnason I. Dómarar: Egill Már Markússon og Kristján Sveinsson og dæmdu þeir -bjb/JHB þokkalega. skoraði framhjá Bjarna Sigurðs- syni markverði. Aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Sigurður Jónsson mun- inn með ansi skrautlegu marki. Markvörðurinn Zubizarreta sendi boltann á Sanchis og ætlaði að fá hann aftur. Sigurður fylgd- ist vel með, tók mikið viðbragð, laumaði sér á milli þeirra, stal boltanum og renndi honum í opið markið. Eftir þetta færðist aukinn kraftur í íslenska liðið. Sjálfs- traust leikmannanna jókst og þeir höfðu yfirhöndina síðasta hlutann, án þess þó að ná að ógna marki Spánverja verulega. Islenska liðið lék ágætlega í gær en miðju- og sóknarmennirn- ir voru e.t.v heldur ragir í fyrri hálfleiknum og báru of mikla virðingu fyrir spænsku stjörnun- um. Sævar Jónsson var að öðrum ólöstuðum besti maður liðsins og Ólafur Þórðarson var sívinnandi að vanda. Sigurður Jónsson skoraði mark Islands. Handknattleikur, 2. deild: Þórsarar sóttu tvö stig til Húsavíkur Þórsarar sigruðu Völsung 29:25 í hörkuleik á Húsavík í gærkvöld. Leikurinn var liður í 2. deild íslandsmótsins í hand- knattleik og verður ekki annað sagt en byrjunin lofí góðu hjá Þór, þeir hafa hlotið 5 stig úr þremur fyrstu leikjunum og virðast til alls vísir. Jóhann Samúelsson átti mjög góðan leik gegn Völsungum. Það var jafnt á öllum tölum framan af fyrri hálfleik en á loka- mínútunum náðu Þórsarar yfir- höndinni og höfðu tveggja marka forskot í hléi, 14:12. Völsungar voru grimmir í upp- hafi seinni hálfleiks og jöfnuðu leikinn. Þórsarar gáfust þó ekki upp og náðu tveggja marka for- ystu um miðjan hálfleikinn eftir að þeir höfðu fengið tvö umdeild vítaköst. Þá forystu létu þeirekki af hendi og náðu að auka hana í fjögur mörk í lokin þegar leikur- inn leystist upp í nokkurn hama- gang. Völsungar voru alltof bráð- ir í sóknarleiknum og Þórsarar nýttu sér það. Jóhann Samúelsson kom inn á í lið Þórs þegar nokkuð var liðið á leikinn og small í gang. Hann skoraði hvert markið á fætur öðru með þrumuskoti og var besti maður vallarins. Hjá Völs- ungum var Ásmundur mjög frískur og markvörðurinn Ólafur Börkur Þorvaldsson varði oft vel. Mörk Völsungs: Ásmundur Arnarsson 8, Helgi Helgason 4, Haraldur Haraldsson 3, Örvar Sveinsson 3, Tryggvi Guð- mundsson 2, Vilhjálmur Sigmarsson 2, Skarphéðinn fvarsson 2 og Jónas Grani Garðarsson 1. Mörk Þórs: Jóhann Samúelsson 10, Sævar Árnason 5, Páll Gíslason 5, Ingólf- ur Samúelsson 4, Ólafur Hilmarsson 4, Jóhann Jóhannsson 1. HJ/JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.