Dagur - 11.10.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 11. október 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Landflótti
Árið 1987 fluttu 2400 einstaklingar lögheimili sitt frá
íslandi. Tveimur árum síðar tilkynntu 3800 brott-
flutning sinn af landinu. í hverjum mánuði á tímabil-
inu frá ágúst 1989 til apríl 1990 fluttu að jafnaði 325
íslendingar úr landi, samkvæmt upplýsingum úr
þjóðskrá. Það samsvarar því að í hverri viku hafi tut-
tugu fjögurra manna fjölskyldur flutt búferlum héð-
an til annarra landa. Þessar upplýsingar koma meðal
annars fram í fróðlegri grein í tímaritinu Þjóðlífi
nýlega.
Landflótti er ekki nýtt fyrirbæri á íslandi. Vestur-
íslendingarnir eru afkomendur manna sem töldu
hag sínum betur borgið í annarri heimsálfu. Á sjö-
unda áratugnum flutti fjöldi fólks af landi brott og
settist einkum að á Norðurlöndunum. Á árunum
1975 til 1978 fluttu árlega um 2000 landsmenn lög-
heimili sitt til erlendra ríkja. Borið saman við það
meðaltal fluttu um 90% fleiri íslendingar burt á síð-
asta ári.
Fólksflutningar geta átt sér ýmsar orsakir. Á síðari
árum hefur landfræðileg einangrun landsins verið
rofin. Fólk hefur fengið tækifæri til að kynnast lífi
annarra þjóða. Af þeim sökum eru menn betur búnir
til að vega og meta aðstæður og hvaða lífskjör bjóð-
ast í öðrum löndum. Fólk horfir meðal annars til
mildara veðurlags, betri félagslegrar þjónustu og
ódýrari möguleika til ferðalaga á meginlandinu þeg-
ar það hyggur á búferlaflutninga. En þrátt fyrir það er
vonin um betri afkomu, rýmri efnahag og hverfandi
skuldabasl það sem flestir sækjast eftir þegar þeir
gefast upp á lífinu heima á Fróni. Því vaknar sú
spurning hvort við stöndum nú frammi fyrir meiri
landflótta en dæmi eru til í sögunni.
Fyrir nokkrum árum voru þjóðartekjur á mann á ís-
landi 30% hærri en meðaltalstekjur helstu iðnríkja
heims. Spáð er að hagvöxtur iðnríkjanna verði ekki
undir 3 % á næstu árum eða fram til aldamóta. Einnig
er spáð að íslendingar verði að sætta sig við helm-
ingi minni hagvöxt, eða 1,5 til 1,6%, á sama tímabili.
Þá er eirinig talið að íslendingar þurfi að ná hátt í 5%
hagvexti á ári ef þeir ætla sér að verða aftur með
30% hærri þjóðartekjur en meðaltalstekjur iðnríkj-
anna hafa verið.
Minnkandi hagvöxtur og rýrnun lífskjara er undir-
rótin að þeim landflótta sem nú á sér stað frá íslandi.
Mikill óstöðugleiki í efnahagslífi á síðustu árum á
einnig sinn þátt í því að fólk kýs sér annað umhverfi.
í ár má búast við að fleiri einstaklingar og fyrirtæki í
Reykjavík verði úrskurðuð gjaldþrota en nokkru sinni
fyrr, eða samtals um 800. Á síðasta áru urðu um 500
gjaldþrot og árið þar á undan voru þau um 450.
Atvinnuleysi þekktist varla á íslandi til skamms
tíma. Nú hefur það haldið innreið sína og eru sjóðir
til greiðslu atvinnuleysisbóta uppurnir nú á haust-
nóttum. Samkvæmt upplýsingum félagsmálastofn-
ana ber meira á því en nokkurn tíma fyrr að einstakl-
ingar í fullri vinnu leiti eftir aðstoð því laun dugi
hvergi til að standa straum af nauðsynlegu heimilis-
haldi. Því er ljóst að við höfum mikið verk að vinna í
útflutnings- og atvinnumálum á þeim áratug sem
eftir er til aldamóta ef við ætlum ekki að stefna land-
inu í hóp hinna fátækari ríkja sem fólk flýr frá. ÞI
Sveitarstjórnarmenn „teknir til bæna“ á námskeiði á Húsavík í vikunni:
„Fólk gerir sér ekki grein fyrir
hve mikil ábyrgð fylgir því
að vera sveitarstjórnarmaður“
- segir Jón Gauti Jónsson, leiðbeinandi
Tvö tveggja daga námskeiö
fyrir sveitarstjórnarmenn í
þéttbýli eru haldin á Hótel
Húsavík í þessari viku. AIIs
sækja um 40 manns þessi nám-
skeið sem Fjóröungssamband
Norðlendinga hefur staðið fyr-
ir kynningu á. Leiðbeinendur á
námskeiðunum eru Jón Gauti
Jónsson og Hrafn Sigurðsson.
Fyrirtæki þeirra í Reykjavík
heitir Rekstur og ráðgjöf, og
hefur sérhæft sig til að sjá um
slíkt námskciðshald fyrir Sam-
band íslenskra sveitarfélaga.
Um miðjan nóvember verða
þeir félagar með námskeið á
Blönduósi fyrir sveitarstjórn-
armenn í dreifbýli.
Leiðbeinendurnir létu vel af
því að halda námskeiðin á Húsa-
vík og sögðu að það vildi brenna
við að fólk sem t.d sækti nám-
skeið til Reykjavíkur notaði
tækifærið til að reka hin ýmsu
erindi og missti þar með af stór-
um hluta námskeiðsins. Leið-
beinendurnir svöruðu nokkrum
spurningum blaðamanns Dags
eftir fyrri kennsludag fyrra nám-
skeiðsins.
Jón Gauti hcfur í 15 ár starfað
sem sveitarstjóri og bæjarstjóri.
Síðast sem bæjarstjóri í átta ár í
Garðabæ, en þar áður sem sveit-
arstjóri á Hellu og Fáskrúðsfirði.
Hrafn er viðskiptafræðingur og
hefur áður starfað sem fjármála-
stjóri hjá Sláturfélagi Suður-
lands, einnig hefur hann starfað
hjá ríkinu og Sölufélagi garð-
yrkjumanna.
„Samband íslenskra sveitarfé-
laga, landshlutasamtökin og fé-
lagsmálaráðuneytið leggja mikla
áherslu á aukna fræðslu fyrir
sveitarstjórnarmenn. t*að þýðir
ekkert annað en fara með nám-
skeiðin um landið, annars skilu
þau engu.
Efnislega er sáralítill munur á
námskeiðunum fyrir sveitar-
stjórnarmenn í þéttbýli og dreif-
býli. Þetta er spurning um að
nýta matar- og kaffitíma og
kvöldin til að skiptast á skoðun-
um en þá geta menn frætt hver
annan, og það hefur ekki síður
gildi en kennslan hjá okkur,“
sagði Jón Gauti.
- Er það nýjung að halda slík
námskeið fyrir sveitarstjórnar-
menn?
„Samband íslenskra sveitarfé-
laga hefur haft það á sinni verk-
efnaskrá að halda námskeið fyrir
nýja sveitarstjórnarmenn, en nú
hefur sambandið fengið okkur,
utanaðkomandi aðila, til að sjá
um verkefnið fyrir sig. Eftir
kosningarnar 1986 voru haldin
átta námskeið og þau sóttu um
alls 160 manns. Nú erum við
komnir með 18 námskeið á skrá
hjá okkur, en við tökum 20-24 á
hvert námskeið," sagði Jón
Gauti.
- Þurfa sveitarstjórnarmenn að
sækja þessi námskeið án tillits til
hvaða menntun þeir hafa sem
bakgrunn?
„Þetta svið sem sveitarstjórn-
armenn eiga að hafa áhyggjur af
er mjög víðtækt, þannig að það
kemur enginn inn með sérhæf-
ingu í þeim málaflokki sem heitir
sveitarstjórnarmál. Það eróskap-
lega mikil reynsla sem menn öðl-
ast á löngum tíma í þessum
málum,“ svaraði Hrafn.
- Hvað læra sveitarstjórnar-
menn á námskeiðunum hjá ykkur?.
„Við reynum að fá menn til að
líta á heildarmyndina, því á
tveggja daga námskeiði förum
við ekki mjög djúpt í nein atriði.
En það sem við leggjum mesta
áherslu á eru réttindi og skyldur
og fundarsköp. Það er mikið
fjallað um samskipti sveitar-
stjórna og nefnda og ráða, en
sérnámskeið þyrfti til að fara
djúpt í áætlanagerð eða lestur
ársreikninga. Við viljum fá menn
til að líta á heildarmyndina því
mönnum hættir til að sérhæfa sig
og missa hana. Þess vegna leggj-
um við áherslu á að námskeiðin
séu ekki síður fyrir menn sem
verið hafa í sveitastjórnum
áður, bæði eiga þau að víkka
sjóndeildarhringinn og svo eru
það samverustundirnar þar sem
menn geta miðlað hver öðrum af
eigin reynslu.
Kannski er lykillinn að farsæl-
um störfum sveitarstjórnar-
manna að þeir byggi sínar
ákvarðanir á traustum grunni og
því þurfa þeir að vita hvar þeir
eiga að leita að rökum fyrir sínu
máli og upplýsingum, og þetta
reynum við að leiðbeina þeim
með fyrst og fremst. En aðgang
að lögum og upplýsingar um lög
og upplýsingar um stjórnsýslu-
kerfið mætti bæta,“ sagði Jón
Gauti.
Nemendur á námskeiðinu fá
möppu með rúmlega 400 síðum.
Leiðbeinendurnir segjast gjarnan
vilja sjá hana sem upphaf að
góðri handbók sem auðvitað sé
endalaust hægt að bæta. Náms-
efnið sem farið er yfir á nám-
skeiðin er um 50 síður af þess-
um 400. í möppunni er efnisyfir-
lit yfir helstu lög sem sveitar-
stjórnarmenn þurfa að nota.
Leiðbeinendurnir segja að lög-
gjafanum hafi yfirieitt láðst að
leiðbeina mönnum í gegnum laga-
bálka með lykilorðum eða fyrir-
sögnum sem vísa til þess sem
lagagreinar fjalla um. Tákn
námskeiðsins er eins og skot-
skífa, sem á að segja möhnum að
málið sé spurning um markvissar
aðgerðir. í ysta hring er sett
umhverfi sveitarfélaganna, sam-
skipti við ríkið og löggjöfina sem
unnið er í, samvinna milli sveit-
arfélaga o. s. frv. Þegar menn
hafa gert sér grein fyrir umhverf-
inu er farið inn í stjórnskipulag-
ið, hvaða apparat það er sem
menn eru kosnir til að starfa í.
Þar er fjallað um kosningar, rétt-
indi og skyldur sveitarstjórnar-
manna, störf sveitarstjórnar,
nefndir og ráð, starfsmenn og
starfsmannafélög. Kjarni skíf-
unnar er verkefni sveitarfélaga,
hvaða verkefnum þau eiga að
sinna samkvæmt lögum, og í
miðju kjarnans koma fjármálin
með áætlanagerð, bókhaldi og
fjármálastjórn.
„í fáum orðum sagt fjallar
þetta um í hvaða umhverfi sveit-
arstjórnarmaðurinn er, hvaða
apparat það er, hvað það eigi að
gera og hvernig eigi að stýra
því,“ ságði Jón Gauti.
- Hvernig er skipting nem-
enda milli kynja?
„Svo skemmtilega vill til að á
þessu námskeiði skiptast þátttak-
endur til helminga í karla og
konur. Reynslan fram að þessu
er að konur sem eru að byrja í
sveitarstjórnum eru samvisku-
samari með að mæta á þessi
námskeið,“ svaraði Hrafn.
- Vita þátttakendur nám-
skeiðsins að hverju þeir ganga eða
kemur eitthvað á námskeiðinu
þeim á óvart?
„Mér finnst fólk tala um að
það átti sig á hvað það viti í raun
lítið um sveitarstjórnarmál,“
sagði Hrafn og Jón Gauti bætti
við: „Það er eitt atriði sem vakið
hefur athygli mína á námskeið-
unum, en það er að fólk segir að
það geri sér ekki grein fyrir hve
mikil ábyrgð sé falin í að vera
sveitarstjórnarmaður. Þetta er
kannski eðlilegur hlutur því
stjórn sveitarfélags er eins og
stjórn hvers annars félags, menn
eru að sinna málefnum félags-
manna sem eru þá bæjarbúar í
þessu tilfelli. Þeir átti sig ekki á
að um þessa starfsemi gilda stíf-
ari og strangari lög en um nokkra
aðra og það kemur mönnum
mjög á óvart, kannski af því að
það hefur aldrei reynt á það mér
vitanlega, að lagaákvæði heimila
t.d. dómsvaldinu að dæma menn
persónulega fyrir vanrækslu
sveitarstjórnar í lögbundnum
verkefnum.
Það sem við fjöllum um er svo
umfangsmikið að menn fá þá til-
finningu að þeir hafi ekki vitað
nokkurn skapaðan hlut áður en
þeir komu á námskeiðið, en aðal-
atriðið er að sveitarstjórnarmenn
fara af námskeiðinu með upplýs-
ingar sem gera þeim kleift að
finna réttar upplýsingar í þeim
málaflokkum sem þeir eru að
vinna við, og þá er tilgangnum
náð.“ IM
Leiðbeinendur á námskeiðinu: Jón Gauti Jónssun og Hrafn Sigurðsson.
Mynd: IM