Dagur - 11.10.1990, Page 5

Dagur - 11.10.1990, Page 5
Fimmtudagur 11. október 1990 - DAGUR - 5 frétfir Paul Richardsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda: Ferðaþjónusta bænda í hættu vegna samdráttar í sauðfjárrækt - verð á bílaleigubílum mikil hindrun í ferðamálastarfsemi Margir ferðaþjónustubændur eru einnig sauðfjárbændur. Fáir þeirra lifa á sauðfjárrækt- inni einni. Verði fyrirsjáanleg- Kristinn Hrafnsson, mynd- höggvari, vinnur um þessar mundir tillögur að nýju lista- verki sem hugmyndin er að setja upp við Sparisjóð Ólafs- fjarðar. Kristinn hefur þegar skilað inn einni tillögu og önn- ur er að fæðast. Þorsteinn Þor- valdsson, sparisjóðsstjóri, seg- ir ekki ljóst livenær ráðist verði í uppsetningu listaverks- ins, en áhugi sé fyrir að það verði sem fyrst. Ekki er ákveðið hvort Spari- sjóður Ólafsfjarðar stendur einn straum af kostnaði við liönnun og uppsetningu listaverksins. Þorsteinn sagði ekki útilokað að Ólafsfjarðarbær tæki þátt í kostn- aðinum. Ekki væri þó neitt ákveðið í þeim efnum. Að sögn Þorsteins gerir tillaga Kristins, sem hann hefur þegar lokið við, ráð fyrir að taka brunn- inn sem stendur fyrir utan spari- sjóðinn og koma þar fyrir lista- verki í staðinn. Þorsteinn sagði tillöguna mjög góða og allrar athygli verða. Hann sagði að síð- ari tillaga Kristins, sem hann hefði nú á teikniborðinu, myndi gera ráð fyrir að fella brunninn SkagaQörður: Ekið á sauðfé Um miðnætti sl. þriðjudag var ekið á sauðfé á Sauðárkróks- vegi við bæinn Holtsmúla með þeim afleiðingum að tvær kindur lágu í valnum. Ökumaðurinn, sem var á leið út á Sauðárkrók, tilkynnti um óhappið heim á næsta bæ. Þetta er þrettánda tilvikið á árinu þar sem ekið er á skepnur í Skaga- firði. Kvöldið áður var ekið á hross svo að lausaganga kvikfén- aðar virðist vera töluverð í Skagafirði þessa dagana. SBG Kvennalistinn: MálmMður tekur við þingflokks- fonnennsku Málmfríður Sigurðardóttir, þingkona Kvennalistans í Norðurlandskjördæmi eystra, hefur tekið við formennsku þingflokks Kvennalistans af Kristínu Einarsdóttur. Þingkonur Kvennalistans hafa frá upphafi skipst á um að gegna starfi þingflokksformanns, eitt ár í senn. Slík vinnutilhögun er í samræmi við stefnu Kvennalist- ans. Varaformaður þingflokksins verður Anna Ólafsdóttir Björns- son. óþh ur samdráttur í sauöfjárrækt að veruleika er mikil hætta á að hann leiði einnig af sér sam- drátt í ferðaþjónustu í sveitum inn í listaverkið. Síðan kæmi í hlut heimamanna að taka ákvörð- un um hvor tillagan yrði fyrir val- inu og í framhaldi af því að ákveða hvenær ráðist yrði í gerð listaverksins. Kristinn Hrafnsson er Ólafs- firðingur, fæddur 1960. Hann lauk námi við Myndlista- og handíðaskólann og síðan lá leið nema gripið verði til aðgerða og ferðaþjónustubændur setji sér sem markmið að byggja upp traustan markað sem gef- hans til Múnchen í Þýskalandi, þar sem hann lauk framhalds- námi fyrr á þessu ári. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu á dögun- um á Kjarvalsstöðum í Reykja- vík og hlaut hún verðskuldaða athygli. Til marks um þaö festi Reykjavíkurborg kaup á einu verkanna og Listasafn íslands keypti annað. óþh ur nýtingu frá byrjun maí fram í lok september. Þetta kom fram í erindi Pauls Richardssonar, formanns Félags ferðaþjónustubænda, á fundi byggðanefndar forsætisráðherra í Borgarnesi. Paul sagði að varð- andi fcrðaþjónustu í strjálbýli væri fólksflótti mjög óæskileg þróun. Hann benti á að nú ætti sér stað þróun í ferðamálum í Evrópu þar sem vaxandi áhugi væri fyrir því aö kynnast innbyrð- is og kynnast þcim ólíku atvinnu- háttum og menningu sem þar væri að finna. Sérstaða íslands til ferðamála væri því ekki einungis landið sjálft heldur einnig fólkið, ckki síst það fólk sem býr í strjálbýli og vinnur við undir- stöðuatvinnugreinar þjóðarinn- ar, fiskvinnslu og landbúnað. Paul sagði að á næstu fimrn áruni yrðu ferðaþjónustubændur að setja sér þau markmið að byggja upp traustan markað sem gæfi nýtingu frá maíbyrjun til loka september. Ennfremur yrðu ferðaþjónustubændur að huga meira að gæðamálum því erlend- ir viðskiptavinir upplifi ísland sem fjarlægt land og hver eining í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sé lítil. Paul Richardsson sagði tvo þætti cinkunt draga úr áhuga útlcndinga að ferðast um (sland. Annars vegar væri það matarverð en hins vegar mjög hátt verð á bílaleigubílum. Hann kvaðst hafa upplýsingar um það frá er- lendum ferðaskrifstofum að tveir af hverjum þrcmur scm spyrðust fyrir um verð á bílaleigubílum á íslandi hættu við að koma hingað þegar þeim væri gefið upp verð- ið. ÞI Sparisjóður Ólafsijarðar: Kristinn Hrafnsson gerir tillögur að listaverki

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.