Dagur - 11.10.1990, Side 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 11. október 1990
Ráðstefna um byggðamál í Borgarnesi:
Lykfll að blómlegri byggð er að
verkeftii færist heim í héruðin
Byggðanefndin var skipuð í
janúar síðastliðnum til að gera
tillögur um nýjar áherslur og
langtímastefnu í byggðamálum.
Áður en nefndin var skipuð hafði
Árni Benediktsson, formaður
Vinnumálasambands samvinnu-
félaga, ræddi nokkuð um nauð-
syn byggðakjarna. Hann sagði
meðal annars að mörgu fólki
þætti eftirsóknarvert að búa við
landrými. En það vilji einnig eiga
greiðan aðgang að þjónustu og
setji ekki klukkustundar ferð fyr-
ir sig í því efni. Þetta megi glögg-
lega sjá erlendis og nefndi hann
Bandaríkin sérstaklega í því
sambandi. Hann sagði að þetta
gæti bent til þess að ásættanlegt
væri að þéttbýliskjarni á Vest-
fjörðum, sem tengdur væri sam-
an með góðum vegum og jarð-
göngum, gæti náð frá Þingeyri
allt til Bolungarvíkur. Á slíku
svæði gæti verið fjölbreytt at-
vinnulíf þótt takmarkað úrval
væri í hverju kauptúni. Á svæð-
inu yrði miðstöð heilbrigðisþjón-
ustu með útstöðvum og mennta-
stofnanir myndu safnast á einn
stað í slíkum kjarna. Á sama hátt
yrði Akureyri miðpunktur Norð-
urlandskjarna. Slíkur kjarni gæti
Byggðastofnun fjallað um þetta
málefni og lagt fram hugmyndir
um mótun nýrrar byggðastefnu
og þar með átak til að rétta hlut
landsbyggðarinnar til frambúðar.
náð yfir svæðið frá Sauðárkróki
og Siglufirði yfir Eyjafjörð og til
Húsavíkur. Austfjarðakjarni
myndi byggjast út frá Egilsstöð-
um og ná tii allra fjarðanna suður
til Breiðdalsvíkur. Árni sagði að
í hverjum kjarna yrði öll almenn
fræðsla að vera til staðar og einn-
ig yrði að byggja upp endurmennt-
unarkerfi.
Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðn-
tæknistofnunar, ræddi einnig um
sterka byggðakjarna. Hann sagð-
ist telja æskilegt að byggja upp
sterka byggðakjarna á nokkrum
stöðum úti á landi. Hann benti á
að slíkt yrði ekki farsælt ef það
væri gert með valdboði eða ein-
hliða ákvörðunum stjórnvalda.
Hann sagði að varanleg byggða-
stefna fælist í því að skapa bú-
setuskilyrði fyrir breiðan hóp
fólks með breytilegar þarfir með-
al annars vegna breytilegs aldur
og mismunandi þekkingar. Taka
verði mið af þörfum fólksins og
hvað verði að uppfylla til að bú-
Landbúnaður og sjávar-
útvegur viðhalda ekki
landsbyggðinni lengur
„Byggðastefna sem byggir á að
viðhaida hefðbundnum landbún-
aði og sjávarútvegi verður ekki
árangursrík," segir í bréfi um
aðdraganda að skipun byggða-
nefndarinnar. „Kjarni nauðsyn-
legrar stefnubreytingar er að
samhliða vaxandi fjölbreytni og
betri nýtingu á möguleikum í hin-
unt hefðbundnu atvinnuvegum
verður að hlúa sérstaklega að
hinum almennu vaxtargreinum
atvinnulífsins, iðnaði og þjón-
ustu.“ í skýrslu byggðanefndar er
bent á að eftirfarandi atriði skipti
byggðaþróun miklu máli:
- Áð almenn efnahagsstjórn
tryggi jafnvægi í efnahagslífinu
setukostur verði aðlaðandi.
Páll benti á að byggð þrifist
ekki nema til komi öflugt at-
vinnulíf á viðkomandi stöðum.
Slíkt atvinnulíf verði að grund-
vallast á stærri einingum en nú
þekkist almennt en þær muni
kalla á breiðari hóp starfsfólks,
bæði hvað varðar aldur og þekk-
ingu. Páll Kr. Pálsson nefndi
nokkur dæmi um aðgerðir sem
stjórnvöld geti gripið til varðandi
eflingu atvinnulífs á breiðum
og gengisskráningu sem miðist
við viðunandi rekstrarafkomu
framleiðsluatvinnugreinanna.
- Að ríkisstjórn og Alþingi gæti
þess við ákvarðanir um uppbygg-
ingu atvinnurekstrar og stefnu-
mótun á öðrum sviðum að þær
stuðli að hagkvæmri byggðaþró-
un.
- Að ríkisvaldið jafni kostnað
við opinbera þjónustu um land
allt á þeim sviðum þar sem það
hefur tök á og aðstæður leyfa
bæði fyrir atvinnurekstur og ein-
staklinga.
Lagt er til að starfsemi Byggða-
stofnunar verði breytt þannig að
hún geti sinnt atvinnuþróunar-
starfi í ríkari mæli og stofnunin
fái til þess verulegt fjármagn. Pví
fjármagni verði síðan varið til
þess að styðja starfsemi atvinnu-
grundvelli á landsbyggðinni.
Hann nefndi sérstaklega afskrifta-
reglur. Frádrátt umfram útlagðan
kostnað vegna rannsókna og þró-
unarstarfsemi. Einnig frádrátt
umfram útlagðan kostnað vegna
menntunar starfsmanna og ákveð-
inna tækjakaupa. Einnig aðgerð-
ir.til að laða utanaðkomandi fjár-
festingar að og skapa þannig svig-
rúm til uppbyggingar atvinnu-
starfsemi og sterkrar eiginfjár-
stöðu. ÞI
þróunarfélaganna, til kaupa á
hlutabréfum og annarra verk-
efna. Þá er einnig lagt til að
Byggðastofnun komi á fót föstu
samstarfi við rannsóknastofnanir
atvinnuveganna, Iðntæknistofn-
un Islands og Háskóla íslands um
miðlun tæknilegra framfara til at-
vinnuþróunar.
Spurningar sendar til 36
stofnana og félagasamtaka
Byggðanefndin sendi spurninga-
lista til 36 aðila og var uppistaða
ráðstefnunnar í Borgarnesi erindi
forsvarsmanna þeirra stofnana og
félagasamtaka sem spurningum
var varpað til. Spurningarnar
sem byggðanefndin sendi voru
eftirfarandi.
I. Telur „viðkomandi“ þörf á
að sporna við þeirri byggðarösk-
un, sem áframhaldandi fólks-
flutningar síðari ára munu leiða
til?
II. Hvað sér „viðkomandi" sér
fært til að gera til að draga úr
þessum fólksflutningum?
III. Hverju telur „viðkom-
andi“ æskilegt að breyta til þess
að gera sér betur fært að vinna að
því markmiði?
Höfuðborgarsvæðið hefur
náð æskilegri stærð - smá-
bæir verða vænlegur kostur
Svör við fyrstu spurningunni voru
öll á einn veg. Allir aðspurðir
töldu að sporna yrði við fyrirsjá-
anlegri byggðaröskun. Um leiðir
greindi aðila nokkuð á enda vald-
ir með tilliti til mismunandi
aðstæðna og hagsmuna. Á þann
hátt var ætlunin að fá fjölbreytt-
ari sjónarmið fram og komast
nær því hver sé vilji til byggða-
stefnu meðal hinna ýmsu stofn-
ana og samtaka samfélagsins.
í niðurlagi svars Sambands
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu segir að á íslandi séu um 25 til
30 þéttbýliskjarnar eða smábæir
með samtals um 40 þúsund íbúa.
Síðan eru raktir kostir er fólk sér
við að búa í smábæjum og vitnað
til bandarískrar könnunar þar
sem fram kom að tveir helstu
þættir fyrir því að fólk kaus að
flytja til smábæja voru annars
vegar tengdir atvinnu (38%) og
hins vegar slæmt umhverfi stór-
borga (24%). Síðan er bent á að
nú þegar hafi höfuðborgarsvæðið
náð þeirri stærð að það geti sinnt
skyldum sínum. Því sé þörf fyrir
aukinn vöxt annarra þéttbýlis-
kjarna en höfuðborgarsvæðisins.
Markviss byggðastefna
er ekki til
í niðurstöðum svara Sambands
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu við spurningum byggða-
nefndar er meðal annars bent á
að markviss byggðastefna sé ekki
til. Rót þeirrar byggðaröskunar
sem átt hefur sér stað eigi sér
lengri sögu og sé flóknari en svo
að unnt sé að skella skuldinni að
einn aðila eða leysa hana með
fyrirgreiðslum, reddingum eða
plástursaðferðum. Bent er á að
lykill að blómlegri byggð um
landið allt sé að verkefni færist
heim í hérað, til sveitarfélaga, og
dregið verði úr miðstýringu ríkis-
valds. Almenningur, fyrirtæki og
sveitarstjórnir á landsbyggðinni
hljóti að gera þá kröfu til ríkis-
valdsins, að það sói ekki fjár-
- er álit Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt framreikningum Byggðastofnunar eiga að vera
um 190 þúsund íbúar á höfuðborgarsvæðinu árið 2010, eða
um 64% landsmanna. Nú búa rúmlega 140 þúsund manns á
suðvesturhorni landsins eða um 55% allra íbúa landsins. Ef
þessi spá um þróun, sem byggð er á fólksflutningum undan-
farinna ára, verður með þeim hætti sem framreikningar
Byggðastofnunar segja til um, má búast við að misvægi auk-
ist mikið í byggð landsins. Þessar upplýsingar komu fram í
erindi Jónasar Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu, á ráðstefnu byggðanefndar
forsætisráðherra, sem haldin var í Borgarnesi síðastliðinn
mánudag. Til ráðstefnunnar var boðað til að kynna svör við
þeim spurningum sem byggðanefndin hafði sent til ýmissa
aðila, stofnana og samtaka í þjóðfélaginu.
Fylgst með umrædum. Meðal annars má sjá Svein Hjört Hjartarson, hag-
fræðing LÍÚ; Áskel Einarsson, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands
Norðlendinga og Bjarna Einarsson frá Byggðastofnun.
Valur Arnþórsson, bankastjóri, var mættur á ráðstefnu byggðanefndar for-
sætisráðherra. Myndir: Þl
Kjarnakenningin rædd á byggðaráðstefnu:
Bjarga sterkir bvggðakjarnar landsbyggðiimi?
Nokkrir ræðumenn á ráðstefnu byggðanefndar forsætisráð-
herra í Borgarnesi fjölluðu um nauðsyn þess að koma á fót
sterkum byggðakjörnum í hverjum landsfjórðungi. Þessir
kjarnar myndu virka sem öflugt mótvægi við Reykjavíkur-
svæðið og veittu einnig hinum dreifðari byggðum aukinn
styrk. Bætt samgöngutækni gæti auðveldað þróun byggða-
kjarnanna og þyrftu þeir þannig ekki að einskorðast við einn
kaupstað eða þéttbýli.
Hjörtur Eiríksson, fyrrum framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins
og núverandi framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaga, hlýð-
ir á umræður.