Dagur - 11.10.1990, Side 11
Fimmtudagur 11. október 1990 - DAGUR - 11
hér & þar
Fasteignasala
Höfum opnað aftur eftir stutt hlé.
Okkur vantar allar gerðir og stærðir fasteigna á
skrá.
Skoðum og verðmetum eignir samdægurs.
Við bjóðum skjóta og ábyrga þjónustu, byggða á
reynslu og þekkingu.
Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 13.00 tii 18.30.
Fasteigna-Torgið
Glerárgötu 28, II. hæð,
sími 96-21967.
Sölustjóri Tryggvi Pálsson, heimasími 21071.
Lögmaður, Asmundur Jóhannsson. |
Eins og sardína í dós:
Ökumaðurinn slapp lítt meiddur
geystist um götur borgarinnar.
Gamanið kárnaði skyndilega
þegar bíllinn rann til og skall á
mikilli ferð á tré með þeim
afleiðingum er myndin sýnir.
„Þegar ég kom á slysstað bjóst
ég við miklu blóðbaði," sagði
lögregluþjónninn. „Mustanginn
var samanbrotinn utan um dreng-
inn sem var eins og sardína í dós.
Það var ótrúlegt að hann skyldi
vera lifandi og alveg með ólíkind-
um að hann skyldi ekki einu sinni
hafa slasast alvarlega."
Björgunarmenn skáru bílflakið
í sundur og náðu drengnum út
klukkustundu eftir óhappið.
Hann var með meðvitund allan
tímann og hrópaði stöðugt á
björgunarmennina og bað þá að
koma sér út úr flakinu. Höfuð
hans var klemmt milli ökumanns-
sætis og farþegasætis, fæturnir
voru fastir undir mælaborðinu og
stýrið var vafið utan um þá.
Þessi drengur var heppinn en
það eru ekki allir jafn lánsamir.
Sýnurn aðgát í umferðinni.
„Hvernig í ósköpunum er hægt
að sleppa lifandi úr þessu?“
Þannig spurði lögregluþjónninn í
Toronto sem kont að þessum
Ford Mustang sem var gjörsam-
lega vafinn utan um trjástofn.
„Ég hef rannsakað 150 alvarleg
umferðarslys á síðustu 16 árum
og í flestum tilfellum voru farar-
tækin ekki nærri því eins illa leik-
in og þessi bíll. Hann hringaðist
eins og skeifa um tréð. Þetta er
ótrúlegt,“ sagði lögregluþjónn-
inn.
Já, það var ótrúlegt að öku-
maður bílsins skyldi sleppa með
minniháttar skrámur og skurði.
Ökumaðurinn var aðeins 16 ára
gamall og hafði hann tekið Must-
anginn ófrjálsri hendi.
Táningurinn stal sportbílnum í
Toronto síðastliðið sumar og
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Fullorðinsfræðsla
Verkmenntaskólinn á Akureyri býður upp á eftir-
farandi námskeið á haustönn ef næg þátttaka
fæst:
Enska I., Enska II., Enska III.
Danska I.
Franska I.
Spænska framhald.
íslenska fyrir útlendinga.
Vélritun, fatasaumur, vefnaöur.
Fluguhnýtingar, Bridge, Videonámskeið (kennsla í
meðferö videoupptökuvéla).
Innritun lýkur föstudaginn 12. október.
Smábátaeigendur
við Eyjafjörð!
Bjóðum upp á 30 tonna skipstjórnarréttindanám í
Stýrimannadeildinni á Dalvík, hefst nú í vikunni.
Upplýsingar í símum 61383 og 61380 og á
kvöldin í símum 61085 og 61162.
Skólastjóri.
USMIMUHLI
Kjörbúð KEA, Sunnuhlíð 12
Tilboð
Tilboð II Tilboð
Beint á pönnuna
eða í pottinn
Italskt gúllas
var 795 kr.
verður 595 kr.
Gnllaðir kjúklingar
Kjötkjúklingar
var 589 kr.
verður 444 kr.
Opið
frá kl. 9-20
frá mánudagi til föstudags
Laugardag
kl. 10-20.
Sjáumst
í Sunnuhlíð!
Hljómsvcitin Dansfélagar.
Mynd: EHB
Hljómsveitir í startholunum fyrir veturinn:
Dansfélagar til-
búnír í slaginn
Nú fer sá árstími í hönd að
hljómsveitir fara að undirbúa sig
undir „vetrarvertíðina" og æfa
fyrir árshátíðir, dansleiki og aðr-
ar skemmtanir. Blaðamaður
Dags leit inn á æfingu hjá einni
hljómsveit á dögunum, en hún
nefnist „Dansfélagar“.
Dansfélagarnir eru fjórir, og
hafa allir langa reynslu af hljóm-
sveitabransanum. Það eru þeir
Beggi - Björgvin Baldursson, Jón
Berg, Finnur Finnsson og Sigurð-
ur Ingimarsson. Beggi syngur og
leikur á gítar og harmoniku, Jón
Berg á trommur, Finnur sér um
bassann, Sigurður leikur á
hljómborð, gítar og syngur einn-
ig-
Dansfélagar bjóða upp á fjöl-
breytta danstónlist, eins og nafn
sveitarinnar ber með sér. „Við
spilum fyrir alla aldurshópa,
reynum að eiga eitthvað í poka-
horninu fyrir sem flesta, en leggj-
um áherslu á góðan og vandaðan
flutning, enda eru þetta vanir
menn,“ sagði Björgvin, þegar
hann var spurður að því hvernig
tónlistþeirfélagarspiluðu. EHB