Dagur - 11.10.1990, Side 16
BYGGINGAVORUR LONSBAKKA
Akureyri, fímmtudagur 11. október 1990
LEIDIN ERGREIÐ!
Veðrið á Norðurlandi:
Norðaustlægar áttir áfram
Haustið ræður ríkjum og Vetur
konungur er á næstu grösum,
mátti ráða af ummæium veður-
fræðingsins á Veðurstofunni,
er Dagur hafði samband við
Veðurstofu íslands og spurðist
fyrir um veðurhorfur.
Ásdís Auðunsdóttir, veður-
fræðingur, varð fyrir svörum og
sagði: „Norðaustlægar áttir verða
ríkjandi fyrir Norðurlandi með
éljagangi. Hitastigið verður
svipað, en ekki kaldara en orðið
er. Já, hann er gróinn í þessari átt
allt fram á sunnudag." ój
Sigluijörðiir:
Þokkalega gengur að
manna sjukrahúsið
Agætlega hefur gengið að
manna sjúkrahús og heilsu-
gæslustöð Siglufjarðar undan-
farin ár. Þó vantar einn hjúkr-
unarfræðing til starfa svo vel
megi við una, að sögn fram-
kvæmdastjóra sjúkrahússins,
Jóns Sigurbjörnssonar.
Jón segir að 7,1 stöðugildi
hjúkrunarfræðinga sé við sjúkra-
húsið og 1,5 við heilsugæslu-
stöðina. Langt sé frá að neitt
neyðarástand ríki, þótt þeir
tækju fegins hendi við a.m.k. ein-
um hjúkrunarfræðingi til viðbót-
ar. Engin vandkvæði hafa verið á
að fá lækna til starfa á Siglufirði.
Sjúkrahús og heilsugæsla eru
undir sama þaki á Siglufirði, og
því eðlilega um nokkra samnýt-
ingu starfsfólks að ræða. Þó
starfa heilsugæsluhjúkrunar-
fræðingar ekki á vegum sjúkra-
hússins, eins og læknarnir gera.
Jón Sigurbjörnsson segir að
endurbætur á aðstöðu heilsugæsl-
unnar séu á dagskrá, og verða
innréttingar og ýmis búnaður
endurnýjuð. „Við stefnum á að
vera innan ramma fjárlaga eins
og við höfum verið, það er tak-
markið. Við þurfum að sjálf-
sögðu að stíga á bremsuna til að
geta það, en menn eru sammála
um að veita eins góða þjónustu
Akureyri:
Borgarafundur
umatvinnumál
- með þingmönnum Norð-
urlandskjördæmis eystra
Almennur borgarafundur um
atvinnumál verður haldinn
með þingmönnum Norður-
landskjördæmis eystra, í Blá-
hvammi, Alþýðuhúsinu Skipa-
götu 14 á Akureyri þann 18.
okt. nk. Fundurinn er haldinn
að tilstuðlan JC Akureyrar og er
öllum opinn.
Hvað nú? Hverjar eru framtíð-
arhorfur í atvinnumálum lands-
byggðarinnar? Hver eru skilaboð
Norðlendinga til ráðamanna
þjóðarinnar? Þessum og fleiri
spurningum verður leitað svara
við á fundinum.
Fundurinn hefst kl. 20.30 en
húsið verður opnað kl. 20.00.
Framsöguerindi flytja Sigurður
P. Sigmundsson framkvæmda-
stjóri Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar og Valtýr Sigurbjarna-
son forstöðumaður Byggðastofn-
unar á Akureyri. -KK
og hægt er miðað við þá peninga
sem við fáum. Auðvitað getum
við endalaust eytt, en reynum að
halda okkur innan fjárlagaramm-
ans,“ segir hann. EHB
Snjór og hálka og Vetur konungur boðar komu sína bíleigendum til ama.
Mynd: Golli
Miðflörður:
Framkvæmdir hafnar við byggingu
tengi- og íþróttahúss á Laugabakka
- Loftorka í Borgarnesi sér um fyrsta verkhluta
Framkvæmdir eru hafnar við
smíði kjallara tengihúss við
væntanlegt nýtt íþróttahús við
Laugabakkaskóla í Miðfirði.
Það er fyrirtækið Loftorka í
Borgarnesi, sem sér um þenn-
an fyrsta verkhluta, en áætlan-
ir miða að því að koma tengi-
byggingunni og íþróttahúsi
undir þak á næsta ári.
Það eru sex sveitarfélög í Vest-
ur-Húnavatnssýslu sem standa að
byggingu tengi- og íþróttahúss-
ins, Kirkjuhvammshreppur, Stað-
arhreppur, Ytri-Torfustaðahrepp-
ur, Fremri-Torfustaðahreppur,
Þorkelshólshreppur og Þverár-
hreppur.
Að sögn Jóhanns Albertsson-
ar, skólastjóra á Laugabakka,
hefur lengi verið til umræðu að
hrinda af stað byggingu íþrótta-
húss, enda er aðstaða til leikfimi-
kennslu við skólann engin og
íþróttahúsið að Reykjum
Hrútafirði er það eina í sýslunni
Það sem ýtti undir að hefja fram
kvæmdir nú var að til þeirra
fékkst framlag úr Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga.
Eins og áður segir er hafin
bygging fyrsta verkhluta, tengi-
byggingar milli skólahússins og
nýs íþróttahúss. í henni verður
m.a. kennsluhúsnæði. íþrótta-
húsið sjálft verður að gólffleti
nálægt löglegum körfuknattleiks-
velli. Samkvæmt verkáætlun skal
ljúka uppsteypu kjallara tengi-
byggingarinnar þann 1. desember
nk. Kostnaðaráætlun hljóðar upp
á um 5 milljónir króna.
Að vori verður aftur hafist
handa við bygginguna og er
stefnt að því að bjóða út í einu
lagi tvær hæðir tengibyggingar og
fþróttahúsið. Húsunum skal
koma undir þak á næsta ári.
Verkáætlun gerir ráð fyrir að
taka íþróttahúsið í notkun árið
1992 en tengibygginguna ári
síðar. Árið 1994 skal fram-
kvæmdum við húsin að fullu
lokið. „Við rennum auðvitað
blint í sjóinn með hversu há
framlög við fáum á næstu árum
úr Jöfnunarsjóði. Af því ræðst að
nokkru leyti hvort við getum
haldið framkvæmdaáætlun,"
sagði Jóhann.
Nú eru 113 nemendur í Lauga-
bakkaskóla. Jóhann sagði að
miðað við óbreytta búsetu á
svæðinu yrði fjöldi nemenda
álíka á næstu árum. „Maður veit
hins vegar ekki hvað gerist í t.d.
sauðfjárræktuninni. En við höf-
um ekki orðið fyrir sömu fækkun
nemenda og víða annars staðar,“
sagði Jóhann. óþh
Fyrirhuguð bygging íþróttahúss á félagssvæði KA:
„Komin hreyfíng á málið
- segir Sigmundur Þórisson, formaður KA
„Já, það er komin hreyfíng á
málið. Við funduðum í vikunni
með skólafulltrúa bæjarins og
bæjarverkfræðingi þar sem
rædd voru drög að ramma-
sanmingi milli KA og bæjarins
um samstarf um byggingu
íþróttahúss og ég vonast til að
þcssar viðræður lialdi áfram
strax eftir helgina. Ég á von á
að málið verði orðið nokkuð
skýrt innan hálfs mánaðar,“
segir Sigmundur Þórisson, for-
maður KA, um væntanlega
íþróttahúsbyggingu á svæði
félagsins á Akureyri.
Bændur í Bárðardal í þriðju göngur um helgina:
„Heimtur á fé misjafii-
ar eftir bæjum“
- segir Tryggvi Höskuldsson á Mýri
„Heimtur á fé eru misjafnar
hjá bændum en það er Ijóst að
eitthvað vantar af fjalli,“ segir
Tryggvi Höskuldsson, hóndi á
Mýri í Bárðardal en bændur
þar um slóðir fara í þriðju
göngur nú um helgina.
Tryggvi segir að líkt og oft
áður sé það misjafnt eftir bæjum
hve mikið vantar af fjalli. Ekki sé
þó því um að kenna á þessum
slóðum að erfitt hafi verið að
smala vegna veðurs.
Tryggvi segist sjálfur hafa
heimt í haust eina á sem gekk úti
síðastliðinn vetur. í fyrra hafi
vantað tvær veturgamlar ær með
lömbum og önnur þeirra nú kom-
ið fram en lömbin ekki. „Hún var
ákaflega falleg þegar hún kom af
fjalli. Mér þykir líklegt að hún
hafi verið hér suður með Skjálf-
andafljótinu í vetur og þar hafi
hún fundið sér eitthvað til að éta
þó að veturinn í vetur hafi verið af-
ar vondur. Maður átti satt best að
segja ekki von á því að fá úti-
gengið núna,“ segir Tryggvi.
JÓH
Nú er áætlað að nýja íþrótta-
húsið rísi norðvestan við KA-
heimilið og verði tengt því með
sérstakri tengibyggingu. Saman-
lagt gæti þetta nýja íþróttahús
orðið um 2200 fermetrar að
stærð. Sigmundur segir stefnuna
þá að þetta hús hafi löglegan
handknattleiksvöll þannig það
geti nýst fyrir heimsmeistaramót-
ið í handknattleik á íslandi árið
1995. Hvenær nákvæmlega verði
byrjað á húsinu og hvenær áætluð
séu framkvæmdalok geti hann
ekki sagt á þessu stigi þar eð
rammasamningur við Akureyrar-
bæ liggi ekki fyrir.
Þetta mál hefur að mestu legið
niðri frá því í vor en þá voru sett
þau skiiyrði fyrir undirskrift
rammasamnings við Akureyrar-
bæ að bygginganefndarteikningar
liggi fyrir. Sigmundur segir að nú
sé unnið að þeim en þegar sé
búið að leggja nokkra vinnu í
hönnun þessa húss.
Gert er ráð fyrir að þetta hús
þjóni einnig Lundarskóla fy/ir
íþróttakennslu. Sigmundur segir
að kostnaðaráætlun vegna þess-
arar framkvæmdar sé nú í endur-
skoðun en ljóst sé að þessi fram-
kvæmd muni kosta yfir 100 millj-
ónir króna. JÓH