Dagur - 07.11.1990, Page 3

Dagur - 07.11.1990, Page 3
Miðvikudagur 7. nóvember 1990 - DAGUR - 3 Ráðstefna um lífeyrismál: Iifeyrissjóður fyrir Norðurland góður kostur sé atvinnulífið dálítið fjölbreytt - sagði Benedikt Davíðsson, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða - segir Þorsteinn Arnórsson, formaður norðlenskra steinasafnara Félags Félag nordlenskra steinasafn- ara hefur fengið inni fyrir starf- semi sína að Hafnarstræti 90, sem er í eigu Kaupfélags Ey- firðinga. Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar veitti félaginu nýverið styrk að upphæð kr. 35.000 í því augnamiði að koma húsnæðinu í gagnið sem og að létta undir vegna húsa- ieigukostnaðar. „Þessar 35 þúsundir fara í leiguna fram að áramótum. Mik- ið þarf að laga og umbreyta, þannig að starfsemi félagsins geti hafist að Hafnarstræti 90. Önnur umsókn liggur fyrir hjá umhverf- ismálanefnd um styrkveitingu til félagsins. Umsóknin verður tekin fyrir í vikunni, að ég best veil. Vonandi verður okkur veittur styrkur í gegnum Náttúrufræði- stofnun Norðurlands, enda yrði starf félagsins í tengslum við þá stofnun," sagði Þorsteinn Arnórsson, formaður Félags norðlenskra steinasafnara. ój í Degi í gær var sagt frá heimsmeti nemenda ■ 10. bekk Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki en um helgina prjón- uðu þeir 80 m langan trefll og um 12 cm breiðan á 30 klst. Þetta gerðu krakkarnir í því skyni að safna peningum í ferðasjóð en samfara prjónaskapnum fór fram áheitasöfnun. Á myndinni má sjá nemendahópinn með trefilinn langa. Mynd: SBG Tengilínan í Blöndudal: „Rífst ekki við sjálfan mig „Það hefur aldrei staðið annað til hjá mér en að leyfa Lands- virkjun að leggja þessa línu í Ferðaþjónusta bænda: Gefiir út bækfing með nákvæmum upplýsingum um ferðaþjónustu í sveitum Ferðaþjónusta bænda hefur sent frá sér bækling um þjón- ustu sem í boði verður á næsta ári. Ferðaþjónustan hefur tek- ið nýtt gæðaflokkunarkerfi í notkun, sem veitir nákvæmar upplýsingar um aðstöðu og þjónustu á hverjum bæ á aðgengilegan hátt. Auk þess er að fínna í bæklingi Ferðaþjón- ustu bænda haldgóðar upplýs- ingar fyrir ferðalanga til ferða- laga um landið. I bæklingnum eru sumarbú- staðir flokkaðir eftir fjórum mis- munandi gæðastöðlum og her- bergi eftir þremur. Þá er sérstak- lega getið um hvar svefnpoka-' pláss er á boðstólum. Þetta er í fyrsta sinn sem stuðst er við gæöa-: flokkun af þessu tagi í ferða- þjónustu á íslandi. í bæklingnum er getið um fjölda gistirýma og þau flokkuð eftir gerð. Einnig er getið um fjölda gistiherbergja og stærð á hverjum ferðaþjónustubæ. Tekið' er fram hvort og hvar eldunar- aðstaða er fyrir hendi og hvort gestir eigi kost á að fá framreidd- an morgunmat eða aðrar máltíð- ir. Þá eru einnig upplýsingar um afþreyingu sem í boði verður á ferðaþjónustubæjum og í ná- grenni þeirra. Greint er frá hvort verslun er rekin á viðkomandi bæjum og getið um hver fjarlægð þeirra er frá almennum verslun- arstöðum, bensínsölum og hvort bæir eru í tengslum við flugsam- göngur. Einnig er tekið fram hvort landbúnaður er stundaður jafnframt ferðaþjónustu á við- komandi bæjum og hvaða dýr er að finna á hverjum stað. Bæklingurinn er vandaður í alla staði og birtar litmyndir af flestum ferðaþjónustubæjum. ÞI segir Páll Pétursson gegnum mitt land og mig mun- ar ekkert um að eiga inni hjá þeim þar til kominn er botn í þetta mál,“ sagði Páll Péturs- son, alþingismaður, um ástæð- una fyrir því að hafíst er handa við línulögn í landi hans að Höllustöðum. Páll sagði að hann vildi ekki semja við Landsvirkjun fyrr en nágrannar hans væru búnir að því, svo hann spillti ekki samn- ingsaðstöðu þeirra. Hann segist ekki hafa vitað um deilu bygg- inganefndarinnar í Svínavatns- hreppi við Landsvirkjun fyrr en nokkruni dögum eftir að lagning línuslóðans var stöðvuð og hann hefði verið undrandi á þeirri stöðvun áður en hann vissi ástæð- una. „Það hefur aldrei verið neinn ágreiningur hjá mér við Lands- virkjun, enda rífst ég ekki við sjálfan mig. Það lá ailtaf fyrir að leggja mætti veginn og setja upp möstrin, en hins vegar vildi ég ekki slá því föstu hvaða greiðslu þeir inntu af hendi fyrir landið undir línuna til að spilla ekki fyrir nágrönnum mínurn og vinum. Þegar sá samningur verður gerð- ur við mig býst ég við að hann verði hliðstæður samningum þeirra," sagði Páll Pétursson. SBG Atvinnuþróanarfélag í Þingeyjarsýslu: Unuið að yfirtöku á Iðnþróunarfélaginu Fyrir Bæjarráöi Húsavíkur liggur beiðni frá Iðnþróunar- félagi Þingeyinga um að bær- inn gerist hluthafí í atvinnu- þróunarfélagi sem stofnað verði upp úr Iðnþróunarfélag- inu. Atvinnumálanefnd hefur mælt með hlutdeild bæjarins í atvinnu- þróunarfélagi er taki yfir svæði er nái frá Vaðlaheiði að vestan og að Langanesi að austan. Mark- miðið er að styrkja atvinnu á þessu svæði og auka samvinnu í atvinnumálum. Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi hefur kornið á fund í bæjarráði til að kynna málið. Unnið er að því að finna leið til að meta eignir og skuldir Iðnþróunarfélagsins svo að hið nýja Atvinnuþróunarfélag 1 geti yfirtekið þær. IM „Að stokka upp og byrja nýtt kerfí, ef þið komið á þessum umrædda samruna sjóða, væri auðvitað af hinu góða. En það þyrfti þó vitaskuld að byggja á raunhæfum útreikningum um hvaða réttindi væri hægt að útvega fyrir þau iðgjöld sem væru greidd,“ sagði Benedikt Davíðsson, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða á ráðstefnu um lífeyris- mál sem Alþýðusamband Norð- urlands boðaði til á Akureyri um síöustu helgi. Benedikt hvatti í ræðu sinni til þess að áfram verði unnið að sameiningu lífeyrissjóða á Norðurlandi í einn sjóð. Hann sagði að menn geti haft á því ýmsar skoðanir hvort vinna eigi að uppstokkun lífeyrissjóðakerf- isins með þeim hætti sem á Norðurlandi er gert eða ekki. „Ég er þeirrar skoðunar að ef svæðið er nógu stórt og sérstak- Akureyri: „Höfuðstöðvamar verða að Haftiarstræti 90“ lega ef atvinnulífið er dálítið fjöl- breytt þá sé þetta góður kostur. Ég hugsa hins vegar með ugg til hugmynda sem sums staðar hafa komið upp um að fjölgað yrði þeim sjóðum sem starfræktir væru bara fyrir eitt lítið byggðarlag, eða eina támenna startsgrein," sagði Benedikt. í framsögu sinni ræddi Benedikt nokkuð um frumvarp um lífeyris- sjóði sem ekki er komið til umfjöllunar hjá Alþingi. Þar er gert ráð fyrir samræmdu lífeyris- kerfi sem gildi fyrir alla og tryggi öllum viðunandi lágmarksgreiðsl- ur úr lífeyrissjóði, í samræmi við tekjur sínar og iðgjaldagreiðslur á starfsævinni til viðbótar við fastan grunnlífeyri frá almenna tryggingakerfinu. Benedikt sagði hinn almenna vinnumarkað standa frammi fyrir niiklum og torleystum vanda ef ekki náist samstaða um meginatriði þcssa frumvarps. Hann sagðist ekki sjá annað en sameining lífeyrissjóða á Norðurlandi falli að meginatrið- um þessa frumvarps og sé í sam- ræmi við margsamþykkta stefnu heildarsamtaka launafólks í líf- eyrismálum. „Ég vil því hvetja ykkur til að halda ótrauð áfram ykkar striki," sagði Benedikt í lokaorðum framsögu sinnar. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.