Dagur - 07.11.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 7. nóvember 1990
• gjpgr i*i
n
. |
ffft
ll
ii
''*»/*>*>'**
Gamli bærínn að Glaumbæ.
#Litið inn í Byggðasafnið í Glaumbæ:
„Framtiðin trygg svo
lega sem menn hafa
- spjallað við Sigríði Sigurðardóttur safnvörð
Sigríður safnvörður í dyrunum á gamla
bænum.
framar-
Gilsstofa meðan hún stóð að Reynistað.
Gömul mynd að Áshúsi þar sem gamli bærinn að Ási er í baksýn.
Einn af stærstu torfbæjum
landsins, sem enn er uppi-
standandi og haldið við, er
Glaumbær í Skagafirði.
Byggðasafn Skagfirðinga er
þar til húsa, en þar kennir
ýmissa grasa. Byssan lians
Jóns Osmanns hangir þar
uppi, myndir af héraðshöfð-
ingjum og embættismönnum
og gamlir munir svo tugum
skiptir. Þjóðminjasafnið á aft-
ur á móti bæinn og smálóð í
kringum hann. í sumar hefur
verið unnið að því að hlaða
grunn undir merkt hús sem
safninu var gefið. Það er hið
svokallaða Ashús, stórt timb-
urhús sem stendur að Asi í
Hegranesi, en reiknað er með
að verði flutt að Glaumbæ í
vetur.
Safnvörður á Glaumbæ er Sig-
ríður Sigurðardóttir, ung kona
sem segist hafa áunnið sér gífur-
legan áhuga fyrir safnamálum og
öllu í sambandi við slíkt. Hún tók
við stöðunni fyrir þremur árum.
Blaðamaður Dags hitti hana að
máli einn svalan haustmorgun til
að forvitnast lítillega um safnið
og eins að heyra um álit varðandi
safnamál Skagfirðinga í heild,
sem nefnd er hún átti sæti í skil-
aði til héraðsnefndar í sumar.
Kaldur norðangustur næddi
um dýr og menn í Skagafirði
þennan morgun. Blaðamaður
mætti tímanlega og notaði þá
stund sem gafst áður en Sigríður
kom, til að spjalla við hleðslu-
menn. „Meistarinn“, Sveinn Ein-
arsson, var ekki lengur á svæð-
inu. Hann taldi veðráttuna vera
orðna of kalda til að hægt væri að
hlaða almennilega. Lærisveinar
hans héldu samt ótrauðir áfram
og nokkrum dögum eftir heim-
sókn Dags að Glaumbæ, liðkuðu
veðurguðirnir fyrir vinnandi
mönnum og hlýindakafli hófst.
Hleðslumennirnir tjáðu blaða-
manni að grjótið í grunninn væri
allt utan af Skaga og ófá tonnin í
þessum undirstöðuveggjum.
Fljótlega mætti Sigríður á
svæðið og benti blaðamanni á
annan minni grunn, hlaðinn
aðeins norðan Ashússgrunnsins.
Þarna er um að ræða grunn undir
Gilsstofu. Lítið hús, en gamalt
sem stóð til að koma fyrir að
Glaumbæ, allt þar til nýstofnuð
Héraðsnefnd Skagfirðinga ákvað
að Áshúsið yrði fært fyrst.
Víkjum nánar að Gilsstofu og
Áshúsi síðar, en göngum nú inn í
gamla bæinn í fylgd Sigríðar og
fræðumst aðeins um sögu Byggða-
safnsins og bæinn sjálfan.
Fyrst göngum við inn í baðstof-
una þar sem hjúin sváfu og her-
bergi húsbænda eru til enda. Síð-
an liggur leiðin inn í lítið hús sem
kallað er Gusa. Sigríður tjáir
blaðamanni að presturinn á
Glaumbæ hefi rekið hálfgildings
elliheimili. Gamalt fólk fékk að
vera með því skilyrði að prestur-
inn fengi eigur þess þegar yfir
lauk. Að sögn Sigríðar er nafnið
Gusa tilkomið vegna þess að þar
inni bjó gömui kona sem var
skapstygg mjög og átti það til að
láta vaða úr koppnum fram í
göngin, ef skólapiltar þeir er voru
í námi hjá presti ærsluðust of
mikið og áttu síðan leið fram hjá
dyrunum inn í húsið.
Léleg geymsla
Nú komum við inni í nýuppgert
hús sem stingur dálítið í stúf við
hin þar sem tréverkið er nýtt. Að
sögn Sigríðar var þessi ívera gerð
upp í fyrra.
„Sumu fólki finnst það ekki
passa að hér skuli fyrirfinnast
svona „nýtt“ hús, en tilfellið er
auðvitað að einhvern tímann var
bærinn og allt í honum nýtt.
Hann var að vísu ekki byggður
allur í einu og hefur breyst mikið
í gegnum aldirnar. Petta var
svefnhús, svo að hér inn verða
sjálfsagt sett rúmflet og jafnvel
lokrekkja. Nú er þetta bara not-
að undir safngripi sem voru vítt
og breitt um bæinn undir gleri.
Margt af þessu eru hlutir sem
passa alls ekki inn í þá gömlu
umgerð sem bærinn er,“ segir
Sigríður.
Gamli bærinn að Glaumbæ,
sem nú er notaður undir muni
Byggðasafnsins, er ekki góð
geymsla. Sigríður segir að rakinn
sé það mikill að járn og föt geym-
ist illa í húsinu. Þegar hún tók við
stöðunni var 80-90% rakastig, en
er nú komið niður í 60-70%.
í sumar eru Jóhannes Arason
frá Múla í Barðarstrandasýslu og
Sveinn Einarsson frá Egilsstöð-
um búnir að vera að Glaumbæ og
hlaða úr torfi og grjóti. Sveinn
hefur stjórnað hleðslunni á bæði
grunninum undir Gilsstofu og
Áshúsið. Sigríður segir að
Jóhannes hafi aftur á móti verið
sér meira innan handar í torf-
hleðslunni.
Þrjú búr eru í Glaumbæ og eitt
eldhús sem Sigríður segist oft
kveikja upp í vegna þess að þakið
bilaði fyrir nokkrum árum og
nýtt var sett í staðinn svo að
gamla eldhúslyktin hvarf.
í fyrstu gestastofunni sem reist
var að Glaumbæ þegar bursta-
bæjarstílinn var að komast á legg
er sagt að Jónas Hallgrímsson
hafi sofið. Þar hangir líka upp á
vegg hin gríðarstóra byssa Jóns
Ósmanns hins mikla kraftamanns
og fleiri munir Byggðasafnsins.
Enski aðalsmaðurinn
Mark Watson
- Hvenær var Byggðasafnið í
Glaumbæ opnað?
„Árið 1952 var það opnað, en
miklu fyrr var ákveðið að setja
þar upp byggðasafn. Kringum
1937-38 var farið að hreyfa við
þeirri hugmynd, Jón heitinn Sig-
urðsson á Reynistað mun hafa
verið þar mikill hvatamaður, en
ég held að það sem réði úrslitum
hafi verið koma Mark Watson
hingað að Glaumbæ." segir Sig-
ríður.
Enski aðalsmaðurinn Mark
Watson var fyrir þá sem ekki vita
mikill íslandsvinur og gaf íslend-
ingum m.a. fyrsta dýraspítala
landsins með öllum búnaði, dýra-
spítalann í Víðidal. Einnig gaf
hann Pjóðminjasafninu á annað
hundrað vatnslitamynda eftir
W.G. Collingwood, breskan mál-
ara sem ferðaðist um ísland í lok
síðustu aldar. Sumarið 1938 kom
hann í fyrsta sinn að Glaumbæ og
segir sagan að hann hafi gengið
inn, en komið síðan að vörmu
spori út aftur og sagt samferðar-
fólki sínu að það skyldi bara
halda áfram til Ákureyrar, því að
hann ætlaði að dvelja þarna um
tíma. Svo fór þó ekki, en Mark
Watson hreifst svo mjög af
Glaumbæ að hann vildi kaupa
hann og endurreisa í uppruna-
legri mynd og gera að safni.
Glaumbær var aftur á móti ekki
falur, én þegar Mark Watson.var
kominn heim til Englands síðar
um sumarið sendi hann 200 sterl-
ingspund til íslands með þeirri
ósk að fyrir þann pening mætti
hefja viðgerðir á Glaumbæ. Sig-
ríður segist telja að þessi pen-
ingagjöf hafi markað tímamót í
málum Glaumbæjarsafnsins.
„Glaumbær er í dag sem betur
fer nokkuð vel varðveittur. Alltaf
þarf náttúrlega að gera við, helst
á hverju ári, og það kostar gífur-
lega peninga. Kunnáttan er á
höndum svo fárra að þeir eru
uppteknir allt árið út um allt
land. Því þarf að breyta og ungt
fólk með einhvern snefil af áhuga
verður endilega að drífa sig í að
læra gömlu byggingaraðferðirn-
ar,“ segir Sigríður.
Áshúsið
Hið svokallað Áshús er byggt á
árunum 1883-86 og það voru
hjónin Ólafur Sigurðsson og
Sigurlaug Gunnarsdóttir sem
byggðu það með það í huga að fá
þar inn kvennaskóla. Hann var
síðan settur niður á Ytri-Ey í
Húnvatnssýslu vegna þess að
Skagfirðingar fengu bændaskól-
ann. Sigurlaug tók samt til sín
stúlkur og eitthvað af piltum í
læri og Gunnar sonur hennar
kenndi vefnað. Þetta varð að
heimili sem tók á móti unglingum
í heimilisiðnaðarnám. Áshúsið er
stórt og mikill hugur í fólki sem
byggir slíkt. Húsið var gefið
Byggðasafninu í minningu þeirra
Ólafs og Sigurlaugar og segir Sig-
ríður að það sé sérstaklega gam-