Dagur - 07.11.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 07.11.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 7. nóvember 1990 myndosöguf dogs i- Arland Ég vil að þú vitir það Sirrý, að ég er ekki vanur að biðja konur sem ég hitti á börum um símanúmerin þeirra ...Hvernig sástu það... var það hvað ég hikstaði og stamaði þegar ég bað um það? ANPRÉS HERSIR # Framboðsmál í brennidepli Það er óhætt að segja að framboðsmál einstakra flokka séu í brennidepli þessa dagana, þó að enn sé langt í það að alþingiskosn- ingar fari fram hér á landi. Niðurröðun á lista í einstök- um kjördæmum landsins stendur sem hæst. Flokkarnir nota misjafnar aðferðir við að raða á lista sína en þó virðist það ekki skipta máli hvaða aðferð er notuð, yfirleitt er sama fólkinu stillt upp í efstu sætin og skipaði þau fyrir síðustu alþingiskosningar. Hvort það er vegna þess að þetta sé hæfasta fólkið eða ekki skal ósagt látið en auð- vitað má draga þá ályktun. Þó eru skiptar skoðanir um mál- ið og sýnist sitt hverjum. # Að finna kjör- dæmi fyrir einstaka menn Töluvert hefur verið ritað og rætt um það hvar þeir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra muní fara fram. Það mun þegar Ijóst að Jón fer fram fyrir krata á Reykjanesi og skipi þar efsta sæti flokksins og flest bendir til þess að Ólafur Ragnar fari fram fyrir Alþýðubandalagið'í sama kjördæmi og leiði list- ann þar. Jón Sigurðsson gaf það hins vegar ekki út hvar hann ætlaði fram fyrr en eftir að ákveðið var hvar hið nýja álver yrði staðsett. Það verð- ur staðsett á Keilisnesi og því lá beinast við fyrir Jón að bjóða sig fram í Reykjaneskjör- dæmi en hann er þingmaður Reykvíkínga í dag. Hér fyrir norðan velta menn því hins vegar fyrir sér, hvort Jón hefði boðfð sig fram á Norðurlandi eystra, ef álver- inu hefði verið valinn staður við Eyjafjörð. Ólafur Ragnar bauð sig stð- ast fram í Reykjaneskjör- dæmi en náði ekki þingsæti eins og alþjóð er kunnugt. Geir Gunnarsson er þing- maður Alþýðubandalagsins í kjördæminu en nú hefur hann ákveðið að draga sig í hlé og gefa Ólafi Ragnari þar með eftir fyrsta sætið, því ekki er annað talið verjandi en að formaður flokksins komist i „öruggt“ sæti. En hvað sem öllum fram- boðsmálum liður, þá eru margir kjósendur sammála um að hún sé skrýtin tík þessi pólítík og getur ritari S og S ekki annað en tekið und- ir þau sjónarmið. dogskrá fjölmiðlo Sjónvarpið Miðvikudagur 7. nóvember 17.50 Töfraglugginn (2). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Mozart-áætlunin (6). 19.20 Staupasteinn (11). (Cheers.) 19.50 Dick Tracy. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Úr handraðanum. Árið 1974. Brugðið verður upp brotum úr þáttum sem voru á dagskrá Sjónvarpsins á árun- um 1966 til 1980, einkum þáttum um listir og menningarmál og skemmtiþáttum. í hverjum þætti verður staldrað við eitt til- tekið ár en þættirnir verða á dagskrá ann- an hvern miðvikudag. 21.25 Gullið varðar veginn (3). Ódauðleikaþráin. 22.15 Kæru landar. (Vsichni dobrí rodáci.) Tékknesk bíómynd frá 1968. Myndin greinir frá mannlífi í smáþorpi á Mæri í Tékkóslóvakíu á árunum frá 1945 til 1968 og þeim áhrifum sem þjóðfélags- breytingarnar hafa á líf fólksins. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Kæru landar - framhald. 00.40 Dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 7. nóvember 16.45 Nágrannar. 17.30 Góarnir. 17.40 Tao Tao. 18.05 Draugabanar. 18.30 Vaxtarverkir. (Growing pains.) 18.55 Létt og ljúffengt. í nóvember verða alls fjórir matreiðslu- þættir sem unnir eru í samvinnu við umboðsaðila Uncle Ben's hrísgrjóna á ís- landi. Hrísgrjón hafa verið meginuppi- staðan í fæðuvali Austurlandabúa svo öldum skiptir. Á síðustu árum er æ al- gengara að sjá hrísgrjónarétti á borðum íslendinga og til að auka enn frekar á fjöl- breytnina verða kynntar og matreiddar fjórar nýjar léttar, ljúffengar og fljótlegar hrísgrjónauppskriftir. 19.19 19:19. 20.10 Framtíðarsýn. (Beyond 2000.) 21.05 Lystaukinn. 21.35 Spilaborgin. (Capital City.) 22.25 Rallí. 22.50 Sköpun. (Design). í þessum fyrta þætti munum við skoða hönnun bíla meðal annara verður talað við Giorgietto Giugiaro, hönnuð Ferrari, Maserati, Alfa Romeo, Volkswagen og Fiat, Gerals Hirschberg aðstoðarfram- kvæmdastjóra hönnunardeildar Nissan og þá Ferdinand Porsche og Jack Telnack frá Ford. Fyrsti þáttur af sex. 23.40 Sjálfstæði. (Independence). Bandarísk sjónvarpsmynd sem greinir frá lögreglustjóra í Villta vestrinu en hann héfur einsett sér að hefna fjölskyldu sinn- ar sem var myrt. Aðalhlutve k: John Bennet Perry, Isabella Hc jnian og Sandy McPeak. Bönnuð ium. 01.15 Dagsi.í irlok. Rásl Miðvikudagur 7. nóvember MORGUNÚTVARP KL. 6.45-9.00 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunþáttur Rásar 1 7.32 Segðu mér sögu. „Við tveir, Óskar - að eilífu" eftir Bjarne Reuter. Valdís Óskarsdóttir les þýðingu sína (10). 7.45 Listróf. 8.00Fréttir og Morgunauki kl. 8.10. Veður- fregnir kl. 8.15. ÁRDEGISÚTVARP KL. 9.00-12.00 9.00 Fréttir. 9.03 Laufskálinn. Létt tónlist með morgunkaffinu og gestur lítur inn. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 9.40 Laufskálasagan. „Frú Bovary“ eftir Gustave Flaubert. Arnheiður Jónsdóttir les þýðingu Skúla Bjarkan (27). 10.00 Fréttir. 10.03 Við leik og störf. Fjölskyldan og samfélagið. Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir. (Frá Akureyri). Leikfimi með Halldóru Björnsdóttur eftir fréttir kl. 10.00, veðurfregnir kl. 10.10, þjónustu- og neytendamál og ráðgjafa- þjónusta. 11.00 Fréttir. 11.03 Árdegistónar. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.30 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Endurtekinn Morgunauki. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. Sjávarútvegs- og viðskiptamál. 12.55 Dánarfregnir. Auglýsingar. 13.05 í dagsins önn. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.30-16.00 13.30 Hornsófinn. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Undir gervitungli" eftir Thor Vilhjálms- son. Höfundur les (9). 14.30 Tríó í e-moll fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. 15.00 Fréttir. 15.03 í fáum dráttum. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-18.00 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Á förnum vegi. í Reykjavík og nágrenni með Ásdísi Skúladóttur. 16.40 Hvundagsrispa. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu. 17.30 Vatnasvíta í C-dúr eftir Georg Philipp Telemann. FRÉTTAÚTVARP KL. 18.00-20.00 18.00 Fréttir. 18.03 Hér og nú. 18.18 Að utan. 18.30 Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Kviksjá. TÓNLISTARÚTVARP KL. 20.00-22.00 20.00 í tónleikasal. 21.30 Nokkrir nikkutónar. Leikin harmonikutónlist af ýmsum toga. KVÖLDÚTVARP KL. 22.00-01.00 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Orð kvöldsins • Dagskrá morgun- dagsins. 22.30 Úr Hornsófanum í vikunni. 23.10 Sjónaukinn. 24.00 Fréttir. 00.10 Miðnæturtónar. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Miðvikudagur 7. nóvember 7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lífsins. Leifur Hauksson og félagar hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. Þættir af einkennilegu fólki: Einar Kárason. 9.03 Níu fjögur. Dagskrárútvarp Rásar 2, fjölbreytt dæg- urtónlist og hlustendaþjónusta. 11.30 Þarfaþing. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Níu fjögur. Dagsútvarp Rásar 2 heldur áfram. 14.10 Gettu betur! Spurningakeppni Rásar 2 með veglegum verðlaunum. Umsjónarmenn: Guðrún Gunnarsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir og Gyða Dröfn Tryggvadóttir. 16.03 Dagskrá. 18.03 Þjóðarsálin. - Þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91- 686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Lausa rásin. 20.00 íþróttarásin. 22.07 Landið og miðin. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 2.00 Fréttir. 2.05 Á tónleikum með Sade. 3.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 4.00 Vélmennið. 04.30 Veðurfregnir. Vélmennið heldur áfram leik sínum. 5.00 Fréttir að veðri, færð og flugsam- göngum. 5.05 Landið og miðin. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 7. nóvember 8.10-8.30 Útvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Útvarp Norðurlands. Bylgjan Miðvikudagur 7. nóvember 07.00 Eiríkur Jónsson. 09.00 Páll Þorsteinsson. 11.00 Valdís Gunnarsdóttir. 14.00 Snorri Sturluson. 17.00 ísland í dag. 18.30 Þorsteinn Ásgeirsson. 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 23.00 Kvöldsögur. 24.00 Hagþór Freyr áfram á vaktinni. 02.00 Þráinn Brjánsson. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 7. nóvember 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.