Dagur - 07.11.1990, Page 12
Msm
Akureyri, miðvikudagur 7. nóvember 1990
Hljómtæki, hljóðfæri,
örbylgjuofnar, geislaspilarar,
sjónvörp og fleira
Allt á laekkuðu verði
JAPISS
Skipagötu 1
25611
Tíkin Snotra frá Ólafsvöllum.
Mynd: ój
Tíkin Snotra:
Alltaf unnið til
fyrstu verðlauna
Bæjarstjórn Húsavíkur:
Málefni Völsungs til
umræðu á fundi í gær
lagt til að bærinn kaupi eignir félagsins og yfirtaki skuldir
„Hún Snotra mín er að verða
nokkuð gömul af hundi að
vera. Hún er tíu ára og hrein-
ræktaður íslenskur fjárhundur,
ættuð frá Ólafsvöllum á Skeið-
um. Ragnar Tómasson, lög-
fræðingur og hestamaður gaf
mér hana þegar við hófum bú-
skap hér í Rauðuvík. Ég fékk
nokkuð mörg got frá henni
áður en ég hafði vit á að fara
með hana á hundasýningu,“
sagði Kolbrún Kristjánsdóttir,
bóndi og hestatamningakona í
Rauðuvík á Árskógsströnd.
„Snotra er mjög sérvitur á
Fyrirtækið Radíónaust hefur
fest kaup á 370 fermetra hús-
næði við Geislagötu, þar sem
aðalútibú Iðnaðarbanka var
áður til húsa. Byrjað er að inn-
rétta húsnæðið og segir Róbert
Friðriksson, aðaleigandi Radíó-
nausts, að ætlunin sé að flytja
starfsemina úr núverandi hús-
næði við Glerárgötu á nýja
staðinn fyrir næstu mánaða-
mót. Kaupverð fæst ekki upp-
gefíð.
hunda, hún vill helst vin sinn af
næsta bæ, sem gengur ekki þegar
glímt er við hreinræktun. Engu
að síður er stór ættbogi hrein-
ræktaðra íslenskra fjárhunda
kominn frá henni. Ég fór með
Snotru á hundasýningu til Reykja-
víkur, þegar hún var 7 ára, og
hún vann sýninguna nánast
algjörlega. Síðan hefur hún farið
á 2-3 hundasýningar og alltaf
unnið til fyrstu verðlauna, síðast
í ágúst hvar hún var dæmd besti
öldungurinn. Verðlaunin eru
orðin 26, verðlaunapeningar,
bikarar, borðar og slauí'ur." ój
Guðjón Steindórsson, banka-
stjóri íslandsbanka, sem gekk frá
sölu húsnæðisins, sagði að þeir
bankamenn væru mjög ánægðir
með þessi viðskipti.
Radíónaust býr við þröngan
kost í húsnæðismálum við Gler-
árgötu og að sögn Róberts
Friðrikssonar er löngu tímabært
fyrir fyrirtækið að komast í
stærra húsnæði. Að sögn Róberts
hefur Radíónaust selt öll hugsan-
leg rafmagnstæki fyrir heimilið,
auk ýmislegra vara fyrir skrifstof-
Málefni íþróttafélagsins
Völsungs komu til umræöu á
fundi bæjarstjórnar Húsavíkur
í gær. Bæjarstjóra haföi verið
falið að vinna að undirbúningi
tillögu til lausnar á fjárhags-
vanda félagsins.
Einar Njálsson kynnti efni til-
lögunnar sem hann sagði að væri
ekki komin á afgreiðslustig, held-
ur frumvarp um uppgjör á skuld-
um félagsins. Tillagan er í sjö lið-
um og efnislega á þá leið að
Húsavíkurbær kaupi Hlöðufell
að Héðinsbraut 2 af Völsungi.
Mun bærinn yfirtaka áhvílandi
skuldir og aðrar skuldir eftir sam-
komulagi að andvirði tæplega
fimm milljónir króna. Bærinn
mun einnig kaupa eignarhlut
Völsungs í Félagsheimili Húsa-
víkur, greiða fyrir hann 2Vi°/o af
fasteignamati eða rúmlega eina
milljón króna með því að yfirtaka
skuldir sem þeirri upphæð
nemur. Bærinn mun taka að sér
greiðslu skuldabréfs að upphæð
1200 þúsund krónur, á næstu
þremur árum.
Bærinn mun síðan afltenda
Völsungi Hlöðufell til afnota og
greiða rafmagn, hita og venjuleg-
an viðhaldskostnað af húsinu.
Meðan verið er að greiða niður
skuldir félagins mun ekki vera
um frekari fjárstuðning við það að
ræða af hálfu bæjarins. Sérstak-
lega skal þó fjallað um vinabæja-
heimsóknir og félagið skal hafa
afnot af íþróttahúsi, skíðamann-
virkjum, sundlaug og íþróttavöll-
um svo sem verið hefur. Kveðið
er á um að fjármálum félagsins
skuli komið í lag. Og að lokum er
tekið fram að framangreindar
Fjórir sóttu um stöðu tilrauna-
stjóra á Möðruvöllum í Hörgár-
dal, en umsóknarfrestur um
una, og á því verður engin breyt-
ing á nýjum stað. Róbert segir að
stærra húsnæði bjóði upp á aukið
vöruval og nýja vöruflokka.
Hann vill hins vegar á þessu stigi
ekki upplýsa hvað þar .sé á ferð-
inni.
„Þetta er auðvitað stór biti, en
ég hef hingað til farið þetta á
bjartsýninni og ég vona að það
haldi áfram,“ sagði Róbert.
Auk verslunar verður Radíó-
naust með verkstæði í nýja hús-
næðinu við Geislagötu. óþh
reglur um beinan fjárstuðning
skuli gilda þó að stofnuð verði fé-
lög um íþróttagreinar sem falla
undir Völsung í dag.
Einar sagði að allir væru sam-
mála um mikilvægi þess æsku-
lýðs- og félagsstarfs sem unnið
hefði verið að hálfu Völsungs, en
telja yrði að nokkuð myndarlega
væri gert við félagiö með.þessum
fjárstuðningi. Meginstuðningur
bæjarins við félagið hefði falist í
það hefði 1100 tíma afnot af
íþróttahöllinni á ári og sá stuðn-
ingur héldist óbreyttur. Um
umtalsverðar upphæðir væri að
ræða sem bærinn þyrfti að greiða
af þessum fjárskuldbindingum
fyrstu árin og því mætti segja að
hann hefði tekið jákvætt í málin
en væri ekki að knýja fram nauð-
ungarsammnga. Völsungar gætu
Iðgjaldagrciðslur á Norður-
landi námu á síðasta ári 1300-
2000 milljónum króna. Þar af
voru iðgjaldagreiðslur vegna
félagsmanna í ASÍ um 1000
milljónir. Iðgjaldagreiðslur til
lífeyrissjóða sem hafa aðsetur
á Norðurlandi voru hins vegar
um 630 milljónir króna á árinu
1989, þar af tæplega 560 millj-
ónir til sjóða á samningssviði
ASÍ.
hana er runninn út.
Umsækjendur eru Guðni Þor-
valdsson, doktor í jarðræktar-
fræðum og starfsmaður Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins,
Helgi Sigfússon, starfsmaður
Kjörlands, með búfræðimenntun
frá Hvanneyri og framhalds-
menntun í loðdýrarækt, Stefán
Magnússon, bústjóri á Möðru-
völlum, með menntun í landbún-
aðarfræðum frá Noregi og Þór-
oddur Sveinsson, starfsmaður á
Rannsóknastöð landbúnaðarins
með framhaldsmenntun í jarð-
rækt frá Bandaríkjunum.
Að sögn Þorsteins Tómasson-
ar, forstjóra RALA, verður tekin
ákvörðun um ráðningu tilrauna-
stjóra í stað Jóhannesar Sigvalda-
sonar innan fárra daga. Stjórn
RALA hefur þegar fjallað um
umsóknirnar, en svokölluð stað-
arstjórn á Möðruvöllum mun
ræða um þær áður en endanleg
ákvörðun verður tekin um hver
verði næsti tilraunastjóri á
Möðruvöllum. óþh
gengið til þessa samstarfs með
fullri reisn frjálsra félagasamtaka
sem vildu takast á við málin af
djörfung og dug.
Flestir bæjarfulltrúar tóku til
máls um tillöguna og virtust sam-
mála um að sem allra fyrst þyrfti
að komast á eðlileg starfsemi í
félaginu, eins og Bjarni Aðal-
geirsson orðaði það. Stefán Har-
aldsson sagði að segja mætti að
félagið væri bæði fjárhagslega og
félagslega gjaldþrota, en félags-
legi þátturinn lagaðist væntan-
lega í leiðinni þegar fjármálunum
yrði komið í lag. Stefán sagði
þetta alvarlegt mál þar sem
skuldir félagsins næmu alls um 10
milljónum króna.
Nokkrir félagar í Völsungi
fylgdust með umræðum í bæjar-
stjórn um málefni félagsins. IM
Þessar upplýsingar koma
fram í skýrslu lífeyrisnefndar
Alþýðusambands Norðurlands
sem skilaði samantekt sinni á
aukaþingi sambandsins um síð-
ustu helgi. Þar er tekið fram að
erfitt sé að áætla heildariðgjöld á
þessu svæði á þessu tímabili Qg
því sé hér einungis um grófa
mynd að ræða.
Nú hefur því verið beint til
aðildarfélaga Alþýðusambands
Norðurlands að samþykkja stofn-
un lífeyrissjóðs fyrir Norðurland
er taki til allra launamanna sem
starfi á samningssviði ASÍ. Eins
og áður segir skiluðu ASÍ-félags-
menn um 560 milljónum til líf-
eyrissjóða á Norðurlandi á síð-
asta ári en að baki þessum
greiðslum stóð aðeins röskur
helmingur félagsmanna innan
ASÍ á Norðurlandi. Því má
reikna með að um 450-500 millj-
ónir króna af iðgjöldum hafi ver-
ið greiddar á síðasta ári til sjóða á
höfuðborgarsvæðinu vegna ASÍ
félaga í starfi á Norðurlandi.
JÓH
Akureyri:
Bflastæðaþrengsli
við Hagkaup
Umræður urðu í bæjarstjórn
Akureyrar í gær vegna híla-
stæðaþrengsla og hættuástands
af þeim sökum við verslun
Hagkaups við Norðurgötu.
Þeir bæjarfulltrúar sem tóku til
máls töldu nauðsynlegt að gera
ráðstafanir til að bæta ástandið
við Hagkaup, en fyrir skömmu
fór fyrirtækið þess á leit að fá að
stækka bílastæði sitt og flytja
Hjalteyrargötu. Formaður bygg-
inganefndar sagði að þá fram-
kvæmd yrði Hagkaup að greiða
fyrir, ef af yrði. EHB
Akureyri:
Radíónaust hefur fest kaup
á Iðnaðarbankahúsnæðinu
Möðruvellir í Hörgárdal:
Fjórir sóttu um
stöðu tilraunastjóra
Lífeyrissj óðir á Norðurlandi:
Iðgjaldagreiðslur um 630
milljónir á síðasta ári