Dagur - 10.11.1990, Síða 17

Dagur - 10.11.1990, Síða 17
Laugardagur 10. nóvember 1990 - DAGUR - 17 efst í huga Ríkisvaldið verðurað breyta forgangsröð verkefna Þaö sem mér er efst í huga þessa dag- ana er framtíð bæjarins okkar, Akureyr- ar. Bærinn okkar stendur nú á nokkrum tímamótum hvaö framtíöarmöguleika varðar, Hvort hann og raunar allt Eyja- fjaröarsvæöiö veröur í framtíðinni þaö mótvægi viö útþensluna á Reykjavíkur- svæðinu sem vonast er til og aö hefur veriö stefnt undanfarna áratugi, kemur í Ijós á næstu mánuðum. Það gefur auga leið aö bygging álvers á Keilisnesi og virkjanir á Fljótsdal og syöra hafa neikvæð áhrif á uppbygg- ingu á Eyjafjarðarsvæðinu. Akureyringar og Eyfiröingar mega þó ekki láta deigan síga og fyllaét mjkilli svartsýni. Við verð- um nú eins og ávaílt áöur aö treysta á okkur sjálf og standa þétt saman um þau atvinnufyrirtæki sem fyrir eru á svæðinu. Viö megúm ekkert' rhissa, en verðum aö hafa úti allar klær tíl að laða til okkar ný fyrirtæ^þ senp eru'aö hásla sér völl. Ég held því alveg hiklaust fram aö knýja beri stérklega :á ríkisvaldiö til aö þaö stuðli aö því aö forgangsröð verk- efna veröi breytt strax á árinu 1992 og verkefnum hins opinbera í uppbyggingu húsnæöis veröi beint til þeirra svæöa sem einskis njóta í sambandi viö upp- byggingu stóriöju á íslandi. Þaö sjá allir sæmilega skýrir menn aö þensla veröur á vissum svæöum á landinu vegna stór- iðjuframkvæmdanna. Þess vegna er það beinlínis skylda ríkisvaldsins aö sam- dráttur opinberra framkvæmda, sem boðaður hefur veriö, veröi á Reykjavík- ursvæðinu meöan á uppbyggingu álvers og virkjana stendur. Á þaö hefur veriö bent að stórátaks er þörf í byggingu húsnæöis fyrir Mennta- skólann og Háskólann á Akureyri, einnig er langt í land með stækkun Fjóröungs- sjúkrahússins sem ákveöin var fyrir löngu, þó aö vissulega hafi mikið áunnist hjá F.S.A. og sú stofnun sé aö mörgu leyti til fyrirmyndar, ekki síst meö tilkomu hinnar nýju röntgendeildar. Margoft hef- ur veriö bent á þann möguleika aö flytja ríkisstarfsemi út á land, eöa í það minnstá aö nýjar stofnanir veröi stað- settar á landsbyggöinni. Sorglega lítiö hefur þó áunnist í þeim efnum. Þaö er vissulega alveg óumflýjanlegt fyrir Akureyrarbæ aö rrióta ákveðna stefnu alveg á næstunni um framtiðar- skipulag húsnæöismála hjá bænum og stofnunum hans. Ef þetta gengur eftir, sem ég hef nú nefnt, tel ég aö næg vinna fyrir byggingariðnaðarmenn veröi á heimaslóðum og þeir þurfi ekki aö flengj- ast um landið þvert og endilangt eins og farandverkamenn næstu árin. Þaö er því nauösynlegt fyrir okkur á Eyjafjaröar- svæöinu aö standa þétt saman á næst- unni, því „heima er best.“ Svavar Ottesen. í kýrhausnum — gamansögur, sannar og uppdiktaðar Endurheimt handrit William Allen White (1868-1944) var þekktur bandarískur blaða- maður og rithöfundur. Hann var lengi ritstjóri tímaritsins Empor- ia Gazette og þá þurfti hann því nær daglega að endursenda hand- rit að sögum sem ýmsir byrjendur í rithöfundarstarfinu voru að senda til birtingar. Eitt sinn fékk White eftirfar- andi bréf frá konu sem reynt hafði án árangurs að fá birta eftir sig sögu: - Herra minn! í síðustu viku endursenduð þér mér frumsamið handrit mitt að sögu. Ég veit að þér hafið ekki lesið hana því að ég hafði i tilraunaskyni límt sam- an blaðsíðurnar 18, 19 og 20. Þær voru enn límdar saman er ég fékk handritið aftur. Ég hef þannig kornist að því að þér eruð svika- hrappur sem endursendið handrit án þess að hafa lesið þau. White svaraði á þessa leið: - Kæra frú! Þegar ég brýt skurnið af egginu mínu á morgn- ana þá þarf ég ekki að éta það allt til þess að komast að því hvort það er ætt eða ekki. Gamla frænkan Noel Coward, enski rithöfundur- inn, tónskáldið og leikarinn, full- yrti eitt sinn að „fína fólkið" í veislunum tæki aldrei eftir því hvað sagt væri við það og það jafnvel þótt rætt væri við það einslega. Hann gerði einu sinni tilraun til þess að sanna þessa fullyrð- ingu sína. Hann var boðinn í veislu, kom of seint og tók að afsaka sig við frúna: - Mér þykir það mjög leitt, en ég neyddist því miður til þess að lúberja hana frænku mína gömlu og það tók lengri tíma en ég hafði búist við... - Kæri vinur, það gerir nú sannarlega ekki neitt til, sagði frúin og þrýsti hönd hans inni- lega. Það var aðalatriðið að þér skylduð geta komið. AUt hitt Ung stúlka hringdi eitt sinn til hins fræga bandaríska rithöfund- ar, Ernest Hemingway, og spurði hvort hún gæti ekki komist að sem einkaritari hans. - Ég er ntjög vel að mér í vél- ritun og hraðritun, sagði hún. Ég er sannfærð um að ég get með prýði annast það sem skrifa þarf. Útlit mitt er eins fullkomið og verða má og ég er líka reiðubúin að gera allt hitt, yður til fullkom- innar ánægju. Og þegar ég segi „allt hitt“ þá meina ég það, sagði hún að lokum. - Ég hef þegar ágætan einka- ritara sem sér um allar inínar skriftir, svaraði Hemingway. Allt hitt sér konan mín um. Og þegar ég segi „allt hitt“ þá á ég við það sama og þér. Lék á Mark Twain Bandaríski málafærslumaðurinn Chaucey Depew (1834-1928) var frægur fyrir snjallar veisluræður og eitt sinn náði hann sér niðri á sjálfum Mark Twain. Þeir höfðu báðir verið ráðnir til þess að halda ræður við borðhald í veislu einni. Mark Twain hélt sína ræðu fyrst og hún var auðvitað bráð- skemmtileg og vakti mikinn hlátur. Er röðin kom að Depew stóð hann upp úr sæti sínu og ávarpaði samsætið: - Herra veislustjóri, herrar mínir og frúr. Áður en þessi veisla hófst þá sömdum við Mark Twain unt það að skipta á ræðum. Hann var nú að enda við að halda mína ræðu og ég er yður mjög þakklátur fyrir það hve vel þér tókuð henni. En því miður hef ég þá miklu sorgarsögu að segja að ég er búinn að týna blöð- unum sem hann hafði skrifað sína ræðu á og man ekkert af því sem hann ætlaði að segja. Samningsgrundvöllurinn Áðurnefndur Depew var repú- blikani og eitt sinn í kosningabar- áttu kom andstæðingur hans með þá tillögu að þeir skyldu semja um að nota engan ótuktarskap í ræðum sínum. - Afbragðs hugmynd, varð Depew strax að orði. Ég skal segja yður hvað ég skal gera. Ef þér lofið því að ljúga cngu upp á repúblikana þá skal ég algerlega sleppa því að segja sannleikann um demókrata. SS tók saman Háskólinn á Akureyri Opinn fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 10. nóvember 1990 kl. 14.00. Efni: íslensk tunga á því herrans ári 1990. Fyrirlesari: Dr. Kristján Árnason dósent í íslenskri málfræöi við Háskóla íslands og formaður fslenskrar málnefndar. Staður: Húsnæði Háskólans við Þingvallastræti. Stofa 24. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. HÁSKÓLINN Á AKUREYRI. Færeyingar á Akureyri og nágrenni Upptaka á jólakveðjum fer fram í útvarpshúsinu við Fjölnisgötu laugardaginn 24. nóvember kl. 13.00. Þeir sem eiga vini og venslafólk í Færeyjum eru velkomnir með. Uppl. í símum 22684 og 23058 á kvöldin. Menntamálaráðuneytið Laus staða Lektorsstaða í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og náms- feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 10. desember nk. Menntamálaráðuneytið, 8. nóvember 1990. — AKUREYRARB/CR Körfugerð Námskeið í körfugerð hefst miðvikud. 21. nóv. kl. 20.00 í Félagsmiðstöðinni Lundaskóla (einnig fyrir fullorðna). Innritun í síma 22722. íþrótta- og tómstundaráð. rl/ÍN uið HRftFNRGIH, Um helgina í Vín Kaffihlaðborð sunnudag

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.