Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 10. nóvember 1990 Friður - kær- leikur - lækning - ný bók um sjálfslækningu Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina Friður, kær- leikur, lækning eftir bandaríska skurðlækninn Bernie S. Siegeh Hann hefur unnið einstætt braut- ryðjendastarf til stuðnings sjúkl- ingum og fólki sem styrkja vill mótstöðuafl sitt gegn sjúicdóm- um. Fyrir tveimur árum gaf FORLAGIÐ út bók hans, kær- leikur, lækningar, kraftaverk, og vakti hún mikla athvgli. Pessi nýja bók fjaílar um sjálfs- lækningu, þann hæfileika sem okkur er gefinn og læknisfræðin hefur allt of lengi vanrækt. Bern- ie Siegel hvetur menn ekki til að snúa baki við læknastéttinni, en hann trúir því ekki að treysta megi á hana eina, heldur telur hann að áhrif kærleikans á líkam- ann séu ótvíræð. Þeir sem eru í sterku andlegu jafnvægi og til- einka sér jákvætt hugarfar eru langtum hæfari en aðrir til að mæta sjúkdómum. I kynningu FORLAGSINS segir m.a.: „I þessari bók er fólg- inn dýrmætur lykill - sjálfur lyk- illinn að góðri heilsu og vellíðan. Hér sést hvað læra má af því fólki sem þroskað hefur eiginleika sinn til sjálfslækningar. Hvort sem menn þjást af krabbameini, hjarta- sjúkdómum, sykursýki, alnæmi eða einhverju öðru - leiðin til sjálfslækningar er sú sama.“ Friður, kærleikur, lækning er 262 bls. Helga Guðmundsdóttir þýddi. AUK hf./Magnús Jónsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Bókaútgáfan FÖRLAGIÐ hefur gefið út skáldsöguna Meðan nótt- in líður eftir Fríðu Á. Sigurðar- dóttur. Þetta er þriðja skáldsaga hennar, en fyrir fjórum árum sendi hún frá sér skáldsöguna Eins og hafið og hlaut fyrir hana mikið lof lesenda og gagnrýn- enda. Söguhetja þessarar bókar er Nína, glæsileg og sjálfsörugg nútímakona - að því er virðist. Hún situr við rúm deyjandi móð- ur sinnar. En á meðan nóttin líð- ur vakna spurningar og efasemdir um eigið öryggi. Gamlar svip- myndir birtast, í hugskoti Nínu stíga kynslóðirnar fram hver eftir aðra og segja sögu sína. í kynningu FORLAGSINS segir m.a.: „Aldrei hefur innsæi og stílgáfa Fríðu Á. Sigurðar- dóttur risið hærra en í þessari sögu. Hér er spurt spurninga um valið og viljann. Á maðurinn sér Leigubíll í viðskiptaferð... láttu okkur aka fyrír 8unnan Leigubílstjórar á höfuðborgarsvæðinu bjóða fyrírtækjum og öðrum útí á landi þjónustu sem sparar bæði tíma, fé og fyrírhöfn. Nú er það úr sögunni að þú þurfir að tefja þig á því að reyna að finna bílastæði í borginni. að hafa vasana þunga af skiptimynd í stöðumæla. að taka bílaleigubíl, eyða dýrmætum tíma þínum í skriffinnsku og taka á þig ábyrgð vegna ökutækisins á slóðum þar sem þú ert óvanur að aka. að hafa áhyggjur af að rata ekki. að tefja á biðstöðvum og í strætisvögnum. að notast við marga leigubíla sama daginn sem er bæði óhagkvæmt og fyrirhafnarsamt. að láta málin bíða. Nú hríngirðu í einhveija af Ieignbílastöðvunum á höfuðborgarsvæðinu og biður um leigubíl í viðskiptaferð. Sparaðu þér og fyrirtækinu bæði tíma, fé og fyrirhöfn. Nýttu þér þjónustu leigubílastöðvanna á höfuðborgarsvæðinu. Sími Telefax BÆJARLEIÐIR 33500 .... 685323 BSR .611720... .... 617070 BORGARBÍLL .... 22440 HREYFILL .685522... .... 685013 BSH .... 51660 eitthvert val? Er nokkurn tíma hægt að velja „rétt“? Þetta var áleitinn og miskunnarlaus skáld- skapur um fólk nútímans - harm þess og eftirsjá, vit þesss og' vonir.“ Meðan nóttin líður er 194 bls. Auk hf./Magnús Jónsson hann- aði kápu. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Vetrarstarf Kammer- hljómsveitar Akureyrar Fyrirhugað er að Kammer- hljómsveit Akureyrar haldi fímm tónleika á þessum vetri. Tvennir verða haldnir fyrir jól og þrennir eftir jól. Einnig mun hljómsveitin halda tón- leika í nágrannbyggðunum. Á fyrstu tónleikunum í Sam- komuhúsinu á Akureyri, sunnu- daginn 11. nóvember kl. 17, verður flutt „Saga dátans" og „Pulcinella svítan" eftir Stravin- sky ásamt konsert fyrir hljóm- sveit og ásláttarhljóðfæri eftir franska tónskáldið Milhaud. Hljómsveitarstjóri er Roar Kvam. Af öðrum tónleikum vetrarins má nefna „Vínartónleika“ í febrúar, Mozarttónleika í apríl, þar sem 200. ártíðar tónskáldsins verður minnst. f júní verða 100 ár liðin frá fæðingu Björgvins Guðmundssonar og af því tilefni flytur hljómsveitin ásamt kór og einsöngvurum ' söngdrápuna „Strengleika“, sem stjórnandi hljómsveitarinnar á þeim tónleik- um, Roar Kvam, hefur nýlega fært í hljómsveitarbúning. Síðan Kammerhljómsveit Akureyrar háði frumraun sína með tónleikuni á Akureyri 1986 hefur hljómsveitin náð aukinni færni og vinsældum og tryggt sér fastari sess í norðlensku tónlistar- lífi. Á sl. vetri hélt hljómsveitin ferna tónleika. Fjölsóttustu tón- leikar hljómsveitarinnar voru í febrúar, en þá hlýddu 600 áheyr- endur á flutning hljómsveitarinn- ar á „Vínartónlist“. Nýstárleg- ustu tónleikarnir voru þegar hljómsveitin lék í Akureyrar- kirkju í apríl undir stjórn Hafliða Hallgrímssonar og frumflutti m.a. tónverk sem Hafliði hafði þá nýverið samið á Akureyri. Allt að 50 manns skipa hljóm- sveitina. (Fréttatilkynning) Láttu okkur þvo, þurrka og bóna bílinn Verð frá kr. 400,- Þvottastöðin Veganesti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.