Dagur - 23.11.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. nóvember 1990 - DAGUR - 15
Völsungurinn Eyrún Sveinsdóttir ver hér frá Birnu Kristjánsdóttur. Sigurhanna Sigfúsdóttir fylgist vel með öllu.
Mynd: Golli
Blak, 1. deild kvenna:
Völsungssigur á Akureyri
Völsungur sótti tvö mikilvæg
stig til Akureyrar þegar liðið
mætti KA í 1. deild kvenna í
blaki sl. miðvikudagskvöld.
Lokatölurnar urðu 2:3 í
skemmtilegum baráttuleik.
Völsungar höfðu nokkra yfir-
burði í tveimur fyrstu hrinunum
og unnu þær 15:6 og 15:7. Pá lifn-
aði yfir KA-liðinu og það náði að
jafna með miklu harðfylgi, 15:10
og 15:12. En það dugði ekki til,
Völsungar náðu undirtökunum í
úrslitahrinunni og knúðu fram
sigur, 15:12.
Völsungsliðið er sterkt og virð-
ist hafa alla burði til að geta náð
langt. Liðið var jafnt í þessum
leik en mest bar á Ásdísi Jóns-
dóttur sem átti mörg góð smöss
og varði vel í hávörninni.
Körfuknattleikur yngri flokka:
Ágætt hjá
Drengjaflokkur Tindastóls í
körfu og 8. flokkur komust
upp í a-riðil sinna flokka með
sigrum í fjölliðamótum helgina
10.-11. nóvember sl.
Drengjaflokkurinn keppti á
Akureyri við lið Vals, Njarðvík-
ur, Lauga, Keflavíkur og Akur-
eyrar og sigraði í öllum sínum
fimm leikjum.
Tindastól
8. flokkurinn keppti í íslands-
móti í Stykkishólmi í b-riðli gegn
ÍR og Snæfelli og sigraði í báðum
leikjunum og mun því leika í a-
riðli næst.
Unglingaflokkur kvenna hafn-
aði í öðru sæti í Islandsmóti í
Borgarnesi þar sem lið Tindastóls
atti kappi við ÍA, ÍBK, Skalla-
grím, KR og Hauka. SBG
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Elmar áfram
- skorar á Eirík Eiríksson
Elmar Eiríksson tekur nú við af Brynjari Davíðssyni eftir 8:5 sig-
ur í síðustu viku. Elmar skorar á föður sinn, Eirík Eiríksson,
sem er flestum hnútum kunnugur í knattspyrnunni en hann stóð
um tíma í marki Þórsara sem og Reynis frá Árskógsströnd.
Leikur vikunnar í beinni útsendingu hjá Sjónvarpinu er viður-
eign Luton Town og Aston Villa sem háður verður á Kenilworth
Road í Luton. [ báðum þessum liðum leika danskir landsliðs-
menn, þeir Lars Elstrup hjá Luton og Kent Nielsen hjá Aston
Villa. Frægasti leikmaður þessara liða er þó eflaust David Platt
hjá Aston Villa sem sló eftirminnilega í gegn á HM á Ítalíu í
sumar með enska landsliðinu.
Elmar:
Coventry-Leeds X
Derby-Nott. Forest 2
Liverpool-Man. City 1
Luton-Aston Villa 2
Q.P.R.-Arsenal 2
Sheff. Utd.-Sunderland X
Southampton-Crystal Palace 1
Tottenham-Norwich 1
Wimbledon-Everton 2
Barnsley-Wolves 1
Bristol Rovers-Oldham X
W.B.A.-Sheff. Wed. 1
Eiríkur:
Coventry-Leeds 2
Derby-Nott. Forest 2
Liverpool-Man. City 1
Luton-Aston Villa X
Q.P.R.-Arsenal 2
Sheff. Utd.-Sunderland 1
Southampton-Crystal Palace X
Tottenham-Norwich 1
Wimbledon-Everton 2
Barnsley-Wolves ’ X
Bristol Rovers-Oldham 2
W.B.A.-Sheff. Wed. X
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
KA-liðið byrjaði illa en reif sig
upp og spilaði mjög vel í 3. og 4.
hrinu. Birgitta Guðjónsdóttir var
að venju sterk og Sigurhanna Sig-
fúsdóttir lék einnig vel.
Blak
1. deild kvenna
KA-Völsungur 2:3
HK-ÍS 1:3
Víkingur 7 7-0 21: 2 14
UBK 7 6-1 19: 7 12
Völsungur 8 6-2 19:10 12
ÍS 8 4-4 14:15 8
KA 8 3-515:17 6
Þróttur N. 10 2-8 12:26 4
HK 8 0-8 1:24 0
íþróttir
KNATTSPYRNA
Coca-Cola mót í innanhússknatt-
spyrnu verður haldið í íþróttahöllinni
á Akureyri um helgina. Keppni hefst
kl. 20.15 í kvöld og lýkur um kl. 19
annað kvöld.
SNÓKER
Pepsi-tvímenningur fer fram á Bill-
iardstofunni í Kaupvangsstræti.
Keppni hefst kl. 10 í fyrramálið.
BLAK
KA-liðin halda suður um helgina. Á
inorgun leika bæði liðin við ÍS og
hefst leikur karlanna kl. 14.30 og
kvennaleikurinn strax á eftir. A
sunnudag leika karlarnir kl. 14 við
Þrótt en konurnar við UBK kl. 17.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Tindastóll og Þór eiga bæði útileiki
um helgina, Tindastóll í Grindavík og
Þór í Keflavík. Báðir leikirnir fara
fram á sunnudagskvöldið kl. 20.
LYFTINGAR
Bikarmót KRAFT verður haldið í
íþróttahúsi Víðistaðaskóla í Hafnar-
firði á morgun. 30 keppendur eru
skráðir til leiks, þ.á m. nokkrir Akur-
eyringar. Keppni í léttari flokkum
hefst kl. 12 og í þyngri flokkum kl.
14.
Frá unglingamótinu í Gilinu. Sigurvegarinn, Júlíus Björnsson, býr sig undir
að Stuða. Mynd: JHB
Snóker:
Zophonías og Júlíus
unnu um síðustu helgi
Tvö snókermót voru haldin á
Akureyri um síðustu helgi. í
Gilinu var unglingamót en á
Billiardinum var úrtökumót
fyrir bæjakeppni við Keflavík
sem fram fer í desember.
Sigurvegari á unglingamótinu
varð Júlíus Arnar Björnsson,
Sigurpáll Sveinsson varð annar
og Ingólfur Áskelsson þriðji.
Keppendur voru 13 talsins og var
sá elsti 17 ára gamall.
Zophonías Árnason sigraði á
úrtökumótinu, Ófeigur Marinós-
son varð annar, Ingólfur Valdi-
marsson þriðji og Vilhelm Ottesen
fjórði. Þeir verða allir í liðinu
gegn Keflvíkingum ásamt Sigurði
Oddi Sigurðssyni, Sigurjóni
Sveinssyni, Jóni Einari Jóhanns-
syni og Ásgeiri Ólafssyni.
Á morgun verður mót á Billi-
ardinum sem kallast Pepsi-tví-
menningur. Tveir og tveir leika
saman í liði og stuða þeir til
skiptis. Mótið hefst kl. 10.
mótið í innanhússknattspyrnu
23. og 24. nóv. 1990
í Höllinni, Akureyri
A) Riðill
G.N.Úrval
S.M.
Magni
KA b
Æsir
B) Riðill
KA a
Þór b
UMSE b
H.A.
C) Riðill
Þór a
Dalvík
Leiftur
Hvöt
Föstudagur
20.15 GNU-S.M.
20.35 Magni-KA b
20.55 Æsir-GNÚ
21.15 S.M.-Magni
21.35 KAb-Æsir
21.55 GNÚ-Magni
22.15 S.M.-KA b
22.35 Magni-Æsir
22.55 KAb-GNÚ
23.15 Æsir-S.M.
Laugardagur
12.15 KA a-UMSE b
12.35 Þórb-H.A.
12.55 Þór a-Hvöt
13.15 Dalvík-Leiftur
13.35 KAa-Þórb
13.55 UMSEb-H.A.
14.15 Þór a-Dalvík
14.35 Hvöt-Leiftur
14.55 KAa-H.A.
15.15 UMSE b-Þór b
15.35 Þór a-Leiftur
15.55 Dalvík-Hvöt
16.15 Undanúrslit 1
16.35 Undanúrslit 2
16.55 Undanúrslit 3
17.15 Undanúrslit 4
17.35 Undanúrslit 5
17.55 Undanúrslit 6
18.15 Úrslit 3.-4. sæti
18.35 Úrslit 1.-2. sæti
Komið og sjáið nokkra af bestu knattspyrnumönnum
landsins.