Dagur - 23.11.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 23.11.1990, Blaðsíða 6
hvað er að gerast M . K' t <*+\ j TOLVU P A P P í R LJÓSRITUNAR PAPPí R FAX P A P P í R SÉRPRENTUN Á TÖLVUPAPPÍR LAUNASEÐLAR ALLAR TÉGUNdTr DAGBÆKUR MEÐ NAFNI FYRIRTÆKIS I J I I 24166 & 2 42 22 STRANDGÖTU 31 • AKUREYRI • FAX 27639 SÖLUUMBOÐ f Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari og Viiberg Viggósson píanóleikari verða með tónleika í sal Tónlistarskólans á Akureyri nk. sunnudag kl. 17. Tónlistarskólinn á Akureyri: Fagott- og píanótón- leikar á sunnudaginn Næstkomandi sunnudag, 25. nóvember kl. 17, verða haldnir tónleikar í sal Tónlistarskólans á Akureyri. Fram koma Hafsteinn Guðmundsson, fagottleikari og Vilberg Viggósson, píanóleikari. Auk þeirra kemur Dagbjört Ing- ólfsdóttir, fagottleikari, fram í einu verkanna. Á efnisskránni verða verk fyrir fagott og píanó eftir Vivaldi, Bozza, Elgar og Hurlstone. Hafsteinn Guðmundsson hefur verið starfandi hér sem fagott- leikari síðastliðin 20 ár og er nú fyrsti fagottleikari Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Harin hefur verið meðlimur í Blásarakvintett Reykjavíkur frá upphafi og kom- ið fram með ýmsum kammer- músíkhópum. Eínnig hefur hann komið fram sem einleikari. Vilberg Viggósson er ísfirðing- ur og stundaði nám í Tónlistar- skólanum á ísafirði, hjá Ragnari H. Ragnar og í Reykjavík, hjá Halldóri Haraldssyni, þar sem hann lauk burtfararprófi 1982. Árið 1983-1984 var hann í einka- tímum í Köln hjá rússneska píanóleikaranum Pavel Gililov. Haustið 1984 hóf hann nám við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og tók þaðan loka- próf vorið 1989. Kennari hans þar var hollenski píanóleikarinn Willem Brons. Vilberg starfar nú sem píanó- leikari við Tónlistarskóla Njarð- víkur og einnig sem píanóleikari við söngdeild Tónlistarskóla Garðabæjar. Benni, Gúddi og Manni: Síðasta sýning Aukasýning verður á Leikritinu um Benna, Gúdda og Manna hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Áformað var að Ijúka sýningum um síðustu helgi en aðsókn var það góð að ákveðið var að bjóða upp á þessa aukasýningu. Þetta er allra síðasta sýning á leikrit- inu. Eftir að sýningum á þessu fyrsta verki Jóhanns Ævars Jak- obssonar lýkur verður Ættarmót- ið eftir Böðvar Guðmundsson sett á svið, en æfingar á þessum ærslaleik hafa nú staðið yfir í nokkurn tíma. Ættarmótið verð- ur jólaleikrit Leikfélags Akureyr- ar. Tónlistarskólinn á Akureyri: HómMður og Juliet Faulkner með tónleika - á morgun á sal skólans kl. 16 Hólmfríður Benediktsdóttir syngur íslensk og erlend sönglög, lög úr bandarískum söngleikjum og ópcru- aríur eftir Puccini við undirleik Juliet Faulkner. Hólmfríður Benediktsdóttir, sópran, og Juliet Faulkner, píanó- leikari, halda tónleika á sal Tón- listarskólans á Akureyri á morg- un, laugardaginn 24. nóvember kl. 16. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög, lög úr banda- rískum söngleikjum og óperu- aríur eftir Puccini. Hólmfríður Benediktsdóttir lauk mastersnámi í einsöng frá Indiana University í Blooming- ton nú í sumar og er nú starfandi söngkennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Juliet Faulkner nam píanóleik við Royal Academy of Music í London og er nú kennari við tónlistardeild Hafralækjarskóla í Aðaldal.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.