Dagur


Dagur - 30.11.1990, Qupperneq 16

Dagur - 30.11.1990, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 30. nóvember 1990 v .^AlS// O. <T Starfsmannafélög - Klúbbar Haldið jólafagnaðinn í elsta húsi bæjarins, Laxdalshúsi I Í3J / • Allar uppl. veita Hallgrímur og Stefán í síma 21818. Hámundarstaðaháls: Bíll ónýtur eltir veltu Brýnt að bæta húsakost Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri: „Eldra fólk liggur hér á ýmsuni deildum við gjörsamlega óviðunandi aðstæður“ Bygginganefnd Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri legg- ur til að byggð verði ný 4000 fermetra álma við sjúkrahúsið, barnadeildin verði stækkuð og byggt verði við hjúkrunar- deildina Sel. Nefndin hefur skilað skýrslu um hvað gera þarf í húsnæðismálum sjúkra- hússins þannig að það geti sinnt hlutverki sínu næstu 15 árin. Áætlanir eru m.a. byggð- ar á mannfjöldaspá Byggða- stofnunar og úttekt sem gerð var á stöðu einstakra deilda innan FSA. Að sögn Inga Björnssonar, framkvæmdastjóra FSA, eru meginniðurstöður úttektar á ein- stökum deildum þær að legu- deildir spítalans búa við afskap- lega bágborna aðstöðu. Þær eru í gamla húsinu og hafa ekki tekið neinum breytingum síðan 1953. „Tillögurnar ganga fyrst og fremst út á það að bæta legu- deildaraðstöðuna en rannsókna- aðstaða spítalans er hins vegar nokkuð góð. Brýnasta verkefnið er eflaust að finna lausn fyrir hjúkrunarsjúklinga í röðum eldra fólks sem liggja hér á ýmsum deildum við gjörsamlega óviðun- andi aðstæður," sagði Ingi. Hann sagði ýmis önnur verk- efni aðkallandi á sjúkrahúsinu. Enn vantar upp á að frágangi sé lokið í nýju byggingunni og er verið að þrýsta á fjárveitinga- valdið um úrbætur. Þetta er dæmi upp á tugi milljóna. Varðandi starfsmannahald sagði hann að allar læknisstöður sem heimildir eru fyrir væru mannaðar og yfir 90% af heimil- uðum stöðum hjúkrunarfræð- inga. Það er því ekki hægt að tala um skort á fagmenntuðu starfs- fólki en á hinn bóginn hafa sumar deildir sýnt fram á þörf fyrir fleiri stöðuheimildir, en þær hafa ekki fengist. „Það er alltaf verið að tala um að hér þurfi að skapa störf. Störf- in skapast helst í þjónustu og opinber þjónusta eykst langmest, en uppbyggingin er nær eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Pað hlýt- ur að vera liður í byggðastefnu að koma þessum opinberu störfum Höfði á Húsavík: út á land og ef vilji reynist fyrir því að veita fjármagni til spítal- ans þá er þörfin vissulega fyrir hendi. Bæði starfsfólk og sjúkl- ingar búa við óviðunandi aðstæð- ur á ýmsum deildum og það er brýnt að bæta úr því. Auk þess hefur sjúkrahúsið í vissum grein- um ekki getað sinnt eftirspurn- inni á sínu þjónustusvæði þannig að sjúklingár hafa þurft að leita til Reykjavíkur," sagði Ingi. SS veiðitogara. Togarinn heitir Killiit og er í eigu danskra aðila en er gerður út til rækjuveiða frá austurstönd Grænlands. Þráinn sagði að togarinn væri svipaður að stærð og Kolbeinsey ÞH 10, sem er 430 lestir. Þráinn vildi ekki gefa upp hve tilboð Höfða í togarann væri hátt en staðfesti að tii þess að kaupin gætu náð fram að ganga þyrfti Höfði bæði að kaupa ís- lenskt skip til úreldingar og selja togarann Júlíus Havsteen ÞH 1. „Þetta er ekki komið svo langt að maður viti hvort þetta gangi og það getur liðið talsverður tími þar til ljóst verður hvort þetta tekst,“ sagði Þráinn. IM Um klukkan hálf ellefu í gærmorgun fékk lögreglan á Dalvík tilkynningu um bfl- veltu á Hámundarstaða- hálsi. Bfll hafði farið út af veginum og oltið en ekki urðu slys á fólki. Að sögn lögreglu er bíllinn ónýtur eftir veltuna. Nokkuð rnargar bílveltur hafa orðið í grennd við Dalvík á undan- förnum vikuin. §§ Akureyri: Afgreiðslutími verslana lengdur Það styttist í jólin og jóla- verslunin fer senn á fulla ferð. Eins og komið hefur fram í Degi, hafa Kaup- mannafélag Akurcyrar og Kaupfélag Eyfirðinga gert samkomulag um samræmd- an afgreiðslutíma. Á morgun laugardag verða verslanir opnar frá kl. 10-16. Annars verður afgreiðslutími verslana til jóla utan venjulegs afgreiðslutíma sem hér segir: Laugardagur 1. des. kl. 10-16. Laugardagur 8. des. kl. 10-18. Laugardagur 15. des. kl. 10-22. Fimmtudagur 20. des. kl. 9-22. Föstudagur 21. des. kl. 9-22. Laugardagur 22. des. kl. 10-23. Mánudagur 24. des. kl. 9-12. Tilboð gert í grænlenskan rækjutogara „Það er raunverulega ekkert að frétta nema það að við gerðum þetta tilboð,“ sagði Þráinn Gunnarsson, skrif- stofumaður hjá Höfða hf. á Húsavík, og varðist flestra frétta af tilboði fyrirtækisins í sérbúinn grænlenskan rækju- Staða framkvæmdastjóra IE: Fjórtán umsóknir bárust Fjórtán umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar. Stjórn félagsins hefur þessar umsóknir nú til umfjöllunar. Kristján Þór Júlíusson, for- maður stjórnar Iðnþróunarfé- lagsins, sagðist vonast til að þetta mál skýrist í næstu viku. Rætt verði við nokkra umsækjendur og í framhaldi tekin ákvörðun um hverjum verði boðin staðan. Kristján sagði að nýr maður eigi að taka við starfinu um áramót eða sem fyrst á nýju ári. JÓH ÞAÐ ER AT.T.T HÉR.. BÆKUR RITFÖNG REKSTRARVÖRUR TIMARIT FERÐATÖSKUR GJAFAVÖRUR SKRIFSTOFUVÖRUR REIKNIVÉLAR TÖLVUR POSTKORT TÖLVULEIKIR SKRIFSTOFUHUSGÖGN LJOSRITUNARVELAR POSTFAXTÆKI SPIL VEGGMYNDIR HNATTLIKÖN SKJALATÖSKUR p SKOLAVÖRUR SKAKTOLVUR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.