Dagur - 04.12.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 04.12.1990, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 4. desember 1990 - DAGUR - 11 JólaSondurbœkurnar Sást nú i ollum bókabúðum og handíðabúðum. Lika Trölladeigið! Allt i Segurstu Utum. Hugmyndir - Snið • Verð aðeins kr. 1584 Sendum þær i póstkröfu, hvert sem er. Fjölvi, Njðrvasund 15 A, Siml 688-433 Gudmundur Bjartmarsson frá Sandi í Aðaldal við nokkur vcrka sinna á ljósmyndasýningunni í Safnahúsinu á Húsa- vík. Sýningin er opin frá 14-22 og henni lýkur miðvikudaginn 5. des. Mynd: im og allt skreytingaefni Jyrir aðventuna Úrval í gjafavöru. aupangi • Akureyri ar 24800 og 24830 Ugla sat á kvisti... - ný sögubók á léttu máli eftir Kristínu Steinsdóttur með myndum eftir Jean Posocco Hjá Námsgagnastofnun er komin út ný sögubók á léttu máli, svo- kölluö léttlestrarbók. Saga sú sem hér um ræðir, IJgla sat á kvisti..., er einkum ætluð börnum og unglingum á aldrinum 11-14 ára sem eigaerfitt nteð að lesa langan, samfelldan texta; að sjálfsögðu geta aðrir haft ánægju af lestri hennar. í umræðum sem tengjast ári læsis og lestri almennt hefur verið lögð mikil áhersla á nauðsyn þess að þessi lesendahópur eigi völ á lestr- arefni við sitt hæfi. Sagan fjallar um Heiðu og Báru sem eru að byrja í 8. bekk. Heiða er flutt úr sveitinni og er ný í bekknum. Hún þarf að tak- ast á við ýmis vandamái sem fylgja því að kynnast nýjum félögum. Sagan á erindi til allra barna og unglinga á fyrrnefndum aldri. Ugla sat á kvisti... er skrifuð á léttu og Ijósu máli, letur er greinilegt og línur stuttar. Öll fjögur heftin eru ríkulega mynd- skreytt og þess gætt að myndir styðji ávallt við textann. Sögunni er skipt í fjögur hefti, 27-40 bls. hverju. Þau nefnast Ugla sat á kvisti..., Atti börn og niissti..., Eitt, tvö, þrjú..., Og það varst þú! Heftin eru seld saman í fallegri öskju. Sagan kemur einnig út á hljóm- böndum til lestrarþjálfunar. Auk þess er fáanleg vinnubók með hverju hefti. Höfundur vinnu- bóka er Guðfinna Guðmunds- dóttir. Námsgagnastofnun ann- aðist útlit, umbrot og setningu. Ævisagahugmynda - HelgispjaJl Iðunn hefur gefið út nýja bók eft- ir Matthías Johannessen skáld og ritstjóra. Nefnist hún Ævisaga hugmynda - Helgispjall og inni- heldur hugrenningar höfundarins sem áður hafa birst á síðum Morgunblaðsins og kallast Helgi- spjall. í formála Heimis Pálssonar segir m.a.: „Það fer að sönnu ekki á milli ntála að hér heldur skáld á penna og nýtir sér út í æsar það frelsi sem esseyjan veit- ir. En um leið gerist skáldið sjá- andi og rýnandi, það sér sýnir og túlkar þær, ekki eins og vísinda- maður heldur eins og skáld. Þannig á það líka að vera og þess er full þörf. Þessi kaldgeðja efnis- hyggjuöld þarf einmitt öðrum öldum fremur á því að halda að skáldin haldi vöku sinni, hvessi skilning okkar og skerpi sýn okk- ar á hinn eilífa vanda. (...) Hvort sem lesendur þessarar bókar fall- ast á skoðanir höfundarins eða ekki geta þeir hrifist af inælsk- unni og hugarfluginu, glaðst við að fá að glíma við svo marksækna hugsun, svo skáldlega gáfu, fagn- að því að hafa í höndunt bók sem hægt er að fræðast af, gleðjast við, reiðast við en umfram allt nota til þess að aga hugsun, mál og mennsku. Það er mikilvæg bók.“ Stafabækur fyrir yngstu lesenduma í tilefni af ári læsis hafa nú tvö stafa-, mynda- og vísnakver fyrir yngstu lesendurna verið endur- prentuð. Fyrra kverið er Stafabók barn- anna með vísurn um stafrófið eft- ir Stefán Jónsson og nýjum teikn- ingum eftir Vasilin Stephanoff, hið síðara Stafa- og niyndabókin með vísum eftir Stefán Jónsson og teikningum eftir Atla Má. Bæði kverin eru prentuð í mis- munandi litum. Er allt efnið bæði líflegt, ljóðrænt og myndrænt og hver stafur fær sína sérstöku síðu. Kverin komu fyrst út á vegum Stafabókarútgáfunnar 1949 og 1950 en hafa verið ófáanleg síðan. Tár, bros og takkaskór - sjálfstætt framhald metsölubókar Fróði hf. hefur gefið út aðra skáldsögu Þorgrínts Þráinssonar, unglingasöguna Tár, bros og takkaskór, sem er sjálfstætt fram- hald metsölubókar hans frá síð- asta ári Með fiðring í tánum. Enn segir af ferðum Kidda og félaga hans. Knattspyrnan er sem fyrr aldrei langt undan en spenn- an nær yfirhöndinni þegar Kiddi verður vitni að því er slysavaldur stingur af frá slysstað. Kiddi veit að hann verður að grípa til sinna ráða. „Þorgrímur, sem er lands- kunnur knattspyrnukappi og rit- stjóri íþróttablaðsins, hefur eink- ar næmt auga fyrir hugarheimi unglingsins - hugsunum hans og þrám - og nýja bókin hans á vafa- laust eftir að hitta í mark,“ segir í kynningu Fróða hf. Tár, bros og takkaskór er 176 bls. Tónlistarskólinn á Akureyri: Píanódeild með tón- leika annað kvöld Píanódeild Tónlistarskólans á Akureyri efnir til tónleika ann- að kvöld, miðvikudagskvöldið 5. desember kl. 20, á sal skólans. Efnisskrá tónlcikanna verður fjölbreytt. Meðal annars verður boðið upp á verk eftir J.S.Bach, Bartok, Chopin og Grieg. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyf- ir. A AKUREYRI ALLA FIMMTUDAGA! Hi Vikulega að sunnan. “ Vörumóttaka í Reykjavík til kl. 16:00 á mánudögum. 5* Vörumóttaka á Akureyri til kl. 12:00 á fimmtudögum. ■■ Allar nánari upplýsingar hjá EIMSKIP Akureyri, sími 24131.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.