Dagur - 04.12.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 04.12.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 4. desember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFING/.RSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Bjargvætturiim Hjörieifur Pólitíkin er hin mesta ólíkindatík. Nú er sú ótrú- lega staða komin upp á þingi að einn svarnasti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins um langt árabil, Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi, virðist ætla að bjarga Sjálfstæðisflokknum úr þeirri úlfa- kreppu sem flokksforystan kom honum sjálfvilj- ug í. Það er almennt viðurkennt að sú ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins að fella bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar á BHMR hafi í senn verið óbilgjörn og vanhugsuð. Ellert B. Scram, ritstjóri DV og fyrrum þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, komst svo að orði um afstöðu þing- flokks Sjálfstæðisflokksins í DV á laugardag: „Satt að segja sér maður hvergi vitglóruna í þessari vendingu Sjálfstæðisflokksins. Manni er nær að halda að mennirnir séu orðnir ga ga eins og unglingarnir segja. Hafi tapað áttum... Sú deila sem hér er gerð að umtalsefni snýst ekki um ríkisstjórnina. Hún snýst um að sú sátt haldi sem er einstæð í efnahags- og stjórnmálasögu íslendinga. Ábyrgir flokkar eiga ekki að tefla svo örlagaríkum málum í tvísýnu fyrir stundar- hagsmuni sjálfra sín.“ Þessi orð fyrrum þing- manns Sjálfstæðisflokksins eru tæpitungulaus skilaboð til flokksforystu sjálfstæðismanna um að henni hafi orðið alvarlega á í messunni. En sumir kjósa að berja höfðinu við steininn fremur en að viðurkenna mistök sín. Þannig hef- ur Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, gert ítrekaðar tilraunir til að sannfæra þjóðina um að sá ásetningur forystu Sjálfstæðis- flokksins að ganga af þjóðarsáttinni dauðri sé í senn göfugur og réttlætanlegur. Þessar tilraunir hafa reynst árangurslausar enda andvana fæddar. í gær urðu síðan þau tíðindi á Alþingi að fyrr- nefndur Hjörleifur Guttormsson lýsti því óvænt yfir að hann hygðist sitja hjá í atkvæðagreiðslu um bráðabirgðalögin en hann hafði áður lýst því yfir að hann myndi greiða atkvæði gegn þeim. Þar með virðist ljóst að bráðabirgðalögin njóti stuðnings meirihluta þingmanna í báðum deild- um Alþingis. Sinnaskipti Hjörleifs koma sannar- lega eins og sending af himnum ofan fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Þjóðarsáttin virðist ætla að halda velli þrátt fyrir andstöðu hans. Það er hins vegar umhugsunarvert fyrir kjósendur hvort réttlætanlegt sé að framlengja umboð Sjálf- stæðisflokksins sem stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar, með tilliti til óábyrgrar afstöðu hans í þessu stórkostlega hagsmunamáli. BB. Framtíð íslensks land- búnaðar og sjálfbær þróun - erindi Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsambands bænda, flutt í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði 18. nóvember 1990, á ráðstefnu um sjálfbæra þróun „Góðir áheyrendur. Erindi mitt ber heitið „Framtíð íslensk landbúnaðar og sjálfbær þróun.“ Öll erum við börn okkar tíma og mér hefur orðið hugsað til þess hve langt skyldi vera síð- an umræðuefni sem þetta komst á dagskrá, þ.e. sjálfbær þróun tengd framtíð íslensks landbún- aðar. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hugtakið sjálfbær þróun fyrr en á þessu ári eða hinu síðasta. Reyndar hefur þetta líka verið nefnt „haldbær þróun“ sem mér finnst ná betur frumhugtak- inu „sustainable developement" á ensku og „bærekraftig utvikl- ing“ á norsku. Nú er það svo að íslenskur landbúnaður í 1100 ára sögu Iands og þjóðar hefur oft á tíðum ekki getað kallst haldbær, heldur byggst á rányrkju. Forfeður okk- ar höfðu hins vegar það sér til afsökunar að tilvera þeirra stóð og féll með þessari rányrkju. Hér á landi var oft búið við þau lág- marks lífsskilyrði sem mannlegu lífi verður lifað og dugði ekki alltaf til. Fólk féll úr hungri og fátækt. Til þess sáu m.a. eldgos og kait veðurfar. Það væri nokk- uð hrokafullt af íslendingum nú á dögum að segja af þeim sökum við horfnar kynslóðir: Pið skeytt- uð ekki um landvernd og hald- bæra þróun. Fað var ekki fyrr en komið var fram á þessa öld að hungurvof- unni var bægt frá íslenskum heimilum en nokkru fyrr var far- ið að huga að verndun gróðurs og jarðvegs hér á landi. Meðan framboð af mat var minna en eftirspurn hafði hið opinbera hér á landi engin afskipti af verðmyndun búvara. Um miðja öldina gerðist það að ríkisvaldið fór að sjá sér hag í því að greiða niður verð nokkurra innlendra búvara sem lið í samn- inguin uni kaup og kjör laun- þega. Um það leyti fara tækni- framfarir að skila miklum árangri í landbúnaði sem og á öðrum sviðum og því fylgdi að framboð matvæla stórjókst. í kjölfar þess lækkaði verð þeirra. Sú þróun hefur haldið áfram síðan og nú er svo komið að heims-markaðs- verð búvara er oft á tíðum langt undir framleiðslukostnaði, eins og kunnugt er. Á þessa samkeppni hefur óspart verið spilað í hinum vest- ræna heimi, þar á meðal hér á landi. Afleiðing þess er að til hef- ur orðið eins konar svikamylla. Hún er í stórum dráttum þannig: Bændur í einstökum löndum keppa um markað fyrir fram- leiðsluvörur sínar, sín á milli og janda á milli. Til að bæta sam- keppnisstöðu sína taka þeir í notkun sífellt fleiri efni og áhöld til að auka framleiðsluna og gera hana ódýrari. Meðal þessara efna eru efni sem úðað er á jurtir til að hindra sjúkdóma og skaðdýr og auka vöxt. Þarna má einnig nefna vaxtaraukandi efni, þ.e. hor- móna, og lyf sem gefin eru búfé. Auk þess er búféð stundum látið búa við þrengsli, m.a. til að auka nýtingu bygginga. Til skamms tíma hefur almenn- ingur Iitið með velþóknun á þetta búskaparlag og hvatt til þess. Talsmenn launþega og neytenda- samtaka, hagfræðingar og stjórn- málamenn hafa fagnað lágu verði á mat og leitast við að etja saman framleiðendum matvæla til að pressa verðið enn frekar niður, Haukur Halldórsson. en ekki spurt hvernig að því væri farið. Bændur hafa brugðist við með þeim hætti að herða enn á notkun hjálparefna og/eða auka rányrkju. Þekkt er úr hagfræðinni að hvers kyns framleiðsla er samsett úr þremur þáttum, náttúruauð- lindum, vinnu og fjármagni, öðru nafni framleiðslutækjum. Við matvælaframleiðslu, sem og aðra framleiðslu, hefur það lengi við- gengist að umboðsmenn vinnu- afls og fjármagns hafa staðið styrkan vörð um hagsmuni umbjóðenda sinna, en umboðs- menn og talsmenn náttúruauð- lindanna hafa til skamms tíma lít- ið komið við sögu. Munurinn á þessum þremur þáttum að baki allrar vöruframleiðslunnar; vinnu, fjármagni og náttúruauð- lindum, er hins vegar sá að tvo þá fyrrnefndu er unnt að semja, þ.e. um greiðslu annars vegar og leigu hins vegar, fyrir vinnu og fjármagn, en það er ekki unnt að semja við náttúruna og auðlindir hennar. Náttúran hlítir einungis sínum eigin lögmálum og veitir engar undanþágu. Menn hafa verið furðu blindir fyrir þessuni augljósu sannindum. Pannig lýsti aðstoðarframkvæmdastjóri GATT því yfir á þingi Alþjóða- sambands búvöruframleiðenda í Þrándheimi snemma í júní á þessu ári að ekki væri unnt að taka neitt til þátta seni varða umhverfisvernd í yfirstandandi GATT-viðræðum. Ég nefndi áður svikamyllu. Með henni hefur bændum víða á jarðarkringlunni verið att út í það að taka verulegan og vaxandi hluta af framleiðslukostnaði búvara sinna að láni hjá náttúr- unni. Þetta lán verður ekki af- skrifað og bíður þess að verða greitt. Ef við gerum það ekki lendir það einungis á næstu kynslóð, ella mun verra af hljótast. Inn á þessa braut hafa bændur vissulega haldið í miklum mæli í góðri trú og til að bæta sinn hag eða bjarga sínu skinni, en þeir hafa jafnframt gert það undir þungri pressu frá neytendum, hagfræðingum og stjórnmála- mönnum, svo að dæmi séu tekin. Þau augljósu sannindi hafa fram undir þetta ekki verið fólki nægi- lega ljós að reikna verður fram- leiðslukostnað búvara jafnt og annarra vara til enda. Þar með þarf að vera innifalinn kostnaður við að koma úrgangsefnum sem myndast aftur á eðlilegan hátt inní hringrás náttúrunnar. Undir framleiðslukostnað fellur einnig að tryggt sé að jarðvegur eyðist ekki né að grunnvatnsstaða breytist, þ.e. hvorki lækki né hækki, þannig að land verði óhæft til ræktunar. Hvað hér er nánar átt við þarf ekki að fara mörgum orðum um, og allra síst fyrir þessari sam- komu. Nokkur stikkorð má þó nefna, án þess að forgangsraða þeim. Þar má nefna leifar af áburði og eiturefnum í jarðvegi, sem gera hann óræktunarhæfan og spillir grunnvatni. Þá má nefna lækkun grunnvatnsstöðu, eyðingu jarðvegs, súrt regn sem eyðir lífi í vötnum og losar um eiturefni í jarðvegi, svo sem ál, eyðingu regnskóga, gróður- húsáhrif, sem leiða til veðurfars- breytinga, og eyðingu ósonlags- ins í lofthjúpi jarðar. Þessi skuld við náttúruna, þar sem þó ýmis-' legt er ónefnt, kallar sífellt hærri rómi á að henni sé sinnt. Og það liggur nokkuð ljóst fyrir í hverju viðbrögðin þurfa að vera fólgin. Þau eru í meiri virðingu fyrir lög- málum náttúrunnar og minni kröfugerð til hennar. Við verðum að fara að greiða niður skuldina. Ég vil þá snúa mér að stöðu íslensks landbúnaðar í þessu sambandi. Vart þarf að minna á að íslenskur landbúnaður er ekki hátt skrifaður hjá öllum hér á landi. Fáum bregður við að heyra honum óskað veg allrar veraldar, eða a.m.k. mestum hluta hans, og það er reiknað á annan tug milljarða króna sá árlegi hagnað- ur sem að því yrði fyrir þjóðina að leggja hann niður, a.m.k. að mestu leyti, og það er meðal ann- ars boðað í nafni Háskóla íslands. Ég tel að þeir sem vilja nánast afskrifa íslenskan land- búnað, geri sig seka um mikla grunnhyggni og skammsýni. Þeir virðast ganga út frá því að það tímabil ofgnóttar og sóunar verð- mæta sem ríkt hefur síðustu ára- tugi og nú er að renna sitt skeið á enda, séu eðlilegir tímar. Það tel ég á misskilningi byggt, eins og þegar er fram komið í máli mínu. I þeim heimi sem bíður okkar tel ég að íslenskur landbúnaður eigi sér bjartari framtíð en land- búnaður víð um heim. Forsjónin hefur úthlutað okkur landi og lífsskilyrðum sem lengst af sögu okkar hafa markað okkur þröng- an bás. Þessi lífsskilyrði hafa agað þjóðina og tugtað og það svo harkalega að eitt sinn var tal- að um að þjóðin yfirgæfi landið. Harðleikni landsins við íbúana má rekja til fyrstu búsetunnar. Kröpp eru kaup ef hreppik Kaldbak er læt akra, orti landnámsmaðurinn Önundur tréfótur. Nú er hins vegar svo komið að ýmislegt af því sem gerði lífsskilyrði hér hvað erfið- ust hefur breytt um svip og jafn- vel orðið að lífsgæðum. Eitt af því er að íslenska þjóðin er fámenn miðað við stærð landsins. Fyrir íslenskan landbúnað nú á dögum er það kostur að því leyti að úrgangur frá honum veldur enn ekki teljandi vandræðum, svo sem áburður eða frárennsli frá votheysgeymslum, sem berst út í ár og vötn. Svalt veðurfar hefur einnig löngum verið talinn ókostur við ísland. Þessu loftslagi eigum við hins- vegar það að þakka að við erum laus við margs konar sjúk- dóma á gróðri og skaðdýr og get- um framleitt afurðir okkar með

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.