Dagur - 08.12.1990, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 8. desember 1990
Flugleiðir:
Hugmyndir um sérstakt
fyrirtæki um innanlandsflug
lagðar á hifluna í bili
Hugmyndir um stofnun sér-
staks fyrirtækis um innan-
landsflug Flugleiða hafa verið
lagðar á hilluna í bili. Á stjórn-
arfundi Flugleiða fyrr á árinu
var samþykkt að stefnt skyldi
að stofnun slíks fyrirtækis en
með skipulagsbreytingum inn-
an félagsins hefur innanlands-
deildin fengið aukið sjálfstæði
Umræðu- og
fræðslufundur:
Sjúkraþjálfari
tfl DaMkur?
Áhugafólk um að komið verði
á sjúkraþjálfun á Dalvík og
stjórn Heilsugæslustöðvarinn-
ar á Dalvík hafa boðað til um-
ræðu- og fræðslufundar um
möguleika á að hafin verði
sjúkraþjálfun á Dalvík á næsta
ári. Fundarstaður er Víkurröst
sunnudaginn 9. desember kl.
16,00.
Dagskrá fundarins verður:
1. Guðmundur Jónsson, sjúkra-
þjálfari, kynnir starf sjúkraþjálf-
ara og ræðir gildi þess í samfélag-
inu.
og því voru hugmyndir um sér-
stakt fyrirtæki lagðar til hliðar.
Andri Hrólfsson, forstöðu-
maður innanlandsflugs Flugleiða,
segir að innanlandsflugið hafi í
sumar verið flutt af markaðssviði
á þróunarsvið en það svið hafi
rekið sjálfstæðar rekstrareining-
ar. Með þessu hafi innanlands-
deildin öðlast mun meira sjálf-
stæði en áður. „Við tökum því
sjálfstæðari ákvarðanir og þurf-
um ekki að fara með þær eins
hátt í félaginu og áður. Sem
dæmi má nefna að við munum
mála nýju vélarnar í öðrum litum
en aðrar vélar Flugleiða og sýn-
um þannig annað andlit þó við
séum vissulega deild innan fé-
lagsins," segir Andri.
Aðspurður segist Andri ekki
eiga von á að ákvörðun samgöngu-
ráðherra frá í fyrradag um að
veita Flugfélagi Norðurlands
hlutdeild í flugi á Húsavíkurleið-
inni, svokölluðu, breyti miklu
varðandi kaup á nýjum vélum
fyrir Flugleiðir. Keyptar verði
þrjár vélar og margt bendi til að
forkaupsréttur að þeirri fjórðu
verði nýttur. JÓH
Upplýsingar úr Árbók sveitarfélaga 1989:
Konur í Kvenfélagi Fnjóskdælinga skáru út og bökuðu laufabrauð af miklum móð um síðustu helgi og selja það í
vcrslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í dag. Mynd: MG
Kvenfélag Fnjóskdælinga:
Laufabrauðssala í Sunnuhlíð
Konur úr Kvenfélagi Fnjósk-
dælinga komu saman í Stóru-
tjarnarskóla sl. sunnudag og
skáru út og bökuðu laufabrauð
af miklum krafti frá morgni til
kvölds.
Margar kvennanna notuðu
svokölluð laufabrauðsjárn til
þess að móta mynstur í kökurnar
en aðrar voru mættar með eigin
útskurðarhnífa. Þegar bakstrin-
um lauk, kom í ljós að milli 400
og 500 kökur höfðu verið skornar
út og bakaðar þennan dag.
Kökurnar verða seldar í dag
laugardag, í verslunarmiðstöð-
inni Sunnuhlíð á Akureyri og
hefst salan kl. 13. Allur ágóði af
sölunni rennur til líknarmála en
þess má geta að kvenfélagið gaf
nýlega peninga til Kristnesspít-
ala' MG Hálsi
2. Pétur Pétursson, læknir við
Heilsugæslustöðina á Akureyri,
miðlar af reynslu af sjúkraþjálfun
í bæjarfélögum eins og Dalvík.
3. Almennar umræður og fyrir-
spurnir.
Fundarstjóri verður Trausti
Þorsteinsson, forseti bæjarstjórn-
ar Dalvíkur.
„íbúar, forráðamenn og stjórn-
endur fyrirtækja og félagasam-
taka eru hvattir til að mæta til
fundarins og styðja við þetta
brýna hagsmunamál," sagði Hall-
dór Guðmundsson, forstöðu-
maður Dalbæjar heimilis aldraðra
á Dalvík. ój
Mísmunandi staða kaupstaða á Norðurlandi
Samkvæmt Árbók sveitarfé-
laga fyrir 1989, sem nýlega
kom út, er fjárhagsstaða sveit-
arfélaga á Norðurlandi mjög
mismunandi. Upplýsingar þær
sem birtar eru í bókinni gefa
vísbendingu um að fjárhags-
staða Siglufjarðar, Sauðár-
króks, Ólafsfjarðar og Blöndu-
óss, sé fremur erfið. Þá má ætla
af tölunum að Dalvík, Akur-
eyri og Húsavík búi við all-
sterka fjárhagsstöðu.
Til þess að gefa lesendum færi
á að kynna sér þessar tölur birt-
um við hér tvær töflur. í annarri
töflunni eru m.a. gefnar upplýs-
ingar um skuldastöðu og veltu-
fjárhlutfall. Hin taflan gefur yfir-
lit yfir heildartekjur og -gjöld.
Rétt er að ítreka að þessar töl-
ur gefa engan veginn nákvæm-
lega rétta mynd af stöðu sveitar-
félaganna, því þær taka ekki tillit
til margra rekstrarþátta. Þarna er
ekki tekið tillit til rekstrar t.d.
hitaveitu, hafnarsjóðs og mis-
munandi er hvort vatnsveita
reiknast hér með. Þetta skekkir
því heildarmyndina töluvert.
Bjarni Kr. Grímsson, bæjar-
stjóri í Ólafsfirði, segir að Ólafs-
fjörður njóti þess vafasama heið-
urs, samkvæmt Árbókinni 1989,
að vera með fimmtu hæstu skuld-
ir á hvern íbúa. Hann segir að
dæmið sé ekki svona einfalt. Inni í
skuldastöðu Ólafsfjarðarbæjar sé
t.d. 20 milljóna króna skuld við
hitaveituna, sem í raun sé bæjar-
fyrirtæki. „Við erum búnir að
ákveða að fella skuldina niður,“
sagði Bjarni.
Skuld Hitaveitu Ólafsfjarðar
er nú innan við 5 milljónir króna
og sömuleiðis skuld hafnarsjóðs.
Á móti eru skuldir Hitaveitu
Akureyrar gífurlegar, eins og
Flís í auga algengasta augnslysið:
alþjóð veit. Ekki er tekið tillit til
þessara skulda í talnauppíýsing-
um árbókarinnar.
„Þessi samanburður er ekkert
einfalt mál. Ég segi ekki að við
hrópum húrra fyrir skuldastöð-
unni, en við erum ekki á neinni
gjörgæslu," sagði Bjarni. óþh
Upplýsingar úr efnahagsreikningum sveitarfélaga 1989 (í þús. króna)
íbúafjöldi
(l.des. ’89)
Veltufjármunir
Langtímakröfur
Skammtímask.
Langtímask.
Heildarsk. pr.íb.
Nettóskuld
Veltufjárhlutf.
Blönd. Siglf. Ólfj. Dalv. Akure. Húsav. Sauðk.
1079 1806 1193
31.809 67.135 77.716
25.125 7.552 808
69.533 207.909 102.854
69.154 213.306 66.407
129 233 142
76 192 76
0.46 0.32 0.76
1458 14091
56.648 368.545
3.223 52.233
21.447 296.026
2457 2508
99.429 87.263
1.246 120.274
48.026 154.675
54.325 567.403 129.278 246.939
52 61 71 168
11 31 31 77
2.64 1.24 2.07 0.56
Heildaryfirlit tekna og gjalda
íbúa)
kaupstöðum á Norðurlandi (kr. pr.
Blönd. Siglf. Ólfj. Dalv. Akure. Húsav. Sauðk.
Rekstrartekjur
Útsvar 54.338 45.667 52.419 49.610
Aðstöðugjald 11.590 11.252 9.008 11.292
Fasteignaskattur 10.367 7.239 12.223 10.622
Aðrirskattar 4.456 98 150 1.257
Jöfnunarsjóður 5.267 7.738 5.153 4.026
Aðrar tekjur 1.842 2.827 2.195 2.184
Rekstrart. samt. 87.861 74.820 81.159 78.991
46.959 47.981 45.516
12.448 9.274 11.203
14.162 10.513 11.675
199 3.865 4.080
4.384 4.164 5.606
3.178 5.262 747
81.331 81.059 78.827
Vinnueftirlit ríkisins er búið að
tölvuskrá um 500 vinnuslys. I
ár var athugað hve mörg þeirra
féllu í llokk augnslysa. Þau
reyndust vera 20. Af þeim
urðu sjö með þeim hætti að
járn- eða stálflís fór í auga þeg-
ar verið var að slípa með slípi-
rokk eða slá með slaghamri í
járn. Tekið er fram um tvö
þeirra tilvika að hinn slasaði
hafi notað andlitshlíf en ekki
öryggisgleraugu. Fjögur slys-
anna urðu við einhverskonar
þrif þannig að ryk eða korn fór
í auga. Þrjú slysanna urðu
þannig að ætandi efni slettust í
andlit og komust í auga.
Helgi Haraldsson, vinnueftir-
litsmaður, greinir frá í Frétta-
bréfi um vinnuvernd, að á Norð-
urlandi eystra hafa orðið tvö
mjög alvarleg augnslys á árinu. í
báðum tilvikum misstu hinir slös-
uðu sjón á öðru auga. Bæði þessi
slys urðu með þeim hætti að stál-
flísar hrukku í auga við áslátt,
þegar slegið var með hamri á
járnhlut.
Flest augnslys, þar á meðal
þessi tvö, hefði verið hægt að
fyrirbyggja með öryggisgleraug-
um. Starfsmaður í vinnu, sem
býður heim hættu á augnskaða,
ræður ávallt mestu um hvort
öryggisgleraugu eða andlitshlíf
eru notuð. Atvinnurekandi eða
verkstjóri hafa mikil áhrif með
því að fylgja öryggiskröfum eftir
og hvetja til viðeigandi ráðstaf-
ana. Fleiri fyrirbyggjandi aðgerð-
ir koma til greina en notkun
augnhlífa.
Augun eru viðkvæm og jafn-
framt illa varin. Við viljum ekki
vera án þeirra. Gerum því það
sem við getum til að verja þau.
Notum öryggisgleraugu. Flís eða
korn hrekkur í auga, jafnvel við
störf sem virðast ekki bjóða hætt-
unni heim, s.s. í byggingavinnu
og við ýmiss konar hreinsun. Því
er rétt að hvetja starfsmenn til að
nota skilyrðislaust viðeigandi
persónuhlífar. Ef óhapp verður,
sem að hluta til eða öllu leyti má
rekja til þess að persónuhlífar
voru ekki notaðar, þá getur sú
staða komið upp að hinn slasaði
fái ekki fullar bætur. Sé talinn
bera ábyrgð að sínu leyti. ój
Rekstrargjöld Yfirstjórn 6.648 7.532
Almannatrygg. félagshjálp 18.433 16.540
Heilbrigðismál 3.141 2.643
Fræðslumál 12.860 9.177
Menningarmál 1.881 1.736
Æskul. og íþr.mál 5.733 4.189
Brunamál, almv. 2.024 1.379
Hreinlætismál 2.386 2.984
Skipul. og byggm. 1.263 2.216
Götur, holr., umfm. 3.805 10.338
Alm.garðar og útivist 4.905 1.962
Önnurgjöld 202 4:642
Rekstr.gj. samt. 63.284 65.338
Fjármunatekjur 4.710 7.623
(fjármagnsgjöld) 30.219 17.729
Rekst.tekj. umfram rekst.gj. -931 -623
Framkv. ogfjárf. 29.594 41.717
6.517 7.497 3.514 5.639 7.662
12.329 12.283 21.301 13.214 14.139
8.585 3.658 3.862 3.602 3.850
11.210 10.875 11.290 9.583 16.592
2.143 2.363 3.029 1.682 2.764
3.998 4.904 2.607 3.312 4.009
859 392 2.249 1.893 1.917
2.951 7.132 3.906 4.718 3.656
1.662 1.881 2.708 1.773 3.429
4.420 2.260 4.520 3.394 2.258
992 132 4.575 1.510 1.002
9.772 5.184 3.930 4.668 3.513
65.438 50.561 66.589 54.988 64.791
13.218 7.360 4.200 3.915 5.653
19.614 12.363 11.431 13.272 36.193
9.324 15.427 7.511 16.714 -16.504
49.164 2.545 20.168 4.057 38.236