Dagur - 08.12.1990, Page 6

Dagur - 08.12.1990, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 8. desember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ASKRIFT KR. 1000 A MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RfKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLYSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Landvernd hélt fyrir skömmu ráðstefnu í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði þar sem fjallað var um sjálfbæra þróun í sambandi við nýtingu manna á auðlindum jarðarinnar. Hugtakið „sjálfbær þróun“ er tiltölulega nýtt af nálinni í íslenskri tungu en það er ágæt þýðing á enska hugtak- inu „sustainable develop- ment“. Það hefur m.a. verið skilgreint sem „framtíðarþró- un, sem fullnægir þörfum nú- verandi kynslóðar án þess að gera komandi kynslóðum ómögulegt að njóta sömu lífs- gæða.“ Sjálfbær þróun snýst með öðrum orðum um að nýta ávexti móður jarðar án þess að þess að skaða náttúruna sjálfa: að njóta vaxtanna án þess að skerða höfuðstólinn, eins og fjármálamenn orða það. Einn framsögumanna á ráð- stefnunni um sjálfbæra þróun var Haukur Halldórsson, for- maður Stéttarsambands bænda. í erindi sínu fjallaði Haukur um framtíð innlends landbúnaðar í þessu samhengi. Þar gerði hann m.a. að umtals- efni þá miklu samkeppni sem / sátt við ríkir í heiminum um framleiðslu landbúnaðarvara. Hann benti á að þessi mikla samkeppni hefði fætt af sér eins konar svika- myllu sem væri í því fólgin að bændur í einstökum löndum noti alls kyns eiturefni og hormónalyf til að auka fram- leiðsluna og gera hana ódýrari. Til skamms tíma hafi almenn- ingur litið með velþóknun á þetta búskaparlag og hvatt til þess. Flestir hafi fagnað lágu verði matvæla án þess að spyrja hvaða aðferðir væru not- aðar. Bændur víða um heim hafi brugðist við með því að herða enn á notkun hjálparefna og auka rányrkju. Síðan sagði Haukur: „Ég nefndi áður svika- myllu. Með henni hefur bænd- um víða á jarðarkringlunni ver- ið att út í það að taka verulegan náttúruna og vaxandi hluta af framleiðslu- kostnaði búvara sinna að láni hjá náttúrunni. Þetta lán verð- ur ekki afskrifað og bíður þess að verða greitt. Ef við greiðum það ekki lendir það einungis á næstu kynslóð, ella mun verra af hljótast." Þessi orð formanns Stéttar- sambands bænda eru allrar athygli verð, ekki síst með framtíð íslensks landbúnaðar í huga. íslenskir bændur hafa að mjög litlu leyti farið inn á þessa háskalegu braut; braut sem er vörðuð leifum af áburði og eit- urefnum í jarðvegi, spilltu grunnvatni, súru regni, eyð- ingu regnskóga og eyðingu ósonlagsins í lofthjúpi jarðar, svo eitthvað sé nefnt. Almenningur um allan heim er óðum að vakna til vitundar um að landbúnaðarvörur, sem framleiddar eru með þessum tilkostnaði, eru ekki ódýrar þótt verðmiðinn gefi annað til kynna. Framleiðsla þeirra veld- ur verulegu tjóni á lífríki náttúr- unnar, tjóni sem í mörgum til- fellum er óbætanlegt. Færa má gild rök fyrir því að innan fárra ára muni æ fleiri fremur kaupa matvæli sem eru ómenguð og framleidd í sátt við náttúruna en hin sem eru mettuð eitur- efnum og hormónum og þar af leiðandi óholl til neyslu. í ljósi þess er framtíð íslensks land- búnaðar björt. Þótt hér að ofan hafi fyrst og fremst verið rætt um nauðsyn þess að framleiða landbúnaðar- vörur í sátt við náttúruna, má ekki gleyma því að nauðsyn sjálfbærrar þróunar er ekki ein- skorðuð við þá sem landið yrkja. Mannkyninu sem heild er blátt áfram nauðsynlegt að breyta lífsvenjum sínum frá því sem nú er og gæta þess að lifa lífinu í fullri sátt við móður náttúru. Að öðrum kosti verður heimurinn óbyggilegur fyrr en varir. BB. til umhugsunar Kvennabarátta eða j afnr éttisbarátta Þýski rithöfundurinn Heinrich Böll skrifaði eitt sinn smásögu um ungan mann. Ungi maðurinn var af alþýðufólki kominn og nýlega giftur stúlku sem var dóttir verktaka við jarðvegs- framkvæmdir. Hann hafði verið ráðinn til starfa hjá fyrirtæki tengdaföður síns og átti meðal annars að sjá um að útvega því verkefni. Bæjar- og sveitarfélög eru á meðal stærstu við- skiptavina skurðgröfufyrirtækja og segir sagan frá því þegar ungu hjónin voru að búa sig undir að taká á móti einum af forsvarsmönnum bæjarfélagsins til kvöldverðar. Ungi maður- inn var nokkuð viðutan en konan undirbjó hvert smáatriði af kostgæfni. Forrétt - aðalrétt - eftirrétt - rétta tegund af víni og ákveðna tegund koníaks með kaffinu. Hún hafði valið bónda sínum „rétta“ skyrtu og bindi við og hann horfði vandræða- legur á sig í speglinum. Kvöldið heppnaðist þótt erfiðlega gengi í fyrstu að brydda upp á samræðum milli unga mannsins og bæjarráðsmannsins. Eftir að gestirnir höfðu kvatt gestgjaf- ana lét unga konan á sér skilja að erindi kvöldverðarboðsins hefði ekki verið lokið. Ungi maðurinn áttaði sig ekki í fyrstu en um síðir skildist honum að eiginlegur viðskiptasamningur hefði átt að fara fram. Hún taldi ntann sinn á að aka heim til bæjarfulltrúans til að ljúka erindinu. Þar handsöluðu þeir samkomulag og bæjarfulltrúinn fékk sína þóknun fyrir að tryggja viðkomandi skurðgröfufyrirtæki ákveðið verkefni við jarðvegsskipti. Konur - fullgildir starfsmenn og félagar í þessari sögu er höfundurinn að fjalla um tvenns konar hluti. Annars vegar mútuþægni kjörinna embættismanna og hvernig fyrirtæki notfæra sér þann mannlega veikleika til að verða sér úti um verkefni. Hins vegar er hann að sýna á hvern hátt kon- ur hafa áhrif á bak við tjöldin. Fyrri tilgang verksins látum við liggja á milli hluta. Slíkar viðskiptaaðferðir tíðkast fremur lít- ið hér á landi og er það af hinu góða. Konur hafa hins vegar farið að hafa meiri áhrif á gang mála fyrir opnum tjöldum. Einnig það er af hinu góða. Konan í sögu Böll naut þeirra forréttinda fram yfir eiginmann sinn að gjörþekkja þann vett- vang sem hún var staðsett á. Hún þekkti sambönd og starfs- aðferðir föður síns, sama hvaða dóm við viljum leggja á slíkt athæfi, og vissi mætavel hvað bar að gera undir hverjum kringumstæðum. Á þann hátt hafði hún ákveðin áhrif og völd í krafti þekkingar sinnar sem eiginmaður hennar hafði ekki enn náð að tileinka sér. Saga Böll er ekki rifjuð upp hér til að kasta rýrð á kvenþjóðina, heldur til að sýna fram á að þekking á umhverfi og viðfangsefni skapar möguleikana til að hafa áhrif. Konur urðu oft og þurfa jafnvel enn að fara krókaleiðir að markmiðum sínum í heimi karlavaldsins. Hlutverk jafn- réttisbaráttunnar er því fyrst og fremst að gera konunt kleift | að vinna og taka ákvarðanir fyrir opnum tjöldum á sama hátt og karlar. Vinna við hlið þeirra sem fullgildir samstarfsmenn og félagar. Jafnrétti - ekki að skipta um hlutverk Leið kvenna til jafnréttis hefur verið grýtt. Karlmennirnir hafa verið fastheldnir á það sem voru forréttindi að áliti margra þeirra. Konur hafa því orðið að berjast á mörgum víg- stöðvum. Vissulega hefur mikill árangur náðst í því efni á undanförnum árum en einnig ættu flestir að geti orðið sam- mála um að betur má ef duga skal. Af þeim ástæðum er nauð- synlegt að velta fyrir sér af hverju breytingar á stöðu kvenna í átt til jafnréttis hafa ekki orðið örari. í fyrsta lagi tekur tíma að breyta því mynstri mannlegra samskipta sem á sér djúpar rætur í hefðum og þjóðarsálum þess menningarheims er við tilheyrum. í öðru lagi verður aldrei hægt að upphefja þann mun er náttúran gerir á karli og konu. I þriðja lagi er síðan spurningin um hvort jafnréttisbaráttan hafi alltaf fallið í nægi- lega skynsamlegan farveg. Konur hafa alla tíð haft ákveðin undirtök eins og Heinrich Böll lýsir í sögu sinni. Lengi vel sættu margar þeirra sig við að stjórna á þann hátt. En þegar þeim var ljós nauðsyn þess að færa sig yfir í sviðsljósið og hefja almennt störf við hlið karl- anna komu margar þeirra ekki auga á aðra leið en reka þá burt, senda þá inn í skápinn til kústanna, og láta þá síðan dúsa þar. Hver man ekki eftir baráttu rauðsokkanna og ýmissa kvenfrelsishópa? Meginbaráttumálin snerust oft um að losna við húsverk og heimilishald og um að koma körlun- um burt. í stað þess gleymdist oft að kynna sér heim þeirra verkefna er þær yrðu að takast á við í staðinn. Verða jafnvíg- ar körlum. Slíkt hefur ekki síst komið í ljós þegar konur stofnuðu stjórnmálaflokk kvenna og tóku sem slíkar sæti á Alþingi. Þær raddir hafa einnig oft heyrst úr heimi kvenna baráttunnar að karlmenn fáist ekki til hinna „hefðbundnu“ kvennastarfa. Þeir eldi ekki, baki ekki, hugsi ekki um börnin eða þvottana. Konan verði því einfaldlega að taka að sér tvö- falda vinnu er hún fer út á vinnumarkaðinn. Fullvíst er að slíkir karlmenn eru til. Eru fleiri en margur hyggur. En jafn- réttið felst ekki í að skipta um hlutverk. Heldur að ganga jafnt til sem flestra viðfangsefna hvort sem þau eru úti í hinu daglega atvinnulífi eða innan veggja heimilisins. Konur vilja ekki kynna manninn sem heimavinnandi Fyrir skömmu þáði sá er þetta ritar morgunkaffi hjá lista- mannshjónum í Reykjavík. Þau leggja stund á sína listgrein- Eftir Þórö Ingimarsson. ina hvort og því ckki ólíklegt að santkeppni geti skapast í slíku sambandi. Yfir kaffinu bar jafnréttismálin á góma. Þau sögðu að vegna starfa sinna yrðu þau að taka jafna ábyrgð á heimilishaldi og uppeldi lítils drengs er þau eiga. Ég spurði hvort aldrei hefði komið til tals að annað hvort þeirra eða bæði á víxl drægju sig tímabundið í hlé vegna heimilisins. Ég varð fljótt áskynja um að þau töldu að í því fælist ekkert jafn- rétti. Og konan sá ástæðu til að taka sérstaklega fram að hún kærði sig ekki um að eiginmaðurinn hyrfi inn fyrir veggi heimilisins. Hún hefði ekki áhuga á kynna hann sem slíkan. Þarna er komið að einum vanda kvennabaráttunnar. Margir jafnréttisfrömuðir og femínistar hafa lagt mikla áherslu á að eigi kvennabaráttan að skila árangri verði karlmaðurinn að taka á sig ábyrgð á heimilishaldi. Að sjálfsögðu verður hann að annast hluta þess en ekki taka það að sér með því að hverfa frá atvinnulífinu. Konur er hæst hafa látið um slíkt myndu fæstar treysta sér til að búa með slíkum heimavinnandi húsfeðrum og kynna þá sem slíka til lengri tíma. Sá þáttur kvennabaráttunnar á heldur ekkert skylt við jafnrétti og er sem slíkur á algjörum villigötum. Kvennabarátta eitt - jafnréttisbarátta annað Konan í sögu Heinrichs Böll tók stjórnina að sér vegna þekk- ingar sinnar á því málefni er var til umfjöllunar. Vegna aðstæðna hennar tíma varð hún hins vegar að gera það bak við tjöldin. Leiðin til raunverulegs jafnréttis er fyrst og fremst sú að þær konur öðlist þekkingu og reynslu til að takast á við sömu störf og karlmenn hafa sinnt að miklu leyti. Mikil breyt- ing er orðin f því efni og gegna konur nú margvíslegum störf- um sem þær höföu lítil eða engin afskipti af fyrir tveimur til þremur áratugum. Nokkuð eintir hins vegar eftir af þeint hugsunarhætti að konur skuli bera minna úr býtum þegar um launagreiðslur er að ræða. Slíkt er auðvitað fjarstæða og næstu skref í jafnréttisbaráttunni hljóta að verða barátta fyrir sambærilegum, launum þótt vitað sé að slíkt verður ekki í einu vetfangi. Kvennabarátta er eitt. Jafnréttisbarátta er annað. Það er því til unthugsunar hvort háværar raddir og sleggju- dómar kvennabaráttunnar hafi skilað þeim árangri sem til var ætlast. Hvort konur séu í raun tilbúnar að axla þá ábyrgð eða búa við það hlutverk eiginmanna sem háværir femínistar hafa boðað. Jafnréttisbarátta sem byggir á jafnræði í þekkingu og afkomu karla og kvenna mun hins vegar skila konum stöðugt meiri árangri ef vel er haldið á málurn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.