Dagur - 08.12.1990, Page 18

Dagur - 08.12.1990, Page 18
oh _ cj'. ir\An noí) y 18 - DAGUR - Laugardagur 8. desember 1990 Jón Hjaltason Frönsk kvikmyndavika a Akureyri - Kvikmyndaklúbbur Akureyrar lætur til skarar skríða - fyrsta sýning á mánudaginn kl. 19 í Borgarbíói Eins og Akureyringa rekur vænt- anlega minni til tóku nokkrir áhugamenn um kvikmyndir höndum saman næstliðið sumar og stofnuðu Kvikmyndaklúbb Akureyrar. Allar götur síðan hefur stjórn félagsins unnið markvisst að því að fá hingað norður kvikmyndir sem að öðr- um kosti myndu ekki berast norður um heiðar. Og nú er starf þessara ötulu frumherja í þann veginn að bera ávöxt. Frá mánu- deginum 10. desembertil laugar- dagsins 15. desember mun Kvik- myndaklúbbur Akureyrar bjóða bíóförum til franskrar kvik- myndaviku. Sýningar verða í Borgarbíói klukkan 19 hvern virkan dag vikunnar, sú síðasta laugardaginn 15. desember. Aðgangseyrir er 300 krónur og til að léttá undir með okkur hæglæs- um á frönsku verður enskur texti með hverri mynd. Samkvæmt upplýsingum for- ráðamanna félagsins verða ekki sýndar færri en 12 myndir, sumar leiknar aðrar ekki - og ein teikn- uð. Teiknimyndin styðst við hug- myndaflug japanska teiknimeist- arans Toshio Saeki og segir frá því sem ekki á að segjast. Leynd- ustu hugrenningar smávöxnu jap- önsku skólastúlkunnar öðlast líf í þessari tæplega fimm mínútna löngu stuttmynd leikstjórans Michael Boschet. Engin þeirra um það bil 12 kvikmynda er við fáum að sjá nær því að vera hinnar sígildu lengdar dæmigerðrar bíómyndar. Sú lengsta þeirra er liðlega einn og hálfur klukkutími, aðrar eru skemmri, allt niður í fjórar mínútur. Petta eitt undirstrikar að franska kvikmyndavikan á Akureyri mun ekki færa okkur dæmigerðar bíómyndir. Ef litið er svolítið nánar á hverja þeirra fyrir sig verður enn ljósara að Hollywood hefur ekki náð að þrýsta stimpli sínum á Frakkana sem heimsækja okkur daglega í vikunni sem nú fer í hönd. Það er frekar að Þjóðverjar hafi komið þar fæti á milli stafs og hurðar því að ein myndanna, Líknarhöggið (Der Fangschuss eða á frönsk- unni Le coup de grace) frá 1976, er framleidd af frönskum og þýskum í sameiningu en leik- stjórinn er þjóðverskur, Volker Schlöndorff. Sýningartími Líkn- arhöggsins, en hún er næstlengsta myndin sem við fáum að sjá, er tæpar 100 mínútur. í kynningu með Líknarhögginu segir að hún hafi hreppt aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Napolí árið 1977. Schlöndorff segir okk- ur sögu af ástarsorg, ung stúlka játar pilti ást sína en hann lætur sér fátt um finnast, og dregur upp mynd af óvægnum einstakling- um, Éric og Sophie, sem bæði kjósa að ganga veginn á enda hvað sem það kostar. Masculin féminin gerist í París. Árið er 1965. Paul snýr heiin eftir að hafa gegnt herþjónustu. Pólitískar öldur rísa hátt og enginn kemst hjá því að taka afstöðu. Sa frægasti Jean-Luc Godard er eflaust nafn- kunnastur þeirra leikstjóra er verk eiga á kvikmyndahátíðinni. Hann er Parísarbúi, fæddur í des- ember 1930 og verður því sextug- ur um þessar mundir. Hann var að nálgast þrítugt þegar hann gerði sína fyrstu leiknu kvikmynd, Breathless (1960). Athygíi vakti að ekkert handrit stóð að baki kvikmyndarinnar. Aðalhlutverkið í Breathless var í höndum Jean-Paul Sartre og framleiðandinn var Francois Truffaut. Godard þótti strax skera sig úr hópnum. Hann var eins og hel- tekinn af hvcrflyndi mann- skepnunnar og lægri hvötum hennar. Strax 1960 gerði hann hina alræmdu The Little Soldier, um helvíti hinnar öfuguggaleg- ustu óhamingju tilverunnar, - þessi mynd var bönnuð um langt árabil. í kjölfarið fylgdu myndir eins og My Life to Live (1962) leikin kvikmynd í heimildalíki um líf ungrar götukonu, og Pierrot le fou (1965), en það var einmitt hún sem vakti athygli á Frakkanum vestan hafs. Ekki löngu síðar var Godard beðinn að leikstýra Bonnie and Clyde, sem átti eftir að verða geysilega vinsæl, en hann neitaði, tor- tryggði Hollywoodkerfið. Árið eftir gerði hann Masculin féminin, kvikmyndina sem Akur- eyringum verður nú boðið að sjá. Um þetta leyti stóð Godard á tímamótum. Áhugi hans á sálar- lífi mannskepnunnar var óðum að víkja fyrir sterkri þrá til sam- félagsbreytinga. Godard vildi nota kvikmyndina til að bæta samfélagið, hið einstaka var orð- ið of tímafrekt, siðbæta varð heildina. Godard gerðist vinstri sinnaður. Sinnaskiptunum fylgdi nýr leikstjóri og nýr tilgangur; kvikmyndirnar áttu að umbreyt- ast í hamarinn sem bryti niður þjóðfélagsbölið, listin átti að sigra græðgina, andinn efnið og séreignin að breytast í sameign. Hvort Masculin féminin ber ein- hver merki þessara hamskipta Godards veit ég ekki, hún er kannski fullgömul til þess; en sjón er sögu ríkari og bíófarans að dæma. í París að nóttu leiða leikstjórarnir Jacques Baratier og Jean Valére okkur um Parísarborg eftir að skyggja tekur. Argos Eitt eiga kvikmyndirnar sem hingað koma sameiginlegt, þær eru allar framleiddar af sama aðilanum, Argos Films. Þegartal- ið berst að þessu fyrirtæki taka Frakkar munninn fullan og full- yrða að það „teljist til frum- kvöðla í evrópskri kvikmynda- gerð.“ Hvað sem um þetta má segja þá er víst að Argos Films, með framkvæmdastjórann Anatole Dauman í fararbroddi, hefur náð að setja mark sitt á kvikmyndagerð í Evrópu. Vegna þessa höfðu forsjármenn George Pompidou-menningarmiðstöðv- arinnar forgöngu um að efna í kvikmyndahátíð, Dauman til heiðurs. Og það er einmitt brot af þessari hátíð sem nú skolar á iand hér við Pollinn. Segja má að Dauman og Argos Films séu eitt og hið sama. Fyrirtækið var stofnað 1949 og þá þegar tók Dauman við stjórnar- taumum þess og hefur ekki sleppt þeim síðan. Kvikmyndaráðgjafi við menningarmiðstöð Pompidou í París, Jean-Loup Passek, lýsir Films Dauman sem manni endurreisn- artímans „sem villst hefur inn á okkar tíma, öld efnishyggjunn- ar.“ Annar kunningi Dauman segir hann manninn sem kann þá list „að tengja saman peninga, hugmyndir og svipmyndir og fá út úr því þá ljúffengu ánægju sem kölluð er kvikmyndagerð.“ Eitt megineinkenni Dauman sem kvikmyndaframleiðanda er dálæti hans á stuttum og meðal- löngum myndum, ekki nauðsyn- lega leiknum, sumar eru teiknað- ar, aðrar hreinræktaðar heim- ildamyndir um mannlíf og borg- arbrag. Við fáum að sjá dæmi þessa þar sem er myndin París að nóttu (Paris la nuit) frá árinu 1955. Hugmyndin er skemmti- lega einföld, að sýna mannlífið í Parísarborg eftir að skyggja tekur, hvernig glaðværðin, já jafnvel léttúðin, verður að loKurn að láta í minni pokann fyrir næt- urmyrkrinu og þreytunni. Anatole Dauman ákvað að gefa stuttmyndinni stuðning sinn, nú er eftir að sjá hvort Akureyr- ingar gefi Dauman tækifæri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.