Dagur - 08.12.1990, Síða 19

Dagur - 08.12.1990, Síða 19
Laugardagur 8. desember 1990 - DAGUR - 19 : íslensk tunga og íslensk menníng Talað er um að íslensk tunga sé í hættu vegna áhrifa frá umheimin- um, einkum frá ensku eða amer- ísku. Margt fólk, bæði ungt og gamalt, bregður fyrir sig enskum slettum eða dönskum, ef því er að skipta: „All right", „Það meikar engan díl“, „No big deal“, „OK“, „bæ“, „see you“, „vesen". Ýmsar starfsstéttir, sem til að mynda fást við tækni, vís- indi eða ferðamál svo eitthvað sé nefnt, bregða líka fyrir sig ensku í starfi sínu. Tungumál er félagslegt tján- ingartæki, eins og kallað er. Frumskilyrði er að tungumál þjóni þessum aðaltilgangi: að fólk geti gert sig skiljanlegt, kom- ið hugsunum sínum, skoðunum - og tilfinningum á framfæri. Það er mergurinn málsins. Svo má tala um fagurt mál og gott mál og rétt mál og rangt. En um leið og tungumál hættir að þjóna megin- tilgangi sínum má búast við að það lognist út af, deyi - eða breytist. Og það gera flest tungu- mál og hafa alla tíð gert. Sigurður Nordal prófessor, sá merki menningarfrömuður, sagði eitt sinn að hann óttaðist ekki tökuorð í íslensku heldur fremur hitt að íslenska dæi úr ófeiti, eins og hann orðaði það. Átti hann við að ef orð vantaði í málið og menn gætu ekki lengur tjáð hug sinn - það er að segja að málið gæti ekki gegnt þessum megin- tilgangi að vera félagslegt tján- ingartæki, dæi málið úr hor. Erlend tökuorð og slettur, slangur, hafa fylgt íslensku máli frá upphafi. Við kristnitöku komu fjölmörg erlend tökuorð inn í málið sem við greinum ekki lengur sem slangur: altari, ábóti biblía, kirkja, kross, prestur, páfi, postuli, messa - og við siða- skiptin varð hið sama uppi á ten- ingnum. Sömu sögu er einnig að segja frá 19. öld, þegar áhrifa erlendra strauma tók að gæta meir en áður, og á þessari öld hafa fjölmörg tökuorð fest rætur: atóm, barokk, bensín, bíll, lítri, metri, rómantík - þótt reynt hafi verið að gera nýyrði um mörg þessi fyrirbæri til þess að varð- veita málið og gagnsæi íslenskrar tungu. Islenska er nefnilega merkilegt tungumál um margt, ekki aðeins vegna þess að hún er móðurmál okkar sem búum á íslandi, þessu hrjóstruga, stóra og kalda landi, langt frá öðrum löndum á mörk- um hins byggilega heims. íslenska er í fyrsta lagi fornlegt mál sem haldið hefur öllum helstu einkennum sínum í þús- und ár. Grunnorðaforðinn er hinn sami, beygingarnar eru að mestu óbreyttar og hljóðkerfið í megindráttum hið sama. Fyrir þær sakir getum við lesið ljóð, frásagnir og sögur sem færð voru í letur fyrir þúsund árum. Þetta er einsdæmi í Evrópu. í öðru lagi er gagnsæi íslenskr- ar tungu meira en í flestum skyld- um málum. í flestum Evrópumál- um er orðið kompass, konipás notað um það sem við köllum áttavita. Enginn veit að orðið compassus er komið út latínu og sögnin compassarc í latínu merkti að mæla vegalengd. Hins vegar skilur hvert mannsbarn íslenska orðið áttaviti, „sá sem veit/sýnir áttirnar“. Orðið kíkir er komið út dönsku, kikkert, en Jónas Hallgrímsson gerði nýyrð- ið sjónauki, sem allir sjá hvernig myndað er og skilja til fullnustu. Orðið bókasafn er notað um það sem í flestum málum er kallað bibliotek, og fæstir vita hvernig myndað er, og þannig mætti lengi telja til að sýna gagnsæi íslenskr- ar tungu. í þriðja lagi eru engar mál- lýskur á íslandi og ekkert yfir- stéttarmál hefur nokkru sinni myndast hér, og þótt Vestfirðing- ar segi lAngur og Sunnlendingar séu obboð linmæltir og Norð- lendingar segi meNNtun verður þetta naumast talið til mállýskna. Margar ástæður eru fyrir því að mállýskur hafa ekki myndast á íslandi og verða þær ástæður ekki raktar hér. En fyrir þessar sakir og margar aðrar hefur íslenska mikla sérstöðu meðal tungumála í Evrópu. íslensk tunga er grundvöllur að íslenskri menningu og sjálfstæði landsins og fullveldi, sem við minnumst hinn 1. desember ár hvert. Skáld landsins hafa sungið tungunni lof. Matthías Jochums- son yrkir í kvæði sínu BRAG- ARBÓT til Vestur-íslendinga um tunguna og segir m.a.: Tungan geymir í tínians straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elstu þjóðum. Og í kvæðinu MÓÐIR MÍN segir Einar Benediktsson hin fleygu orð: „Ég skildi, að orö er á Is- landi til/um allt, sem er hugsað á jörðu". Ljóst er af áhuga almennings á íslensku máli að tungan á sér enn langra lífdaga auðið meðan menn gera sér grein fyrir því hve dýr- mæt eign hún er. Tryggvi Gíslason: Akureyrarpistill Þórs- peysur í öllum stæröum til sölu á eftirtöldum stööum: Hallarportinu (á laugardögum kl. 11 -16), Allir sem 1, íþróttavöruverslun, Strandgötu 6 og hjá öllum deildum Þórs. Þórspeysa er góð og falleg gjöf. Um sameiningu Presthólahrepps og Öxarfjarðarhrepps í eitt sveitarfélag. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst ekki síðar en 12. desember og fer fram hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Háaleitisbraut 11, í Reykjavík, Fjórð- ungssambandi Norðlendinga, Glerárgötu 24 á Akur- eyri og hjá hreppstjórum viðkomandi hreppa. Kosið verður í grunnskólunum á Kópaskeri og í Lundi, þann 22. desember. Hreppsnefndir Presthólahrepps og Öxarfjarðarhrepps. AKUREYRARB/ER Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 10. desember 1990, kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigríður Stefánsdóttir og Hulda Eggertsdóttir, til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. VERÐBREYTINGAR- STUÐULL FYRIRARIÐ 1990 Samkvœmt ákvœðum 26. gr. laga nr. 75 frá 14. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjórl reiknað verðbreytingarstuðul fyrlr árið 1990 og nemur hann l, 1916 mlðað vlð l ,0000 áárinu 1989. Reykjavík 30. nóvember 1990 RSK RlKISSKATTSTJÓRI Móðir okkar, RÓSFRÍÐUR SIGTRYGGSDÓTTIR, Samkomugerði II, sem lést að Kristnesspítala mánudaginn 3. desember verður jarðsett að Saurbæ, þriðjudaginn 11. desember, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda: Börn hinnar látnu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.