Dagur - 12.12.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 12.12.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 12. desember 1990 fréttir Málefni verndaðra vinnustaða rædd á Alþingi: Tillaga um vörukymiingu og ríkisinnkaup Þingsályktunartillaga um kynningu á vörum frá vernd- uðum vinnustöðum og vöru- innkaupum á vegum ríkisstofn- ana fyrir slíka vinnustaði var lögð fram á Alþingi nýlega. Flutningsmenn tillögunnar eru Skúli Alexandersson, Margrét Frímannsdóttir, Stefán Guð- mundsson, Karvel Pálmason, Kristín Einarsdóttir, Salóme Þorkelsdóttir og Hulda Jensdótt- ir. Tillagan hljóðar þannig: „Al- þingi skorar á ríkisstjórnina að hún beiti sér fyrir sérstöku átaki til vandaðrar kynningar á vörum frá vernduðum vinnustöðum. Sömuleiðis að ríkisstjórnin sjái fyrir því að ríkisstofnanir og opinber fyrirtæki beini innkaup- um sínum í sem ríkustum mæli að hinum fjölbreyttu vörum sem þessir vinnustaðir framleiða og hafa á boðstólum. Þannig verði rekstrargrundvöllur verndaðra vinnustaða best styrktur, atvinna fatlaðra betur tryggð og beinna styrkveitinga ríkisvaldsins ekki þörf í eins ríkum mæli.“ í greinargerð með tillögunni er vitnað í skýrslu, sem lögð var fram í júnímánuði sl. um vernd- aða vinnustaði, unna á vegum félagsmálaráðuneytisins. Hægt er að flokka slíka vinnustaði í þrjá flokka eftir markmiðum. í fyrsta lagi þjálfunar- og endurhæfingar- staði, í öðru lagi langtímavinnu- Skagafjörður: Opínn fundur félags um sorg og sorgarviðbrögð Félag um sorg og sorgarvið- brögð í Skagafirði heldur opinn fræðslufund í Safnaðar- heimilinu á Sauðárkróki í kvöld klukkan 21.00. Ræðu- maður fundarins verður dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og nefnist fyrirlestur hans „Sorgin og Guð“. Stutt er síðan hið skagfirska félag var stofnað og er formaður þess Pálmi Rögnvaldsson. Um jól sakna menn horfinna ástvina oft hvað mest og sorgin verður mikil. Félaginu þykirþví tilhlýði- Iegt að halda þennan fund núna þegar jólin eru á næsta leiti. (Fréttatilkynning.) staði fyrir fólk sem á í erfiðleik- um með að fá vinnu við sitt hæfi á almennum vinnumarkaði, og í þriðja lagi vinnustaði sem sam- eina þetta tvennt. „Margir aðilar í þjóðfélaginu hafa afnot fyrir þá vöru sem þessi fyrirtæki framleiða. Ganga má út frá því sem vísu að fyrirtæki jafnt sem einstaklingar mundu að öðru jöfnu velja frekar framleiðslu verndaðra vinnustaða en t.d. inn- flutta vöru sömu tegundar til sinna þarfa eða rekstrar. Mikil nauðsyn er á góðri og vandaðri kynningu sameiginlega á möguleikum þessara fyrirtækja til að uppfylla með framleiðslu sinni ýmsar þarfir opinberra aðila, einkafyrirtækja og almenn- ings. Ekkert er eðlilegra en að slík kynning sé skipulögð og kostuð af ríkissjóði. Ótvíræð skylda ríkisvaldsins er sú að koma sem best til móts við verndaða vinnustaði, m.a. með innkaupum frá þeim svo sem framast má verða. Á hverju ári er varið talsverð- um fjármunum í beina styrki til að standa undir rekstri þessara vinnustaða. Það er því beinn hag- ur hins opinbera að stuðla að betri rekstri fyrirtækjanna með því að vinna að aukinni sölu á framleiðsluvörum þeirra á þann hátt sem lagt er til með þessari þingsály ktunartillögu. “ Samkvæmt heimildum Dags hefur tillaga þessi vakið mikla athygli innan raða fatlaðra og meðal þeirra sem tengjast vernd- uðum vinnustöðum. Forsvars- menn verndaðra vinnustaða, sem í erfiðleikum hafa átt undanfarið hafa sagt, að ef lög um innkaup ríkisins frá þessum vinnustöðum hefðu verið í gildi væru þeir mun betur settir en raunin er á í dag, en verndaðir vinnustaðir m.a. á Akureyri hafa barist í bökkum í mörg ár. EHB Ferðir áætlunarbifreiða frá Akureyri í desember: Mikill annatími sem aJltaf á þessum árstíma í desember er mikill annatími hjá sérleyfishöfum er annast akstur áætlunarbifreiða til og frá Akureyri. Norðurleið heldur uppi ferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur dag hvern í desember nema þann 24., 25. og 31., jafnframt sem engin ferð verður 1. janúar 1991. Brottfarartími frá Reykjavík er kl. 8.00 en frá Akureyri kl. 9.30. Afgreiðslustaðir Norðurleiða eru: Bifreiðastöð íslands, Um- ferðarmiðstöðinni í Reykjavík, Söluskálinn á Hvammstanga, Blönduskálinn á Blönduósi, Hótel Varmahlíð, Verslun Har- aldar Júlíussonar á Sauðárkróki og Umferðarmiðstöðin Hafnar- stræti 82 á Akureyri. Sérleyfið Húsavík-Akureyri- Húsavík, sem Björn Sigurðsson rekur, heldur uppi ferðum alla daga desembermánaðar nema þann 23., 24., 25., 26., 30. og31. jafnframt sem engin ferð verður 1. janúar. Afgreiðslustaðir eru á Akureyri í Umferðarmiðstöðinni Hafnarstræti 82 og á Húsavík í skák F Sveitakeppni grunnskóla: A-sveit Lundarskóla sigraði í yngri flokki Afgreiðslu Björns Sigurðssonar Garðarsbraut 7. Sérleyfisbílar Akureyrar, sem sjá um sérleyfið Akureyri-Mý- vatn-Akureyri, munu aka sam- kvæmt vetraráætlun á fimmtu- dögum, föstudögum og sunnu- dögum. Ein ferð verður farin milli jóla og nýárs þann 28. des- ember og fyrsta ferð á nýju ári verður 2. janúar. Upplýsingar um rútuferðir í desember til Dalvíkur og Ólafs- fjarðar lágu ekki fyrir á Umferð- armiðstöðinni á Ákureyri þegar upplýsinga var leitað í fyrra- dag. ój Starfsmcnn KEA koma jólatrénu, sem félagið gefur bæjarbúum í jóla- gjöf, fyrir við Akureyrarkirkju. Mynd: Goiii Jólatré lýsa upp tilveruna Akureyri er smám saman að færast í jólabúning. Búið er að kveikja á trénu við Ráð- hústorg og jólasveinarnir eru búnir að stíga fram á svalir Vöruhúss KEA. Fyrirtæki jafnt sem opinberar stofnanir leggja mörg hver sitt af mörkum svo bærinn verði sem jólalegastur. Kaupfélag Eyfirðinga hefur um áratuga skeið gefið bæjarbúum jólatré í jólagjöf, sem sett hefur verið upp við Akureyrarkirkju og auk þess látið skreyta handriðin meðfram kirkjutröppunum og hengt upp stjörnu í Gilinu. Þá hefur KEA einnig keypt tré sem stendur við Glerár- kirkju, annað sem fer út í Grímsey og jólatré í Hrísey, svo eitthvað sé nefnt. Verkalýðsfélagið Eining: Meiraprófsnámskeið ekki verið styrkt Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri vill taka fram að hvorki meiraprófsnámskeið, lyftaranámskeið eða önnur slík vinnuvélanámskeið hafi verið styrkt af hálfu félagsins. Flugleiðir hf. og Flugfélag Norðurlands hf.: „Fólk ættí að panta fyrr en seinna“ - segir Bryngeir Kristinsson, Sveitakeppni grunnskóla á Akureyri og í nágrenni er nú lokið. Um síðustu helgi feng- ust úrslit í keppni í yngri flokki (1.-7. bekk) og hreppti A-sveit Lundarskóla 1. sætið. Sveitin fékk 41 vinning af 44 möguleg- um sem er mjög góður árang- ur. í 2. sæti varð B-sveit Lundar- skóla með 33 vinninga en hörku- keppni var um bronssætið. Leik- ar fóru svo að Síðuskóli trýggði sér 3. sætið með 26 vinninga, A- sveit Laugalandsskóla varð í 4. sæti með 25!4> vinning, Glerár- skóli lenti í 5. sæti með 24 vinn- inga og Oddeyrarskóli í 6. sæti með 22 vinninga. Alls kepptu 12 sveitir í yngri flokki, en eins og við höfum greint frá röðuðu sveitir frá Gagnfræðaskóla Akureyrar sér í þrjú efstu sætin í eldri flokki. Sigursveit Lundarskóla skip- úðu þeir Hafþór Einarsson, Hall- dór I. Kárason, Einar J. Gunn- arsson og Bárður Sigurðsson. SS „Desembermánuður er mikill annatími hvert sem litið er. Vöru- og fólksflutningar flug- félaga eru í hámarki og við- hlítandi ráðstafanir þarf að gera svo allt gangi eðlilega fyr- ir sig,“ sagði Bryngeir Kristins- son, starfsmaður Flugleiða hf. á Akureyri. Að sögn Bryngeirs er opið í flest flug enn. Fólk, sem ætlar að ferðast með flugi um jól og ára- mót, ætti að panta flug fyrr en seinna. „Hápunkturinn verður föstu- dagurinn 21. desember, en þá er ráðgert þotuflug til Akureyrar. Þotan verður hér kl. 18.45. Áðrá daga verður flogið samkvæmt áætlun hjá Flugleiðum. Flug ligg- ur niðri á jóladag og nýársdag. starfsmaður Flugleiða Flugfélag Norðurlands hf. flýg- ur nú samkvæmt áætlun á við- komustaði sína, en eftir 18. des- ember verður ferðum fjölgað til að mæta aukinni eftirspurn,“ sagði Bryngeir Kristinsson. ój Björn Snæbjörnsson, varafor- maður Einingar, hafði samband við Dag vegna fyrirspurna um ofangreinda styrki. I grein sem birtist hér í blaðinu í síðustu viku um meirapróf bifreiðastjóra sagði frá því að verkalýðsfélög styrktu félagsmenn til að sækja slík námskeið. Björn segir að eina félagið sem hefði gert þetta væri Verkamannafélagið Dags- brún í Reykjavík. Hann segir það vera ákvörðun hvers félags fyrir sig hvort eða hvaða nám- skeið séu styrkt, en hjá Einingu hafi engin ákvörðun verið tekin um að styrkja þátttöku í meira- prófsnámkeiðum eða vinnuvéla- námskeiðum. Gallerí AllraHanda: Afinæliskynnmg á verkum þekktra listamanna Gallerí AlIraHanda er fjögurra ára um þessar mundir. I tilefni afmælisins hefur galleríið nú opnað í göngugötunni, nánar tiltekið Hafnarstræti 107 og munu á næstunni verða kynnt verk ýmissa þekktra lista- manna þjóðarinnar. Gallerí AllraHanda hefur á undanförnum fjórum árum kynnt verk margra listamanna, einkum myndlistar- og leirlistarmanna. í tilefni afmælisins hefur verið efnt til fjölbreyttrar kynningar á verk- um listamanna, bæði þeirra er áður hafa verið kynntir og einnig annarra. Afmæliskynning Gallerís AllraHanda stendur yfir í des- ember. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.