Dagur - 12.12.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 12.12.1990, Blaðsíða 3
fréttir Miðvikudagur 12. desember 1990 - DAGUR - 3 Slökkvilið Akureyrar: Kannar notkun lyftara og hakastiga við háhýsi Slökkviliðið á Akureyri próf- aði lyftara í eigu SS Byggis á tveimur stöðum í bænum í síð- ustu viku; í átta hæða fjölbýlis- húsi við Tröllagil og við bæjar- skrifstofurnar við Geislagötu. Notkunarmöguleikar á vinnu- tækinu til slökkvi- og björgun- arstarfa voru þá sérstaklega Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri Sauðárkróks, var í Stokkhólmi í Svíþjóð í síðustu viku og tók þar við viðurkenn- ingum fyrir þátttöku bæjarins í átaki gegn reykingum sem krabbameinsfélög á Norður- löndum stóðu fyrir. „Það voru afhentar viðurkenn- ingar til þeirra bæja sem voru með besta þátttöku í hverju Iandi fyrir sig og síðan verðlaun fyrir bestu þátttökuna hlutfallslega yfir öll Norðurlöndin, en þau verðlaun hlaut Sauðárkrókur," sagði Snorri Björn, nýkominn frá Svíþjóð. kannaðir, en lyftari þessi nær allhátt frá jörðu með menn og búnað. Eins og kunnugt er hefur Slökkvilið Akureyrar ekki yfir neinum körfubíl að ráða, þrátt fyrir augljósa nauðsyn og inarg- endurteknar beiðnir til bæjaryfir- valda á undanförnum árum. Sauðárkrókur: Hlutfallslega hættu flestir að reykja á Sauðárkróki af öllum þeim bæjum sem þátt tóku á Norðurlöndunum. Fyrirþað hlýt- ur Sauðárkrókskaupstaður verð- launagrip sem ekki hefur rnikið verið vitað um hingað til annað en að hann er 150 kg á þyngd.. Blaðamaður spurði því Snorra Björn hvort hann hefði séð gripinn. „Ég fékk ekki að sjá hann, en stór litmynd prýddi þarna einn vegginn af verðalaunagripnum í fullri stærð. Þetta verður að telj- ast glerlistaverk og er á stærð við fullorðinn mann. Mér fannst einnig vera á því mannsmynd, en Tómas Búi Böðvarsson, slökkvi- liðsstjóri, segir að til sé skrá hjá slökkviliðinu yfir ýmis tæki og vélar sem að gagni gætu komið í ákveðnum tilvikum. Þegar frétt- ist af hinum nýja lyftara SS Byggis var tækifærið notað og hann skoðaður með tilliti til nota- gildis við bruna og bjarganir. ekki veit ég hvað aðrir segja um það.“ Að sögn Snorra Björns er grip- urinn á leið til landsins með skipi og sagðist hann vona að hann kæmist óbrotinn til Króksins, en þar yrði honum örugglega fund- inn einhver staður innandyra. SBG Lyftari sá sem hér um ræðir er vinnuvél, og því hæggengur. í neyðartilvikum getur verið sein- legt að koma slíku tæki við, bæði vegna takmarkaðs ökuhraða og ýmiss umstangs við að ná í eig- endur og tækið sjálft. Tómas Búi segir mörg dæmi vera um bruna á Akureyri þar sem körfubíll eða álíka tæki hefði gert slökkvistarf mun auðveld- ara, en í suinurn tilvikum væri nauðsynlegt að komast að þaki eða efstu hæðum húsa nteð slík tæki og sekúndur gætu skipt máli. í Tröllagili klifruðu slökkvi- liðsmenn milli svala hússins með hjálp svonefndra hakastiga, en þeim er krækt í svalahandrið. Slökkviliðsmenn geta klifrað milli hæða með hjálp stiganna, þótt slíkt sé í mörgum tilvikum alls ekki hættulaust, t.d. við aðstæður eins og skapast við slökkvistarf í frosti. Stigar þessir bjóða ekki upp á þann möguleika að slökkviliðsmenn geti borið fölk niður þá. Slökkviliðinu er kunnugt um norskan búnað til bjargar fólki úr háhýsum. Tómas Búi segir að um sé að ræða útbúnað sem festur er á svalir eða glugga, og menn geta látið sig síga niður í. „Við viljum gera fólki ljóst við hvaða aðstæð- ur það býr, án þess að skapa hræðslu. Én til þess er fræðsla og forvarnastarf í brunavörnum nauðsynlegt,“ segir slökkviliðs- stjóri. EHB Ritvélar í úrvali Bókabúðin Edda Hafnarstrcti 100 Akursyri Simi 24334 Húsgagnaúrval Glerlistaverk í verðlaun fyrir að hætta að reykja Akureyri: Oli G. og Valgarour vilja sýna í Lahti Tveir myndlistarmenn sóttu um dvöl í Lahti, vinabæ Akur- eyrar í Finnlandi, en umsókn- arfrestur rann út fyrir skömmu. Þetta eru þeir Val- garður Stefánsson og Óli G. Jóhannsson. Menningarmála- nefnd hefur falið Ingólfi Ár- mannssyni, menningarfulltrúa, að annast framhald málsins. Leiðrétting: Sigurbjörg en ekki Sigurborg í frétt Dags fyrir helgi af verð- launaafhendingu fyrir þátttöku í samkeppni norrænu krabba- meinsfélaganna um reykbind- indi, var farið rangt með nafn vinningshafans í Eyjafirði. Sagt var að Sigurborg Snorradóttir hafi hlotið verðlaun en hið rétta er að vinningshafinn heitir Sigur- björg og er Snorradóttir. Þetta leiðréttist hér með og er hlutað- eigandi beðinn velvirðingar á mistökunum. Ingólfur sagði í samtali viö Dag að verið væri að vinna í því að gefa báðum listamönnunum kost á að fara til Lahti. Hann kvaðst hafa haft samband við forsvarsmenn sýningarsalarins í Lahti og hann mun síðan ræðai við myndlistarmennina um skip- an ntála. Að sögn Ingólfs var upphaf- lega stefnt að því að myndlistar- maður frá Akureyri yrði í Lahti í ágústmánuði á næsta ári, setti þar upp sýningu og hefði aðgang að vinnustofu. Tímasetningin gæti þó breyst. „Þetta verður sennilega ekki komið alveg á hreint fyrr en í janúar en ég tel nokkuð góðar líkur á því að þeir geti farið báðir,“ sagði Ingólfur. SSi Föstudaginn 14. desember lýkur fresti til áskriftar á hlutabréfum í Útgerðarfélagi Akureyringa h,f. Sölugengi veröbréfa þann 12. des. Einingabréf 1 5.213,- Einingabréf 2 ....... 2.825,- Einingabréf 3 ....... 3.429,- Skammtímabréf ........ 1,752 Auðlind hf ........... 1,014 l<AUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 ■ Akureyri • Sími 96-24700 Hornsófi nr. 350. Leður ó slitflötum. Verð aðeins kr. 124.110,- stgr. Sófasett nr. 415. Sófi og 2 stólar. Alklœtt mjúku anilin leðri. Verð aðeins kr. 170.640,- stgr. Þetta eru aðeins sýnishorn af stórkostlegu húsgagnaúrvali okkar |xK]\öruboerfh IjzJ husgagnaverslun TRVGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKURF.YRI SÍMi (96)21410

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.