Dagur - 12.12.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 12.12.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 12. desember 1990 bœkur i Bamagælur Örn og Örlygur hafa sent á mark- að bókina Barnagælur - Amma yrkir fyrir drenginn sinn eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur með teikningum eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur. „Hér er á ferðinni einstaklega falleg bók með ljóðum Jóhönnu. Hér eru ljóðin hennar ömmu komin með gullfallegum mynd- um og ljóðin og myndirnar tengja saman gamalt og nýtt. Svona er hægt að flytja menningararf okk- ar milli kynslóða,“ segir í frétt frá Erni og Örlygi vegna útkomu bókarinnar. Horfnir starfshættir - og leiftur frá liðnum öldum Árið 1975 gáfu Örn og Örlygur út bókina Horfnir starfshættir eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi. Dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands, ritaði formála bókarinnar. Þar sagði hann m.a.: „Það er alveg víst að hver sá HORFNIR STARFSHÆTTIR .. , ’ h glöggur fróðleiksmaður sem dregur upp sína mynd af því gamla lífsmunstri sem eitt sinn var allsráðandi en er nú með öllu horfið mun óhjákvæmlega leggja eitthvað af mörkum til þeirrar heildarmyndar sem seinni menn munu vilja setja saman af þessum gamla íslenska heimi og aldrei þykja nógu ítarleg... Af þessu tagi er þetta framlag Guðmundar Þorsteinssonar frá Lundi, þátta- safn til íslenskrar menningar- sögu.“ Nú eru Horfnir starfshættir komnir út í 2. útgáfu hjá Erni og Örlygi. í fyrri útgáfu voru engar ljósmyndir en hin nýja útgáfa er prýdd ótrúlegum fjölda gamalla ljósmynda sem ívar Gissurarson þjóðfræðingur og fyrrum for- stöðumaður Ljósmyndasafnsins safnaði. Auk þessa mikla mynd- efnis sem birtist í þessari útgáfu og stóreykur fræðslugildi verks- ins eru í því vandaðar skrár m.a. atriðisorðaskrá. Þá fylgir því við- bætir sem Guðmundur hafði sent útgáfunni skömmu fyrir andlát sitt. f þeim viðbæti er m.a. merk- ur þáttur um jársmíðar sem mun ekki eiga sér hliðstæðu á prenti og vera gott innlegg í íslenska iðnsögu. Sunnudaginn 16. desember nk. býð- ur íslandsbankinn á Akureyri öllum ungum viðskiptavinum sínum á „Litlu jólin“ með Óskari og Emmu. Skemmtunin hefst kl. 15.00 og stendur til kl. 17.00, og er haldin í íþróttahöllinni. Miðar verða afhentir í útibúum bankans í Skipagötu og Hrísalundi, og gilda þeir einnig sem happdrættis- miðar. Munið að sækja ■MlBPk. miðana. Jm Dagskrá: Bjartmar Guðlaugsson Ingimar Eydal Kórsöngur Óskar og Emma Jólasaga Happdrætti Jólasveinar Svaladrykkur og gott í poka Jóladans og fl. . iWftwpiiii jjjiQ; Örn og Örlygur hafa sent frá sér bókina Hundalíf Lubba. Þetta er fjörleg saga með lit- skrúðugum myndum. Lubbi er kátur, loðinn og lubbalegur hundur sem á heima á ruslahaug- um. Þar hittir Lubbi kisu og þó að hundar og kettir séu ekki miklir vinir gera þau með sér félag til þess að standa betur að vígi í lífsbaráttunni. Félags- skapurinn gefst vel og Lubbi skynjar hvers virði það er að eiga sér vin og félaga. Á bláþræði Komin er út hjá Vöku-Helgafelli nýjasta bók metsöluhöfundarins, Victoríu Holt, Á bláþræði. Þetta er rómantísk spennusaga í þeim stíl sem aflað hefur höfundinum einstakra vinsælda um allan heim. Víst er að bókin mun ekki valda hinum fjölmörgu aðdáend- um höfundarins hér á landi von- brigðum. I bókinni segir frá Elenóru sem eyðir barnæsku sinni í húsi hinn- ar valdamiklu Sallonger-ættar í Bretlandi. Uppruni hennar er leyndardómur sem hún fær ekki vitneskju um fyrr en hún er orðin gjafvaxta. Þá tekur líf hennar miklum breytingum og hamingj- an ríkir um sinn. Á bláþræði er 228 bls. og kost- ar 1.790 krónur. Heiða Komin er út hjá Vöku-Helgafelli hin sívinsæla barnasaga um Heiðu. Sagan er meira en hundr- að ára gömul, en er hér endur- sögð af Anne de Graaf á þann hátt að hún er skiljanlegri nútíma- lesendum. Bókin er skreytt lit- myndum á hverri síðu eftir list- málarann Chris Molan. Heiða er munaðarlaus stúlka sem flyst til afa síns í svissnesku ölpunum. Hún hafði ekki séð afa sinn fyrr og rétt þegar henni er farið að þykja vænt um hann og nýja heimilið sitt er hún tekin frá honum og send til ókunnugs fólks í fjarlægri borg. Borgarlífið á ekki við Heiðu og hún saknar afa síns, fjallanna og frelsisins. Þrátt fyrir það lærir Heiða ýmislegt í borginni sem á eftir að reynast henni dýrmætt eftir að hún kemst aftur heim til afa síns. Bókin um Heiðu er 94 bls. og kostar 978 krónur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.