Dagur


Dagur - 05.01.1991, Qupperneq 6

Dagur - 05.01.1991, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 5. janúar 1991 Passíukórinn tónlist u tónleikar, 30. desember Sunnudaginn 30. desember þélt Passíukórinn tónleika í Akureyr- arkirkju. Á efnisskrá var messa eftir Marc-Antonie Charpentier, franskt tónskáld, sem uppi var á 17. öld og nokkuð fram á þá 18. Hann var samtíðamaður leikrita- skáldsins Moliére og tónskáldsins Tully. Charpentier stóð mjög í skugga Tullys. Tónverk hans voru að heita mátti óþekkt þar til á þessari öld en nú þykir mönnum, að Charpentier hafi ekki notið sannmælis í samtíð sinni og að hann sé á meðal fremstu tónskálda Frakka á 17. öldinni. Messan, sem Passíukórinn flutti 30. des. er samin fyrir ein- söngvara, kór, litla hljómsveit og orgel. Stjórnandi var Roar Kvam. Frammistaða einsöngvara var yfirleitt góð. Þeir sungu af öryggi. Innkomur voru góðar og hljómurinn hreinn. Hólmfríður Benediktsdóttir, sópran, átti góða kafla, en rödd hennar virtist á stundum ekki falla svo vel að þessari tegund tónlistar sem skyldi. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, gerði einnig margt prýði- lega. Fyrir kom þó að nokkur skjálfti og óöryggi var á röddinni. Þórunn Guðmundsdóttir og Þuríð- ur Baldursdóttir, alt, virtust ráða vel við hlutverk sín. Fyrir kom þó, að raddirnar urðu afar hljóm- litlar á lágum tónum. Jón Helgi Þórarinsson, bassi, hefur hljóm- þýða rödd, sem hann beitir af smekkvísi. Fyrir kom þó, að hún varð flöt og hljómlítil. Steinþór Þráinsson, bassi, hefur mikla rödd, sem naut sín vel í þýðum köflum, en varð óhóflega belj- andi, þegar henni var beitt af meiri styrk. Messa Charpentiers er skrifuð fyrir tvöfaldan kvartett einsöngv- ara. Tenórar fengust hins vegar ekki til flutningsins að þessu sinni. Því var hlutverki þeirra skipt á aðrar raddir eftir því sem við varð komið. Þetta fyrirkomu- lag kann að hafa valdið nokkrum þeim göllum, sem voru á frammi- stöðu einsöngvaranna. Passíukórinn var skipaður sautján söngvurum í flutningi messunnar. Karlar voru fimm og konur tólf. Kórinn söng hreint og með allgóðunt hljómi. Hann var hins vegar nokkuð víða of óákveðinn og veikur. Þetta stafar væntanlega að hluta til af því ójafnvægi, sem er í fjölda í röddurn. Með það í huga er það í raun eftirtektarvert, hve vel kór- inn gerir. Það er vafalaust, að ef tækist að fjölga söngvurum í þeim röddum hans, sem lakast eru skipaðar, mætti búast við því, að Passíukórinn yrði mjög gott og afar áheyrilegt hljóðfæri. Hljómsveitin, sem lék með í flutningi Messu Charpentiers, var skipuð hljóðfæraleikurum úr Kammerhljómsveit Akureyrar. Skemmst er frá því að segja, að þeir stóðu sig með prýði. Svo er komið, að ganga má að slíku sem næst vísu, sem er enn ein stað- festing þeirra framfara, sem kammerhljómsveitin hefur tekið á undanförnum árum. Á orgelið lék Helga Kvam og gerði það snyrtilega. Tónleikarnir voru vel sóttir og kunnu áheyrendur greinilega vel að meta það, sem flutt var. Það er þarft framtak að kynna tónlist- arunnendum hin ýmsu verk tón- bókmenntanna og höfunda þeirra. Aðstandendur tónleika á Akureyri hafa gert talsvert af því og bera þeim kærar þakkir fyrir það. Haukur Ágústsson. Vimmigsnúmer í Jólahappdrætti SUF Eftirtalin vinningsnúmer komu upp í Jólahappdrætti Sam- bands ungra framsóknar- manna 1990: 1. des. 1. vinningur 2036, 2. vinningur 974 2. des. 3. vinningur 3666, 4. vinningur 20 3. des. 5. vinningur 3203, 6. vinningur 3530 4. des. 7. vinningur 5579, 8. vinningur 1452 5. des. 9. vinningur 3788, 10. vinningur 5753 6. des. 11. vinningur 3935, 12. vinningur 3354 7. des. 13. vinningur 5703, 14. vinningur 4815 8. des. 15. vinningur 2027, 16. vinningur 2895 9. des. 17. vinningur 3261, 18. vinningur 2201 10. des. 19. vinningur 3867, 20. vinningur 5194 11. des. 21. vinningur 5984, 22. vinningur 864 12. des. 23. vinningur 1195, 24. vinningur 4874 13. des. 25. vinningur 1924, 26. vinningur 716 14. des. 27. vinningur 5840, 28. vinningur 5898 15. des. 29. vinningur 2517, 30. vinningur 750 16. des. 31. vinningur 4582, 32. vinningur 3085 17. des. 33. vinningur 1142, 34. vinningur 4416 18. des. 35. vinningur 3284, 36. vinningur 3227 19. des. 37. vinningur 5252, 38. vinningur 5168 20. des. 39. vinningur 3154, 40. vinningur 3618 21. des. 41. vinningur 3991, 42. vinningur 3129 22. des. 43. vinningur 2918, 44. vinningur 648 23. des. 45. vinningur 5200, 46. vinningur 1862 24. des. 47. vinningur 1606, 48. vinningur 1262 (Birt án ábyrgðar) í frétt frá SUF eru þeir sem hafa áhuga á að styrkja samtökin hvattir til að greiða heimsenda gíróseðla og leggja á þann hátt baráttunni lið. Allar frekari upp- lýsingar um Jólahappdrætti SUF eru veittar á Reykjavíkurskrif- stofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, 3. hæð, eða í síma 91-624480. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið var í Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 24. des- ember sl. en númerin eru í inn- sigli hjá Borgarfógeta til 7. janú- ar nk. í frétt frá Framsóknarflokkn- um eru velunnarar flokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil, hvattir til að gera skil eigi síðar en 7. janúar. Allar nán- ari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu flokksins í Reykjavík eða í síma 91-624480.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.