Dagur - 19.01.1991, Síða 11

Dagur - 19.01.1991, Síða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 19. janúar 1991 „Er þér illa við að fuglinn sé laus?" sagði Eyvindur Erlendsson þegar ég var sestur í eldhúskrókinn hjá honum í Hátúni á bökkum Olfus- ár. Hann átti við græna páfagaukinn sem flögraði fram og aftur um eldhúsið og augsýnilega vanur að hafa dálítið frelsi. „Við leyfum honum oftast að vera lausum. Hann er svo heimakær að hann fer ekkert. Sumu fólki er illa við að hafa lausa fugla í kringum sig og ég man eftir konu sem sagði að það verkaði á sig eins og vita af rottu. En það er svo misjafnt hvernig hlutir fara í fólk." Ég sagðist ekkert hafa á móti fuglinum. Við hefðum aðeins gott af félagsskap hans og minntist á konu í Flóanum sem átti fullt hús af fuglum og fleiri dýrum. Hún var danskrar ættar. Hafði verið ballerína í Kaup- mannahöfn en síðar gerst bóndakona fyrir austan fjall á íslandi. Eyvindur lagði við hlustir. „Ballerína frá Danmörku og eignaðist síðan jörð á íslandi og fór að búa. Þær hafa ekki margar komist svo langt." Fáfræði fólks og áhugaleysi þess um það sem er utan miðbæjar Reykjavíkur er verulegt áhyggjuefni — Lífskúnstnerinn, leikhúsmaðurinn og landsbyggðarfrömuðurinn Eyvindur Erlendsson í helgarviðtali Það er ef til vill dæmigert fyrir lífskúnstn- erinn, leikhúsmanninn og landsbyggðar- frömuðinn Eyvind Erlendsson að halda því fram að það sé takmark að verða bónda- kona á íslandi eftir að hafa dansað ballett á leikhúsfjölum Kaupmannahafnar. Hann er trúr landsbyggðarhugsjóninni. En hann er einnig sjálfur leikhúsmaður. Menntaður í Rússlandi og hefur farið sínar leiðir í málefnum listarinnar. Hann braut blað í íslensku leikhúslífi með stofnun Leiksmiðj- unnar, sem var undanfari fleiri leikhópa og nú er sjálfsagt mál að leiklistarfólk taki sig saman, myndi leikhópa og setji upp sýning- ar án þess að hneykslast sé á framhleypni áhugamanna, sem vilja vinna við list sína og telja sig hafa erindi við samtímann. Eyvind- ur hefur komið víðar við í leikhúslífinu og var meðal annars leikhússtjóri á Akureyri á árunum 1974 til 1976 þegar Leikfélag Akur- eyrar var að þróast úr áhugamannafélagi í atvinnuleikhús. Hann fór aftur suður en ekki til höfuðborgarinnar. Of trúr lands- byggðarhugsjóninni til þess. „Fór með ferðamannahóp til Rúss- lands því ég gat komist heim með honum aftur ef mér litist ekki á“ Mér lá forvitni á að vita af hverju hann valdi Rússiand er hann hugaði að framhaldsnámi eftir Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. „Við fáum okkur kaffi og svo getum við spjallað um eitthvað á eftir,“ sagði Eyvind- ur og hellti vatni á bláu kaffikönnuna. „Meira að segja alvörukaffi. Við fengum einu sinni kaffivél í jólagjöf en hún bilaði og síðan höfum við drukkið alvörukaffi." Þeg- ar alvörukaffið hafði runnið í bollana og vætt kverkarnar fór ég að segja frá því að mér hafi fundist framandi að sjá venjulega fjölskyldufeður fara með konurnar og börn- in í óperuna og í sirkusinn í einkennisbún- ingum. Hann áttaði sig greinilega um hvað ég var að tala og tók af mér orðið. „Þeir fara aldrei úr honum, kannski á meðan þeir sofa, ekki á almannafæri. Hvernig er það á Vesturlöndum. Verða menn sem hafa ákveðna tign í herjum þar ekki að vera í einkennisbúningi opinber- lega.“ Við veltum því fyrir okkur hvort þeir verði einnig að bera einkennisbúninga í leyfum og svo fórum við að tala um Sovét- ríkin. Eyvindur sagði að sig hefði langað til að fara utan til frekara náms í sambandi við leikhúsfræðina eftir Leiklistarskólann hér heima og haft áhuga á Rússlandi í því sam- bandi. Hann frétti af nemendastyrkjum er Sovétmenn veittu íslendingum og sótti um. „Ég fékk ekkert svar fyrr en um haustið er komið var að því að ég skyldi hefja námið. Og ég var ekki öruggari en það að ég fór utan með ferðamannahóp. Eg vissi að ég gæti komist með honum til baka ef þetta stæðist ekki eða mér litist ekki á kringum- stæðurnar. En síðan höguðu atvikin því þannig að ég lauk mínu námi í Moskvu og setti þar upp prófsýningu. Ég gat valið hvort ég ynni verklega hluta námsins þar ytra eða hér heima og ég valdi að gera það hér. Af þeim sökum varð dvölin eystra ekki sam- felld en ég hafði líka mikið gagn af leik- húsvinnunni heima. Rússneskir leikstjórar eru ekkert fyrir það að hleypa nemum inn í verk hjá sér og því fólst mikið af verklegu leikhúsnámi í Moskvu í því að fylgjast með, vera einskonar áhorfandi að verkum ann- arra og skrifa síðan skýrslur sem voru metn- ar sem verkleg þjálfun. Hér heima átti ég þess hinsvegar kost að setja sjálfur upp sýn- ingar. Vinna raunverulega sem leikstjóri og skrifa síðan um þessi verkefni og Ieggja rit- smíðarnar fram sem hluta af náminu.“ Allt í gegnum opinberar nefndir og kerfi - Þú settir lokaverkefnið upp í Moskvu? „Sem lokaverkefni setti ég upp verk eftir Edward Olby. Verkið heitir Söngurinn um sorgarkrána. Uppfærslan tókst mjög vel og sýningin var á fjölunum í að minnsta kosti 17 ár. Leikkonan sem var í aðalhlutverkinu varð fljótt leiðandi afl í sýningunni og ég álít að það hafi átt mikinn þátt í því hversu vin- sældirnar urðu miklar. Ég held að ég ljóstri engu upp þótt ég segi frá því að þessi kona er væntanleg hingað til lands næsta vetur til að sviðsetja í Borgarleikhúsinu. Ég hef ekki séð hana lengi því það var engin leið fyrir mig að halda sambandi við kunningjafólk mitt í Moskvu. Bæði pólitískt og einnig fyrir það að öll samskipti voru svo seinvirk. Allt varð að fara í gegnum opinberar nefndir og kerfi.“ Keyptu kýrnar af gömlu konunum en gleymdu að gefa út tilskipanir um að heyja - Þú hefur verið í Rússlandi í byrjun stöðnunartímans? „Ég var þar í endanum á þíðunni sem skapaðist á stjórnarárum Krutsjofs. Ég kom heim 1967 um ári eftir fall hans. Þá var ekki farið að bera á miklum breytingum til hins verra. Látið var líta út fyrir að hann hefði orðið að hrökklast frá völdum vegna mis- heppnaðrar landbúnaðarstefnu sinnar. Og það er rétt hann hafði ekkert vit á landbún- aði. Þegar kjötskortur varð spurði hann ráð- gjafa sína hvaða kjöt tæki skemmstan tíma að rækta. Svínakjöt svöruðu þeir og hann gaf út tilskipun um að nú skyldi hefja svína- rækt í stórum stíl. En svín þurfa eitthvað að éta eins og aðrir og hann spurði annan ráð- gjafa sinn hvað svín ætu. Maís var svarið og Krutsjof gaf út tilskipun um að hefja maís- rækt á hveitiökrunum. Skipta varð um korn- tegund á augabragði og maísinn varð ekki tilbúinn í tíma og skortur varð á svínafóðri. Síðan varð aftur skortur á kjöti. í mjólkur- leysi í Moskvu spurði hann landbúnaðar- sérfræðingana um hvaða kýr mjólkuðu mest og var svarað að það væru kýrnar sem gömlu konurnar ættu sjálfar í fjóskofum út um landið. Látum samyrkjubúin kaupa þær skipaði aðalritarinn og embættismennirnir fóru á stúfana og keyptu kýr af gömlum konum og fluttu á samyrkjubúin. En það gleymdist að gefa út tilskipun um að heyja handa þeim og kýrnar sem höfðu mjólkað gömlu konunum vel drápust unnvörpum á samyrkjubúunum. Þannig ráku hver mistökin önnur vegna galla stjórnkerfisins. Þetta er að sjálfsögðu einfölduð mynd en til- skipanakerfið hefur ekki gengið upp heldur leitt af sér fæðuskort og Krutsjof urðu á grundvallarmistök þegar landbúnaðarmálin voru annars vegar. En þau ein og sér veltu honum ekki úr sessi. Hættan fyrir Svovét- menn fólst í þíðunni sjálfri. Glöggir menn þar í landi sáu fram á að svipað ástand myndi verða og nú er orðið. Þá var ekki aðeins talað um tilslökunina heldur einnig hefnd yfir vondu mönnunum sem leitt höfðu þetta ástand yfir þjóðina. Alexander Soltsénítsin var til dæmis ötull talsmaður hefndarstefnunnar. Frá Tbflisi til útlanda - útlönd voru Moskva í augum Georgíumanna Við verðum að athuga það að Sovétríkin eru samsett úr mörgum þjóðum sem eru upprunnar úr ólíkri menningu og búa við mjög ólíkan hugsunarhátt. Sterk þjóðernis- kennd er víða til staðar. Á brautarstöðinni í Tbílisi í Georgíu var skilti sem á var letrað að menn væru að fara til útlanda er þeir fóru með Moskvulestinni. Moskva var þannig útlönd í hugum margra Georgíumanna sem Stalín lét kalla Grúsíu upp á rússnesku. Sovétríkin eru að miklu leyti skipulögð á borðum yfirstjórnar og skipulagningin síðan framkvæmd með valdboðum. Yfirstjórnin og öryggisgæslan eru raunar það eina sem haldið hefur Sovétríkjunum saman og menn sáu afleiðingarnar fyrir sér ef því yrði sleppt. Þeir sem mest voru á móti breyting- um óttuðust afleiðingar eigin gjörða og að átök brytust út ef samfélagið yrði leyst und- an sameiginlegri forsjárhyggju. Afleiðing- arnar af slökunarstefnu Gorbatsjovs komu því ekki á óvart. En það kemur ef til vill á óvart hvað mörgum finnast breytingarnar ganga seint fyrir sig og ætla að kosta mikil átök. Bæði í austurhluta Sovétríkjanna en einnig nær okkur í Eystrasaltslöndunum. Margir Vesturlandabúar eru fáfróðir um byggingu Sovétríkjanna. Þessum heims- hluta hefur Verið lýst með þeim hætti í kennslubókum og víðar að til er fólk á Vest- urlöndum sem jafnvel álítur að flestir Sovét- menn séu Rússar. Sovétríkin hafa birst íbú- um Vesturlanda sem einn aðili er heyrt hef- ur undir tiltekna stjórnmálastefnu og af þeim ástæðum verið skilgreind sem óvinur- inn.“ Gjörólíkar þjóöir - en hafa blandast saman „Þjóðirnar sem byggja Sovétríkin eru gjörólíkar. Tökum Armena sem dæmi og svo Gyðinga sem orðið hafa að búa saman sem ein þjóð innan sovétskra landamæra.“ Eyvindur heldur áfram að tala um Sovétrík- in. Hann segir að í Kazakstan sé það sjón- armið ríkjandi að fjölskyldur eigi mörg börn og kerfið geri ráð fyrir að svo sé. Á Moskvu- svæðinu sé hins vegar óalgengt að hjón eigi fleiri en tvö börn. Sum eigi aðeins eitt eða jafnvel ekkert. Fólksfjölgunin í Kazakhstan sé því margföld á við það sem hún sé í ýms- um öðrum hlutum Sovétríkjanna. Atvinnu- tækifærin séu aftur á móti í engu samræmi við fólksfjölgunina og margt fólk flytjist þaðan búferlum til annarra lýðvelda, eink- um Rússlands í leit að lífsviðurværi. „Þarna rekast til dæmis á tvö alveg gagnstæð sjón- armið. Þjóðernissjónarmiðin eru í sjálfu sér eðlileg en vegna þess hvað blöndun fólks er orðin mikil og einnig vegna margvíslegra hagsmuna er liggja saman er leið sovésku lýðveldanna til sjálfstæðis mjög flókin." Leiksmiðjan - pólitískt hættuleg og ég svo óheppinn að vera nýkominn frá Rússlandi á dögum innrásarinnar í Prag Við leiddum hugann frá Sovétríkjunum þar sem óræðir atburðir eiga sér nú stað sem engin leið er að sjá fyrir um hvaða stefnu muni taka en talið leiddist að því framtaki sem Eyvindur beitti sér fyrir eftir heimkom- una. Þú stofnaðir leikhús? „Ég stofnaði Leiksmiðjuna sem var sjálf- stætt leikhús og starfaði í um tvö ár. Þessi leikhópur naut eiginlega algjörrar óvildar stjórnvalda og annarra er einhver áhrif höfðu. Leikhúsmönnum fannst þetta vera móðgun við sig. Við vorum talin pólitískt hættuleg. Sú skoðun kom meðal annars fram í leikdómum. Sum okkar höfðu nokk- uð róttækar skoðanir. Ég var svo óheppinn að vera nýkominn frá Rússlandi og stofnun Laugardagur 19. janúar 1991 - DAGUR - 11 Leiksmiðjunnar bar auk þess upp á sama tíma og innrás Rauða hersins í Tékkóslóvak- íu til að binda enda á vorið í Prag. Þrátt fyrir þetta náðum við að fara tvær leikferðir um landið. Nú myndi ekki þýða að efna til leikfarar með neitt alvarlegt verk. Helst væri að tækist að fá aðsókn á eitthvert „show“ ef það væri ættað frá Brodway og þá mætti helst engu breyta frá hinni amerísku uppfærslu.“ Hafði ekki nægan áhuga á búskap til að kaupa jörðina - Þið ferðuðust með Leiksmiðjuna um landið en þú hefur starfað meira að leiklist á landsbyggðinni, meðal ánnars á Akureyri? „Fyrirsjáanlegt var að Leiksmiðjan ætti ekki þá framtíð fyrir sér að standa undir brauðstriti manns. Við hjónin fluttum því hingað austur og hófum búskap í tengslum við tengdaforeldra mína á jörð þeirra. Ég var svo hraustur þá að ég byggði 40 kúa fjós á stuttum tfma. Við vorum fimm ár við búskapinn en þá urðu tengdaforeldrar mínir að bregða búi. Búskaparáhugi minn var þó ekki nægilega mikill til þess að leggja út í að kaupa jörðina af þeim og gerast bóndi upp á mitt eindæmi. Því fór ég að líta í kringum mig eftir vinnu og leikhússtjórastaðan á Akureyri var laus.“ Að halda gamla Leikfélagi Akureyrar lifandi - Hvernig var að koma til Akureyrar? Evindur horfði í kringum sig og sagði að best væri að hella aftur upp á þá bláu. Græni páfagaukurinn flögraði um og átti sér greini- lega einn uppáhaldsstað í eldhúsinu. Á ísskápnum hafði smámynt verið safnað sam- an í skál og gauksi skemmti sér við að taka einn og einn pening og skilja hann eftir á ólíklegustu stöðum. „Þetta er uppáhaldsiðj- an hans. Að fást við peninga," sagði Eyvindur. „Ég var í sérstöku starfi. Að reka leikhús sem var í erfiðri aðstöðu. Þegar ég tók við Leikfélaginu stóð það á þeim tíma- mótum að vera að þróast úr áhugamanna- félagi í atvinnuleikhús. Fastráðnir leikarar voru að taka við af áhugamönnunum. Deilt var um hvernig ætti að reka Leikfélagið. Mér fannst ekki ráðlegt að reka það sem hreint atvinnuleikhús. Fremur bæri að halda gamla Leikfélagi Akureyrar lifandi en að styðjast eingöngu við ákveðinn kjarna fast- ráðinna manna sem varð að hafa verkefni fyrir. Á þann hátt yrði val viðfangsefna leik- hússins fyrst og fremst að taka mið af því að finna hlutverk fyrir ákveðinn hóp manna sem síðan yrði uppistaðan í öllum sýningum þess. Að sjálfsögðu var nauðsynlegt að hafa einhvern fastan kjarna er gengið gæti í hin ýmsu hlutverk en sækja síðan leikara út fyr- ir hópinn eftir því sem hlutverkaskipan í þeim verkum er tekin yrðu til sýninga gæfi tilefni til. Að baki leikhússins verður að liggja einlægur vilji en ekki aðeins snobb. Það verður ekki lífvænlegt fyrir listina ef menn taka einungis þann pól í hæðina." Sporjárn frá LúíTa en ritstjóri Dags - „verðum að skrifa um leikhúsið því það er menning“ - En Akureyringar að öðru leyti. Hefðir þú getað hugsað þér að setjast þar að til fram- búðar? Eyvindur hallar sér afturábak. Upp að gluggakistunni. Hugsar sig um. „Á tímabili stóð til að við keyptum fallegt býli í ná- grenni Akureyrar sem heitir Knarrarberg. Af því varð þó ekki og Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari á Akureyri festi síðan kaup á því. Við fluttumst hingað í Ölfusið þegar störfum mínum lauk hjá Leikfélagi Akureyrar. Ég á hins vegar margar góðar minningar frá árunum á Akureyri. Ég hef þá áráttu að skoða verkfærabúðir þar sem ég fer um. Grána sem var í Skipagötunni á Akureyri var engin undantekning frá því. Ég keypti mér sporjárn hjá Lúffa. Það var gott sporjárn. Beitt með rauðu skafti. Ég á það ennþá. Ég kynntist einnig Erlingi Davíðssyni, sem var ritstjóri Dags. Ég hóf daginn oft á því að fara með auglýsingu í Ríkisútvarpið niður á símstöð. Fékk mér svo morgunkaffi á Teríunni eða leit við á rit- stjórninni. Skrifstofan var í Hafnarstrætinu. Erlingur var merkilegur maður. Stundum var hann ræðinn en ef hann sat við ritvélina þegar ég kom þá fór ég aftur. Það varð eins- konar þegjandi samkomulag á milli okkar að ef hann var að skrifa er ég birtist þá trufl- aði ég hann ekki. Ég held hann hafi ekki lát- ið neitt trufla sig ef því var að skipta. Erling- ur var afkastamikill penni. Skrifaði viku- blaðið svo til einn í áratugi og síðan allar þessar bækur sem liggja eftir hann. Ég held að Erlingur hafi ekki haft mikinn áhuga á leikhúsi og einhverntíma sagði hann við mig að það yrði vfst að skrifa um leikhúsið því það væri menning." Tvískinnungur Akureyringa - harðbýlt en samt hvergi betra að vera „Annars eru Akureyringar dálítið sérstakir. Tvennt fannst mér öðru fremur einkenna þá. Ákveðin harðdrægni í viðskiptum og þessi undarlegi tvískinnungur um hvað væri harðbýlt á Akureyri en samt hvergi betra að vera. Ég náði aldrei að skilja hvað þeir áttu við með því.“ Eyvindur er þekktur sem einarður tals- maður byggðastefnu og landsbyggðar. Hvað fannst honum um Akureyri. Er Akureyri ekki fullkomin landsbyggð að hans dómi? Hann fer aftur að ræða leikhúsmálin. Sagðist hafa átt svolítið erfitt með að berjast fyrir Leikfélag Akureyrar. „Ég spurði sjálf- an mig af hverju ætti fremur að stofna atvinnuleikhús á Akureyri en á einhverjum öðrum stað á landsbyggðinni. Til dæmis á Selfossi eða fyrir austan. Vandi landsbyggð- arinnar er ekki leystur þótt vandamál ein- hvers tiltekins staðar verði leyst. Hvort sem hann heitir Akureyri eða eitthvað annað. Ég er ekki sammála kjarnakenningunni. Vandinn er sá að allir sem huga að skipu- lagsmálum eru fyrst og fremst menntaðir út frá miðjusjónarmiðum. Gengið er út frá einum kjarna í miðjunni og síðan minni kjörnum sem tengjast honum. Ég get bent þér á Vestmannaeyjaferjuna Herjólf. Þótt ferjan leggist að bryggju í Þorlákshöfn er endastöð hennar raunverulega í Reykjavík. Með því að leggjast að í Þorlákshöfn er aðeins verið að spara siglingu fyrir Reykja- nesið. Þorlákshöfn skiptir engu máli í þessu sambandi nema sem ein af bryggjum Reykjavíkur." Verðuni að eiga karlmennsku þrátt fyrir jafnrétti Kona Eyvindar er komin heim af hrepps- nefndarfundi og spyr hvort við viljum ekki brauðsneið með kaffinu í staðinn fyrir smákökurnar sem enn voru eftir frá nýliðn- um jólum. Og með ristað brauð og nýtt kaffi í maganum fórum við út á verkstæði. Eyvindur hefur byggt heilt trésmíðaverk- stæði bak við íbúðarhús sitt. Hann er einnig smiður, en segist vera hættur að fást við smíðar utan að halda húsunum í Hátúni við. „Ég hef þónokkra atvinnu af því,“ segir hann en fer síðan að sýna mér nýlega smíð- isgripi. Líkan af sviðsmynd fyrir leikhúsverk sem hann er að vinna að stendur fullsköpuð á vinnuborði. Hann hefur borað göt á ólík- legustu stöðum líkansins. Hann tók lampa og sýndi mér hvernig hann notar götin til að prófa mismunandi lýsingar á leiksviðinu. Þetta er eins og brúðuhús. Sýnilegt að hag- leikshönd hefur verið að verki. Nokkur mál- verk hanga á veggjunum í trésmíðaverk- stæðinu. Hann segist vera að mestu hættur að mála. Skrifi fremur núorðið. Síðan benti hann mér á trésmíðavél sem stóð á verk- stæðisgólfinu. Þessi vél var smíðuð fyrir vestan. Á Flateyri. Og Eyvindur fer að ræða um verkkunnáttuna sem sé að glatast. Alveg eins og notkun ýmissa hugtaka er ver- ið hafi algeng sé að falla í gleymsku. Hann nefndi dæmi um að einungis einn drengur af tíu, sem spurðir voru um hvað hrossagaukur væri hafi vitað það. „Þeir vissu hins vegar allir hvað „karbortor" var. „Karbortor" er partur af tækninni en hrossagaukurinn hluti sköpunarverksins. Eða unglingar í bekk í fjölbrautaskólanum á Selfossi. Þeir vissu ekki hvar jörðin Laugardælir í Hraungerðis- hreppi er og höfðu ekki áhuga fyrir því að vita það þótt hún sé höfuðból, í næsta ná- grenni við Selfoss, tilraunastöð hafi verið þar til margra ára og hitaveitan komi þaðan. Eða unglingurinn sem uppgvötvaði einn daginn að heita vatnið kæmi ekki bara úr krönunum og hefði alltaf gert. Þar lægi fleira að baki. Hann minnist einnig konunn- ar sem sá um barnatíma í Ríkissjónvarpinu og sagði að jólasveinarnir ættu heima úti á landi og kæmu niður Ártúnsbrekkuna. „Fyrir henni var allt fyrir ofan Elliðaár á landsbyggðinni. Fáfræði fólks og áhugaleysi þess um það sem er utan miðbæjar Reykja- víkur, er verulegt áhyggjuefni.“ Eftir gönguferðina um verkstæðið býður hann meira alvörukaffi úr bláu kaffikönn- unni. Hann er búinn að setja Löduna inn í bílskúrinn fyrir konuna. „Þrátt fyrir allt jafnrétti þá verðum við að eiga dálítið af karlmennsku til. Hún er alveg nauðsynleg ef mannkynið á að lifa af.“ Græni páfagaukur- inn hefur stungið nefinu undir væng og klukkan er langt gengin tvö þegar ég yfirgef Hátún í Árborgarhverfinu á bökkum Ölfus- ár og endurskinsstjörnurnar á vegstikunum vísa veginn til baka yfir Hellisheiðina.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.