Dagur - 22.01.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 22.01.1991, Blaðsíða 3
 Þriðjudagur 22. janúar 1991^ DAGUR - 3 Mývatnssveit: Ráðstefiian um hálendisvegi tókst vel - formlegt samstarf Vegagerðar ríkisins og Landsvirkjunar þarf að komast á „Okkur fannst ráðstefnan tak- ast mjög vel og það kom fram í máli allra sem tjáðu sig við lok ráðstefnunnar að þeir væru mjög ánægðir. Það var býsna breiður hópur sem kom þarna, 45 manns víðsvegar að af land- inu og málin voru rædd frá mörgum sjónarhornum,“ sagði Jón Illugason, formaður Ferða- málafélags Mývatnssveitar um ráðstefnu um hálendisvegi og áhrif þeirra sem haldin var í Hótel Reynihlíð um helgina. Fyrir ráðstefnunni stóðu Ferðamálafélag Mývatnssveitar, Ferðamálafélag Húsavíkur og nágrennis, Iðnþróunarfélag Þing- eyinga, og Framfarafélag Fljóts- dalshéraðs. Hópur þátttakenda kom á tveimur jeppum yfir Sprengisand og gekk ferð þeirra vel. „Menn voru sammála um hver kjarni málsins væri á þessu stigi. Það liggur fyrir að Landsvirkjun hefji framkvæmdir við þessa línu- vegi í sumar. Þetta er auðvitað orðinn afskaplega naumur tími svo það þarf að hefja hönnunar- vinnu sem fyrst. Menn voru sam- mála um nauðsyn þess að sem allra fyrst komist á formlegt sam- starf Vegagerðar ríkisins og Landsvirkjunar um hönnun og framkvæmd við þessa vegalagn- ingu, þannig að þeir geti nýst í framtíðinni fyrir almenna umferð. Samþykkt var ályktun um að skora á Alþingi og ríkis- stjórn að beita sér fyrir þessu sem allra fyrst," sagði Jón Illugason, aðspurður um niðurstöðu ráð- stefnunnar. Fram kom að Landsvirkjun er að endurskoða fyrirhuguð línu- stæði og líkur eru til að lína verði ekki lögð um Bleiksmýrardal eins og ákveðið var, heldur verið spennuvirki reist í námunda við Svartárkot. Kunnugir aðilar hafa vakið athygli á því að ástæða sé til að skoða vandlega þann mögu- I leika að leggja línuna austan við Skjálfandafljót. Telja þeir að þar sé mun snjóléttara svæði en vest- | Ólafsfjarðartogarinn Ólafur bekkur ÓF-2 hefur verið endurskírður og heitir nú Múlaberg ÓF-32. Ákveðið var að endurskíra togarann eftir að Sæberg hf. keypti meirihluta í Útgerðarfélagi Ólafsfjarðar, sem gerði Ólaf bekk út. Þetta nýja nafn skipsins, Múla- berg, er í anda nafngifta skipa Sæbergs hf., en fyrir á fyrirtækið an fljótsins. Slíkur vegur gæti greinst hjá Svartárkoti, bæði nið- ur í Bárðardal og norður í Mývatnssveit. IM Mánaberg ÓF-42 og Sólberg ÓF- 12. Múlaberg og Sæberg munu afla hráefnis fyrir vinnslu Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar hf. Skipin eru nú á veiðum og sagðist Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri HÓ, vænta þess að fiskur bærist á land til vinnslu öðru hvoru megin við næstu helgi. Vinnsla hefur legið niðri í frystihúsinu síðan fyrir jól. óþh ^ Ólafsfjörður: Ólafur bekkur heitir nú Múlaberg ÓF-32 UTSALA! 23.janúar hefst hin árlega SKÓUTSALA sem haldin verður t húsnæði okkar á Gleráreyrum. SKÓÚTSALAN stendur aðeins yfir í tíu daga en á þeim tíma verður hægt að gera ótrúlega giíð kaup. Á SKÓÚTSÖLUNNl verða til sölu skór á alla fjölskylduna en útsalan verður opin alla daga milli kl.9 - 18, nema sunnudaga GLERÁRGÖTU 36 SIMI 11500 2 HERB. ÍBÚÐIR Lyngholt: Á fyrstu hæð í 5 íbúða húsi ca. 60 fm, laus strax. Bakkahlíð: Ájarðhæð, stór íbúð í góðu ástandi. Laus í janúar. Skarðshlíð: 2. herb. íbúð á 1. hæð ca. 55 fm við ána. Laus eftir samkomulagi. Smárahlíð: 2 herb. á 2. hæð, 60 fm. Byggðavegur: 2 herb. íbúð í 5 íbúða húsi ca. 50 fm. íbúðin er í mjög góðu ástandi. Laus eftir samkomulagi. Seljahlíð: Mjög fallegt nýupp- gert 3 herb. raðhús ásamt bil- skúr samtals tæpl. 110 fm. Smárahlíð: Mjög góð endaíbúð ájarðhæðca. 83 fm. Laus í maí. Víðilundur: Endaíbúð á 1. hæð tæplega 80 fm. Laus fljótlega. Skarðshlíð: Á 3. hæð ca. 87 fm. Laus fljótlega. Keilusíða: Mjög góð 3 herb. ibúð á 2. hæð ca. 87 fm. Laus eftir samkomulagi. Melasíða: 3 herb. íbúð á 3. hæð ca. 84 fm. Eign í sérflokki. Laus eftir samkomulagi. Tjarnarlundur: 4. hæð 76 fm. Smárahlíð: 3. hæð ca. 77 fm. Eign í sérflokki. Tjarnarlundur: 3. hæð ca. 107 fm endaíbúð i mjög góðu ástandi. Laus eftir samkomulagi. Aðalstræti: Mjög falleg 4 herb. efri hæð samtals ca. 135 fm. Sem ný íbúð í gömlu timburhúsi. Grundargerði: Mjög gott 4 herb. raðhús á einni hæð samt. 117 fm. Laust eftir samkomulagi. Kjalarsiða: 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð ca. 92 fm. Eign í mjög góðu lagi. Skipti á góðri 3 herb. íbúð í Síðuhverfi koma til greina. Skarðshlíð: 4 herb. íbúð á 3. hæð tæpl. 90 fm. Eignin er í góðu lagi. Laus eftir samkomu- lagi. Skipti á 2ja herb. íbúð koma til greina. HJ!HiUWUIII»)l;l Einholt: Raðhús á tveimur hæð- um ásamt bílskúr. Skipti á góðri 3ja herb. íbúð æskileg. Byggðavegur: Neðri hæð í tví- býlishúsi ca. 112 fm. Laus eftir samkomulagi. EINBÝLISHÚS Byggðavegur: Einbýlishús á tveimur hæðum 6-7 herb. sam- tals ca. 222 fm. Eyrarlandsvegur: Einstaklega fallegt nýuppgert einbýlishús á tveimur hæðum 6-7 herb. Sam- tals ásamt bílskúr ca. 280 fm. Lítil íbúð í kjallara. Gerðahverfi II: Mjög gott 6 herb. einbýlishús ásamt tvöföidum bllskúr rúml. 200 fm. Laust eftir samkomulagi. Hraungerðl: 5 herb. einbýlishús á einni hæð ca. 140 fm. 33 fm bflskúr. Lftið arðvæniegt þjónustu- fyrirtæki í miðbænum. Hent- ugt fyrir tvo samhenta aðila. Upplýsingar aðeins á skrifstof- unni. FASIÐGNA& skvasalaSST N0RÐURLANDS O Glerárgötu 36,3. hæð ■ Sími 11500 Opið virka daga kl. 14.00-18.30 á öðrum tímum eftir samkomulagi Sölustjóri: Pétur Jósefsson Heimasími 24485 Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.