Dagur - 22.01.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 22. janúar 1991
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Að komast af á
hjara veraldar
íslendingar eru um 250 þúsund einstaklingar sem búa á
eylandi í Atlantshafi norður undir heimsskautsbaug.
Mestur hluti landsins er háslétta og öræfi sem liggja að
hluta ofan gróðurlínu og eru óbyggileg miðað við það
loftslag og veðurfar sem leikur um landið. Einungis
strandlengja þess er byggileg og verulega harðbýlt er á
köflum þótt við sjávarsíðuna sé. ísland er einnig ungt
land á jarðsögulegan mælikvarða og verðmæti í jörðu eins
og málmar eða eldsneyti finnast tæplega. Vegna þess að
landið liggur á eldvirknisvæði er hins vegar að finna mik-
inn hita víða í jörðu og hálendi íslands skapar öfluga
vatnsstrauma þegar jarðvatnsuppsprettur og leysingar
leita undan hallanum til sjávar. Jarðhitinn og fallorkan
eru í raun einu auðæfin sem hálendið leggur okkur til og
vissulega eru þau mikils virði. Þó skapa þessar orku-
uppsprettur ekkert einar og sér. Iðnaður er breytir hrá-
efnum í verðmæti fyrir tilstilli orkunnar verður einnig að
koma til.
Frá því sögur hófust hefur ísland risið úr hafi gjöfulla
fiskimiða. Á öllum öldum íslandsbyggðar hafa íbúar
landsins sótt sér fæðu fram fyrir flæðarmálið. Aðstæður
og skipastóll hafa ráðið hversu langt hefur verið sótt. Um
aldir vorum við skipalaus þjóð. Fleytur er kenndar voru
við manndráp lágu þó víða á sjávarkömbum og var rennt
úr vör á meðan þær höfðu einhverja burði til að fljóta. Fyr-
ir um einni öld tók að rætast úr varðandi skipastól
landsmanna. Fyrst var það skútuöldin. Síðan gufutogar-
arnir og nýsköpunartogararnir sem brenndu olíu og
komu hingað þegar þjóðin hafði eignast dálítið af pening-
um. Síðast komu svo skuttogararnir og frystitogararnir
auk vertíðar- og síldarbáta. Jafnframt hafa menn haldið
áfram að róa á smábátum. Skipaeignin hefur því marg-
faldast á einni öld. Nánast einni mannsævi.
Er hyllti undir að við gætum sjálfir fullnýtt fiskimiðin
hófst barátta okkar fyrir yfirráðum þeirra. Við færðum út
landhelgina. í þrjár, fjórar, fimmtíu, hundrað og tvö
hundruð sjómílur. Útfærsla landhelginnar kostaði mikla
baráttu við þjóðir er um aldir höfðu helgað sér fiskimið
við ísland. Á sama tíma og þjóðinni hefur tekist að varð-
veita yfirráðin yfir fiskimiðunum hefur skipastóllinn vaxið
langt umfram það sem lífríki miðanna hefur möguleika á
að skila í formi sjávarafla. Með nútímaþekkingu og rann
sóknum er unnt að fylgjast vel með lífríki sjávarins. Þess
vegna hefur tekist að koma í veg fyrir að þjóðin tæki fiski-
stofnana, lífsbjörg sína um aldir og framtíð, í land í heilu
lagi og síðan ekki söguna meir.
Verndun fiskistofnanna hefur kostað harðar og
umdeildar aðgerðir. Vissulega má deila um kvótaskipt-
ingu í sjávarútvegi eins og önnur mannanna verk, enda
ríkir sjaldnast eining þegar skipta skal takmörkuðu
magni milli margra. Smábátaeigendur eru óánægðir nú,
aðrir hafa orðið fyrir skerðingu áður. Skipastóllinn er stór
en fiskistofnarnir eru á hinn bóginn takmarkaðir. Þeir
verða þó að bera að miklum hluta uppi það velferðarþjóð-
félag sem við höfum komið okkur upp. Skynsamleg stjórn
og nýting fiskistofnanna er því undirstaða þess að kom-
ast af hér á hjara veraldar. ÞI
Að meta það sem vel er gert
Háskólinn á Akureyri þarfnast
manna, sem eru reiðubúnir til að
berjast fyrir hagsmunum hans.
Hann þarfnast ekki manna, sem
segja eitt í dag og annað á
morgun. Hann þarfnast ekki
manna, sem semja langar og efn-
ismiklar skýrslur um mætar hug-
myndir, en gleyma þeim síðan,
þegar þeir eru í aðstöðu til að
koma hugmyndunum í
framkvæmd. Umfram allt þarf
Háskólinn á Akureyri að eiga að
stóran hóp stuðningsmanna, sem
vilja honuni vel og kunna að
meta það sem fyrir hann er gert.
Þetta kom mér í hug, þegar ég
las grein Péturs Bjarnsonar í
Degi þann 15. janúar sl. Pétur
Bjarnason gefur í skyn að Hall-
dór Blöndal „fórni hagsmunum
(Háskólans)“. Hann lýkur grein
sinni með eftirfarandi orðum:
„Halldóri væri sæmra að greina
almenningi frá þeim verðugu
verkefnum, sem hann hefur feng-
ist við undanfarið, t.d. afskiptum
hans af merkingum húsa í
Reykjavík (Alþingishússins) og
athyglsiverðri baráttu við að bæta
fundarslöp Alþingis (sbr. sjón-
varpsfréttir í vetur).“
Að njóta sannmælis
Það er mikils vert að stjórnmála-
menn njóti sannmælis ekki síður
en aðrir menn.
Alþingi samþykkti árið 1989
ályktun um að Skógrækt ríkisins
skyldi flutt austur á land. Þings-
ályktanirnar, sem aldrei verða
annað en þingsályktanir, eru
orðnar ærið margar. Framan-
greind ályktun var hins vegar
framkvæmd af núverandi land-
búnaðarráðherra, Steingrími Sig-
fússyni. Það mál hefur ekki geng-
ið andskotalaust, eins og flestum
er kunnugt um, og bakaði ráð-
herranum vandræði innan eigin
flokks. En hann hélt fast við sína
ákvörðun,
Ekki hvarflar það að mér að
þræta fyrir það, að Steingrímur
Sigfússon hafi átt heiðurinn af
því að flytja þessa ríkisstofnun út
á land. Þennan heiður á landbún-
aðarráðherra og með sóma.
Sjálfur hef ég á mannamótum hald-
ið þessu á lofti, vegna þess að ég
tel það sjálfsagt sanngirnismál að
láta Steingrím njóta þess að hann
hefur í þessu máli siglt á móti
straumnum. Hann framkvæmdi
það á borði sem aðrir höfðu gert
í orði.
Tímamótaákvörðun
Á sama hátt þykir mér sjálfsagt
að Sjálfstæðismenn njóti þess að
þeir tóku á háskólamálinu af
miklum dugnaði á tíma þegar fáir
létu sig dreyma um sjálfstæða
háskólastofnun á Akureyri. Tveir
ráðherrar flokksins höfðu um
þetta mál frumkvæði. Sverrir
Hermannsson tók ákvörðun um
að skólinn skyldi taka til starfa og
vera með öllu sjálfstæð stofnun.
Á þeim tíma þurfti þrumuraust
að ná því máli fram, og harðan
vilja. Sé Pétri Bjarnasyni þetta
ekki Ijóst, þá þekkir hann ekki til
aðdragandans að stofnun háskól-
ans. Birgir ísleifur Gunnarsson
vann að því að undirbúa frum-
varp til laga um háskólann og
flutti það mál á Alþingi. Engum,
sem þekkir til mála, blandast
hugur uin að stofnun Háskólans á
Akureyri var tímamótaákvörð-
un, sem mikið harðfylgi þurfti til
að berja í gegn.
Með báðum þessum ráðherr-
um vann Halldór Blöndal að
málefnum Háskólans á Akureyri.
Hann var formaður undirbún-
ingsnefndar menntamálaráðu-
neytisins, sem átti nijög gott sam-
starf við Háskólanefnd Akureyr-
ar, sem undirrituðum hlotnaðist
sá heiður að hafa formennsku
fyrir. Starfsemi háskólans nú er
byggð á útfærslu þeirra hug-
mynda sem fram voru settar af
hálfu Háskólanefndar Akureyr-
ar, og unnar voru í samráði og
samvinnu við fjölmarga aðila, og
þá ekki síst nefnd menntamála-
ráðuneytisins.
Fjölmargir menn áttu hlut að
máli við undirbúning háskóla-
málsins. En ég hygg að á engan
sé hallað, þótt fullyrt sé að af öll-
um þingmönnum þessa kjördæm-
is hafi Halldór Blöndal átt mest-
an þátt í því að háskólinn var
stofnaður. Ingvar Gíslason, þing-
maður Framsóknarflokksins og
nienntamálaráðherra, hafði verið
ötull við að hvetja til þess að efna
til háskólastarfsemi á Akureyri.
Átti hann mikinn þátt í að undir-
búa jarðveginn, en honum vannst
ekki tími til að koma hugmynd-
uni sínum í framkvæmd.
Samstaða heimamanna
Einn af þeim mönnum, sem unn-
ið hefur gott starf fyrir Háskól-
ann á Akureyri er Pétur Bjarna-
son. Ef sá maður vill veg háskól-
ans sem mestan, hefur hann að
minnsta kosti gleymt því á meðan
hann skrifaði grein sína í Dag, í
þeim tilgangi, eins og tilvitnunin
hér að ofan ber með sér, að gera
lítið úr störfum þingmannsins
Halldórs Blöndals.
Pétur Bjarnason gerir því
skóna í grein sinni að frumkvæði
Sjálfstæðismanna í háskólamál-
inu hafi skapað tortryggni, sem
hafi „næstum því“ verið dýrkeypt
fyrir stofnunina. Ég á bágt með
að trúa því að svo smásálarlega
stjórnmálamenn sé að finna hér
um slóðir að þeir hlaupi undan
merkjum Háskólans vegna þess
Bæði greiðslukortafyrirtækin,
VISA ÍSLAND - Greiðslumiðl-
un hf. og EUROCARD á íslandi
- Kreditkort hf., hafa samið
við TRYGGINGAMIÐSTÖÐ-
INA hf. um að annast ferðatrygg-
ingar korthafa sinna frá og með
1. janúar 1991.
Tryggingafríðindi er snar þátt-
ur þeirra sérstöku hlunninda,
sem korthafar og fjölskyldur
þeirra njóta á ferðalögum, jafnt
innanlands sem utan. Þá stendur
þeim jafnframt til boða aðgangur
að viðlagaþjónustu og neyðar-
hjálp erlendis, korthöfum VISA
hjá EUROP ASSISTANCE og
korthöfum EUROCARD hjá
GESA ASSISTANCE.
Stjórnir kortafyrirtækjanna
ákváðu fyrir nokkru að bjóða
þessari tryggingar út. Tilboð
TRYGGINGARMIÐSTÖÐV-
ARINNAR hf. reyndist hagstæð-
ast. Með því að semja við sama
að þeim gremjist frumkvæði ann-
arra. Raunar veit ég að svo er
ekki. Um háskólamálið hefur
verið og mun verða samstaða
meðal heimamanna. En sú
samstaða verður ekki um að gera
lítið úr verkum velunnara
skólans, hvort sem þar á í hlut
Halldór Blöndal eða aðrir.
Forysta Alþýðuflokksins
Að því er varðar formann
Alþýðuflokksins, þá er erfitt að
mistúlka skoðanir hans á
Háskólanuni á Akureyri ellegar
gera honum upp skoðanir. Til
þess hefur hann verið of skýr í
máli og talað tæpitungulaust.
Hann er á móti Háskólanum á
Akureyri og hefur getið þess
bæði í persónulegu viðtali í
dagblaði og víðar. Hann er þeirr-
ar skoðunar að á íslandi eigi að-
eins að. vera einn Háskóli. Hann
hefur því með málflutningi sínum
ekki stutt starfsemi |ressarar
stofnunar. Hann hefur sennilega
líka gleymt því að hann sat í
nefnd, sem gerði, fyrir rúmuni 15
árum ítarlegar tillögur um það
hvaða háskólastarfsemi mætti og
ætti að flytja til Akureyrar. Nú
þegar hann er í valdastól, hefur
hann skipt um tón.
Ef Pétri Bjarnasyni er ekki
kunnugt um þessi umniæli, er
auðvelt að verða honum úti um
þau. Alþýðuflokkurinn situr uppi
með þau ummæli svo og þær hug-
leiðingar Árna Gunnarssonar,
þingmanns Alþýðuflokksins í
kjördæminu, að það hafi ef til vill
verið ráðlegra að bíða með stofn-
un Háskólans á Akureyri. Þegar
þar við bætist að iðnaðarráðherra
hefur nú forystu fyrir því að
stofna til meiri fjárfestingar og
atvinnuuppbyggingar á höfuð-
borgarsvæðinu en dæmi hafa ver-
ið urn, þá hygg ég að Alþýðu-
flokksmenn í Norðurlandskjör-
dæmi eystra hafi ærinn starfa að
sannfæra sjálfa sig um að flokkur
þeirra vinni að heilinduni að því
að stuðla að jafnvægi í byggð
landsins innan ríkisstjórnar, sem
setti sér það þó sem sérstakt
markmið.
Tómas I. Olrich.
(Höfundur skipar annað sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra. Hann var formað-
ur Háskólancfndar Akureyrar 1985-1987
og sat í stjórn Háskólans á Akureyri um
skeiö.)
tryggingafélagið um að annast
þessar sérhæfðu persónu- og
ferðatryggingar fyrir bæði félögin
sameiginlega náðist fjárhagslegur
ávinningur, sem mun m.a. gera
það kleift að halda árgjöldum
greiðslukorta niðri enn um sinn í
anda þjóðarsáttar.
Hér er um mjög stóran trygg-
ingasamning að ræða á íslenskan
mælikvarða, sem tekur til um
125.000 korthafa eða helmings
þjóðarinnar. Munu iðgjöld
kortafélaganna hans vegna nema
um 50 milljónum króna á árinu
1991.
Tryggingamiðstöðin hf. er rót-
gróið og traust fyrirtæki, stofnað
1956, það þriðja stærsta á
íslenska tryggingamarkaðnum.
Félagið tryggir m.a. verulegan
hluta af íslenska fiskiskipaflotan-
um. Tryggingasamningur korta-
fyrirtækjanna er endurtryggður
hjá Lloyd’s í Lundúnum.
Tryggingamiðstöðin hf.:
Veitir korthöfiim trygginga-
vemd frá og með áramótum
- heildariðgjöld nema um 50 milljónum króna