Dagur


Dagur - 22.01.1991, Qupperneq 11

Dagur - 22.01.1991, Qupperneq 11
Þriðjudagur 22. janúar 1991 - DAGUR - 11 Jólakrossgáta Dags: Tæplega 270 lausnir bárust Á föstudaginn var dregið úr innsendum lausnum á jóla- krossgátu Dags, en skilafrestur rann út 16. janúar síðastliðinn. Upp kom nafn Sveinfríðar Jó- hannsdóttur, Barká, Skriðu- hreppi, og hlýtur hún vöruút- tekt að eigin vali að upphæð krónur 12 þúsund. Margir spreyttu sig á krossgát- unni að þessu sinni og alls bárust 269 lausnir. Öruggt má telja að enn fleiri hafi ráðið gátuna en ekki haft fyrir því að senda inn lausn. Vinningshafinn, Sveinfríð- ur Jóhannsdóttir, sagðist til dæm- is oft áður hafa ráðið krossgátur blaðsins en sjaldnast haft fyrir því að senda inn lausnina. Hún sagðist hins vegar sjá það nú að sú fyrirhöfn gæti vel borgað sig! Lausn gátunnar var fólgin í vísu og hljóðar hún svo: Mín æskusveit í eyði stendur sem áður fæddi hundrað manns. Fánýti eru frjóar lendur furðuveröld nútímans. Það er fróðlegt að skoða hvað- an af landinu lausnir bárust. Langflestar komu frá lesendum á Norðurlandi eystra eða 197 talsins, 37 lausnir bárust af Norðurlandi vestra og 35 frá öðr- um stöðum af landinu. Nanna Bjarnadóttir, starfsmaður auglýsingadeildar Dags, dregur nafn vinn- ingshafans úr hinum væna bunka innsendra lausna. Mynd: Goiii Vélsleðamarkaður! Mesta úrval landsins af notuðum vélsleðum. á Góðir greiðsluskilmálar. ★ Gerið tilboð! Höldursf. Bílasala. Sími 24119. Sölumenn: Hjörleifur og Björn. Nánari skipting var sem hér segir: Akureyri 106; Reykjavík 18; sveitir Eyjafjarðar 17; Húsa- vík 13; Mývatnssveit 12; sveitir Suður-Þingeyjarsýslu 11; Sauðár- krókur 9; Dalvík 8; Ólafsfjörður 7; sveitir Skagafjarðar 7; Siglu- fjörður 6; Kópasker 6; Blönduós 5; Laugar 4; sveitir Norður-Ping- eyjarsýslu 4; Grenivík 4; Hvamms- tangi 3; Raufarhöfn 3; Varmahlíð 3 og Vopnafjörður 3. Auk þess bárust 1-2 lausnir frá hverjum eftirtaldra staða: Akranesi, Bol- ungarvík, Garðabæ, Grímsey, Egilsstöðum, Fljótum, Hafnar- firði, ísafirði, Kópavogi, Mos- fellsbæ, Neskaupstað, Patreks- firði, Selfossi, Seltjarnarnesi, Seyðisfirði, Skagaströnd, Stykk- ishólmi, sveitum Húnavatnssýslna og Tálknafirði. Blaðið fékk margar ágætar kveðjur með lausnunum, meðal annars þessa frá Unu S. Ás- mundsdóttur á Siglufirði: Engum þykir að því kvöl að aftur hækki sólin. Ég þakka þessa dægradvöl að dunda við um jólin. Við þökkum Unu kærlega fyrir skemmtilega kveðju svo og öðr- um lesendum fyrir þátttökuna. Að lokum er ekki úr vegi aö minna á að frestur til að senda inn lausnir á áramótamyndagátu Dags rennur út í lok þessa mán- aðar. Tölvunám í skrlfstofiitækni er áliersla lögð á tölvunám. huxritwi stendur yBr. Tökufræðslan Akureyri h£ Glerárgötu 34, IV. hœð, 600 Akureyri, súnl 27899. Þorrablót Skríbuhrepps verður að Melum í Hörgárdal, laugardaginn 26. janúar. Miðapantanir þurfa að hafa borist fyrir 24. janúar í síma 26761 (Ármann) eða 26795 (Silla). Borðhald hefst kl. 21.00. Gamla góöa kerfiö gildir - hafiö meö ykkur matinn. Boðið verður upp á rútuferð frá Akureyri. Hljómsveitin BANDAMENN sjá um fjörið að borðhaldi loknu. Nefndin. Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunar- hlutabréfa á árinu 1991 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1980vísitala 156 1981 vísitala 247 1982 vísitala 351 1983vísitala 557 1984vísitala 953 1985 vísitala 1.109 1986 vísitala 1.527 1987 vísitala 1.761 1988 vísitala 2.192 1989 vísitala 2.629 1990 vísitala 3.277 1991 vísitala 3.586 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hluta- félags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar skal miða við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunar- hlutabréfa er ákveðin. Reykjavík, 2. janúar 1991 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.