Dagur - 22.01.1991, Side 16

Dagur - 22.01.1991, Side 16
Kodak Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni Jbesta ^Pedíoinyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Vélsleðaslys á Glerárdal: Tveir menn fluttir með þyrlu á sjúkrahús Tveir ungir vélsleðamenn frá Akureyri voru um miðjan dag á sunnudag fluttir með þyriu Landhelgisgæslunnar á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri eftir slys á Glerárdal. Meiðsl þeirra reyndust þó mun minni en á horfðist í fyrstu og fékk annar þeirra að fara heim á sunnudagskvöld en hinn í gærmorgun. Fjöldi vélsleðamanna var á Glerárdal þegar slysið varð. Sleðamennirnir tveir voru á leið út dalinn en þegar þeir nálguðust Uppsagnir aðstoðar- lækna vofa yfir: Vonum að úr rætist“ segir Ingi Björnsson 99 Heyrst hefur að aðstoðarlækn- ar á sjúkrahúsum muni segja upp störfum frá og með 1. febrúar fáist ekki lausn á vinnu- tilhögun þeirra. „Ekki hefur komið til uppsagna aðstoðar- Iækna við FSA enn, enda tvær vikur til stefnu og menn eru að vonast til að úr rætist, að sam- ið verði,“ sagði Ingi Björns- son, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Að sögn framkvæmdastjórans eru nú fimm aðstoðarlæknar starfandi við sjúkrahúsið, en þrír hættu störfum um s.l. áramót. Alltaf er mikil hreyfing á aðstoð- arlæknum þeir koma og fara, en það er vegna þess að þeir eru flestir við nám sem þeir sækja til hinna ýmsu sjúkradeilda í Reykja- vík og Akureyri. „Eins og málurn er háttað í dag með vinnufyrirkomulag aðstoð- arlækna, þá hefur vinnuálag sér- fræðinga aukist til muna. í raun er þetta hið versta mál og versnar með hverjum deginum. Sérfræð- ingarnir standa mikið á auka- vöktum og farið er að bera á þreytu. Fátt er til ráða og ekki er búið að móta tillögur að því hvað gera skal,“ sagði Ingi Björnsson. ój nokkra sleðamenn sem á móti komu hægði fyrri sleðinn mjög snögglega ferðina með þeim afleiðingum að sá er á eftir kom ók á mikilli ferð aftan á sleðann. Við þennan árekstur köstuðust mennirnir af sleðunum. Strax eftir slysið fóru nokkrir sleðar til Akureyrar eftir hjálp. Aðrir fóru í skála Ferðafélags Akureyrar í nágrenninu til að ná í teppi til aðhlynningar mönnun- um tveimur. Beiðni um aðstoð barst Hjálparsveit skáta um kl. 15 og tuttugu mínútum síðar voru sveitarmenn komnir á slysstað ásamt lækni. Síðan kom snjóbíll sveitarinnar en þar sem veður var gott til flugs ákvað læknir að lokinni athugun á mönnunum tveimur að óska eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunn- ar. Þyrlan kom á vettvang um kl. 16.40 og stuttu síðar voru mennirnir komnir á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Sem fyrr segir voru meiðsl þeirra mun minni en álitið var í fyrstu og fór annar þeirra heim strax á sunnudagskvöld og hinn í gærmorgun. JÓH Niðurföll á Akureyri höfðu ekki við ■ hlákunni í gær og varð víða mikill vatnselgur á götum. Þessi mynd var tekin í Vallargerði. Mynd: Goiii Ríkisstjórn íslands: Hvetur til eldsneytísspamaðar Ef stríðið við Persaflóa dregst á langinn er talið víst að heims- markaðsverð á olíu hækki mjög mikið. Slíkrar verðhækk- unar myndi gæta á flestum sviðum þjóðlífsins og hún hefði veruleg áhrif til hins verra á afkomu þjóðarbúsins. Þess vegna hefur ríkisstjórnin ákveðið að hvetja landsmenn til þess að draga úr eldsneytis- notkun eins og frekast er kostur. Markið er sett við 7% sparnað fyrst í stað, eins og samþykkt Orkumálastofnunar OECD gerir ráð fyrir. Þótt ísland sé ekki aðili að Orku- málastofnun OECD hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka þátt í samþykkt hennar með þessum hætti. Að sögn Guðmundar Bjarna- sonar, heilbrigðis- og trygginga-. málaráðherra, ná fyrirmæli ríkis- stjórnarinnar jafnt til einstakl- inga og fyrirtækja. Það sem að einstaklingnum snýr er fyrst og fremst að reyna að spara einka- bílinn eins og frekast er kostur og nota almenningsvagna þar sem tök eru á því. Jafnframt er þeim tilmælum beint til ökumanna að þeir takmarki aksturshraðann og dragi þannig úr olíu- og bensín- eyðslu. „Það er auðvitað ljóst að veru- lega mun draga úr olíunotkun fiskiskipa og fiskimjölsverk- smiðja á næstu vikum vegna loðnubrestsins en útgerðir og áhafnir skipa- og bátaflotans í heild þurfa að kanna allar mögu- legar leiðir til að spara orkuna. í>að sama gildir einnig um flug- vélar og öll önnur tæki sem nota þetta eldsneyti. Ég vona að þessum tilmælum verði tekið með skilningi og vel- vilja. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að spara orkuna, þannig að ekki þurfi að koma til harðra aðgerða af hálfu stjórnvalda, svo sem lagasetningar og eldsneytis- skömmtunar,“ sagði Guðmundur Bjarnason. Hann benti á að í sumum nágrannalanda okkar hafa stjórnvöld tekið dýpra í árina á þessu sviði en íslenska ríkisstjórnin hefur viljað gera enn sem komið er. Næstu daga er ætlunin að efna til upplýsinga- og áróðursher- ferðar þar sem bent verður á allar mögulegar leiðir til að spara ork- una. Jafnframt er í ráði að fjölga ferðum almenningsvagna og herða eftirlit með því að hraða- takmörk séu haldin. BB. Læknadeilan: „Við verðum að Gnna lausn“ - segir Kristján Baldvinsson, yfirlæknir „Sérfræðingar við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri ganga enn í störf aðstoðarlækna. Starfsemi sjúkrahússins er því eðlileg að öllu leyti. Já, sér- fræðingarnir eru orðnir lang- þreyttir. Aðstoðarlæknar við FSA hætta störfum kl. 22.00 og þá taka sérfræðingarnir við og standa til morguns. Álagið er mikið, því auk þessa stönd- um við bakvaktir og skilum okkar samningsbundna vinnu- degi að fullu við sjúkradeild- irnar,“ sagði Kristján Bald- vinsson, yfírlæknir við fæðing- ardeild FSA. Að sögn Kristjáns hafa samn- ingar staðið yfir við sjúkrahúss- lækna og þar hafa aðstoðarlækn- ar haft uppi ákveðnar kröfur. í dag er þetta orðið heilmikið þóf. Hvorki gengur né rekur. Sl. miðvikudag slitnaði upp úr við- ræðum. Sérfræðingar í Reykja- vík funduðu sl. sunnudag, þar sem ákveðið var að hætta að gegna vöktum aðstoðarlækna, en aðstoðarlæknar hafa ekki tekið næturvaktir eftir að deilan harðn- aði. Þjónusta sjúkrahúsanna er því þannig skipulögð að þau taka aðeins við neyðartilfellum og til- fellum er þola enga bið. „Til að herða á að lausn fáist í deilunni var samþykkt tvennt á fundi sérfræðinganna í Reykja- vík. í fyrsta lagi að hætta að gegna vöktum aðstoðarlækna og í öðru lagi, að ef ekki semst fyrir n.k. mánaðamót, þá munu sér- fræðingar segja upp störfum með tveggja mánaða fyrirvara. Fundur verður haldinn í Læknafélagi Akureyrar, í dag mánudag, vegna þessa máls. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar enn við Fjórðungssjúkra- húsið. Allt er óbreytt og gengur sinn vana gang. I dag verður fundur hjá sáttasemjara og ef um semst, þá er þetta mál til lykta leitt. Raunar var Sverrir Bergmann, formaður samninga- nefndar lækna, nokkuð bjart- sýnn. Við verðum að finna lausn. Dagurinn í dag sker úr um það,“ sagði Kristján Baldvinsson, yftr- læknir. ój Sauðárkrókur: Vinnuslys í Túnahverfinu - maður féll af vinnupalli Vinnuslys var á Sauöárkróki í gærdag. Iðnaðarmaður var að vinna uppi á vinnupaili þegar hann féll aftur fyrir sig rúmlega tveggja metra fall og hafnaði á steingólfí. Maðurinn slasaðist alvar- lega á höfði og var fluttur á sjúkrahús. Atvikið átti sér stað í nýbyggingagötunni Jöklatúni í Túnahverfi. Það er bygginga- fyrirtækið Hlynur hf. scm er að byggja nýjar íbúðir og í einu húsanna varð óhappið. Maðurinn skaddaðist tölu- vert á höfði og iiggur hann á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og var iíðan hans eftir atvikum þcgar síðast fréttist. kg Árskógsströnd: Plötur fuku af hlöðu Þakplötur fuku af gamalli hlöðu í Ytra-Kálfsskinni í ofsaveðrinu í gær, en með snarræði tókst að forða því að þær færu í hús og bíla. Þá fuku bílar út af veginum á Árskógsströnd í gær, en eft- ir því sem næst verður kom- ist varð bílstjórum og far- þegum ekki meint af. Sveinn Jónsson, bóndi í Ytra-Kálfsskinni, sagði að gtf- urlegur kraftur hefði verið í verstu vindhviðunum. Sem dæmi nefndi hann að í sama mund og plöturnar fuku ai' hiöðunni hafi hleri fyrir nýju hlöðuna á bænum hreinlega kiippst í sundur. Hlerinn er úr 12 millimetra þykkum vatns- heldum krossvið og má því nærri geta hversu mikið afl hefur þarna verið að verki. óþlt Atvinnuleysi í fyrra: Mest á Norður- og Austurlandi Á síðasta ári voru skráðir 586 þús. atvinnuleysisdagar á landinu öllu eða fleiri en dæmi eru um eftir að skrán- ing atvinnuleysisdaga hófst árið 1975. Pessi fjöldi atvinnuleysis- daga jafngildir því að 2.300 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá allt árið en sem hlutfall af mannafla svar- ar það til 1,7% samkvæmt spá Þjóðhagsstofunar unt áætlað- an mannafla á vinnumarkaði árið 1990. Dreifing atvinnuleysis á árinu 1990 var mjög misjöfn eftir iandshlutum. Minnst var skráð atvinnuleysi á Vest- fjörðum, 0,4% en mest á Noröurlandi eystra og Austur- landi, 3,3% af mannafla og á Norðurlandi vestra 3,1%. -KK

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.