Dagur


Dagur - 28.03.1991, Qupperneq 2

Dagur - 28.03.1991, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 28. mars 1991 Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Tölur um hásetaMut í fyrra trúnaðarmál SI. þriðjudag tók Ingólfur Ármannsson, menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, við undirskriftalistum frá áhugahópi um vöxt og viðgang Amtsbókasafnsins. Gísli Jónsson, Jón Hjaltason og Sigurður Davíðsson komu skilaboðum hópsins á framfæri, en þar er skorað á bæjarstjórn að standa nú þegar við samþykkt sína um að reisa nýbyggingu VÍð bÓkasafnshÚSÍð. Mynd: Golli Sjómannafélag Eyjafjarðar: „Leiðrétting verður að nást“ - segir Konráð Alfreðsson Tölur um hásetahlut á ísfisk- togurum Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. sem birtust í 11. tölublaði Fiskifrétta hafa vakið mikla athygli, en nú er komið í Ijós að tölurnar eru allar rangar. Munurinn er mismikill eftir skipum, en grófasta dæm- ið er um hásetahlutinn á Harð- bak EA í fyrra, þar sem munar um sjö hundruð þúsund krón- um á tölum Fiskifrétta og upp- lýsingum útgeröarinnar. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bands íslands, reiknaði út há- setahlut á ísfisktogurum í fyrra. Meginheimild hans var hin árlega togaraskýrsla L.Í.Ú. um afla- brögð og aflaverðmæti togar- anna. Við útreikning var gert ráð fyrir 18 manna áhöfn á stóru togurunum en 15 manna áhöfn á þeim minni. Við útreikningana var ekki tekið tillit til orlofs, sem er 10,17%, eða fatapeninga sjómanna. Bátakjarasamning- arnir voru notaðir yfir alla línuna við útreikninginn, en ekki stóru- togarasamningarnir svonefndu. Þessi reikningsaðferð skýrir að hluta að Fiskifréttir birtu ekki Ólöglegar laxveiðar í sjó: Pólverjar standa við gefin loforð Pólsk yfirvöld hafa nú staðið við loforð sitt um að binda endi á ólöglegar veiðar og landanir á ólöglega veiddum laxi og koma þannig í veg fyrir misnotkun á pólska þjóðfánan- um, eins og segir í frétt frá samtökum um kaup úthafslax- veiðikvóta. Eins og eflaust flesta rekhr minni til var mikil umræða um ólöglegar laxveið- ar pólskra báta austur af land- inu í fyrra og í framhaldi af því lofuðu stjórnvöld í Póllandi að stöðva allar slíkar veiðar. í Póllandi hafa nú verið gerðar ráðstafanir í stjórnkerfinu og pólska siglingamálastofnunin hef- ur fengið það verkefni að sjá um framkvæmd þessara ráðstafana og að viðeigandi aðilum verði gert aðvart um þessa ákvörðun. Staðfesting hefur fengist á þessu hjá pólska sendiráðinu í Reykja- vík. Undanfarna mánuði hefur ver- ið fylgst með nokkrum dönskum bátum sem hafa haft tilburði til að stunda ólöglegar laxveiðar áfram. Meðal annars hefur Land- helgisgæslan flogið yfir alþjóða- svæðið milli íslands og Noregs svo og flugvél frá norska hernum. Aðeins einu sinni hefur verið vart við grunsamlegar ferðir. Stjórn Panama setti 23. janúar reglugerð sem bannar bátum skrásettum í Panama að stunda þessar veiðar og því hafa nokkrir dönsku sjóræningjabátanna undanfarnar vikur reynt að milli- færa skráningu frá Panama til Póllands en koma nú að lokuðum dyrum. „Vonast er til að þessar aðgerðir boði nú endalok á ólög- legum laxveiðum í hafinu austur af íslandi,“ segir í frétt samtaka um kaup úthafsveiðikvóta. JÓH réttar tölur um hásetahlut á þess- um skipum, en þó er munurinn svo mikill varðandi hásetahlut á Harðbak EA að annarra skýringa er þörf. , Svonefnt heimalöndunarálag var reiknað inn í skiptaverð á Ú.A. togurum, og liggur villan því ekki þar. Samkvæmt tölum Hólmgeirs var hásetahlutur á Harðbak EA 1.550.900 krónur í fyrra, en rétta talan er mun hærri, þannig að ekki er fjarri lagi að hásetahluturinn hafi verið um 2,2 milljónir króna. Degi tókst ekki að afla nákvæmra upplýsinga um háseta- hlutinn á ÚA togurunum, hann virðist vera trúnaðarmál frá hendi félagsins, og ekki tókst heldur að fá þessar upplýsingar hjá Sjómannafélagi Eyjafjarðar. EHB „Mikið er rætt og ritað um við- skiptakjarabatann, að afurð- irnar hafi hækkað um 30% á síðasta ári og að sjómenn njóti góðs af. Þetta er ekki rétt hvað varðar sjómenn á frystitogur- um Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. Við stöndum í kjara- baráttu og togarar eru bundnir við bryggju og aðrir hætta veiðum eftir páska. Sjómenn hjá ÚA hafa sagt upp störfum því sannleikurinn er sá að þeir Hugmyndir eru uppi í íþrótta-1 ráði Sauðárkróks að skipta um yfirborð á malarvellinum við íþróttahúsið. Ástand vallarins er óviðunandi á sumrin og hafa forráðamenn íþróttamála áhuga á að ástand vallarins verði bætt. Einnig er verulegur áhugi á byggingu gervigrasvall- ar. Sem lausn til bráðabirgða er rætt um að grafa skurð sunnan íþróttahús KA: Fyrsta skóflustunga á laugardag Fyrsta skóflustunga verður tekin að nýju íþróttahúsi á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar næstkomandi laugardag kl. 14. Rammasamningur milli Akureyr- arbæjar og KA hefur verið undir- ritaður og samið við verktaka um bygginguna og geta framkvæmdir því hafist af krafti. Áætlað er að þetta 2500 fermetra hús rísi á aðeins sex mánuðum. Eins og áður segir verður skóflustungan tekin kl. 14 á laug- ardag og verður félagsmönnum og velunnurum félagsins boðið að þiggja kaffiveitingar að athöfninni lokinni. JÓH hafa lækkað í launum. í októ- ber síðastliðnum lækkuðu launin um 8,65% á einu bretti vegna olíuverðs. Unnið er að málum og fulltrúar sjómanna og Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. sitja á fundum. Hvað kemur út úr þeim viðræðum er ckkert hægt að segja um, en málið er á mjög viðkvæmu stigi,“ sagði Konráð Alfreðs- son hjá Sjómannafélagi Eyja- fjarðar. við völlinn. Mikill vatnsgangur á vellinum sunnanverðum hefur verið vandamál sem ríður á að leysa. Mikið er fokið af þeirri möl sem er á vellinum og er því völlurinn of grófur og harður. Bæjarstjórn hefur verið falið að ræða samstarf við sveitarfélög í Skagafirði um byggingu gervi- grasvallar. Nýr grasvöllur var plægður á síðasta ári á Nöfum og er vonast til að hægt verði að taka hann í gagnið eftir tvö ár. Einnig er í athugun kaup á svæði undir nýj- an völl á Nöfum og með tilkomu þessara tveggja valla mundi æf- ingaaðstaða knattspyrnufélag- anna batna til muna. Einn grasvöllur til viðbótar á Nöfum verður stækkaður og sléttaður og en sá völlur hefur verið notaður til keppni og æf- inga hjá „Old boys“. kg | Konráð sagði ennfremur að krafa landverkafólks og ummæli Sævars Frímannssonar, formanns Verkalýðsfélagsins Einingar, í blöðum og útvarpi hafi komið á mjög óheppilegum tíma, að í raun sé um algjöra skemmdar- verkastarfsemi að ræða. „Vissulega er landverkafólk ekki öfundsvert af sínum launum og þar þarf að vinna að málum. Að setja launakröfur fram til handa verkafólki í samhengi við launabaráttu sjómanna er á eng- an hátt eðlilegt, því starfsvett- vangur þessara starfsmanna Útgerðarfélagsins er það ólíkur. Leitt er til þess að vita að stétt getur ekki unnið með stétt og til árekstra þurfi að koma. Sjómenn hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. standa þétt saman. Leiðrétting verður að nást, þannig að sjómenn af Eyjafjarðarsvæðinu njóti sömu kjara og aðrir togarasjómenn á landinu," sagði Konráð Alfreðs- son. ój Akureyri: Innbrotsþjófarnir lausir úr haldi Piltarnir tveir sem úrskuröaðir voru í gæsluvarðhald upp úr miðjum mars vegna innbrota á Akureyri, Dalvík og í Reykja- vík, voru látnir lausir sl. þriðjudag. Að sögn Daníels Snorrasonar, rannsóknarlögreglumanns á Akureyri, er rannsókn málsins nú að fullu lokið og það mun síð- an hafa sinn eðlilega framgang í dómskerfinu. óþh Ólafsfjörður: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði frá Prentþjón- ustunni hf. í vinnslu þriðja bindis af sögu Ólafsfjarðar. Heildarverð á 1.000 eintök er kr. 1.341.946.-. ■ Á fundi bæjarráðs nýlega, gerði Sigurður Björnsson grein fyrir viðræðum sem hann, Óskar Pór Sigurbjörns- son og Svavar B. Magnússon áttu við Jón Hjaltalín Magnús- son formann HSÍ, vegna heimsmeistaramóts í hand- knattleik árið 1995 og mögu- leika á nýtingu íþróttahúss í Ólafsfirði í tengslum við þá keppni. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá forseta íslands, þar sem bæjarstjórn og Óíafsfirðingum öllum eru færðar þakkir fyrir gestrisni og góðar stundir 1. mars sl. Jafnframt færir bæjarráð öllum þeim sem unnu að því að gera þennan dag eftirminnilegan og vel heppnaðan bestu þakkir. ■ Félagsmálaráð ræddi um sumarlokum á Leikhólum á fundi sínúm nýlega. í fram- haldi af því samþykkti ráðið að loka í 4 vikur í sumar, frá og meö 15. júlí og opnað verði aftur 12. ágúst. ■ Á fundi hafnarstjórnar nýlega, var lögð fram kostnað- aráætlun fyrir framkvæmdir á árinu 1991 og var hún sarn- þykkt. Heildarkostnaður cr kr. 11.210.000.-. Rekstraraf- gangur er um kr. 2.200.000.-, framlag frá ríki 6.000.000.- og áætluð lántaka kr. 3.200.000.-. ■ Hafnarstjórn ræddi einnig ýmis mál tengd höfninni og þar kom m.a. fram að tré- bryggja suður úr Norðurgarði er mun verr farin heldur en áætlað var á siðasta íundi. Hafnarstjórn telur að þeir peningar sem fari í viðgerð séu blóðpeningar og leggja verði hefuðáherslu á að áætlun um stálþil og nýja bryggju verði hrundið í framkvæmd sem fyrst. Ef trébryggjan gefur sig verður austurhöfnin mjög lítið varin og varasöm. Akureyri: Ekið á kyrrstæða bifreið Ekið var á kyrrstæða bifreið við verslunarmiðstöðina Kaup- ang á Akureyri á þriðjudag, og er skorað á þann sem þessu olli að gefa sig fram, auk þess sem lýst er eftir vitnum. Atvik þetta varð annað hvort milli kl. 9 og 10 um morguninn, eða síðdegis um kl. 16. Svört bifreið af gerðinni Toyota Cor- olla, árgerð 1986, beyglaðist á vinstri hlið fyrir aftan dyr, þegar rauðlitum bíl var ekið á hana. Rauð málning er í dældinni sem gefur þessa vísbendingu. Toyot- an er talsvert skemmd, og er þetta tilfinnanlegt tjón fyrir eig- anda Toyota bílsins, ef sá sem tjóninu olli finnst ekki. EHB íþróttaráð Sauðárkróks: Ástand malarvallar í athugun - hugmyndir um gervigras ræddar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.