Dagur - 28.03.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 28.03.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. mars 1991 - DAGUR - 3 Páskahelgin: Annir í fólksflutningum í lofti og á landi Miklar annir eru jafnan við fólksflutninga innanlands um páska og hefur að sögn tals- manna flugfélaganna verið mikið um bókanir að undan- förnu. Flugleiðir fljúga þrjár aukaferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur í dag, skírdag, og einnig á annan í páskum. Ekki er flogið innanlands á vegum flugfélaganna á föstu- daginn langa og páskadag. Árskógshreppur: Höfiiin á Sandinum og endurbætur á Árskógarskóla stærstu verkefiiin - umsókn um fyrirgreiðslu til byggingar flögurra kaupleiguíbúða Hafnarframkvæmdir á Litla- Árskógssandi og endurbætur á Árskógarskóla eru tvö stærstu verkefni Árskógshrepps á þessu ári samkvæmt sam- þykktri fjárhagsáætlun. Sveinn Jónsson, oddviti Árskógshrepps, segir brýnt að halda áfram uppbyggingu hafn- armannvirkja á Litla-Árskógs- sandi. Nauðsynlegt sé að koma viðleguplássi sem fyrst í gagnið og nýta þann grjótgarð sem fyrir er. Samkvæmt fyrstu fjárhags- áætlun hins nýja Öxarfjarðar- hrcpps verður 20 milljónum króna varið til framkvæmda í hreppnum á þessu ári. Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri, segir þetta mikinn viðsnúning samanborið við fjárhag hins gamla Presthólahrepps, sem er annar tveggja hreppa sem voru íþróffir Keppni á unglingameistara- móti Islands á skíðum lauk í Hlíðarfjalli sl. þriðjudag, með boðgöngu drengja. Ólafsfirð- ingar gerðu það gott í loka- greininni og sigruðu bæði í flokki drengja 13-14 ára og 15- 16 ára. í hverri sveit voru þrír göngu- menn og í yngri sveit Ólafsfirð- ingana var ein stúlka og stóð hún drengjunum fyllilega snúning. í flokki 13-14 ára voru gengnir 3x3,5 km en í flokki 15-16 ára voru gengnir 3x5 km. f fyrsta spretti var gengið með hefðbund- inni aðferð en með frjálsri aðferð í seinni tveimur sprettunum. Sigursveit Ólafsfirðinga í Sveinn segir að ekkert fjár- magn sé á þessu ári á fjárlögum ríkisins til hafnarframkvæmda á Sandinum, en hins vegar er verk- ið á hafnaáætlun. Árskógs- hreppur mun á þessu ári kaupa efni til framkvæmdanna og eru vonir bundnar við að hægt verði að setja kraft í þær á árinu 1992. Á síðasta ári var bróðurpartur kennslu Árskógarskóla fluttur í nýuppgert húsnæði á lóð skólans. Nú er röðin komin að því að gera upp gamla skólahúsið. Sveinn segir að áhersla verði lögð á að sameinaðir í Öxarfjarðar- hrepp. Ingunn orðar það svo að þetta verði „ár þakanna" í Öxarfjarð- arhreppi. Gert verður við þak Lundarskóla, heilsugæslustöðv- arinnar á Kópaskeri, grunnskól- ans á Kópaskeri og loks þak Útskála (gamla hús Pósts og síma), sem hugmyndin er að inn- mm— flokki 13-14 ára skipuðu þau Thelma Matthíasdóttir, Guð- mundur Rafn Jónsson og Albert Arason. í sigursveit Ólafsfirðinga í flokki 15-16 ára voru Kristján Hauksson, Tryggvi Sigurðsson og Halldór Óskarsson. Þrjár sveitir mættu til leiks í hvorum flokki og þessi: urðu úrslit Flokkur 13-14 ára: 1. Ólafsfjörður 44:24 2. ísafjörður 45:00 3. Akureyri 46:15 Flokkur 15-16 ára: 1. Ólafsfjörður A 50:48 2. ísafjörður 54:50 3. Ólafsfjörður B 1:04:05 bæta félagsaðstöðu hreppsbúa, en allar helstu skemmtanir eru haldnar í Ieikfimisal þess. Óvíst er hversu mikið verður byggt í Árskógshreppi í sumar. Að sögn Sveins er beðið eftir svari frá Húsnæðisstofnun um fyrirgreiðslu til byggingar fjög- urra félagslegra íbúða. Nýlega afhenti Katla hf. fjórar almennar kaupleiguíbúðir (80 fermetra raðhúsíbúðir). Tvær þeirra eru á Litla-Árskógssandi og tvær á Hauganesi. óþh rétta fyrir félagslegar íbúðir. Kelduneshreppur stendur að rekstri Lundarskóla og heilsu- gæslustöðvarinnar með Öxar- fjarðarhreppi og því er viðgerð þakanna á þeim háð samþykki hreppsnefndar Kelduneshrepps. Ingunn segir að margt fleira sé á framkvæmdaáætlun þessa árs. Hún nefnir hreinsun Silungavík- ur. Par ganga þrjú holræsi í sjó fram en ætlunin er að sameina þau í eitt og leiða það út í aðal- ræsi, sem komið er út fyrir stór- straumsfjöru. Einnig er á dagskrá margvís- legar endurbætur og viðhald á grunnskólanum og leikskólanum. „Svo er spurningin hvort hreppurinn kaupir skrifstofu- húsnæði það sern hann leigir af þrotabúi KNÞ. Það er vilji fyrir að athuga hvort af kaupum þess getur orðið,“ segir Ingunn. Þá er á dagskrá átak í bruna- málum í hreppnum og einnig uppsetning rennu við höfnina til þess að sjósetja báta. „Jafnframt höfum við fariö þess á leit við Vita- og hafnamálastofnun að fjármunum verði veitt til Leir- hafnar, þar eru einnig duglegir sjómenn sem m.a. stunda grá- sleppuveiðar," segir Ingunn. Skógræktarátak hófst í fyrra í nágrenni Kópaskers og Ingunn segir ætlunina að halda því áfram í sumar. „Við erum óskplega ánægð með að hafa nú möguleika til þess að snúa við blaðinu. Það hefur verið allt of mikil stöðnun hér á undanförnum árum,“ segir Ingunn. óþh Sjö ferðir eru áætlaðar milli Akureyrar og Reykjavíkur á veg- um Flugleiða í dag, fimmtudag. Á laugardag fyrir páska eru fjór- ar ferðir áætlaðar eins og á venju- legum laugardegi samkvæmt vetraráætlun. Á mánudag, annan í páskum, eru sjö ferðir á áætlun og á þriðjudag eru tvær aukaferð- ir áætlaðar eða sex flugferðir alls ntilli þessara staða. Flugfélag Norðurlands áætlar flug til allra viðkomustaða á Norður- og Austurlandi í dag. Á laugardag er einnig áætlað að fljúga til við- komustaða félagsins og þá á einn- ig að fara tvær ferðir til Reykja- víkur með viðkomu í Ólafsfirði og á Húsavík. Þá eru áætlaðar ferðir milli Siglufjarðar og Reykjavíkur á vegum Arnar- flugs-Flugtaks kl. 10.30 í dag, á laugardag og á mánudag. Norðurleið fer áætlunarferðir frá Akureyri kl. 10,30 í dag, á laug- ardag og á mánudag, annan í páskum, auk þess sem farin verð- ur aukaferð kl. 17.00 á mánudag. Hjá Birni Sigurðssyni, sérleyfis- hafa á Húsavík, fengust þær upp- lýsingar að á mánudag, annan í páskum, verði farið frá Húsavík kl. 15.00 og til baka frá Akureyri kl. 17.00 og ferðin ntiðuð við að farþegar að austan geti náð flugi til Reykjavíkur en farþegar með Norðurleið til Akureyrar átt þess kost að ná framhaldsferð til Húsavíkur. ÞI Árver hf. á Árskógssströnd: Pétur segir upp störfum - stjórn fyrirtækisins skorar á hann að draga uppsögnina til baka Pétur Helgason, framkvæmda- stjóri Árvers hf., hefur sagt upp störfum. Hann vildi í sam- tali viö Dag ekki tjá sig um ástæöu uppsagnarinnar. Pétur Helgason sagði upp störfum í desember sl. með sex mánaða fyrirvara. Stjórn fyrir- tækisins hefur óskað eftir því að hann dragi uppsögn sfna til baka og Degi er kunnugt um að starfs- fólk þess vill einnig að hann haldi áfram störfum. Pétur sagðist á þessu stigi ekki vilja tjá sig um ástæðu uppsagn- arinnar. „Ég get ekki gefið út neina yfirlýsingu nú um hvort ég hætti. Samkomulag er á milli mín og stjórnar fyrirtækisins að það verði afráðið að afloknum aðal- fundi fyrirtækisins um miðjan næsta næsta mánuð," sagði Pétur. Pétur Helgason hefur verið framkvæmdastjóri Árvers hf. frá því í október árið 1987. óþh Tuttugu milljónum varið til verklegra framkvæmda í Öxarfjarðarhreppi í ár: Ár þakanna í Öxarfj arðarhrcppi - erum ánægð með að geta snúið við blaðinu, segir sveitarstjórinn Unglingameistaramót íslands: Ólafsfírðingar sigur- sælir í boðgönguimi SkagaQörður: Tvær nýjar brýr í sumar - ný brú yfir Jökulsá eystri Samkvæmt nýrri vegaáætl- un verða byggðar tvær brýr í Skagafiröi á þessu ári. Byggð verður brú yfir Jök- ulsá eystri í stað þeirrar sem sligaðist undan snjóþunga og eyðilagðist síðasta vetur og hefur sú brú verið lokuð síðan. Einnig verður byggð ný brú yfír Hjaltadalsá. Brúin yfir Jökuslá eystri er í svokölluðum Eystri-Bug. Eystri-Bugur er á leiðinni upp frá Þorljótsstöðum í Vestur- dal, fram Sprengisandsleið að Laugarfelli. Að sögn vega- gerðarmanna veröur ekki hægt að hefja frantkvæmdir við brúarsmíðina fyrr en í haust vegna aurbleytu á há- lendisvegum. Því mun Sprengi- sandsleið úr Vesturdal verða lokuð í sumar og haust. Brú yfir Vesturós Héraðs- vatna er einnig á áætlun til næstu fjögurra ára. Líklega verða ekki hafnar fram- kvæmdir við hana fyrr en árið 1994. Á næsta ári verður byggð ný brú yfir Kolku á Siglufjarðarleið en til stóð að hún yrði byggð í sumar. kg 1991 FÖSTUDAGURINN LANGI 29.MARS JÓNI LAXDAL HALLDÓRSSON OPNAR LISTM U NASÝN 1 NGU Kl_1 6.00 SEM STENDUR TlL t .APRÍL OG er opin FRÁ KL.14.00 Tl L KL. I s.oo LAUGARDAGSKVÖLD 30.MARS KL. 21 .OO LES GUÐQRANDUR SIGLAUGSSON ÚR VERKUM SÍNUM. PÁSKADAGSKVÖLD 3 1 -MARS TÓNLEIKAR NORÐANPI LTA KL.21 .OO Til fermingargjafa Ath! Opið laugard. 30. marskl.10-16 Kaststangir, flugustangir, kasthjól, fluguhjól, veiðivesti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.