Dagur - 28.03.1991, Side 13
efst í hugo
i
Er málstaður læknarma
svona vondur?
Rótt einn ganginn er Ólafur Ragnar Gríms-
son kominn í hávaða rifrildi í fjölmiðlum, að
þessu sinni við læknastéttina. Þótt upphlaup
fjármálaráðherrans hafi verið mörg og æði
misjöfn að gæðum og málefnadýpt, þá er óg
nú á því að í þetta sinn hafi hann talsvert til
síns máls. Og það sem meira er: óg held að
hann hafi samúð alls þorra almennings (sem
á tímum sem þessum gengur undir nafninu
kjósendur), en það hefur svo sannarlega ekki
alltaf verið raunin.
Það hefur það hver eftir öðrum um þessar
mundir að ríkisvaldið sölsi undir sig æ meira
af tekjum þjóðarinnar og að við þessu verði
að spoma. En á hinn bóginn vill enginn sjá á
bak þeirri þjónustu sem ríkið veitir þeim.
Þetta er sá gordíonshnútur sem fjármálaráð-
herrar allra tíma hafa þurft að glíma við. Og í
málflutningi Sjálfstæðisflokksins í þessari
kosningabaráttu hefur á sérdeilis óábyrgan
hátt verið klifað á því að það þurfi að lækka
skattana, en engin tilraun gerð til að benda á
það sem verður að skera niður í staðinn.
En þegar þessi mál eru rædd í alvöru
verða margir til þess að benda á heilbrigðis-
kerfið sem vænlegasta fórnarlamb niður-
skurðarhnífsins. Þar virðast flestirá einu máli
um að eigi sér stað bruðl og óráðsía og jafn-
vel hrein og klár spilling.
í vetur var talsvert rætt um óheyrilegan
lyfjakostnað sem þyrfti að skera niður. Og nú
hefur Ólafur Ragnar bent á launakostnað
læknanna sem dæmi um bruðl í heilbrigðis-
kerfinu.
Það hafa verið birtar skýrslur á skýrslur
ofan sem sýna að mjög margir læknar hafa
það óheyrilega gott, einkum ef þeir eru sór-
fræðingar, og að til sóu læknar sem á hverju
ári fara með miljónatugi út úr kerfinu. Að vísu
er þar um að ræða verktakagreiðslur svo
væntanlega geta viðkomandi læknar sýnt
fram á töluverðan kostnað á móti.
Það mun hafa verið í tíð Matthíasar
Bjamasonar vestfjarðagoða sem núverandi
sérfræðingakerfi var tekið upp, en hann nam
úr gildi þá skyldu að fólk þyrfti fyrst að fá til-
vísun frá heimilislækni áður en það leitaði til
sórfræðings. Eftir það hefur sórfræðiþjónust-
an blásið út og laun amk. sumra lækna fylgt
með.
Vissulega þykir skattgreiðendunum það
undarlegt að þeir þurfi að greiða læknum
þessi ótrúlega háu laun. Hugtakið ráðherra-
laun hefur oft verið notað um há laun hór á
landi en sennilega lenti Ólafur Ragnar heldur
neðarlega á launaskala sórfræðinga í lækna-
vísindum. Þaö er enginn að segja að læknar
eigi að hafa einhver sultarlaun, en fyrr má nú
rota...
Það sem mór hefur fundist athyglisverðast
við þessar deilur um heilbrigðiskerfið (og má
svosem bæta tannlæknadeilunni þar við) er
að maður heyrir aldrei neitt það frá læknum
sem talist geta málefnaleg rök fyrir því að nú-
verandi kerfi só það eina rótta. Að ekki só
talað um að úr þeim herbúðum heyrist gagn-
rýni á það. í yfirstandandi deilu lækna og
Olafs Ragnars einskorða þeir sig við yfirlýs-
ingar um að ráðherrann fari með fleipur og
dylgjur. Þeir bera ekki við að ræða málin á
einhverjum vitrænum grunni og láta rök
mæta rökum.
Þess vegna er samúðin öll með Ólafi.
Þröstur Haraldsson
SPÓI SPRETTUR
SPÓI SPRETTUR
Fimmtudagur 28. mars 1991 - DAGUR - 13
Opið
f dag
frá kl. 10-20
KEA Byggðavegi
L - - i i ....^
/--1--------------\
Til sölu sumarhús
Mjög vönduð sumarhús.
Tilbúin til afhendingar.
Stœrð: 37 fm + 10 fm svefnloft.
Verð kr. 3.200.000.
Nánari uppl. veittar á skrifstofu okkar.
-t v - • '• ; _ •' ,
■ ■ | + Símar: 26277
byggir hf.