Dagur - 28.03.1991, Page 20
Premíerútsæði flutt inn:
Vara mjög við þessu
- segir Sveinberg Laxdal
Heimilaður hefur verið inn-
flutningur á 50 tonnum af
útsæði af hollensku tegundinni
premíer.
Sveinberg Laxdal, formaður
Staða jafnréttis-
fulltrúa á Akureyri:
Verður Valgerður
af bæjarráði?
Undanfarið hafa farið fram
viðræður milli Valgerðar
Bjarnadóttur og forsvars-
manna Akureyrarbæjar um
starf jafnréttis- og fræðslu-
fulltrúa. Valgerður var ein
þriggja umsækjenda um
starfið, en dró umsókn sína
til baka fyrr í vetur vegna
ágreinings um laun.
Formaður Janfréttisnefndar
Akureyrar, Hugrún Sig-
mundsdóttir, vildi ekki tjá sig
neitt um málið þegar blaða-
maður Dags hafði samband
við hana, en sagði aðeins að
þetta myndi skýrast fljótlega
eftir páska. Hugrún vildi
hvorki játa því né neita að við-
ræður stæðu yfir við Valgerði
Bjarnadóttur.
Enginn fundur hefur verið
haldinn í jafnréttisnefnd til að
ræða hugsanlega ráðningu
Valgerðar eins og staðan er í
dag, en sá möguleiki er talinn
vera fyrir hendi að bæjarráð
ráði Valgerði í starfið, án sam-
ráðs við nefndina.
Valgerður gerði þá kröfu að
fá sömu laun og starfsmaður
atvinnumálanefndar, um 160
þúsund krónur á mánuði, fyrir
að starfa að jafnréttismálum á
vegum bæjarins. Þeirri kröfu
var hafnað í bæjarráði. KK
Norðurland:
Þokkalegt
verður yflr
páskana
Veðurstofa íslands spáir
þokkalegu veðri yfir pásk-
ana. „Veðrið verður skap-
legt, hitastigið rokkandi,
vindur yfirleitt lítill, en þó
gæti hann æst sig ögn á
föstudaginn langa,“ sagði
Unnur Ólafsdóttir, veður-
fræðingur.
Samkvæmt veðurspá
Veðurstofu þá vcrða suðvest-
an áttir ríkjandi á Norðurlandi
í dag. Vægt frost verður og
úrkomulítið.
Á föstudaginn langa gengur
hann í norðvestan átt með
éljagangi og á laugardag og
páskadag verður vindur af
vestri, él við ströndina en all-
gott til landsins. ój
Félags kartöfluræktenda við
Eyjafjörð, segist vera mjög
óhress með þennan innflutning.
Hann bendir á að menn telji lík-
legast að hringrot, sem leikið hef-
ur eyfirska kartöfluræktendur
grátt að undanförnu, hafi á sín-
um tíma borist með premíer. Þá
segir hann allar líkur benda til að
hringrotstilfelli á Suðurlandi á
síðasta vori megi rekja til erlends
útsæðis.
í ljósi þessa vill Sveinberg
beina því til kartöfluræktenda að
þeir fari sér hægt í að kaupa
premíerútsæði, því með því gætu
þeir verið að kaupa köttinn í
sekknum. óþh
Lítill, minni, minnstur.
Mynd: Golli
Rækjuvinnslan:
Mikilvægt að skuldbreytingin nái
einnig tQ banka og lánastofnana
- segir Pétur Helgason, framkvæmdastjóri Árvers hf.
„Þessu fjármagni verður ein-
göngu varið til skuldbrcytingar
á lánum rækjuverksmiðjanna.
Ahersla verður lögð á að
breyta langtímalánum í
skammtímalán og þcim þannig
gert léttara að komast í gegn-
um þessa erfiðleika,“ sagði
Pétur Helgason, framkvæmda-
stjóri Árvers hf. á Árskógs-
strönd og stjórnarmaður í
Félagi rækju- og hörpudisk-
framleiðenda.
Eins og Dagur hefur skýrt frá
eru 200 milljónir á lánsfjárlögum
til þess að létta rekstrarróður
rækjuiðnaðarins í landinu.
Byggðastofnun hefur með hönd-
Kjörskrár fyrir komandi þingkosningar tilbúnar:
Ríflega 25.000 manns á
kjörskrá á Norðurlandi
Samkvæmt kjörskrárstofni
sem nú liggur fyrir hafa um
25.500 manns á Norðurlandi
rétt til að kjósa í komandi
kosningum til Alþingis. í
Norðurlandskjördæmi eystra
eru nú 18.434 á kjörskrá, eða
2,9% fleiri en í síðustu þing-
kosningum. Á Norðurlandi
vestra eru hins vegar 7.160
manns á kjörskrá eða 1,8%
færri en í síðustu þingkosning-
um.
Samkvæmt fyrirliggjandi kjör-
skrárstofni nú eru alls um 183
þúsund manns á kjörskrá hér á
landi. Fjölgunin frá kosningun-
um árið 1987 er um 11.500 manns
eða 6,7%. Ekki þarf að koma á
óvart að mest hefur fjölgunin
orðið í kjördæmunum á suðvest-
urhorni landins, þ.e. 12,8% í
Reykjaneskjördæmi og 8,9% í
Reykjavík. Næst kemur Norður-
land eystra með 2,9% fjölgun, þá
Suðurland með 2,6% fjölgun og
loks Austurland með 1,1%
fjölgun. I öðrum kjördæmum eru
færri á kjörskrá en var árið 1987.
Sé litið á einstök sveitarfélög á
Norðurlandi vestra sést að flestir
eru á kjörskrá á Sauðárkróki eða
1.731. Mesta fjölgun hefur hins
vegar orðið í Seyluhreppi frá síð-
ustu kosningum eða 8,7% en
næst kemur Sauðárkrókur með
6,7%. Mesta fækkun hefur hins
vegar orðið í Hofshreppi eða um
14,2% á kjörtímabilinu.
Á Norðurlandi eystra lítur yfir-
lit yfir einstök sveitarfélög þannig
út að mesta fækkun varð í Öxar-
fjarðarhreppi, eða 14,3% en
mesta fjölgun á Dalvík og
Árskógshreppi, eða um 12,2%
og 10,3%. Flestir kjósendur eru
þó á Akureyri eða 10.162 og hef-
ur þeim fjölgað um 554 frá síð-
ustu kosningum til Alþingis.
JÓH
um að skipta þessu fjármagni á
verksmiðjurnar, sem eru á milli
20 og 30 talsins. Pétur segir ljóst
að ekki komi stór upphæð í hlut
hverrar verksmiðju og því sé
mikilvægt að skuldbreytingin
verði víðtækari og taki einnig til
viðkomandi banka og lánastofn-
ana.
„Eigið fé rækjuverksmiðjanna
eru löngu uppurið og við höfum
ekki séð lengi til sólar. Ekki er
fjarri lagi að verðfall á rækju frá
miðju ári 1990 til dagsins í dag
nemi 30 prósentum. Núna binda
menn frekast vonir við Banda-
ríkjamarkað og um leið að Bret-
landsmarkaður verði ekki eins
allsráðandi og hann er í dag,“
sagði Pétur.
Hann sagðist ekki eiga von á
því að skuldbreytingu lána verk-
smiðjanna yrði lokið fyrr en í
sumar. Við skiptingu 200 milljón-
anna mun Byggðastofnun leggja
til grundvallar ársreikninga verk-
smiðjanna fyrir síðasta ár, en
fjöldi þeirra liggur enn ekki fyrir.
óþh
Álafoss hf.:
Greiðslur fyrir ull á leið til bænda
Bændur sem lögðu inn ull hjá
Álafossi hf. síðasta haust
munu fá grciðslur fyrir haust-
innleggið á næstunni, en marg-
ir voru að verða langeygir eftir
greiðslu. Sumir áttu að fá
greitt 20. janúar, aðrir 20.
febrúar, en vegna tafa á
greiðslum frá ríkinu var ekki
hægt að gera upp við bændur á
réttum tíma.
Tveggja mánaða biðtími á að
vera frá haustinnleggi ullar þar til
að greiðsla berst. Bændur munu
að þessu sinni fá greitt fyrir ull
samkvæmt gjalddögum frá
nóvember til janúar. Eftir páska
verður greitt verulega inn á hjá
þeim bændum sem áttu að fá
greitt samkvæmt gjalddaga 20.
febrúar.
Umboðsmenn Álafoss um land
allt taka við ullinni, og eiga líka
að sjá um að greiða bændunum.
Nýlega barst niðurstaða ullar-
matsins til bænda, og höfðu sum-
ir reiknað með peningum fyrir
ullina til að greiða virðisauka-
skatt 1. mars.
í fyrra var gerð kerfisbreyting í
ullarmati, og stóð á greiðslum frá
ríkinu, því breytingin tók marga
mánuði. Bændur sem áttu að fá
greitt í janúar fengu þá ekkert
fyrr en í apríl. í gær var verið að
póstleggja greiðslur fyrir ull frá
Álafossi, en þá hafði framlag
vegna niðurgreiðslna ríkisins
borist fyrirtækinu. EHB
Næsta blað kemur út miðviku-
daginn 3. apríl. Auglýsendur
sem vilja koma auglýsingum í
það blað, eru beðnir að skila
inn handritum fyrir kl. 11.00
þriðjudaginn 2. apríl.