Dagur


Dagur - 03.04.1991, Qupperneq 6

Dagur - 03.04.1991, Qupperneq 6
V — C3Í lAAfí — t'OP'l’ ííwc r ,íim«sK»ii\ln/^iR 6 - DAGUR - Miðvikudagur 3. apríl 1991 Til hamingju Akureyringar - hugleiðingar um Listagil og Amtsbókasafn Ég er einn af þeim íslensku myndlistamönnum sem starfsins vegna eru langdvölum erlendis. Paðan reyni ég að fylgjast með íslensku listalífi og menningar- umræðu eftir bestu getu. Dag- blaðapakkar berast öðru hverju frá velviljuðum ættingjum og svo má alltaf fá beinar lýsingar um gerfihnött í símanum. Eg held hins vegar að það hafi hvorki verið sími né dagblöð að verki þegar ég frétti af hugmyndum stórhuga manna um að breyta deyjandi verksmiðjusvæði í íslenska bænum Akureyri í lista- safn, sýningarsali, vinnustofur, gestavinnustofur, verkstæði og tónleikahús og kalla Listagil. Fréttin lá einhvern veginn í loftinu og skyndilega var hún á allra vörum. Svo einfalt var það. Og viðbrögð manna voru alls staðar þau sömu, hvort sem var í Amsterdam, París, Berlín eða Róm; menn tóku ofan fyrir Akureyringum og listagilinu þeirra, töluðu um tímamót í íslenskri myndlist en þorðu þó varla að trúa því að þetta gæti orðið vegna þess að íslendingar hefðu svo einstakt lag á að klúðra góðum hugmyndum. Það voru hins vegar viðbrögð hollensks safnstjóra sem urðu kveikjan að þessum pistli mínum. Ég var að lýsa fyrir hon- um hugmyndinni í stórum drátt- um og þótti honum mikið til koma, en þegar ég missti það út úr mér að e.t.v. yrði ekkert af þessu vegna þess að þetta yrði of dýrt fyrir bæjarfélagið rak hann upp stór augu og spurði hvort menn vissu það ekki á íslandi hvaða þýðingu svona listamið- stöð hefði fyrir lítið bæjarfélag. Ekki bara sem menningarauki heldur ekki síður sem fjárhags- legur ávinningur. „Hafa menn efni á að hunsa þessa ágætu hugmynd?" Ekki bara ávinningur lista- manna Þessi spurning vakti mig til umhugsunar og hefur orðið býsna ágeng þessar síðustu vikur sem ég hef dvalið í gamla bænum mínum og notið gestrisni Davíðs sáluga Stefánssonar. Það hefur verið mér mikil ánægja að fá að fylgjast með hugmyndum um Listagil eflast meðal bæjarbúa og frétta nú síðast af kaupsamningi bæjarins og Kaupfélagsins, sem hlýtur að staðfesta það að Lista- gil verði að veruleika innan fárra ára. En gerum við okkur grein fyrir því hvaða þýðingu þetta Grettistak í íslenskum menn- ingarmálum getur haft fyrir hinn almenna Akureyring, þ.e.a.s. þann sem dags daglega telur sig ekki eiga verulegra hagsmuna að gæta þegar listir eru til umræðu. Ég hef verið að leika mér svolítið með þessa spurningu og langar að koma á framfæri nokkrum hugmyndum sem skotið hafa upp kollinum í framhaldi af þeim vangaveltum. * Listasafn, gestavinnustofur, reglulegt sýningahald í góðum sýningarsölum og reglulegir tón- leikar í góðum tónleikasal, allt laðar þetta að listamenn frá öllu landinu og skapar grundvöll fyrir tíðar heimsóknir góðra lista- manna hvaðanæva að úr heimin- um. Mikilvægast er þó að slík aðstaða styrkir stöðu akureyrskra listamanna til muna og mun tryggja þeim þann sess sem þeim ber meðal listamanna þjóðarinn- ar. Listamenn munu ekki lengur þurfa að flýja bæinn til að eiga raunhæfa möguleika í harðnandi samkeppni. * Listunnendur munu ekki setja sig úr færi að fylgjast með því sem vel er gert í Listagili. Pað verður jafn sjálfsagt að sækja góða sýningu hvort sem hún er á Akureyri eða í Reykjavík. Vin- sældir metnaðarfyllstu verka Leikfélags Akureyrar meðal leik- húsunnenda „úti á landi“ (þar með talið í Reykjavík) eru dæmi um slíkt. Þegar Leikfélaginu berst liðsauki í Listagili ætti fjöldi gesta enn að aukast. Þannig mun Listagil beinlínis styrkja það sem vel er gert á öðrum sviðum menningarmála á Akureyri. * Stór hópur fólks um allt land vill geta fylgst með því sem fram fer í Listagili, auk annars sem gerist í menningarmálum lands- ins á Akureyri, með hjálp blaða og annarra fjölmiðla. Þannig mun Akureyrarblaðið Dagur seljast betur en nokkru sinni fyrr vegna reglulegra frétta og gagn- rýninnar umfjöllunar um það sem efst verður á baugi hverju sinni. Akureyri verður oftar til umfjöllunar í útvarpi og sjón- varpi vegna Listagils og smám saman venjast menn þeirri stað- reynd að þar er mikilvæg menningar- og listamiðstöð, hvers vegna ekki miðstöð mynd- listar í Iandinu þegar fram líða stundir? * Það liggur í augum uppi að fyr- ir ferðamenn verður Akureyri vænlegri dvalarstaður en nokkru sinni fyrr, þegar listasafn, sýning- arsalir, tónleikahús, opnar vinnu- stofur og kaffihús í Listagili bæt- ast við það sem einkum hefur laðað að hingað til yfir sumartím- ann. * Þessi aukna umræða um Akur- eyri og fjölgun gesta árið um kring mun hafa meiri áhrif en margan grunar. Ég leyfi mér að fullyrða að það verði ekki aðeins akureyrskar verslanir, veitinga- staðir og hótel sem muni njóta ávaxtanna af Listagili. Það verða ekki síður þau þjónustu- og fram- leiðslufyrirtæki sem vilja hasla sér völl utan Akureyrar sem munu njóta þar góðs af. Með breyttri ímynd Akureyrar breyt- ist ímynd þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Það verður einfald- lega auðveldara að selja akur- eyrskar framleiðsluvörur, t.d. í Reykjavík (en þar er hálf þjóðin Þorvaldur Þorsteinsson. eins og margir vita) í framhaldi af því að forvitni manna um bæinn eykst. Og hver veit nema fyrir- tæki á Akureyri verði metnaðar- fyllri fyrir vikið, hugsi stærra og finnist þau síður þurfa að biðja afsökunar á tilveru sinni. M.ö.o. hugmyndir bæjarbúa um sjálfa sig breytast með breyttri ímynd bæjarins. Þykir sjálfsagt ein- hverjum ekki á sjálfsánægjuna bætandi, en það er a.m.k. von til þess að sú sjálfsánægja sem sprottin er af minnimáttarkennd muni eignast aðra og vænlegri forsendu. * Það er betra að ala upp börn í bæ sem á Listagil. Þau vita nú þegar allt um bíla, föt, pizzur, vinsældartónlist, ofurmenni og væntanlegar fermingagjafir auk þess sem þau kunna skil á fleiri pyntingar- og aftökuleiðum en allir böðlar miðalda til samans. Þegar hins vegar kemur að myndlist og lifandi tónlist hafa fæst þeirra mikla reynslu, ekki frekar en foreldrarnir, einfald- lega vegna þess að tækifærin liggja hreint ekki á lausu. Listin er einatt kaffærð af „hinum frjálsu markaðsöflum". Sem bet- ur fer er baráttan fyrir réttindum barna til betra lífs í algleymingi á Akureyri og hefur verið um nokkurt skeið. Starf Tónlistar- skólans og Myndlistaskólans er ómetanlegt og Amtsbókasafnið hefur reynst mikilvæg hvatning þeim börnum sem á annað borð nenna að lesa meira en það sem stendur á kornflexpökkum og myndbandsspólum. Það sem hins vegár hefur sárlega vantað er að bjóða upp á sýningarsali og tón- leikahúsnæði þar sem bein snert- ing við myndlist og lifandi tónlist- arflutning verður raunhæfur möguleiki árið um kring. Með Listagili er bætt þar verulega úr og má reikna með að starfsemi þar geti jafnast á við það besta sem gerist á Norðurlöndunum, svo ekki sé meira sagt. Hvað finnst foreldrum á Akur- eyri um slíkar fréttir? Á ekki barnið betra skilið en að alast upp við einhæfa vinsælda- listatónlist og fjöldaframleitt myndefni sem aðallega byggist upp á blóðrauðum litbrigðum? Ég er viss um að þessi spurning er ekki aðeins mikilvæg fyrir for- eldra hér í bæ. Það eru fjölskyld- ur um allt Iand (ekki síst í Reykjavík) farnar að hugsa sér til hreyfings. Vilja Akureyringar koma til móts við þær? Þessari spurningu hafa menn nú svarað með Listagili. Amtsbókasafnið Mér hefur fundist það ljóður á umræðu um Listagil hvernig ráðamönnum virðist hafa tekist að fá menn til að trúa því að framkvæmdir við Listagil og stækkun Amtsbókasafnsins væru tveir kostir sem velja þyrfti á milli. Jafnvel bókasafnsmenn sjálfir hafa fallið i þá gryfju að reyna að sverta hugmyndir um Listagil til að tryggja stöðu sína og þannig skaðað eigin ágæta málstað. Ef litið er til þeirrar stækkunar á bókasafninu sem tilheyrir fyrsta áfanga er ljóst að þar er mál á ferðinni sem er alveg óskylt Listagili. Þar er einfaldlega stefnt að því að bæta úr brýnni þörf Amtsbókasafnsins fyrir vinnu- aðstöðu og geymslurými. Ég satt að segja þekki ekki nógu vel til þessa máls til að geta áttað mig á því hvenær stækkun Amtsbóka- safns og Listagili var stillt upp til þessa fráleita prófkjörs þar sem „frambjóðendurnir“ tilheyra ekki einu sinni sama flokki. Ég þykist vita að verði öðrum áfanga haldið til streitu væri eðlilegt að taka afstöðu til fjölnotasalar við safnið annars vegar og sýningar- og tónleikasala í Listagili hins vegar. En að fá menn til að rífast um það hvor framkvæmdin eigi að hafa forgang, fyrsti áfangi Amtsbókasafnsviðbyggingar eða Listagil, er beinlínis lúalegt og skaðar hvort tveggja. Auðvitað á að búa til Listagil og auðvitað á að bæta aðstöðu bókasafnsins. Sem virkt héraðs- skjalasafn og prentskilasafn hef- ur það stórmerku hlutverki að gegna og gæti, ef rétt er á mál- um haldið, orðið einhver eftir- sóttasti vinnustaður landsins fyrir aragrúa fræðimanna, rithöfunda og áhugamanna um þjóðarverð- mæti. Fyrir okkur, hinn almenna borgara, er Amtsbókasafnið fyrir löngu orðið svo ómissandi þáttur í daglegu lífi að við erum hætt að taka eftir því. Þess vegna hættir okkur til að álíta að þar þurfi engu við að bæta. Að bókasafnið sé bara hús sem geymir margar bækur. En auðvitað er það miklu meira en dauð geymsla. Eða ætti að vera það. Bókasafnið er bein- línis sneisafullt af ómetanlegum sögulegum heimildum og sam- tímaheimildum sem hefur hingað til ekki verið hægt að flokka og vinna úr svo vel sé, hvað þá gera aðgengilegt fyrir almenning, sök- um plássleysis. Það má líkja því við andlegt orkuver sem keyrt er á hálfu afli á sama tíma og orku- þörfin eykst dag frá degi. Ég er smeykur um að þessi pólitíski leikur með Listagil og bókasafn hafi m.a. dregið úr mönnum að berjast fyrir sérstök- um fjárveitingum frá ríkisvaldinu í bókasafnið, í skjóli þess að vandinn yrði hvort sem er leystur einhvern veginn öðruvísi en með viðbyggingu. Auðvitað á að beita ríkið enn meiri þrýstingi í þessu máli. Ábyrgð prentskilasafns er ekki einskorðuð við einstök hér- uð heldur landið allt. Það kostar mikið að taka við öllu prentuðu efni í landinu, flokka það og varðveita. Amtsbókasafnið fóstr- ar allt það sem ungað er út úr prentsmiðjum landsins og ætti því að fá afgreiðslu á fjárlögum svipað og grunnskóli, sem gegnir ekkert ósvipuðu flokkunar- og geymsluhlutverki, en er þó opinn í annan endann þannig að við- fangsefnin hrannast ekki upp eins og í Amtsbókasafninu. Það er nefnilega lokað í annan endann eins og Svarfaðardalsvatn. Að Iokum Ég óska bæjarbúum til hamingju með Listagil almennt og spái því að hér sé stigið mikilvægara skref en menn gera sér grein fyrir. Á það jafnt við hvort sem talað er um Listagil sem hlekk í menning- arlegu- eða efnahagslegu sjálf- stæði bæjarins. Það mun skila arði á báðum sviðum þegar upp verður staðið. Þessir tveir pólar vinna vel saman, nú þegar stærsti byggðakjarni utan Stór-Reykja- víkursvæðisins býst til að taka forystu á því sviði sem mestu máli skiptir þegar öllu er á botn- inn hvolft, að skapa samfélag þar sem mönnum líður vel. Hver veit nema ég verði innan fárra ára orðinn einn af þeim íslensku listamönnum sem starfs- ins vegna eru langdvölum á Akureyri. Þorvaldur Þorsteinsson. Höfundur er myndlistarmaður. FRA FOSTURSKÓLA ÍSLANDS Námskeið fyrir æfingafóstrur Umsjón: Elín Jóna Þórsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Sigríður K. Stefánsdóttir. Markmið námskeiðsins er að undirbúa fóstrur til að leiðbeina fóstrunemum í verknámi. Námskeiðið skiptist í eftirfarandi þætti: - Kynningu á verknámi í Fósturskóla (slands. - Sjónarmiö æfingafóstra og nema. - Leiösögn. - Samskipti. - Mat. - Úrvinnslu. Námskeiðið verður haldið á Akureyri, fimmtudaginn 30. maí, föstudaginn 31. maí, laugardaginn 1. júní. Umsóknir berist skrifstofu skólans fyrír 1. maí. Fyrirhugað er aö halda námskeið fyrir æfingafóstrur í Reykjavík í ágúst, veröur það auglýst síðar. Framsóknarvist i fimmtudaginn 4. apríl kl. 20.30. Spilað verður á 6 stöðum í Norðurlandskjördæmi eystra. Akureyri: Nú spilum við í Félagsborg (sal starfsmanna Álafoss). Verðlaun fyrir besta árangur á öllum stöðum er ferðavinningur að verðmæti kr. 80.000 með Samvinnuferðum-Landsýn. Góð kvöldverðlaun. Ávarp: Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.