Dagur - 03.04.1991, Side 13
Miðvikudagur 3. apríl 1991 - DAGUR - 13
leiklist
Blessað bamalán
16. mars, laugardag, frumsýndi
leikdeild Ungmennafélagsins
Mývetnings gamanleikinn
„Blessað barnalán“ í Skjól-
brekku í Mývatnssveit. Höfund-
ur leiksins er hinn alkunni og vin-
sæli leikritahöfundur Kjartan
Ragnarsson, en leikstjóri upp-
setningar Ungmennafélagsins
Mývetnings er Ragnhildur
Steingrímsdóttir.
Það er væntanlega óþarfi að
kynna efni leikritsins „Blessað
barnalán", svo víða sem það hef-
ur verið flutt frá því að það fyrst
kom fram og var sýnt í Iðnó í
Reykjavík árið 1976. Verkið er
dæmigerður farsi og felur í sér
flesta þætti góðra verka af þeirri
tegund. Þar má nefna misskiln-
ing, árekstra, flækjur og skopleg-
ar persónur.
Það er gjarnan talið heldur
ómerkilegt aö setja upp farsa og
ekki meira en svo samboðið
metnaðarfullum leikfélögum.
Þetta viðhorf byggist á röngu
mati á því, sem felst í hinum
ýntsu gerðunt leikverka. Það er
engu minna nákvæmnisverk að
halda uppi hraða farsans, heldur
en að magna tilfinningaflæði
harmleiksins. í þessu og öðru
gerir farsinn kröfur til flytjenda,
sem eru ekki síður verðugar þess
að tekist sé á við þær, heldur en
kröfur annarra tegunda leik-
verka.
Farsar eru reyndar miklu vin-
sælli á sviði leikhúsa en t.d.
harmleikir. Þetta stafar af því, að
Leiðrétting
Meinleg villa slæddist inn í til-
vitnun í Pétur Helgason, fram-
kvæmdastjóra Árvers á Árskógs-
strönd, í frétt á baksíðu Dags sl.
fimmtudag. Þar víxluðust
skammtímalán og langtímalán og
úr varð þessi klausa: „Áhersla
verður lögð á að breyta langtíma-
lánum í skammtímalán og
þannig...“ Setningin átti vita-
skuld að vera: „Ahersla verður
lögð á að breyta skammtímalán-
um í langtímalán og þannig...“
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
í farsanum er létt og iðulega
græskulaust garnan, sem gefur að
flestra áliti kost á hugnæmari
afþreyingu eina kvöldstund,
heldur en harmleikurinn mundi
gera. Einnig verður því ekki neit-
að, að leikurum í försum fyrir-
gefst oft óvandaðri leikur en
mundi líðast í harmleik. Þetta er
fyrst og fremst vegna þess, að
áhorfendur eru fullir umburðar-
lyndis við létta skemmtun, en alls
ekki af því, að gera megi minni
kröfur til leikara farsans en
harmleiksins.
Heildarsvipur uppsetningar
Lcikdeildar Ungmennafélagsins
Mývetnings á „Blessuðu barna-
láni" var allfjörlegur. Nokkrir
flytjenda áttu talsvert góða
spretti í túikun sinni á hlutverk-
um sínum. Dagbjört Bjarnadótt-
ir í hlutverki Ingu, hinnar
kúguöu dóttur, sem setið hefur
heima við að sinna aldraðri móð-
ursinni, þegaröll systkinin önnur
eru l'login úr hreiðrinu, nær iðu-
lega verulega skemmtilegum tök-
um á persónunni. Hið sama má
segja um Egii Freysteinsson í
hlutverki séra Benedikts, sem
lætur barnalega greiðasemi sína
leiða sig í ótrúlegt klandur.
Binna á löppinni í meðferð
Þuríðar Pétursdóttur verður á
stundum vel spaugileg persóna
og einnig Þorgerður, móðir Ingu
og systkinanna allra, en túlkun
hennar er í höndum Hrafnhildar
Kristjánsdóttur.
Aðrir leikarar voru allir í
minni hlutverkum, en öllum
mátti segja það til hróss, að afar
lítið var um það, að flytjendurnir
leyfðu sér innihlaldslausar bið-
stöður á milli þess, að kom að
þeim að segja eða gera eitthvað.
í þessu og öðru hefur leikstjór-
inn, Ragnhildur Steingrímsdótt-
ir, unnið gott verk, sem nýtist vel
til þess að gera ýmsa galla í flutn-
ingi miklu minna áberandi en
hefði geta orðið.
Þó að Mývetningar hafi þcgar
farið í leikferð í Kinn, Öxarfjörð
og til Raufarhafnar með uppsetn-
ingu sína á „Blessuðu barnaláni",
er sýningum á verkinu engan
veginn lokið. Enn er eftir að
halda vestur á bóginn til byggða
Eyjafjarðar. Leiklistarunnendum
er ráðlagt að fylgjast með auglýs-
ingum um og eftir páska.
Kvöldstund með Mývetning-
unum í flytjendaliði „Blessaðs
barnaláns", er talsvert ánægju-
leg. Haukur Ágústsson.
Fasteignatorgið
Glerárgötu 28, II. hæð
Sími 21967
HLÍÐARGATA: Einbýlishús á 2
hæöum, alls 154 fm, 5 herbergi,
saunabaö. Góö eign á góöum stað.
REYKJASÍÐA: Einbýlishús ásamt bíl-
geymslu, 145 fm + 25 fm. Glæsileg
eign, I mjög góðu ástandi.
BAKKASfDA: Einbýlishús ásamt bíl-
geymslu 147,3 fm + 34,4 fm. Vönduö
6 herbergja eign í góðu ástandi.
FJÓLUGATA: Jaröhæö í tvíbýlishúsi,
94 fm, 4 herbergi. Þó nokkuö endur-
nýjaö. Góö lán fylgja.
ÆGISGATA: Einbýlishús á 1 hæö, 112
fm, 4-5 herbergi. Mikið endurnýjað.
Vönduö eign.
MÚLASÍÐA: 3ja-4ra herbergja íbúð á
2. hæö. 121 fm.
Falleg íbúð með sólstofu. Laus fljót-
lega.
VANTAR: 3ja-4ra herbergja sérhæð, á
Eyrinni sem næst Eyrarskóla. íbúö
sunnarlega í Glerárhverfi kemur ein-
nig til greina.
VANTAR: Stórt einbýlishús á Brekk-
unni ca. 250 fm + bílgeymsla. 6-7
herbergja.
Sterkur kaupandi.
HRfSEY: Til sölu einbýlishús á 2 hæö-
um 138,3 fm, bílgeymsla á Árskógs-
sandi og 2,17 tonna vel útbúin trilla
meö krókaleyfi. Gott tækifæri til eigin
atvinnurekstrar.
Selst allt I einum pakka, eöa hvert út
af fyrir sig.
Upplýsingar aöeins á skrifstofunni.
. 10.30 til 12.00
. 13.00 til 18.00
Sölustjóri: Tryggvi Pálsson
Heimasími 21071
Ásmundur Jóhannsson hdl.
Öxnadalshreppur
Kjörskrá vegna alþingiskosninganna sem fram eiga
aö fara 20. apríl 1991, liggur frammi á skrifstofu
hreppsins á Auönum frá 2. apríl til 20. apríl.
Kærur út af kjörskrá þurfa aö berast sveitarstjórn eigi
síöar en kl. 12.00, þriðjudaginn 9. apríl.
Auðnum, 30. mars 1991.
Oddviti.
Aðalfutidur Eigttarhaldsfélagsins Iðnaðar-
bankinn hf., Reykjavík, árið 1991 verður haldinti
í Súlnasal Hótels Sögu, Reykjavík, fitnttttudaginti
4. apríl nk. og hefst kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Aðalfutidarstörf skv. ákvœðutn greinar 4.06
í samþykktum félagsins.
2. Tillaga uttt heitnild til stjómar félagsins til
útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1991.
Aðgöngumiðar að fundinutn verða afhentir
liluthöfum eða umboðstnönnum þeirra t íslands-
banka, Kringlunni 7, Reykjavík, dagana 3. og 4.
apríl nk. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1990,
ásamt tillögum þeittt sem fyrir fundinum liggja,
verða hluthöfum til sýnis á satna stað.
Reykjavtk, 11. tnars 1991
Stjóm Eignarhaldsfélagsitts
Iðnaðarbankinn hf.
<
'Q.
3
>
<
o
o