Dagur


Dagur - 03.04.1991, Qupperneq 17

Dagur - 03.04.1991, Qupperneq 17
Miðvikudagur 3. apríl 1991 - DAGUR - 17 kvikmyndarýni I Umsjón: Jón Hjaltason Hálendingurinn snýr aftur Borgarbíó sýnir: Hálendinginn II (Highlander II) Leikstjóri: Russell Mulcahy. Aðalhluterk: Christopher Lambert og Sean Connery. Harat Investments Itd. Eins og athugulir lesendur hafa væntanlega tekið eftir þá er sov- lítið ranghermi í fyrirsögninni. Hinn eilífi Hálendingur snýr nefnilega ekki aftur í þessari framhaldsmynd þar sem hann hvarf aldrei af skoðunarplássi veraldarinnar í hluta eitt; það sem gerist er hins vegar að á ein- hvern dularfullan hátt öðlast hann eilífleika sinn á nýjan leik, eilífleika sem hann hafði blessunarlega rriisst í Hálend- Arkitektafélag íslands: Ályktar um húsasótt Á aðalfundi Arkitektafélags íslands, sem haldinn var þann 16. mars sl., var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Aðalfundur Arkitektafélags íslands telur brýnt, að hafist verði handa við að vinna skipu- lega gegn því vandamáli sem nefnt hefur verið húsasótt og lýsir sér í óhollustuáhrifum og ofnæmiseinkennum af völdum byggingarefna og byggingar- hátta. Ljóst er að til að sporna gegn þessu vandamáli verður til að koma samvinna allra þeirra sem að byggingátnálum starfa - hönnuða, byggingayfirvalda, byggjenda, efnissala og heil- brigðisyfirvalda. Skorar fundurinn á umhverfis- málaráðherra að hafa forgöngu um stofnun starfshóps er í sitji fulltrúar ofangreindra aðila og geri hann tillögur um með hvaða hætti verði tekið á þessu máli.“ Kristilegt félag heilbrigðisstétta: Fundur um þjáninguna á Akureyri Kristilegt félag heilbrigðisstétta heldur fund um þjáninguna undir yfirskriftinni: VON SEM EKKI BREGST. Þar verður sýnt mynd- band á stórum skjá með hinni frægu Joni, sem lamaðist upp að hálsi sem unglingur. Á mynd- bandinu segir hún frá starfi sínu meðal fatlaðra og talar um þá von, sem hún á í þjáningu sinni. Ræðan var flutt á alþjóðlegu móti KFH sl. sumar og sýnd nú á stór- um skjá og túlkuð. Joni Eareckson Tada ritaði metsölubók um reynslu sína og hefur hún komið út á íslensku og heitir Joni. Hún er einnig fræg fyrir hljómplötuútgáfu sína og myndir, sem hún málar með munninum eftir að hún lamaðist. Fundurinn verður haldinn í Sjallanum Akureyri fimmtudag- inn 4. apríl kl. 20.30. Allir, sem áhuga hafa á að kynna sér viðhorf einstaklings er gengið hefur í gegnum eldskírn þjáningarinnar, hjartanlega vel- komnir. Christopher Lambert leikur Há- lendinginn. ingnum fyrri, stórgóðri spennu- mynd sem margir muna eflaust eftir. Hálendingurínn II segir sem sagt frá því hvernig geim- veru-Skotinn Christopher Lambert (þið afsakið orðskríp- ið), þá orðinn háaldraður maður, verður ungur í annað sinnið, finnur enn eina elskuna, endur- nýjar kynni sín af Sean Connery (sem var þó örugglega dauður) og berst í félagi við hann hatrammri baráttu við vonda menn utan úr geimnum og enn verri jarðarbúa. Hálendingurinn II líður ákaf- lega fyrir þá staðreynd að í Hálendingum fyrsta var alls ekki hugsað fyrir væntanlegu fram- haldi. Fyrir vikið er sífellt verið að losa Lambert undan oki hrörnunarinnar og endurlífga Connery. í snarhasti er búið til ástarævintýri handa hetjunni og vandamál að leysa. Vandræða- legur söguþráðurinn færir okkur fram og til baka í tímanum. Einstök atriði verða alltof löng, til dæmis það sem sýnir baráttu Lamberts við aldurinn og vondu verurnar tvær utan úr stjarn- heimi. Myndina á enda er reynt að halda uppi háspennu með hrikalegum atriðum, fyrir vikið verður ekki um nein uppbyggileg smáatriði að ræða en það eru einmitt þau sem oftar en ekki gæða kvikmyndir því lífi sem skilur á milli lélegrar framleiðslu og góðrar kvikmyndar. Viljum ráða s j ú kraþjálfara frá 1. júlí nk. eða fyrr. Upplýsingar um starfið veitir yfirsjúkraþjálfari. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 22100. Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings á kvöld- og næturvaktir Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 31100. Kristnesspítali. FLUGMÁLASTJÓRN Flugmálastjórn Stöður tveggja flugvallareftirlitsmanna á Akureyrarflugvelli eru lausar til umsóknar. Um er að ræða verkefnaráðningu til eins árs í senn. Áskilið er meirapróf bifreiðastjóra og æskileg eru réttindi á þungavinnuvélar. Laun samkv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist umdæmisskrifstofu Flugmála- stjórnar Akureyrarflugvelli fyrir 15. apríl nk. Flugmálastjórn. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu, 20. mars s.l. BRYNHILDUR HERMANNSDÓTTIR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, KATRÍN FRIÐBJARNARDÓTTIR, Hallbjarnarstööum, Tjörnesi, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 4. apríl kl. 14.00. Árni Kárason, synir og fjölskyldur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JOHAN KARLSSON ROSSEB0 Ránargötu 11, Akureyri, andaðist 26. mars. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. apríl kl. 13.30. Ásta Ebenharösdóttir, Guörún Jóhannsdóttir, Guðmundur Búason, Jóhann Jóhannsson, Steinunn Eggertsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og vandamenn. I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.