Dagur - 07.06.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 07.06.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 7. júní 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Að uppgötva raunveruleikann Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur ekki setið lengi á valdastóli, og því takmörkuð reynsla af henni enn sem komið er. Þó hefur ýmislegt litið dagsins ljós sem ekki boðar gott, og kemur spánskt fyrir sjónir. Vandi atvinnulífsins kom til umræðu á ríkis- stjórnarfundi fyrir nokkrum dögum. Eftir þann fund kom forsætisráðherra fram í fjölmiðlum og taldi upp margvíslegan vanda sem við væri að etja. Þrennt er efst á baugi, en það er vandi Ála- foss hf., fiskeldisfyrirtækja og Síldarverksmiðja ríkisins. Hér er í öllum tilvikum um mál að ræða sem krefjast skjótrar úrlausnar og þola ekki bið. Það virtist koma forsætisráðherra mjög á óvart að vandamál þessara tveggja stórfyrirtækja og fiskeldisins skyldu koma svo skyndilega upp á borðið. Davíð lýsti því yfir að rekja mætti vand- ann til slæmrar stjórnarstefnu á undanförnum árum. Þeir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðunni vita að hér er ekki um ný heldur gömul vanda- mál að ræða. Vandi Álafoss hf. var á borði fyrri ríkisstjórna um árabil, og almennt var vitað um gífurlega erfiða stöðu þess fyrirtækis. Það sama má segja um Síldarverksmiðjur ríkisins, vandi þeirra var alþjóð kunnur, svo ekki sé minnst á fiskeldið. Menn hljóta því að spyrja þeirrar spurningar hvort ríkisstjórnin sé einangruð frá veruleika atvinnulífsins í landinu. Að kenna ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar um vandann er auðvitað rangt. Það er ein- um of ódýr lausn að finna einhvern blóraböggul til að kenna um hvernig komið er í þremur mikil- vægum atvinnugreinum landsmanna. Fyrri ríkisstjórn sannaði einmitt að mögulegt var að ná stöðugleika í efnahagslífinu og samstöðu allrar þjóðarinnar um að keyra niður verðbólgu. Sú stefna ríkisstjórnarinnar að vilja losna með einföldum hætti við vandamálin og skjóta sér undan ábyrgð er ekki traustvekjandi. Vandi atvinnulífsins verður ekki leystur með því að leggja atvinnufyrirtækin niður. Ríkisstjórnin verður að taka ábyrgari afstöðu og leggja sitt af mörkum til að skapa atvinnulífinu heilbrigðan rekstrargrundvöll. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa oft malað gull, og Álafoss hf. er af kunnug- um talinn eiga framtíð fyrir sér ef reksturinn fær að byrja með hreint borð. Ríkið getur ekki held- ur hlaupist undan ábyrgð hvað snertir fiskeldið, því þá væri örugglega verið að kasta þeim fjár- munum á glæ sem varið hefur verið til upp- byggingar greinarinnar, m.a. af almannafé. EHB Biskupsvísitasía í Skagaflarðarprófastsdæmi: „Skagfirðingar syngja líka í kirkjunum sínum“ segir herra Ólafur Skúlason Myndir: SBG Biskup íslands, Ólafur Skúla- son, hefur nú lokið vísitasíu sinni um Skagafjarðarprófasts- dæmi sem staðið hefur frá 26. maí síðastliðnum. Á þeim tíma hefur biskup heimsótt söfnuði í prófastsdæminu og tekið þátt í 21 messu. Einnig hefur hann farið á vinnustaði fólks og leit m.a. við í Fiskiðju Sauðár- króks. í för með herra Ólafi við vísitasíuna eru kona hans, frú Ebba Sigurðardóttir og prófastshjónin, séra Hjálmar Jónsson og frú Signý Bjarna- dóttir. Dagur hitti herra Ólaf að máli eftir messu sl. þriðju- dag í Miklabæjarkirkju. „Petta er tíundi sunnudagur- inn í röð eins og sr. Hjálmar segir, en við erum búnir að messa tvisvar og þrisvar á degi hverjum og sitja svo veisluboð jafn oft,“ sagði herra Ólafur Skúlason. Að sögn biskups felst í vísitasíu tvíþættur tilgangur. Annars vegar, að biskup komi til safnað- arins og kynni sér ástand kirkju, aðbúnað og hvort þörf sé á við- gerðum eða öðru. Hinsvegar að söfnuðurinn átti sig á að hann er hluti stærri heildar heldur en nemur bara prestakallinu og prófastsdæminu, að hann er hluti af þjóðkirkju Islands. „...að tala við fólkið“ „Ég hef sett mér það markmið meðan ég megna, að vísitera tvö prófastsdæmi á ári og með því móti ætti mér að takast að vísitera þau öll á mínum tíma, en á land- inu eru sextán prófastsdæmi,“ sagði biskup. Síðasta biskupsvísitasía til Skagafjarðarprófastsdæmis var þegar herra Sigurbjörn Einarsson vísiteraði það árið 1967 og sagði herra Ólafur að það hefði því verið kominn tími til að vísitera prófastsdæmið að nýju. Að sögn hans munar mikið um, að sr. Hjálmar hefur fyrir skömmu skrifað ítarlega lýsingu á hverri kirkju í prófastsdæminu og mun- um þeim sem kirkjan á, svo að hann sem biskup hefur ekki þurft að sinna því. „Ég hef getað einbeitt mér að því sem mér finnst að biskups- vísitasía eigi frekar að vera, að tala við fólkið, söfnuðinn, en ég álít að prófastarnir eigi að annast eftirlit með að öllu sé haldið til haga hvað eigur kirkjunnar varð- ar og samanburð við fyrri vísi- tasíur,“ sagði biskup. Syngja líka í kirkjunum Þegar biskup var spurður að því, hvort honum þætti eitthvað sérstakt við Skagafjarðarprófasts- dæmi, svaraði hann: „Skagfirðingar hafa alltaf verið taldir miklir gleðimenn og eru annálaðir fyrir söng á hestamót- um og öðru þess háttar, en ég held að við getum bætt kirkjun- um við. Pað er alveg einstaklega fallegur söngur hér og kirkjukór- arnir mjög góðir, þannig að þeg- ar ég heyri næst sagt að Skagfirð- ingar syngi á hestamótum ætla ég svo sannarlega að bæta við, og í kirkjunum sínum. Annars hefur þetta verið svo- lítið sitt með hverjum svip, hvort það eru örlitlar sveitakirkjur eða stærri kirkjur, en inntakið er það sama, að kynnast fólkinu, aðstæðum og rétta því hjálpar- hönd ef maður mögulega getur.“ Vísitasíu herra Ólafs Skúla- sonar lauk með messu í Ketu- kirkju á Skaga seinnipart föstu- dags, en önnur vísitasía biskups íslands á þessu ári, hefst í sept- ember og mun hann þá vísitera Eyjafjarðarprófastsdæmi. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.