Dagur - 07.06.1991, Blaðsíða 15

Dagur - 07.06.1991, Blaðsíða 15
Föstudagur 7. júní 1991 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Siglingar: Landslið Islands á optimistabátum eingöngu skipað Akureyringum Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur nú fyrir námskeidi fyr- ir börn og unglinga í siglingu á optimistbátum. Nýtt námskeið hefst 18. júní nk. og verður kennt bæði fyrir og eftir hádegi, en námskeiðið stendur í hálfan mánuð og er fyrir börn Wrestlingkappi frá Akureyri gerir garðinn frægan í USA: Vernharður Þorleifsson hlaut silfurverðlaun á íylkismóti 18 ára Akureyringur, Vern- harður Þorleifsson, hefur verið skiptinemi í Wichita í Texas í Bandaríkjunum og vakti athygli fyrir mjög góðan árang- ur í wrestling nú á liðnum vetri. Vernharður var marg- faldur íslandsmeistari í júdó áður en hann hélt vestur um haf til Bandaríkjanna, var m.a. íslandsmeistari bæði í flokki keppenda yngri en 17 ára og yngri en 21 árs. I vetur vann hann fjöldamörg svæðismót, og varð síðan í öðru Vernharður Þorleifsson er fráhær í wrestling. íþróttír helgarinnar KNATTSPYRNA Bikarkcppni KSÍ: Föstudagur: Dalvík-Völsungur kl. 20.00 Laugurdagur: Kormákur-Leiftur kl. 14.00 KS-Þór kl. 14.00 Reynir Á.-Tindastóll kl. 14.00 1. deild kvenna: ÍA-Þór kl. 14.00 Vormót KRA: KA-I’ór 3. n. kl. 13.00 Sunnudagur: Samskipadeild: KA-Stjaman kl. 20.00 1. deild kvcnna: Valur-Þór kl. 14.00 ísl.mót: KA-Þór 4. og 5. fl. kl. 14.00 Leiftur/Dalvík-Hvöt 4. fl. kl. 15.30 KS-Tindastóll 4. og 5. fl. kl. 14.00 Dalvík-Völsungur 5. fl. kl. 14.00 Leiftur-Hvöt 5. fl. kl. 14.00 Mánudagur: KA-Þór 2. fl. kvenna C kl. 20.00 GOLF Laugardugur: Gullsmiðabikarinn, Jaðarsvelli VÍS-bikar Kötluvelli Húsavjk Radfóstyttan Skeggjabr.v. Ólafsfirði Firmakcppni Hlíðarendav. Sauðárkr. Sunnudagur: Gullsmiðabikarinn, Jaðarsvelli Reyndur/óreyndur Kötluvelli Húsav. Klakakeppnin Skeggjabr.v. Ólafsfirði Einnar kylfu mót, Skagaströnd FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Laugard./suiinud.: Meistarm. fsl., fyrri hluti, Mosfellsbæ sæti á fylkismótinu. Hann hefur vakið athygli fyrir mjög góðan stíl þrátt fyrir þá staðreynd að hann kunni ekkert í wrestling áður en hann kom til Texas. Vegna þessa góða árangurs í wrestlingíþróttinni (sem flestir lesendur þekkja nú sjálfsagt ekki nema af afspurn) hefur hann fengið tilboð frá 5 skólum í Bandaríkjunum um skólastyrk, en reglur um skiptinema koma í veg fyrir að Venni eins og hann er kallaður vestanhafs geti not- fært sér það næstu tvö árin. En verði framfarir hans í wrestling jafn örar og á liðnum vetri leikur ekki nokkur vafi á því að Vern- harður hefur úr margfalt fleiri til- boðum að velja þegar hann lýkur dvöl sinni í Bandaríkjunum sem skiptinemi. I umfjöllun um Vernharð á íþróttasíðu Capital-Journal segir Venni m.a.: „Mig langaði að stunda einhverja íþrótt yfir vetrartímann, og körfubolti féll mér ekki í geð, svo ég fór í wrestling til þess að gera eitt- hvað“. Vernharður keppti fyrir Manhattan High School og þjálf- ari hans Lee Woodford segir að koma Venna hafi verið algjör himnasending fyrir þá. „Enginn þekkti Venna fyrir úrslitakeppn- ina,“ segir Woodford, „en hann varð fljótt á allra vörum í keppn- inni. Dómarar í öðrum þyngdar- flokkum gerðu jafnvel hlé á keppninni til þess að leyfa kepp- endum að fylgjast með glímum Venna.“ Um þennan árangur sinn segir Vernharður svo m.a.: „Þekking mín í júdó hefur komið sér mjög vel þegar ég skelli andstæðingn- um. í wrestling hugsa ég aðeins um að vinna fullnaðarsigur, en ekki að vinna andstæðinginn „aðeins“ á stigum“. GG Siglingar eiga vaxandi fylgi að fagna. í suniar konia allir bestu siglingamenn landsins til Akureyrar til keppni um íslandsmeistartitla. og unglinga á aldrinum 8 til 15 ára. Ahugi á þessuin nám- skeiöum sýnir aö vaxandi áhugi er hjá yngri kynslóðinni fyrir siglingaíþróttinni. Landslið íslands í siglingum á optimistbátum fer til Rundstad í Danmörku 3. júlí nk. til keppni við jafnaldra sína í siglingaklúbb- um þar. Þetta landslið er ein- göngu skipað Akureyringum. Ekki fékkst styrkur frá Akureyr- arbæ til þessarar farar, en Sigl- ingaklúbburinn Nökkvi fær styrk frá íþróttabandalagi Akureyrar til sinnar starfsemi eins og önnur aðildarfélög ÍBA. íslandsmeistaramót í siglingum verður haldið hér á Pollinum helgina 9. og 10. ágúst þ.e. opið íslandsmót fyrir siglingamenn af öllu landinu. Á Pollinum verða tvær brautir í gangi, önnur fyrir optimistbátana en hin fyrir alla stærri báta sem hingað koma til keppninnar. Aðstaða siglingamanna inn við gömlu Höepfnersbryggju er mjög bágborin, og ekki bætir úr skák að stórt holræsisrör liggur þarna út í víkina, og varla getur það tal- ist heilsusamlagt fyrir þá sem þarna stunda sína íþrótt af áhuga. GG í tilefni íþróttadags verður kynning á framkvæmdum á íþróttasvæði KA, iaugardaginn 8. júní kl. 14.00. Allir félagsmenn og aörir velunnarar félags- ins eru hvattir til að mæta. Opnunorhelgin í Sjallanum 14.-17. júní ♦ Enn er hægr að bæto við matargest- um í Sjollann 15., 16. og 17. júní ♦ Glæsilegur matseðill alla helgina ♦ Borða- panfanir í síma 22970 ♦ Eldri stúdentar! Sjallinn er ykkar alla helgina ♦ Sjallinn - Nýr staður ð gömlum grunni ♦ Lifondi tónlist alla helgina ♦ Uppselt í mat 14. júní ♦ Matseðill 15. og 16. júní ♦ Forréttur: Frönsk piparóvaxtasúpa SJALLINN ♦ Aðalréltur: Gráðostfylltur lombQhrygg- ur með modeirosósu og fylltri kortöfíu ♦ Eftirréttur: Marineraðir ferskir ovextir með sobayonsósu ♦ Þjóðháríðarmatseðill 17. júní ♦ Forréttur: Blandaðir sjávarréttir í smjördeigsbáti ♦ Aðalréttur: Gljáður svínahamborgar- hryggur með rauðvínslegnum ananas og karamellukartöflu ♦ Eftirréttur: Krókantegg á súkkulaðisósu i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.