Dagur - 07.06.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 07.06.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. júní 1991 - DAGUR - 7 Sumarsýningin 1991 hefst i íþróttahöllinni í dag kl. 17.00 og lýkur á sunnu- dagskvöld. Kjarnalundur: Kaffisala og flóamarkaður Sunnudaginn 9. júní verður Nátt- úrulækningafélag Akureyrar með fjáröflunardag í Kjarnalundi. t>ar verður kafíisala og flóa- markaður, þar sem mikið verður af ódýrum fatnaði auk annarra muna. Opið verður frá ki. 14.00- 17.00 og rennur ágóði sölunnar til byggingar Kjarnalundar. Feraiingar- guðsþjónusta í Breiðabóls- staðarkirkju Fermingarguðsþjónusta verður í Breiðabólsstaðarkirkju í Vestur- hópi, Vestur-Húnavatnssýslu, sunnudaginn 9. júní. Þrjú ungmenni verða fermd þennan dag. Þau eru: Margrét Hrönn Björnsdóttir, Stóru-Borg, Þórey Björk Hjaltadóttir, Urð- arbaki, Þorvaldur Hjaltason, Bjarg- húsum. Guðsþjónustan hefst kl. 14.00. Presturersr. Kristján Björnsson. Akureyri: Fræðsluerindi um steralyf og íþróttir - í Lundarskóla í kvöld kl. 20.30 Héraðslæknirinn á Norðurlandi eystra, íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar og Iþróttabandalag Akureyrar gangast í kvöld fyrir fyrirlestri um steralyf og íþróttir. Það hefur vart farið fram hjá mörgum að mikil umræða hefur verið undanfarið um steralyfja- notkun. Þeir aðilar sem að fyrir- lestrinum standa telja að þörf sé á fræðslu til þess að unnt verði að koma í veg fyrir heilsutjón, sem j hlýst af misnotkun þessara lyfja. í þessu skyni hefur Ari j Jóhannesson, sérfræðingur í inn- kirtlasjúkdómum, verið fenginn til að halda fræðsluerindi um þessi mál. Fyrirlestur hans hefst kl. 20.30 í kvöld í Félagsmiðstöð Lundarskóla og er öllum opinn. íþróttafólk er sérstaklega hvatt til að mæta. Þess má geta að grein eftir Ara Ari Jóhannesson. Jóhannesson, sem fjallar um þessi mál, verður birt í Degi á þriðjudaginn. Slysavarnadeildirnar á Akureyri: Plötusala í göngugötunni Slysavarnadeildirnar á Akureyri verða í göngugötunni á Akureyri eftir hádegi í dag og selja það sem eftir er af plötunni Hönd í hönd. Plata þessi var gefin út laugar- daginn fyrir sjómannadag. Hún hefur fengið mjög góðar viðtökur og vilja slysavarnadeildirnar þakka fyrir það. Akureyri: Sumarsýningiii 1991 hefst í dag - 50 fyrirtæki kynna framleiðslu sína og þjónustu Sumarsýningin 1991 verður opn- uð í íþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 17.00. Þar kynna um 50 iðnaðar- og þjónustufyrirtæki á Norðurlandi það seni þau hafa á boðstólum fyrir viðskiptavini sína. Sumarsýningin 1991 er opin til kl. 22.00 í kvöld og frá kl. 10.00- 22.00 laugardag og sunnudag en sýningunni lýkur á sunnudags- kvöld. Gestir Sumarsýningarinnar og lukkuhjólið snýst.. 1991 geta átt von á ýmsum óvæntum glaðningi. Til dæmis eru aðgöngumiðar að sýningunni tölusettir og á klukkutíma fresti verða dregin út fimm númer, þ.e. úr þeim miðafjölda sem seldur hefur verið síðustu klukkustund á undan. Útdráttur þessi verður framkvæmdur af tölvu. Þeir fimm aðilar, sern eiga miða með samsvarandi númeri, fá tækifæri til að snúa lukkuhjóli og ráðast vinningar af því á hvaða reit hjólið stöðvast. Vinn- ingar eru margs konar, allt frá 5 kílóum af kaffi upp í utanlands- ferðir. Þá bjóða nokkur fyrirtæki á sýningunni gestum sínum að taka þátt í getraun og vinna þannig til verðlauna. Ástæða er til að hvetja sem flesta til að leggja leið sína í íþróttahöllina á Akureyri um helgina og kynna sér það sem þau norðlensku fyrirtæki sem þar sýna hafa að bjóða. JÖFUR Nýl)ýlavu,i*i 2, sírni 42000 ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL Skálafell sf. Draupnisgötu 4, sími 22255 BlLASÝNINC verður laugardaginn 8. júnf og sunnudaginn 9. júní frá kl. 13.00-17.00 báða dagana í sýningarsal okkar að Draupnisgötu 4. Sýndir verða: Peugeot 205-309 og 405 4x4 í fyrsta sinn. Framhjóladrifinn, 5 dyra og 5 gíra. Ódýr fjölskyldubíll Jeep Cherokee Voyager 4x4 7 manna Fjórhjóladrifinn Voyager ætti að henta íslenskum fjöiskyldum og ferðalöngum sérstakiega vel, bæði í snjó og á torfærum malarvegum. Innanbæjarakstur er munaður í bílnum, sökum þæginda, sjálfskiptingar og vökvastýris. Svo eykur fjórhjóladrifið á öryggi í akstri. Bíllinn verður hlaðinn aukabúnaði eins og forverinn. beÖið hefur veríð eftir Peugeot 605 verður einnig á sýningunni. Skoda Favorit Lipurð, afl og tæknileg útfærsla eru aðalsmerki bílsins og hefur það ásamt hagstæðu verði höfðað til breiðs hóps kaupenda. Bíll sem KomiÖ og skoðiÖ glæsilega bíla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.