Dagur - 07.06.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 07.06.1991, Blaðsíða 16
Nýr matseðill í hverri viku Opið í hádeginu alla daga Norðurland vestra: Skólastjórar skipta uin skóla - fáir nýir réttindakennarar Á komandi vetri verða þrjár breytingar á skipan skólastjóra við grunnskóla á Norðurlandi vestra miðað við síðasta vetur. Þar á meðal kemur Páll Dag- bjartsson og tekur aftur við sinni gömlu stöðu í Varma- hlíðarskóla, en hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum. Aðrar breytingar eru þær, að Sveinn Kjartansson lætur af störfum við Grunnskóla Blöndu- óss, en við af honum tekur Páll Leó Jónsson, sem verið hefur skólastjóri á Skagaströnd. Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra grunnskólans á Skagaströnd rennur aftur á móti ekki út fyrr en um næstu mánaða- mót. Að sögn starfsmanns Fræðslu- skrifstofu Norðurlands vestra, verður nú bráðlega endurauglýst eftir kennurum í um 80 stöður í umdæminu, en á síðasta ári voru 86 leiðbeinendur á móti 114 réttindakennurum starfandi við grunnskóla á Norðurlandi vestra. Athyglisvert er að samkvæmt tölum frá nóvember sl., störfuðu við kennslu á Norðurlandi vestra síðasta vetur, ekki nema þrír kennarar útskrifaðir frá KHI á árunum ’87-’90 af 379 kennurum sem útskrifuðust á því tímabili. Þess má geta að níu af þessum 379 störfuðu á Vestfjörðum í vet- ur og þrjátíu og einn á Norður- landi eystra. SBG Flugleiðir vilja lækka fargjöld um 4 prósent Flugleiðir hafa sent samgöngu- ráöuneytinu beiðni um heimild til 4% lækkunar skráöra far- gjalda hér á landi, sem ætlað er að taki gildi 10. júní. Ástæða fyrir beiðninni er lækkandi eldsneytisverð. Fáist heimild til lækkunarinnar lækka apex fargjöld til Kaup- mannahafnar um 1.410 kr, til London um 1.330 kr, til Lúx- emborgar um 1.320 kr. og til New York um 2.280 kr. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að félagið hafi fengið heimild til hækkunar far- gjalda í vetur þegar eldsneyt- isverð hækkaði í kjölfar Persa- flóadeilunnar. „Þá sögðumst við lækka verðið þegar eldsneyt- isverð gæfi tilefni til þess. Sam- gönguráðuneytið verður að sam- þykkja skráð fargjöld félagsins og því leitum við eftir heimild til lækkunar. Við höfum ákveðið svigrúm og við látum það allt koma íslenskum farþegum til góða,“ segir Sigurður. Eldsneytishækkanir í vetur komu minna við farþega Flug- leiða en ella vegna endurnýjunar millilandaflugflotans. Nýju vél- arnar eru mun sparneytnari en þær eldri og því var unnt að halda hækkunum í lágmarki. óþh Framhaldsskólar á Norðurlandi: Innbæingar vilja vegginn burtu enda býður hann hættunni heim. Stefán Stefánsson, bæjarvcrkfræðingur tekur undir það sjónarmið. Mynd: Golli Slysagildra í Aðalstræti: „Veggmn verður að rífa“ - segir Stefán Stefánsson, bæjarverkfræðingur Sem sjá má af myndinni er þessi veggur á lóðarmörkum Aðalstrætis 16 stórhættulegur allri umferð á gangstétt og götu. Nokkrir Innbæingar hafa hringt í Dag og kvartað vegna þessa og bent á að veggnum er forðað frá hruni með vír sem ekki er traustvekjandi. Er leitað var til Stefáns Stefánssonar, bæjarverkfræð- ings, þá hafði hann þetta um mál- ið að segja: „Mér er ljóst að vegginn verður að rífa og bæjar- yfirvöld hafa farið þess á leit við húsráðendur. Við þessari mála- leitan hafa eigendur hússins dauf- heyrst þrátt fyrir ítrekanir. Nú er svo komið að ég sé ekki annan kost en að starfsmenn Akureyr- arbæjar rífi vegginn á kostnað húseigenda." ój „Fosturbörn“ í Eyjafirði: Mikil þátttaka í um- hverflsverkeftiinu - flestir ætla að vinna að hreinsun og Mikil þátttaka er í umhverf- isverkefni Ungmennafélags Islands, sem hefst nú um helg- ina á félagssvæði Ungmenna- sambands Eyjafjarðar. Að sögn Kristjáns Þorsteinssonar í Uppsölum hafa öll félögin innan sambandsins að frátöld- um hestamannafélögunum Funa og Létti valið sér „fóst- urbarn“ og hefjast annað hvort handa nú um helgina eða síðar eftir nánari hentugleikum. Hjá Ungmennafélaginu Narfa í Hrísey verður unnið að gróður- setningu skjólbeltis við fótbolta- völlinn og einnig unnið að snyrt- ingu. Félagar í Ungmennafélagi Möðruvallasóknar ætla að grisja og snyrta skógræktarreit í landi Hvamms í Arnarneshreppi. Verkefnið hefst þó ekki fyrr en síðar í sumar. Hjá Porsteini Svörfuði á að lagfæra lóð við Sundskála Svarfdæla, girða og gróðursetja trjáplöntur. Framtíð- in í Hrafnagilshreppi hinum forna ætlar að útrýma njóla með- fram þjóðveginum í sveitinni. Félagar í Reyni á Árskógsströnd hafa lokið við að hreinsa fjörur og ætla einnig að gróðursetja trjáplöntur í nágrenni Árskógs- skóla. Hafist verður handa með það verkefni þegar lokið verður við gerð skipulags af svæðinu. Hjá Ungmennafélaginu Æskunni á Svalbarðsströnd er ákveðið að hreinsa meðfram þjóðveginum og koma upp skjólbelti við íþróttavöll. Félagar í Ungmenna- félagi Svarfdæla ætla að grisja skógarreit í landi Ytra-Holts við Dalvík og félagar í Árroðanum í Eyjafjarðarsveit austan Eyja- fjarðarár ætla að hressa upp á skógræktarland sem lítið hefur verið hirt um á undanförnum árum. Félagar í Dagsbrún ætla að hreinsa til við fótboltavöll í gróðursetningu Glæsibæjarhreppi norðan bæjar- marka Akureyrar. Ungmenna- félagar í Skriðuhreppi ætla einnig að taka að sér hreinsunarverkefni og einnig félagar í fremri sveitum Eyjafjarðar en þeir munu ekki enn hafa tekið ákvörðun um hvert „fósturbarn” þeirra verður. ÞI Húnaver ’91: Sálin og Sólin sjá iim framkvæmdina Allar Iíkur eru á að útitónleik- ar verði í Húnaveri um versl- unarmannahelgina á þessu ári, líkt og sl. tvö ár. Þeir sem bera hitann og þungann ai' skipu- lagningunni að þessu sinni eru Stefán Hilmarsson og Helgi Björnsson, en þeim til halds og trausts er Jakob Frímann Magnússon sem var fram- kvæmdastjóri Húnavershátíð- arinnar í fyrra. Að sögn Stefáns Hilmarssonar er undirbúningur kominn vel á veg, en samt töluverðu ólokið enn. Ljóst er að hljómsveiíirnar Síðan skein sól, Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn munu spila þarna um verslunarmannahelg- ina, en með aðrar hljómsveitir sagði hann að enn væri ekkert komið á hreint um. Eins er ekki búið að opna tilboð þau sem bár- ust varðandi ýmsa verkþætti sem tengjast hátíðinni. Jón ísberg, sýslumaður í Húnavatnssýslum, sagði í samtali við Dag að ekki væri búið að sækja um leyfi fyrir neinu skemmtanahaldi um verslun- armannahelgina í Húnaveri, en eins og vanalega væri helgin frá- tekin fyrir slíkt nema eitthvað nýtt kæmi til. SBG Þúsund nýnemar á skólabekk í haust Yfír eitt þúsund umsóknir um nýskráningu í framhaldsskól- um á Norðurlandi höfðu borist sjö framhaldsskólum í gær en umsóknarfresti lauk þann 5. júní. Fleiri umsóknir geta þó borist næstu daga og verður póststimpill látinn gilda í slík- um tilvikum. Ekki verður hægt að veita öllum umsækjendum skólavist nema ef varaóskir umsækjenda koma til og verða um 90 umsóknir því sendar viðkomandi skólum. Enn er pláss í nokkrum skólum en aðrir eru þegar yfirfullir. Flestar umsóknir bárust Verk- menntaskólanum á Akureyri og verður reynt að koma fyrir öllum þeim 350 sem sótt hafa um. Að sögn Hauks Jónssonar, aðstoðar- skólameistara, verður sumum nýnemum beint í fornám í einni eða fleiri greinum en allir sem lokið hafa grunnskólaprófi eiga rétt á setu í framhaldsskólum svo og þeir sem eru orðnir 18 ára. Liðlega 270 umsóknir höfðu borist Menntaskólanum á Akur- eyri. Tryggvi Gíslason, skóla- meistari, sagði að vegna hús- næðisþrengsla hefði upphaflega verið ætlunin að taka aðeins 150 nemendur en vegna aðsóknarinn- ar yrðu teknir allt að 200 nýnem- ar inn. „Því verður að neita um 70 nemendum um skólavist á fyrsta ári. Auk þess sækja mun fleiri um heimavist skólans en hægt er að sinna,“ sagði Tryggvi. Annar skóli sem líklega þarf að vísa umsækjendum annað er Laugaskóli en þar er einnig heimavist fyrir nemendurna. Páll Dagbjartsson, skólastjóri, sagðist búast við tæplega 140 umsóknum en aðeins er rúm fyrir 120 nemendur. Páll sagði það eftir- tektarvert hve mikil ásókn væri í Laugaskóla frá þéttbýlissvæðum þar sem oft væri búið betur að nemendum - að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu þar sem þjónusta væri betri. „Þarna hljóta einhver vandamál að liggja að baki þ.e. námslegs, félagslegs eða fjölskyldulegs eðlis eða hegð- unarvandamál." Páll sagði suma foreldra að vísu vilja að börnin upplifðu samskonar skólavist og þeir hefðu hlotið. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra stefnir að sögn Þorkels Þorsteinssonar, aðstoðarskóla- meistara, að því að veita öllum skólavist á meðan húsrúm leyfir en þar höfðu yfir 160 umsóknir borist. „Það er helst heimavistar- húsnæði sem hamlar enda Iítið annað í boði.“ Björgvin Leifsson, áfanga- stjóri, Framhaldsskólans á Húsa- vík sagði að 54 umsóknir hefðu borist og að enn væri rúm fyrir um 20 - 30 annarsstaðar frá enda væru allir nemendur teknir inn - óháð einkunnunum. Nemar með ófullnægjandi árangur yrðu send- ir í fornám í einstökum greinum samhliða öðrum. Að sögn Björgvins er skráningartalan ekki endanleg. „Það er alltof mikið af flökkurum í framhaldsskólakerf- inu,“ sagði Björgvin. Framhaldsdeild Gagnfræða- skóla Ólafsfjarðar mun taka við um 15 nemendum en ekki náðist í forsvarsmenn þar í gær. Umsóknarfrestur fyrir sjávar- útvegsbraut Dalvíkurskóla lýkur þann 15. júní en í gær höfðu bor- ist um 50 umsóknir. GT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.