Dagur


Dagur - 04.07.1991, Qupperneq 3

Dagur - 04.07.1991, Qupperneq 3
Fimmtudagur 4. júlí 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Andahjón hafa í nokkur vor gert sig hcimakomin við kornvöruskemmu Kaupfélags Þingeyinga og hafa starfsmenn þar tekið þeim vei og gefið þeim sitthvað matarkyns. I síðustu viku dreif parið sig inn í skemmuna til að kanna vetrarforðann, leist þeim hið besta á aðstæður og fengu sér blund á skemmugólfinu áður en þau flugu heim á andapollinn í skrúðgarðinum. Mynd: IM Sólin kallar á svölun: Bijálað að gera í ísnum Nýtt rekstrarfélag um Álafoss: Engin svör frá Landsbankanum - áhugamenn um rekstrarfélagið bíða í startholunum „Nei, ég kvarta ekki yfir sól- inni og þurrkinum enda er mest að gera í svona veðri,“ sagði Júlíus Fossberg í verslun- inni Brynju á Akureyri. „Það er búið að vera brjálað að gera í ísnum og þetta er alltaf að aukast.“ Júlíus sagði að Brynju-ísinn hefði selst grimmt um helgina. Stöðugur straumur fólks hefði verið inn í verslunina og varla neitt annað komist að en ís. Hann kvaðst ekki hafa neinar töl- ur um hvort þetta hefði verið methelgi í ísnum, salan hefði ver- ið mjög góð frá því í vor og hún væri alltaf að aukast. Óvéfengjanleg tengsl virðast vera milli góðviðris og ísneyslu. Eftir því sem hitinn hækkar eykst neyslan. í ísbúðinni var líka brjálað að gera um helgina og var ísinn vinsælasta neysluvaran. Starfsstúlka í ísbúðinni sagði að um leið og sólin færi að skína fylltist búðin af fólki í íshug- leiðingum en á dimmum dögum væri oft lítið að gera. Eftir því sem við komumst næst hefur einnig verið drjúg íssala í nestunum og þá er vinsælt að skreppa fram í Vín um helgar og fá sér ís. Greinilegt er að lífið er ís á íslandi, a.m.k. meðan sól- in skín. SS Gott útlit er fyrir að stjórn Síldarverksmiðja ríkisins fái heimild til að nýta 300 milljóna króna lánsfjárhcimild, sem fékkst á fjárlögum á Alþingi. Með því móti yrði hægt að skuldbreyta 7,5 milljóna doll- ara láni sem fyrirtækið tók í gegnum Landsbanka Islands. Þessar aðgerðir munu duga til að koma SR út úr erfiðleikun- um fram á næstu loðnuvertíð. Þorsteinn Gíslason, stjórnar- Áhugamenn um stofnun rekstrarfélags á rústum Ála- foss hf. bíða svara frá Lands- banka íslands um næsta skref í málinu. Starfsmenn Álafoss og bæjarstjórnir Akureyrar og Mosfellsbæjar þurfa að fá ákveðin svör frá bankanum áður en unnt er að stofna nýtt félag um reksturinn. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Álafoss hf., hafði sant- band við Framkvæmdasjóð íslands á föstudag vegna hugsan- legrar leigu rekstrarfélagsins á mannvirkjum Álafoss í Mosfells- bæ, sem eru í raun eign Fram- kvæmdasjóðs. Jákvætt var tekið í þá hugmynd af hendi sjóðsins. Landsbanki íslands á hins vegar veð í flestum fasteignum og vél- um fyrirtækisins á Ákureyri. Stöðug fundahöld hafa verið í Landsbankanum undanfarna daga vegna Álafoss hf. og fleiri erfiðra mála, því bankinn á mikilla hagsmuna að gæta. Landsbankinn á afurðaveð í framleiðslu fyrirtækisins, en ekk- ert hefur komið fram um heildar- upphæð skulda Álafoss hf. við Landsbankann. Guðmundur B. Ólafsson, for- stjóri Framkvæmdasjóðs íslands, segir að til kasta Landsbankans formaður SR, segir að stjórnin hafi átt mjög góðan fund með bankastjórum Landsbanka íslands. Bankinn er reiðubúinn að skuldbreyta lánum eftir að stjórnvöld hafa staðfest leyfi stjórnar verksmiðjanna til erlendrar lántöku. „Bak við þessar skuldbinding- ar standa fimm loðnubræðslur, sem eru um þrír og hálfur millj- arður króna að brunabótamati. Skuldbreytingarnar eru til að við getum haldið haus fram að ára- hljóti að koma í verulegum mæli ef af stofnun rekstrarfélags verður, en staðan sé ljós hvað Framkvæmdasjóð snertir. Margir endar virðast ennþá vera lausir í Álafossmálinu og ekki er ljóst hvaða stefnu það Undirbúningur fyrir opinbera heimsókn forseta Islands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Skagafjarðar í ágústmánuði er þegar hafinn af miklum krafti þó nærri tveir mánuðir séu til stefnu. Búið er að skipuleggja dagskrá hinnar þriggja daga heimsóknar í grófum dráttum og hefst hún klukkan 9.00 að morgni föstu- dagsins 23. ágúst. Þá verður tekið á móti frú Vigdísi á Alexanders- flugvelli með viðhöfn og aðeins áð á Sauðárkróki áður en ekið verður fram að Árgarði í Lýtings- staðahreppi þar sem snæddur verður hádegisverður. Eftir hádegið verður ekið upp að Arn- arstapa og skátarnir heimsóttir í mótum, ef engin loðna kemur fyrir þann tíma. Hér er um að ræða ríkisábyrgð á 300 milljóna króna láni. Við erum ekki, frekar en fyrri daginn, að biðja um krónu úr ríkissjóði, sem er jú eig- andi fyrirtækisins. Við erum ekki að fara fram á annað en það sem Alþingi samþykkti,“ segir Þor- steinn. „Við höfum farið rétt að öllum leikreglum. Meðan fyrirtækið getur sýnt að það eigi 347 millj- óna króna eigið fé segi ég að það geti ekki verið gjaldþrota,“ segir Þorsteinn. EHB mun taka. Kolbeinn Sigurbjörns- son, sem á sæti í starfsmannaráði Álafoss, segir brýnt að unnið sé af krafti að lausn málsins, en starfsfólkið leggur mikla áherslu á að undirbúningi nýs rekstrarfé- lags sé hraðað sem mest. EHB hús sitt Brekkusel. Kaffisamsæti í boði Staðarhrepps, Akrahrepps og Seyluhrepps verður síðan í Miðgarði og um kvöldið býður Sauðárkrókskaupstaður til hátíð- arkvöldverðar. Laugardagurinn hefst með morgunverði í félagsheimili Fljótamanna og þar næst verður ekið inn á Hofsós og snæddur hádegisverður hjá Hofshrepping- um. Næsti viðkomustaður verða Hólar í Hjaltadal og þar drukkið síðdegiskaffi auk þess sem helgi- stund verður í Hóladómkirkju. Seinnipart laugardags er stefnt á að skoða Glaumbæ og byggða- safnið þar, en um kvöldið verður hátíðarmóttaka á vegum Héraðs- nefndar í Miðgarði. Að morgni sunnudags verður farið út á Skaga í félagsheimilið þar og eftir hádegið helgistund í Sauðárkrókskirkju klukkan 14.00. Kaffisamsæti verður síðan í íþróttahúsinu á vegum Skarðshrepps, Rípurhrepps og Sauðárkrókskaupstaðar. Áætlað er að heimsókninni Ijúki á milli sex og sjö að kvöldi sunnudags. Forsetaritari, Kornelíus Sig- mundsson, var í Skagafirði fyrri hluta þessarar viku að skipu- leggja dagskrána ásamt móttöku- nefnd þeirra Skagfirðinga, en hana skipa: Magnús Sigurjóns- son, Björn Sigurbjörnsson, Hall- dór Þ. Jónsson og Elín Sigurðar- dóttir. Að sögn Björns gengur undirbúningurinn vel, en megin- tilgangur heimsóknarinnar er að forsetinn hitti fólkið og fólkið hana. SBG Raufarhöfn: Síldarverksmiðjur ríkisins: Úrlausn fram til áramóta Skagaijörður: Heimsókn forseta íslands - dagskrá tilbúin í grófum dráttum Nokkrar umsóknir Fimm umsóknir hafa borist um stöðu sveitarstjóra Raufar- hafnarhrepps, en eins og kunn- ugt er lætur núverandi sveitar- stjóri af störfum eftir nokkrar vikur. Að sögn Ingibjargar Jónsdótt- ur, sem sæti á í hreppsnefnd, er vitað um fleiri umsóknir um starfið, en þær eru á leiðinni í Lögregla og slökkvilið Sigluflarðar: Nýjar bifreiðar Lögreglan á Siglufirði er þessa dagana að taka í notkun nýja lögreglubifreið af gerðinni Mitsubishi L300 en fyrir voru Subaru- og Scotchdalebifreið en nýja bifreiðin leysir þær af hólmi. í lok þessa árs eða byrjun þess næsta mun svo ný sjúkrabifreið koma til Siglufjarðar en knýjandi þörf er orðin á því að fá nýja fjór- hjóladrifna sjúkrabifreið ekki síður en nýja lögreglubifreið. GG Aðalskipulag Kópaskers: Engar athugasemdir gerðar Aðalskipulag fyrir Kópasker hefur legið frammi til kynning- ar að undanförnu en á morgun, föstudaginn 5. júlí, rennur út frestur til að gera athugasemdir við skipulagið. Að sögn Ingunnar St. Svavars- dóttur, sveitarstjóra Öxarfjarðar- hrepps, höfðu engar athuga- semdir borist í gær og því útlit fyrir að skipulagið verði sam- þykkt í óbreyttri niynd. Aðalskipulag fyrir Kópasker nær til ársins 2010. SS komnar pósti, að sögn. Ekki hefur verið boðað til hreppsnefndarfundar til að ræða umsóknirnar, þar sem þær eru ekki allar komnar til skila. Vangaveltur eru um það á Raufarhöfn hvort einhverjir heintamenn hafi sótt um starfið, en ekki reyndist unnt að fá neinar upplýsingar um það að svo stöddu. EHB Hryssu- eigendur! Stóðhesturinn Toppur frá Eyjólfsstöðum kemur í hólf 27.07 að Hvammi Arnarneshreppi. Þeir sem vildu koma hryssum til hans vinsamlegast hafið samband sem fyrst við Friðrik Friðriksson sími 21280 milli kl. 19.00-20.00. (Björn Ingi Stefánsson sírni 91-671863). David G. Barnwell golfkennari verður með ÓKEYPIS GOLFÆFINGAR á æfingasvæði G.A. að Jaðri alla miðvikudaga í sumar frá kl. 20-22. Æfingasvæðið er opið frá kl. 10-22 virka daga. Um helgar frá kl. 8-18. Hægt er að fá lánaða 40 golfbolta í fötu fyrir kr. 150,- (þarf ekki að tína saman eftir æfingul). Áhöld fást lánuð hjá Golfbúð Davids. David G. Barnwell, golfkennari • Sími 96-24836

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.