Dagur - 04.07.1991, Qupperneq 5
Fimmtudagur 4. júlí 1991 - DAGUR - 5
Kvikmyndarýni
Umsjón: Jón Hjaltason
Robin Willianis krýpur við stól sjúklingsins sem Robert De Niro leikur á
stórkostlegan hátt.
Hrífandi vonleysi
Borgarbíó sýnir: Uppvakninga
(Awakening).
Leikstjóri: Penny Marshall.
Aðalhlutverk: Robert De Niro og Robin
Williams.
Columbia Pictures 1990.
Þegar allt er tekið frá manninum
og síðan gefið til baka aftur verð-
ur honum ljóst að lífið er ekki leit
að hamingju eða gleði; leitin lok-
ar augum manna fyrir því sem
líðandi augnablik hefur upp á að
bjóða. Rétt eins og laxveiði-
maðurinn sem hræðir í burtu
fiskana undir fótum sér sann-
færður um að laxinn leynist undir
bakkanum á móti önum við
áfram í æðisgengnum eltingarleik
við hamingju og frama, auð og
velgengni án þess að taka eftir
hinum raunverulegu gæðum lífs-
ins - eða öllu heldur við gefum
okkur ekki tíma til að staldra við
og leggja rækt við lífið sjálft.
Uppvakningarnir er kvikmynd
sem bendir á þess staðreynd. Það
er sumarið 1969 og læknirinn
Malcolm Sayer (Robin Williams)
er á hnöttunum eftir starfi. Hann
finnur það á langlegudeild
sjúkrahúss í New York. Þar
kynnist hann næsta einkennileg-
um sjúklingum sem allir eiga það
sameiginlegt að vera haldnir ein-
hverju sem líkist dauðastjarfa.
Engu er líkara en að þetta fólk sé
gjörsamlega út úr heiminum,
dáið enda þótt hjartað haldi
áfram að pumpa. Sayer kemst þó
fljótlega að því að það er líf með
þessum sjúklingum. Þó það sé
hvergi sagt með berum orðum þá
virtist mér mega draga þá ályktun
að mein þeirra væri parkinson-
veiki á hæsta stigi.
Uppvakningar segir frá undur-
samlegri en skamvinnri björgun
sjúklinganna. Með hjálp lyfs eru
þeir heimtir úr helju. Robert De
Niro leikur einn þessara sjúkl-
inga, Leonard Lowe, sem veiktist
níu ára og hefur í 30 ár ekkert
haft af heiminum að segja. Með
hreint út sagt frábærum leik kem-
ur De Niro til skila gleði Lowe
yfir að vakna aftur til lífsins og
hræðslu þegar sjúkdómurinn
byrjar að vinna aftur á.
Uppvakningarnir er kvikmynd
sem býður upp á allt sem ein-
kenna má góða kvikmynd,
leikurinn er frábær, sagan allt í
senn hugljúf, áhrifamikil, spenn-
andi og vel sögð.
Hundaeigendur
alhugiðl
Sýningarþjálfun
(Sýning H.R.F.Í. 21. júlí nk.)
Er að byrja með sýningar-
þjálfun nk. þriðjudag.
Skráningar í síma 96-33168.
Súsanna.
^ Blóm og gjafavara
() ^ i) í miMu lírvali
0 Úrval afskortanal)lÓma
Ú tfarar skreytiiigar
kransar-krossar-kistuskreytingar
Sjáiun um skreytingar í kirkjn
ýg
AlfTTD mS Kaupangi • Akureyri
aIXVU JLV Símar 24800 og 24830
Samskip bifreióaflutningar Akureyri
Daglegar ferðir á milli Akureyrar og Reykjavíkur
ÁÆTLUN BÍLA FRÁ AKUREYRI
Mánudagur: Brottför
Dalvík .....................................KL. 11.00
Grenivík....................................KL. 11.30
Blönduós, Skagaströnd ......................KL. 14.00
Egilsstaðir, Seyðisfjörður........................KL. 15.00
Þriðjudagur:
Dalvík ...................................................KL. 11.00
Grenivík..................................................KL. 11.30
Fosshóll, Laugar, Reykjahlíð .............................KL. 12.00
Þórshöfn, Vopnafjörður....................................KL. 15.00
Miðvikudagur:
Dalvík ...................................................KL. 11.00
Húsavík, Ásbyrgi, Kópasker, Raufarhöfn .................. KL. 12.00
Blönduós, Skagaströnd ....................................KL. 14.00
Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupsstaður . KL. 15.00
Fimmtudagur:
Dalvík ...................................................KL. 11.00
Grenivík..................................................KL. 11.30
Föstudagur:
Dalvík ...................................................KL. 11.00
Grenivík..................................................KL. 11.30
Ath. Vörur þurfa að berast á afgreiðslu
1 tíma fyrir brottför.
^SAMSKIP HF
ferskt nafn í flutningum
Samskip Bifreiðaflutningar Sjávargata Akureyri
símar 30302/30435