Dagur - 04.07.1991, Síða 12
Akureyri, fimmtudagur 4. júlí 1991
Sauðárkrókur
95-35960
Húsavík
96-41585
Laxveiðimenn geta tekið gleði sína:
Framboð á ána-
möðkum að aukast
- beitan var orðin spægipylsa og tyggjó
Laxveiðimenn tóku eflaust
gleði sína í gær þegar regn-
dropar tóku að berast af himn-
um ofan eftir mikla þurrkatíð
og sólskin. Mjög lítið framboð
hefur verið af ánamaðk undan-
farið, sérstaklega fyrir sunnan,
og hefur maðkurinn verið að
fara á 100 krónur stykkið. Nú
er framboðið að aukast og selst
stykkið á um 30 krónur.
Miklir þurrkar hafa ekki verið
aðalástæðan fyrir því að maðkur-
inn hefur lítið látið sjá sig heldur
er það mikil birta. Þó rigningin
bregðist er einfaldlega hægt að
vökva garðinn en samkvæmt
veðurspám ættu maðkatínslu-
menn norðanlands ekki að þurfa
þess næstu daga.
Lax- og silungsveiðimenn
deyja sjaldnast ráðalausir þegar
maðkaleysi er annars vegar og
þegar verst lét um daginn voru
ýmsar tilraunir gerðar. Um
tveggja vikna skeið fékkst varla
einn ánamaðkur upp úr grasi.
Dagur frétti af veiðimanni sem
varð uppiskroppa með maðkinn
og tók áleggið af brauðinu og
Júní á Akureyri:
Flestar sól-
skinsstundir
síðan 1981
Óvenju þurrt og sólríkt var í
nýliðnum júnímánuði um allt
land og var Akureyri þar engin
undantekning. Hitastigið var
að meðaltali 8,1 sem er einu
stigi undir meðallagi. Úrkoma
mældist tæpir 15 millimetrar á
Akureyri og er með því mesta
á landinu í júní þó úrkoman sé
ekki nema helmingur af því
sem venja er.
Sólskinsstundir í júní á Akur-
eyri voru 250 og hafa ekki verið
eins margar síðan í júní 1981,
þegar þær voru 263. Til að gefa
samanburð voru 308 sólskins-
stundir á Hveravöllum og hefur
ekki verið eins sólríkt í nokkrum
mánuði síðan mælingar hófust
þar. En þó júnímánuður hafi ver-
ið svona sólríkur um land allt þá
var hitastigið ekki í samræmi við
það. -bjb
beitti fyrir silung. Áleggið var
spægipylsa sem hann hnoðaði
saman og kom þessi beita að góð-
um notum, a.m.k. tók silungur-
inn hressilega á. „Spægipylsan
harðnaði vel á önglinum í vatn-
inu og þetta tókst mjög vel,“
sagði heimildarmaður blaðsins.
Þá fregnaðist af öðrum veiði-
manni sem tók tyggjóið út úr sér
og notaði sem beitu en ekki fylgir
sögunni hvort fiskurinn tók
„gúmíið". Einnig hafa menn
beitt maísbaunum og brauði og
ýmsu sem til fellur. En með batn-
andi tíð fyrir maðkatínslumenn
ættu laxveiðimenn að komast hjá
fyrrgreindum örþrifaráðum í
veiðiskapnum. -bjb
„Eg á heima á ís-landi“.
Mynd: Golli
Varafulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku sæti í bæjarstjórn Ólafsfjarðar í gær:
Allir Mtrúar flokksins styðja bæjarstjóra
Á fundi í bæjarstjórn Ólafs-
fjarðar í gær var þremur aðal-
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins
sem og einum varafulltrúa
flokksins, Hauki Sigurðssyni,
veitt leyfi frá störfum að
bæjarmálum til næstu ára-
móta. Varafulltrúarnir Anna
María Elíasdóttir, Gunnlaugur
Jón Magnússon og Guðrún
Jónsdóttir tóku þeirra sæti í
bæjarstjórn, nefndum og
ráðum. Á fundinum s gær lýstu
þau öll, sem og Óskar Þór Sig-
urbjörnsson, forseti bæjar-
stjórnar, yfir fullum stuðningi
við Bjarna Grímsson, bæjar-
stjóra, en Óskar, Gunnlaugur
Jón og Anna María höfðu á
sínum tíma skrifað undir yfir-
lýsingu um starfslok bæjar-
stjórans sem varð upphafið að
þeim deilum sem verið hafa að
undanförnu.
Bréf þeirra fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins sem nú hafa fengið leyfi
frá störfum að bæjarmálum voru
lesin upp í byrjun fundar í gær.
Þar eru tilgreindar ástæður fyrir
óskum um leyfi og fyrst og fremst
vísað til anna vegna annarra
starfa eða veikinda. Minnihlutinn
sat hjá við atkvæðagreiðslu um
þessar óskir bæjarfulltrúanna en
áður hafði viðaukatillaga minni-
hlutans um að þessum fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins verði veitt
leyfi út kjörtímabilið verið vísað
frá.
„Við værum ekki hér ef við
ætluðum okkur ekki að starfa
með bæjarstjóranum og ég lýsi
yfir fullu trausti á honum. Við
reynum að gera okkar besta í
framtíðinni og starfa að því sem
upp á kemur. Við tökum ekki
þátt í því sem búið er að gerast,“
sagði Anna María Elíasdóttir
þegar hún lýsti afstöðu sinni til
bæjarstjóra í gær og þessi
ummæli kölluðu á lófatak gesta á
fundinum.
Forseti bæjarstjórnar ítrekaði
að varamennirnir tækju sæti í
ráðum og nefndum bæjarins í
stað aðalfulltrúanna og spurning-
um um hvað verði um næstu ára-
mót svaraði hann á þann hátt að
fyrir þann tíma kunni ýmislegt að
gerast sem breyti stöðunni. JÓH
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra:
Bygging bóknámshússins hafin
- fyrsta skóflustungan tekin í gær
Fyrsta skóflustungan aö bók-
námshúsi Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra var tekin í
gær og jafnframt undirritaðir
samningar við Vestur- og
Austur- Húnvetninga um aðild
þeirra að skólanum. Einnig var
í gær undirritaður samningur
við vcrktakann, Byggingafé-
lagið Hlyn hf. á Sauðárkróki.
Jón F. Hjartarson, skólameist-
ari FNVáS, tók skóflustunguna
með stungureku þeirri sem búin
er að hanga uppi í verknámshúsi
skólans til margra ára, en hefur
ekki öðlast notagildi fyrr en í
gær. Þegar Jón mundaði skófluna
sagði hann m.a. að þetta væri til
Au^lýsing Svalbarðsstrandarhrepps á lausum kaupleiguíbúðum:
, Attum ekki von á þessari eftirspum“
segir Jónas Reynir Helgason, sveitarstjóri
,Ég segi kannski ekki að sím- Jónas segir að heimaaðilar hafi
inn hafí verið glóandi en hing- spurst fyrir um íbúðirnar en mest
hafi eftirspurnin verið frá Akur-
eyri. „Og reyndar hefur fólk úr
Reykjavík spurst fyrir þannig að
hringt er víða að,“ sagði hann.
að hefur töluvert verið hringt
og þegar hafa okkur borist
þrjár umsóknir og fleiri eru á
leiðinni. Þetta eru betri við-
brögð en við áttum von á,“
sagði Jónas Reynir Helgason,
sveitarstjóri Svalbarðsstrand-
arhrepps, um viðbrögð við
auglýsingu hreppsins á lausum
kaupleiguíbúðum á Svalbarðs-
eyri.
Jónas segir að þeir sem hringt
hafi frá Akureyri sjái fyrst og
fremst kosti í staðsetningunni og
rólegheitunum. Staðurinn sé
hentugur fyrir barnafólk, grunn-
skóli til staðar o.s.frv.
Um er að ræða 3 kaupleigu-
íbúðir sem afhentar verða í árs-
lok en ætlunin er að byggja tvær
íbúðir til viðbótar og hefja fram-
kvæmdir við þær í haust.
„Nei, við áttum ekki von á
þessari eftirspurn. Að vísu höfð-
um við fundið fyrir að fólk spyr
mikið hvort hér sé laust húsnæði
til staðar og það virðist sem þessi
áhugi skili sér í þessu,“ sagði
Jónas. JÓH
handa æskunni og verðandi
skólafólki og að loksins væri þessi
stund upp runnin. Eftir að
skóflustungan hafði verið tekin
fól Jón stórvirkari tækjum áfram-
haldið og grafa frá Hlyni hf. tók
strax til óspilltra málanna við
gröftinn.
Áður en skóflustungan var
tekin, undirrituðu þeir Olafur B.
Óskarsson, formaður héraðs-
nefndar V-Hún. og Valgarður
Hilmarsson, formaður héraðs-
nefndar A-Hún., samning um
aðild að byggingu og rekstri skól-
ans í komandi framtíð. Valgarð-
ur undirritaði samninginn þó
með fyrirvara þar sem ekki er
búið að samþykkja málið endan-
lega í héraðsnefnd Austur-Hún-
vetninga. SBG
1400 gistu Ásbyrgi í júní:
fslenskum ferðamönnum
fjölgaði um helming milli ára
Mikil umferð var um þjóð-
garðinn í Ásbyrgi um sl. helgi
að sögn landvarða, enda veðr-
ið sem best var á kosið. Ferða-
menn í júní í ár voru helmingi
fleiri í Ásbyrgi en í fyrra á
sama tíma.
í þjóðgarðinum í Ásbyrgi
starfa þrír landverðir hvert
sumar. I Vesturdal starfa einnig
þrír landverðir og svæði þeirra
nær allt upp fyrir Dettifoss. Starf-
ið er mjög erilsamt og auk þess-
ara sex varða starfar einn yfir-
landvörður á svæðinu, Fjóla Þór-
arinsdóttir frá Vogum.
„Við skráum alla, sem á svæð-
in koma, eftir þjóðerni. Sam-
kvæmt skrá komu í Ásbyrgi 1399
gestir, þar af 1169 íslendingar.
Islendingunum hefur fjölgað um
góðan helming milli ára sé litið til
júnímánaðarins, en útlendingum
hefur fækkað nokkuð. Ferða-
mennirnir koma gangandi, á
reiðhjólum sem mótorhjólum og
á öllum tegundum bifreiða, jafn-
vel risastórum húsbílum.
í dag eru fáir á faraldsfæti í
Kelduhverfi og Ásbyrgi. Hér er
rigning sem gerir gróðrinum gott.
Ekki hefur rignt á þessum slóð-
um síðustu þrjár vikurnar og því
var tími til kominn að fá smá
vætu. Á laugardaginn á að glaðna
til og því má búast við fjölmenni
í Ásbyrgi og Vesturdal um næstu
helgi,“ sagði Þorvarður Árnason,
landvörður í Ásbyrgi. ój